Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 36

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 36
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnvöld víða um heim, þó helst í Afríku, Miðausturlöndum og í S-Ameríku, verða að auka fjárframlag til fyrstu skólastiga. Gerist það ekki eru horfurnar dökkar. Þetta kemur í fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, sem kom út í síðustu viku. Í skýrslunni segir enn fremur að fólk á aldrinum 12 til 24 ára sé 1,3 milljarðar talsins en af þeim er talið að 130 milljónir séu hvorki læs né skrifandi. Francois Bourguignon, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, sagði á sameiginlegum ársfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í Singapúr á dögunum, að ríkisstjórnir flestra landa verði að sjá tækifærin sem felist yngstu kynslóð- inni og bætti við að auðvelt væri að kenna börnum fremur en þeim sem eldri væru. „Ef okkur mis- tekst [að mennnta börnin] þá missum við tækifærið úr höndunum og fáum það ekki aftur,“ sagði hann. Menntun barna er eins og gefur að skilja mis- munandi eftir löndum. Í skýrslunni kemur fram að barnavinna er algeng á Indlandi og að fá þeirra barna ljúka grunnskóla. Í Indónesíu ljúka 80 pró- sent barna grunnskólanámi en mun færri fara í framhaldsskóla. Þá er menntun stúlkna í mörgum tilfellum ábótavant og er nauðsynlegt að bæta úr því, að mati Alþjóðabankans. VIÐ SENDIRÁÐ SINGAPÚR Íbúar í Indónesíu efndu til mótmæla gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir framan sendiráð Singapúr í Jakarta í Indónesíu í síðustu viku. MARKAÐURINN/AP Alþjóðabankinn horfir til barnanna Í nýrri skýrslu á vegum Alþjóðabankans segir að auka verði menntun barna víða um heim. Rauður Ferrari Enzo sportbíll er við það að slá verðmet í útibúi uppboðsvefsins eBay í Bretlandi Hæsta boð í bílinn nú stendur í rúmum 300.000 pundum eða um 40 milljónum íslenskra króna. Dýrasti hluturinn sem fram til þessa hefur selst á uppboðsvefn- um er handtaska sem eitt sinn var í eigu Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hún fór á 103.000 pund eða tæpar 13,6 milljónir króna fyrir sex árum. Þetta er engu að síður nokkuð lægra verð en fékkst fyrir bíl sömu tegundar hjá uppboðsvefnum í Sviss fyrir tveimur árum en sá fór á 540.000 pund eða rúmlega 71 milljón króna á núvirði. Ástæðan fyrir svo háu verði fyrir bílinn er sú að einungis voru framleiddir 400 bílar af þessari gerð. Á meðal þeirra sem eiga bíla sem þessa eru leikarinn Nicolas Cage, tónlistarmennirn- ir Eric Clapton og Rod Stewart og formúlukappinn Michael Schumacher. Bíllinn, sem er tveggja ára gamall, hefur nær einungis verið notaður í auglýsingaskyni og því fremur lítið ekinn eða um 800 kílómetra. Tilboðsfrestur rennur út á morgun. Núverandi eigandi tekur það hins vegar skýrt fram að verði bíllinn ekki í Bretlandi verði sá sem kaupir hann að sjá sjálfur um flutning á bílnum og greiða flutningskostnaðinn. - jab FERRARI ENZO Ein af ástæðum þess að bílar af gerðinni Ferrari Enzo eru dýrir er sú að einungis 400 slíkir bílar voru fram- leiddir. MARKAÐURINN/NJÁLL Bílaverð í hæstu hæðum á eBay Verð á banönum hefur hækk- að um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Helsta ástæða lækkunarinnar er gott veður og styrking gjald- miðla í Evrópu gagnvart banda- ríkjadal. Þá segir Chiquita að samkeppni á bananamarkaði hafi harðnað