Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Framboð á fiski var í minni kantinum á fiskmörk- uðum í síðustu viku þegar tæp- lega 1.400 tonn af fiski voru boðin upp. Fiskifréttir hafa samkvæmt upplýsingum frá Íslandsmarkaði að þetta sé í minna lagi enda séu um eða yfir 2.000 tonn af fiski í boði á mörkuðum í viku hverri. Er talið að leiðinlegt tíðarfar hafi orðið til þess að hamla veiðum. Til samaburðar voru 1.943 tonn boðin upp í vikunni á undan. Meðalverð á fiski var hins vegar ágætt eða 155,87 krónur á kíló sem er 12,19 krónum meira en fékkst fyrir hvert kíló af fiski vikuna áður. Mest seld- ist af ýsu, en um 566 tonn voru í boði sem er 197 tonnum minna en vikuna á undan, og feng- ust 159,26 kr/kg fyrir slægða ýsu. Viku áður fengust 136,23 krón- ur fyrir sama magn. Næstmest seldist af þorski eða 376 tonn, sem er um tvöfalt minna magn en seldist vikuna áður en þá var framboðið mjög gott, að mati Fiskifrétta. Fyrir slægðan þorsk fékkst 221,74 kr/kg en viku áður stóð kílóverðið í 234,21 krónu. Meðal annarra tegunda sem seldust í meira en 20 tonnum voru steinbítur, hlýri, skarkoli, gullkarfi, keila, skötuselur og ufsi. - jab ÝSA 566 tonn af ýsu seldust á fiskmörk- uðum í síðustu viku. Þetta er 197 tonnum minna en í vikunni á undan. Lítið framboð á fiski Jet-Time, nýju dönsku leiguflug- félagi, hefur tekist að ná viðskiptum frá dansk-íslenska lággjaldaflugfélag- inu Sterling og náð um tíu prósenta markaðshlutdeild samkvæmt frétt frí- blaðsins 24 timer. Nú þegar er fullt í allar ferðir um háannatímann í ár og á næsta ári en félagið hefur ekki starfsemi fyrr en í þessari viku. „Við höfum nú þegar selt fleiri ferðir en við ráðgerðum í áætlun- um,“ segir Klaus Ren, framkvæmdastjóri hjá Jet-Time. - eþa Stela kúnnum frá Sterling STERLING MÆTIR MEIRI SAMKEPPNI Nýja leiguflug- félagið Jet-Time tekur markaðshlutdeild frá Sterling. Peter Burdon, forstjóri bresku súkkulaðikeðjunnar Thorntons, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sem sýndu að hagnað- ur á hlut lækkaði um 36 prósent milli ára; úr 8,1 milljón punda í 5,2 milljónir punda. Þá hefur John Thorntons, sem var stjórnarformaður félagsins, selt tveggja prósenta hlut, en Thorntons-fjölskyldan á um fimmtungshlut í félaginu. Á sama tíma keypti stjórnarfor- maðurinn John Von Spreckelsen bréf í félaginu en aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan hann tók við stjórnartaumunum. Stjórnendur Baugs hafa um nokkra hríð fylgst grannt með gangi máli í herbúðum Thorntons sem þeir telja að gætu fallið að rekstri sælkerakeðjanna Julian Graves og Whittard of Chelsea. Þrátt fyrir minni hagnaði, hafa hlutabréf í Thorntons hækkað í virði að undanförnu eftir mikla lækkun framan af ári. Frá því í byrjun júní nemur hækkunin 35 prósentum. - eþa HRÆRINGAR Í SÚKKULAÐIKEÐJU Baugur fylgist með gangi mála í Thorntons. Hræringar í Thorntons Penninn hefur keypt 30 prósenta hlut í sérversluninni Te og kaffi af stofnendum og eigendum fyrirtækisins og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu á vörum fyrirtækisins. Núverandi eigendur halda eftir 70 prósenta hlut. Fyrirhugað er að opna nýtt kaffihús í verslun Pennans í Austurstræti. Hjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guðbrandsdóttir stofnuðu Te og kaffi árið 1984 en það hefur sérhæft sig í sölu og framleiðslu á fersku sælkera- kaffi ásamt fersku tei í lausavigt. Fyrirtækið hefur meðal annars rekið sérverslanir í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum ásamt því að reka kaffibrennslu. Í framhaldi af sölunni hefur Te og kaffi dregið sig út úr dreifingu til fyrirtækja og hefur sömuleið- is selt öðrum aðilum veitingahús fyrirtækisins. Fyrirtækið mun framvegis einbeita sér að fram- leiðslu og heildsöludreifingu á tei og kaffi, ásamt sölu og þjónustu á tilheyrandi tækjum til verslana og veitingahúsa. Að sögn Einars Snorra Magnússonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækjasviðs Pennans, er kaupverð vera trúnaðarmál. Fyrirhugað er að opna kaffisölu í verslunum Pennans í kjölfarið en meðal annars verður nýtt kaffi- hús opnað í Austurstræti innan skamms, að sögn Einars. - jab VERSLUN TES OG KAFFIS VIÐ LAUGA- VEG Penninn hefur keypt tæpan þriðj- ungshlut í Te og kaffi. Veitingahús Tes og kaffis við Laugaveg hefur verið selt öðrum aðilum. Penninn kaupir hlut í Te og kaffi Óli Kristján Ármannsson skrifar Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kaup- hallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameining- unni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. „Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög,“ segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. „Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin.“ Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víð- tæk áhrif til hins betra. „Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjár- málamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á.“ Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærð- arflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfesting- ar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýni- leika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. „Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á,“ segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. „Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt.“ Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygð- ist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sam- eining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Erum á góðum stað í samrunaferli kauphalla Sameining Kauphallarinnar og OMX er sögð heillaskref fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þá er talið gott að stíga skrefið nú áður en OMX rennur inn í enn stærra samstarf. 9,4%Him in n og h af – S ÍA Besta ávöxtunin Býður nokkur betur? Stuttur skuldabréfasjóður og Langur skulda- bréfasjóður SPRON Verðbréfa báru hæstu vextina á síðustu 6 og 12 mánuðum, miðað við síðasta skráningardag 31. 7. 2006, í samanburði við alla sambærilega verðbréfasjóði á Íslandi. Ofanskráðar upplýsingar eru fengnar á www.sjodir.is, sem er óháð upplýsingasíða um verðbréfasjóði. Rekstrarfélag SPRON sér um rekstur þeirra fimm sjóða sem eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003. Nánari upplýsingar má nálgast í útboðslýsingu hjá SPRON Verðbréfum. 12,1% Stutturskuldabréfasjóður Langur skuldabréfasjóður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.