Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 31
Kjörin batna | Nokkuð skörp
lækkunarhrina hefur verið á
tryggingarálagi skuldabréfa
bankanna á erlendum mörkuðum.
Lækkaði álagið um tíu punkta yfir
línuna á einni viku.
Meiri krónubréf | Talsverður
kippur hefur komist í útgáfu
krónubréfa á síðustu mánuðum og
hafa alls verið gefin út krónubréf
fyrir 45 milljarða króna frá miðj-
um júlí.
Minni vanskil | Hlutfall vanskila
sem hafa staðið lengur en einn
mánuð af útlánum á öðrum árs-
fjórðungi 2006 var 0,6 prósent en
var 1,1 prósent á öðrum ársfjórð-
ungi í fyrra.
Hækkar vexti | Seðlabanki
Íslands hækkaði stýrivexti um
fimmtíu punkta og standa þeir nú
í fjórtán prósentum. Hækkunin
var sú sautjánda í röð.
Góð byrjun | Viðskipti með hluta-
bréf í Exista hófust í Kauphöll
Íslands á föstudag og námu við-
skipti með bréf í Existu á fyrsta
degi samtals 668 milljónum
króna.
Hægist á | Á öðrum ársfjórðungi
2006 var 2,75 prósenta hagvöxtur
hér á landi. Á sama tíma jukust
þjóðarútgjöld um sjö prósent en
hafa ekki vaxið hægar síðan á
fjórða fjórðungi 2003.
Hækka ekki | Actavis hefur
ákveðið að hækka ekki tilboð sitt
í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva
og jafnar því ekki hækkun tilboðs
Pliva upp í 820 kúnur á hlut.
Samþykkja samruna | Stefnt
er að sameiningu Eglu og
Fjárfestingafélagsins Vendingar,
að stærstum hluta í eigu Ólafs
Ólafssonar, stjórnarformanns
Samskipa.
Fjárfestingarstofa Íslands
Útrásin eykur
áhuga fjárfesta
12
Sterling
Horfir fram
á veginn
12
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 20. september 2006 – 36. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Alþjóðaviðskipti
Húmor er ekkert grín
12-13
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri
Sterling, segist lítið geta tjáð sig
um það hvort FL Group, eigendur
félagsins, skoði sameiningu við
önnur lággjaldaflugfélög eða þann
möguleika að skrá félagið í kaup-
höll. FL Group er auðvitað fjár-
festingafélag og hljóti að skoða
alla kosti.
Báðir kostir hljóti að koma til
greina, enda er eigandi Sterling,
FL Group, fjárfestingafélag þegar
allt kemur til alls. „Við erum
ekkert að vinna í því að sameinast
öðrum félögum í dag, en maður
getur aldrei kastað slíkum tæki-
færum frá sér. Ég hef oft vaknað
á morgnana og spurt sjálfan mig
hvers vegna í ósköpunum við sam-
einuðumst Maersk. Þegar upp er
staðið þá sé ég að það var auðvitað
rétt ákvörðun.“
Gríðarlegur tími hefur farið í
það að samþætta rekstur Sterlings
og Maersk Air en nú er ár liðið
frá því félögin voru sameinuð.
Félagið skilaði hagnaði á öðrum
ársfjórðungi eftir samfelldan
hallarekstur í gegnum tíðina, en
tap á fyrri hluta ársins nam 1,8
milljarði króna. „Árið 2006 stefnir
í hagnað sem í reynd er ótrúleg-
ur árangur á einu ári. Þetta var
margfalt betra en þessi félög hafa
gert nokkru sinni áður. Ég held að
menn hafi verið búnir að gleyma
því hjá Maersk að það hafi verið
til plús í tölvunum.“
Þrátt fyrir þetta er það mat
Almars að fátt hafi unnið með
félaginu. „Við höfum verið að reka
fyrirtæki og sameina á sama tíma,
við höfum því miður lent í deilum
við stóran hluta starfsfólksins og
olíuverð er 70-80 prósent hærra
en á síðasta ári.“ Á sama tíma
hafi frábært sumar í Danmörku,
ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs,
skopmyndamálið og fuglaflensan
tvímælalaust haft áhrif.
- eþa / sjá bls. 10
Sterling stefnir að hagnaði
Forstjóri Sterling segir að stefnt sé að hagnaði á árinu 2006. Félagið eigi
ekki í viðræðum við önnur lággjaldaflugfélag þessa stundina.
Fólkið í landinu er ósammála
stefnu íslenskra stjórnvalda
í Evrópumálum, segir Sveinn
Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, í
aðsendri grein. Með stefnu sinni
í Evrópumálum og skattlagningu
matvæla séu stjórnvöld í raun að
segja Íslendingum að þeim henti
best að búa við háa vexti og hátt
matvælaverð.
Sveinn vitnar í könnun sem
Samtök iðnaðarins létu gera þar
sem fram kom að meirihluti kjós-
enda allra flokka vill ganga til
viðræðna um ESB-aðild. Þá var
meirihluti í öllum flokkum nema
Vinstrihreyfingunni - grænu
framboði fylgjandi því að taka upp
evru í stað íslensku krónunnar.
