Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 32

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 32
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 0% 30% Alfesca 5% 23% Atlantic Petroleum 1% 34% Atorka Group 1% 0% Avion Group 0% -28% Bakkavör 7% 14% Dagsbrún -6% -23% FL Group 1% 8% Glitnir 2% 16% KB banki 4% 16% Landsbankinn 2% 4% Marel 5% 25% Mosaic Fashions -2% -6% Straumur 1% 7% Össur 3% 8% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Danske Bank fjallar í nýrri greiningu um íslenska hagkerfið og fagnar þar kólnun í innlendri eftirspurn og segir það góðar fréttir. „Nú er hægt að tala um að verulega hafi hægt á innlendri eftispurn á Íslandi,“ segir Lars Christensen, sérfræðingur bank- ans, og vísar til eigin árstíðar- leiðréttra útreikninga um að eft- irspurn hér hafi dregist saman um sem nemi 15,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs. „Þrátt fyrir snarpan samdrátt í eftirspurn jókst vöxtur þjóðar- framleiðslu milli ársfjórðunga vegna öflugrar aukningar nettó- útflutnings. Reyndar svo mjög að útflutningurinn ýtti undir hag- vöxt í fyrsta sinn í næstum tvö ár,“ bætir hann við, en telur engu að síður að hér á landi sé fyrir dyrum langvinn og harkaleg leið- rétting í hagkerfinu eftir löngu tímabært aðhald. - óká Jákvæðari tónn hjá Danske Bank Fjallar um snarpa kólnun eftirspurnar. „Við erum hérna fulltrúar bank- anna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, auk Seðlabankans,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sem staddur er í Singapúr á sameiginlegum ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. „Hér hittum við tugi ef ekki hundruð bankamanna og kynnum starfsemi okkar.“ Sigurjón segir ekki virðast sem erfið umræða um íslensku bankana frá því fyrr á árinu hafi smitast inn á árs- fundinn nú. „Menn eru mjög jákvæðir út í Landsbankann og meðvit- aðir um að bankinn sé kominn yfir þetta ástand sem var og nú verði þróunin sú að tryggingar- álag á skuldabréf sem bankarnir gefa út jafnt og þétt færast í það horf sem það var, það taki bara ákveðinn tíma. Andrúmsloftið er gjör- breytt frá því sem var fyrir ekki lengri tíma en hálfu ári,“ segir hann. - óká Gjörbreytt viðhorf til íslensku bankanna Fulltrúar íslensku viðskiptabankanna auk Seðlabankans sækja ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um sautján prósent síðustu sjö vikur. Vísitalan stóð í 5.259 stigum 27. júlí síðastliðinn en var í rúmum 6.300 rétt fyrir hádegi í gær. Hækkunin er því farin að nálgast þá sem varð fyrstu sjö vikur ársins þegar úrvalsvísi- talan hækkaði um rétt rúm tuttugu prósent og náði að lokum sögulegu hámarki; 6.925 stigum hinn 15. febrúar. Þá höfðu raunar farið á undan talsverðar hækkan- ir í desembermánuði. FL Group hefur hækkað félaga mest síðan 27. júlí eða um heil tuttugu og sex prósent. Landsbankinn hefur hækkað um tuttugu og þrjú prósent og Bakkavör um rúm tuttugu. Þá hafa Glitnir og KB banki hækk- að um átján prósent hvor banki. Dagsbrún hefur lækkað um tæp sextán prósent og er eina félagið í Kauphöllinni sem ekki hefur hækkað undanfarnar sjö vikur. Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um tæp þrettán prósent frá ára- mótum. - jsk iCEX hefur hækkað um 17 prósent Hækkun síðustu sjö vikna nálgast þá sem varð á fyrstu vikum ársins. Dagsbrún er eina félagið sem hefur lækkað. H Æ K K A N I R S Í Ð U S T U S J Ö V I K N A Félag 27. júlí 20. ágúst Hækkun 1. FL Group 15,5 21,0 26% 2. Landsbankinn 20,3 26,5 23% 3. Bakkavör 46,5 48,2 20% 4.-5. Glitnir 16,5 20,2 18% 4.-5. KB Banki 710 865 18% Úrvalsvísitalan 5.259 6.300 17% *Tölfræðiupplýsingar: www.m5.is Velta í hagkerfinu jókst um 22,4 prósent að nafnvirði í maí- og júní miðað við sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir neyslu- og fjárfestingatengdar atvinnugreinar hafa drifið hag- kerfið áfram á tímabilinu og komi það ekki á óvart. Vöxtur var mikill í fjárfest- ingatengdum atvinnugreinum á þessum tveimur mánuðum en hann tengist að stórum hluta upp- byggingu í stóriðju. Velta jókst um 54% í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð en um 37%í framleiðslu málma en það skýr- ist af stækkun á verksmiðjunni á Grundartanga og háu álverði. Þá jókst áfram velta í greinum sem tengjast einkaneyslu. Velta í bílasölu jókst um 12% en í smá- sölu um 11% auk þess sem vöxtur var mikill í hótel- og veitinga- húsarekstri eða 19%. Styður það upplýsingar um aukin umsvif í ferðaþjónustu í sumar. Veltuaukningin á tímabil- inu nam í heildina 22,4% og er það nokkuð meira en búast mátti við í ljósi talna um hag- vöxt á öðrum fjórðungi ársins. Greiningardeildin setur þann fyr- irvara að stór hluti veltuaukning- arinnar er í innflutningi og kemur það til frádráttar í útreikningi á landsframleiðslu. - jab Velta umfram væntingar Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fag- tímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um ein- hver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. „Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlit- ið fyrir þetta ár er einnig gott,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. „Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum.“ Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþró- un krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóð- irnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliupp- gjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árs- lok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislíf- eyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans. LSR í 170. sæti í Evrópu Sautján íslenskir lífeyrissjóðir í hópi þúsund stærstu. ABP í Hollandi er stærsti sjóður Evrópu, 56 sinnum stærri en LSR. Nokkrir sparisjóðir hafa tekið tæpa nítján milljarða króna í óinnleystan gengishagnað vegna skráningar Existu í Kauphöll Íslands en sex sparisjóðir og Sparisjóðabankinn eiga um sautján prósent hlutafjár í félag- inu. Til samanburðar högnuðust sömu sparisjóðir um níu millj- arða allt árið í fyrra. Þessi óinnleysti gengishagn- aður fæst út með því að reikna út þann mun sem var á mark- aðsvirði Existu í gær og eigin fé félagsins í lok júní sem var um 143 milljarðar. Exista var metið á 254 milljarða króna í gær en bréf félagsins hafa hækkað um níu prósent frá útboðsgengi. Gengishagnaður SPRON er áætlaður um sjö milljarð- ar króna, 5,1 milljarður hjá Sparisjóðabankanum og yfir 3,4 milljarðar hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Einhverjir sparisjóðir hafa fært hlutabréfin í Existu til bókar sem fjárfestingarhluta- bréf þannig að gengishagnaður hvers sparisjóðs kann að vera meiri í sumum tilvikum. - eþa Sparisjóðir hagnast verulega á Existu Óinnleystur gengishagnaður 19 milljarðar króna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.