Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 13

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 20. september 2006 13 HÁSPENNULÍNUR Náttúruvaktin mót- mælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirr- ar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Landsnet undirbýr nú fram- kvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Ölkeldu- hálsi og við Hverahlíð, og frá Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi, að Geithálsi í Reykjavík og Straums- vík í Hafnarfirði. Mat á umhverfis- áhrifum þessara framkvæmda er að hefjast og gefst almenningi kost- ur á að koma með athugasemdir við drög að matsáætlun fram til 29. september. Ásta Þorleifsdóttir, sem situr í stjórn Náttúruvaktarinnar, segir óforsvaranlegt að hafa háspennu- línur ofanjarðar svo nálægt þétt- býli. „Landsneti ber skylda til að bera saman kosti þess að leggja háspennulínur í jörð eða ofanjarð- ar.“ Ásta telur skammtíma gróða- hyggju of ráðandi og að þegar litið sé til lengri tíma sé alls óvíst að ódýrara sé að leggja háspennulínur ofanjarðar með tilheyrandi við- haldskostnaði. Í drögum að matsáætlun Lands- nets, sem kynnt voru á sunnudag, segir að kostnaður við jarðstrengi á lægstu spennu sé sambærilegur við loftlínu en hækki hratt með aukinni spennu, einkum þegar komið er upp fyrir 132 kílóvatta spennu. Af þeim sökum sé ekki reiknað með jarðlínu sem valkosti nema aðstæður verði með þeim hætti að ekki sé um aðra lausn að ræða. - sdg HÁSPENNULÍNUR Möstur sem reist voru í sumar við bæinn Eyrarteig í Skriðdal í Fljótsdalshéraði. MYND/SIGURÐUR ARNARSSON Náttúruvaktin mótmælir áætlunum um að leggja háspennulínur ofanjarðar: Sjónmengun af völdum háspennulína UMHVERFISMÁL Fjölbrautaskólinn við Ármúla er fyrsti framhalds- skólinn sem hlýtur Grænfánann. Skólinn er sá stærsti hér á landi sem hefur tekið þátt í verkefninu. Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur sýnt fram á að nemendur og starfsfólk skólans hafi viðhaldið öflugu og markvissu starfi í þeim tilgangi að vernda umhverfið og hefur sett sér ný markmið til að stefna að næstu tvö ár. Grænfáninn er umhverfis- merki sem nýtur virðingar í Evr- ópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. - hs Umhverfisstefna viðurkennd: Grænfáninn til Ármúlaskóla DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt mann til að greiða 70.000 króna sekt til ríkissjóðs vegna tveggja fíkni- efnabrota. Maðurinn hefur tvívegis áður hlotið dóma vegna brota á fíkniefnalögum. Hann játaði sök fyrir dómi en rauf skilorð. Dómara þótti þó við hæfi að láta skilorðsdóminn standa áfram og dæma sérstaklega fyrir þau brot sem ákært var fyrir nú. - þsj Dæmdur til að greiða sekt: Tvívegis tekinn með fíkniefni Útlendingar hálshöggnir Tveir menn, Bangladessi og Afgani, voru nýlega gerðir höfðinu styttri með sveðju fyrir allra augum í Riyadh-borg. Bangladessinn hafði verið dæmdur fyrir morð og Afganinn reyndi að smygla heróíni inn í konungsríkið. 83 menn voru afhöfðaðir í landinu í fyrra. SÁDI-ARABÍA BORGARBYGGÐ Opin samkeppni verður haldin um nýtt byggðar- merki fyrir hið sameinaða sveitarfélag Borgarbyggðar. Þetta var samþykkt á fundi atvinnu- og markaðsnefndar í síðustu viku. Merkið á að hafa augljósa skírskotun til landa- fræði, sögu, menningar, dýralífs eða atvinnulífs svæðisins. Peningaverðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu tillögurnar og fær höfundur þeirrar álitlegustu hundrað þúsund krónur. Skila- frestur er til 8. nóvember og verða úrslit kynnt á vef borgar- byggðar hinn 19. nóvember. - þsj Boðað til opinnar samkeppni: Velja nýtt byggðarmerki LÓÐAMÁL Óvenjumikið hefur verið um að byggingarlóðum hafi verið skilað í Hafnarfirði upp á síðkastið. Þannig var 68 lóðum úthlutað í fyrstu úthlutun í Áslandshverfi í vor og var fimm skilað. Lilja Ólafsdóttir, fulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, segir að venjulega sé einni til tveimur lóðum skilað. „Lóðarhafar þurfa ekki að gefa upp neina ástæðu þegar þeir skila inn lóðum og núna hefur aðeins fleiri lóðum verið skilað vegna þess að bankar eru búnir að loka meira eða minna á lán, fólk hefur gert aðrar ráðstafanir eða það hefur ekki getað selt eldri eignir,“ segir hún.- ghs Hafnarfjörður: Lóðum skilað HAFNARFJÖRÐUR Byggingarlóðum hefur verið skilað í auknum mæli í Hafnarfirði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.