Sveinn telur jafnframt að
Íslendingar gætu lært ýmislegt
af þróun matvöruverðs í Svíþjóð.
Þar hafi matvælaverð einungis
hækkað um fimm prósent síðustu
fimmtán ár, meðan neysluverðs-
vísitalan hafi hækkað um 35 pró-
sent. -jsk Nánar í Iðnaðarblaði
Fólkið
ósammála
stjórnvöldum
Síðumúli 16-18, 105 Reykjavík ı s: 545 4400 fax: 545 4401 ı www.gutenberg.is
samstarf sem skapar verðmæti
Forsvarsmenn Mosaic Fashion
segja ekkert liggja fyrir um það
hvort stefnt verði að tvöfaldri
skráningu félagsins. Mail on
Sunday sagði frá því að félag-
ið stefndi að því að skrá félag-
ið einnig á markaði í Bretlandi
á næsta ári. Mosaic er skráð í
Kauphöll Íslands.
Fulltrúar Mosaic segja full
mikið hafa verið lesið í orð for-
stjóra félagsins, Dereks Lovelock,
þar sem hann útilokaði ekki tvö-
falda skráningu félagsins. Eftir
kaup á Rubicon hefur félagið
náð stærð sem gæti hentað slíkri
skráningu, en engin ákvörðun
liggur fyrir. Talið er einnig að
kaup OMX á Kauphöllinni kunni
að draga úr líkum á skráningu
félagsins í London. -hh
Erlend
skráning ekki
ákveðin
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum
og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið
Verðbréfaþing hf., sem á Kauphöll Íslands og
Verðbréfaskráningu Íslands, hafa undirritað vilja-
yfirlýsingu um kaup OMX á eignarhaldsfélaginu
Verðbréfaþingi hf.
Formleg undirritun samkomulags um kaupin
á að verða í lok október og stefnt að því að sam-
einingin taki gildi um áramót og íslensk fyrirtæki
verði þá hluti af Norræna listanum. Hluthöfum í
eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. býðst að fá
nýútgefna 2,07 milljón hluti í OMX í skiptum fyrir
hlut sinn, að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki
fá hluthafar greitt handbært fé og verðbréf í eigu
Verðbréfaþings að verðmæti 570 milljónir króna.
Kauphöllin og Verðbréfaskráning Íslands lúta
eftir sem áður íslenskum lögum og eftirliti íslenskra
yfirvalda. Þá eru kaupin meðal annars háð áreiðan-
leikakönnun, undirritun samnings um sameiningu,
samþykki eftirlitsstofnana og samþykki aukaaðal-
fundar OMX.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar
segir það sem snýr að skráðum fyrirtækjum, ramma
um upplýsingagjöf, markaðinn og grundvallaratriði
ekki breytast svo mjög þar sem þegar hafi verið sam-
ræmd viðskiptakerfi og reglur kauphallaraðila. Hann
hins vegar fagnar tækifærinu til að taka þátt í frekari
samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og
í Eystrasaltsríkjunum og segir þetta bæði skráðum
fyrirtækjum og fjárfestum til góðs, skráð fyrirtæki
verði sýnilegri og fleiri erlendir aðilar taki þátt á
íslenskum markaði og auki þannig seljanleikann.
„Þarna liggja tækifæri og jafnframt ljóst að auðveld-
ara ætti að vera að fá erlenda greiningaraðila til að
fjalla um íslensk fyrirtæki, sem verið hefur erfitt
hingað til.“ Þá segir Þórður sóknarfæri felast í því að
auðveldara verði að fá erlenda banka og viðskipta-
stofnanir til að eiga viðskipti hér, auk þess sem kaup
íslenskra fjárfesta erlendis verði auðveldari.
Þórður segir helsta áhyggjuefnið hafa verið hvern-
ig minni fyrirtækjum myndi reiða af og segir þau
þurfa að huga vel að sínum málum. „Ég held hins
vegar að þau þurfi ekki að týnast í fjöldanum þótt
auðvitað sé það dálítið undir þeim sjálfum komið,“
segir hann en fyrirtæki eru flokkuð eftir stærð í þrjá
flokka. „Þau fara á lista sem mjög margir horfa á, en
hann er auðvitað langur. Þess vegna þurfa þau að hafa
fyrir því að vekja á sér athygli. Þetta er því ákveðin
áskorun fyrir þau, en alls ekki hægt að gefa sér að
lífið verði þeim erfiðara, heldur tel ég þvert á móti að
þarna séu aukin tækifæri fyrir þau líka.
Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX,
segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn
frekar og bjóði það íslenska markaðinn velkominn
inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan
markað til að auka viðskipti milli Norðurlandanna
og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjár-
festa,“ segir hann.
Sjá einnig síðu 4
Sameinast OMX
Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup OMX kauphall-
anna á Kauphöll Íslands. Sameining verður um áramót.