Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 8
8 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað heitir organistinn í Skálholti sem sagt hefur verið upp? 2. Hvert er tilefni tónleika Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember? 3. Hver verður kynnir sjón- varpsþátta sem sýndir verða á undan Miss World keppninni? SVÖR Á BLS. 42 PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN 14,0% ávöxtun Markmið Peningamarkaðssjóðsins er að skila jafnri ávöxtun með fjárfestingum í skammtímaverðbréfum. Aðallega er fjárfest í innlánum, skuldabréfum og víxlum skráðum í Kauphöll Íslands. Meðaltími sjóðsins er mjög stuttur, innan við ár og því er ekki að vænta mikilla sveiflna á gengi sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn skilaði 14,0% nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst–1. september 2006. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 575 4400 eða kíktu á vefsíðuna okkar www.vsp.is. Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem hægt er að nálgast á www.vsp.is F í t o n / S Í A STJÓRNMÁL Geir H. Haarde forsætis- ráðherra er bjartsýnn á að tíma- bundin niðursveifla efnahagslífs- ins snúist við von bráðar. „Ég tel að það séu mjög góð teikn á lofti núna, nýjustu verð- bólgutölurnar benda til þess,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann benti á endurskoðaðar hagvaxtartölur og lítið atvinnu- leysi máli sínu til stuðnings og sagði aðgerðir stjórnvalda frá því í sumar vera að skila árangri. Geir vildi þó ekki segja til um hvenær hægt yrði að efna til opinberra útboða á nýjan leik. „Það styttist í það en við höfum ekki tekið nýja ákvörðun um þau mál.“ Stýrivextir Seðlabanka hafa hækkað stig af stigi undanfarin ár og nema nú fjórtán prósentum. Geir vildi ekkert gefa út á hækkan- irnar, sagðist ekki tjá sig um vaxtaákvarðanir bankans. Spurður út í nýjan samanburð á verðbólgu í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þar sem Ísland trónir á toppnum, sagðist Geir hafa áhyggjur af stöðunni. „En við erum að vinna að því að koma henni niður og ég tel allt benda til þess að það muni takast fyrir eða um mitt næsta ár. Ég tel að verðbólgutölurnar sem við munum sjá á næstum mánuðum og upphafi næsta árs verði allt aðrar en verið hefur á þessu ári.“ - bþs Forsætisráðherra segir góð teikn á lofti í efnahagsmálum og spáir lægri verðbólgu: Verðbólgan niður á næsta ári GEIR H. HAARDE Telur að stjórnvöldum takist að koma verðbólgunni niður á miðju næsta ári. KIRKJUMÁL Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafn- vel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholts- kórnum og lista- fólki úr sveitun- um í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skál- holti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur mann- gæska og kær- leikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistar- maðurinn Magn- ús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinn- um hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skál- holti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðis- herra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleið- ingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkj- una. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skál- holts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breyting- arnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönn- um en sóknar- nefndar- formaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðna- son, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirn- ar í héraðinu með boðuðum breyt- ingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknar- nefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipu- lagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunn- ar. Ég legg það til að starfið í Skál- holti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skál- holti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipu- lagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkju- ráði Skálholtskirkju vegna máls- ins. Ekki náðist í biskup í gær. magnush@frettabladid.is Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega Diddú og Megas, sem hafa reglulega haldið tónleika í Skálholtskirkju, segja tónlistarlífið í Skálholti í upp- námi vegna uppsagnar dómorganistans. Biskup Íslands fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju. SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR MEGAS FLYTUR PASSÍUSÁLMANA Í SKÁLHOLTSKIRKJU Megas gagnrýnir stjórn Skál- holts harkalega fyrir að segja Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMFERÐ Mikil umferðarteppa myndaðist í Ártúnsbrekku í Reykjavík í gær í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi. Vörubíll með tengivagn, sem var að flytja rúðugler, valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku. Gatan var lokuð í um þrjár klukkustundir og mynduðust miklar bílaraðir á þeim vegum þangað sem umferð- inni var beint. Engan sakaði í óhappinu. - shá Óhapp í Ártúnsbrekku: Biðraðir í þrjár klukkustundir TUTTUGU TONN AF GLERI Mikil hætta skapaðist þegar glerið féll af flutninga- bílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Víða í Danmörku eru fjölmennar mótmælaaðgerðir í undirbúningi. Mikil óánægja ríkir í landinu með nauman fjárhag sveitarfélaga, sem hafa tekið á sig aukin verkefni frá ríkinu en skortir fé til að sinna grunnþáttum í velferðarþjónust- unni eins og leikskólum, grunn- skólum og umönnun aldraðra svo vel þyki. Í gær mótmæltu íbúar í Árósum með því að loka fyrir inngang allra leikskóla þar í borg. Fjölmiðlar skýrðu frá því að víðar væru fjölmennar mótmæla- aðgerðir í aðsigi á vegum danska Alþýðusambandsins. - gb Danir búa sig undir mótmæli: Óánægja með aðhaldsaðgerðir Nýjar refsiaðgerðir Stjórnvöld í Japan og Ástralíu sam- þykktu í gær nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna flugskeytatil- rauna í júlí. Kínversk stjórnvöld lýstu óánægju sinni með þessar refsi- aðgerðir og segja þær eingöngu gera deilurnar um meint kjarnorkuáform Norður-Kóreu enn erfiðari. NORÐUR-KÓREA Mér finnst þessar breyt- ingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar. MEGAS TÓNLISTARMAÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.