talsvert í Evrópu vegna aðgerða framkvæmdastjórnar ESB til að auka samkeppni á evr- ópskum bananamarkaði auk þess sem tollar á innflutta banana frá Suður-Ameríku til aðildarríkja sambandsins voru hækkaðir tals- vert. Aðgerðirnar koma sérstaklega illa niður á Chiquita en fyrir- tækið flytur flesta banana sína til annarra landa frá S-Ameríku. Álögur ESB fólu meðal annars í sér að verð á banönum fór úr 76 evrum eða um 6.700 krónum á tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við þetta hækkaði kílóverðið og sala á banönum frá Chiquita hefur dregist saman í Evrópu það sem af er árs. Hagnaður fyrirtækisins af öllum vörum á Evrópumarkaði fór sömu leið. Hann nam 45 millj- ónum dala, jafnvirði tæpra 3,2 milljarða króna, á öðrum árs- fjórðungi og er það 39 prósenta samdráttur á milli ára. - jab AF BANANAMARKAÐI Hagnaður Chiquita hefur dregist mikið saman í Evrópu vegna hærri tolla á banana frá S-Ameríku. MYND/AP Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu Windows Vista, nýjasta stýri- kerfi bandaríska hugbúnaðarris- ans Microsoft, kemur á markað í Danmörku í lok janúar á næsta ári. Danska dagblaðið Börsen segir útgáfuna kalla á aukin störf og verði til 27.000 ný störf vegna þessa. Blaðið hefur eftir könnun, sem markaðsrannsóknafyrir- tækið IDC gerði fyrir Microsoft, að 150.000 manns vinni í upplýs- ingatæknigeiranum í Danmörku nú um stundir og séu líkur á að þegar fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í Danmörku upp- færi stýrikerfi sín frá Microsoft þá muni þrýstingur aukast svo mikið á fyrirtæki í upplýsinga- tækni að þau verði að fjölga starfsfólki um um átján pró- sent. - jab BILL GATES, STOFNANDI MICROSOFT Líkur eru á að starfsfólki í upplýsingatækni fjölgi um átján prósent í Danmörku þegar Windows Vista, nýtt stýrikerfi Microsoft, kemur út í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Windows Vista skapar ný störf Ryoji Miyauchi, fyrrverandi fjár- málastjóri japanska netfyrirtæk- isins Livedoor, fór í vitnastúkuna í bókhaldssvikamáli gegn fyrr- verandi forstjóra fyrirtækisins í héraðsdómi í Tókýó í Japan á föstudag í síðustu viku. Miyauchi sagði Takefumi Horie, stofnanda og fyrrverandi forstjóra fyrir- tækisins, hafa vísvitandi falsað afkomutölur fyrirtækisins á síð- asta ári og látið sem fyrirtækið hefði skilað hagnaði þegar afkom- an var í raun á hinn veginn. Þegar upp komst að fjármála- yfirvöld í Japan væru að rann- saka bókhaldssvik fyrirtækisins í janúar síðastliðnum reyndu fjölmargir fjárfestar að losa sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að tölvukerfi kaup- hallarinnar í Tókýó hrundi og varð að loka fyrir viðskipti í henni tuttugu mínútum fyrir venjuleg- an lokunartíma. Fyrirtækið, sem enn er starfandi, var afskráð úr kauphöllinni vegna svikanna í apríl síðastliðnum. Yfirlýsing fjármálastjórans fyrrverandi þykir áfangasig- ur fyrir saksóknaraembætt- ið í Japan og auka líkurnar á að Horie, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, verði sakfelldur fyrir brot sín. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. - jab FALLNI FORSTJÓRINN Takefumi Horie, fyrrverandi forstjóri netfyrirtækisins Livedoor, ásamt bílstjóra er hann kom til réttarhaldanna í Tókýó í Japan á föstudag. MARKAÐURINN/AP Segir forstjórann sekan Fyrrverandi fjármálastjóri Livedoor vitnar gegn Takefumi Horie, fyrverandi forstjóra fyrirtækisins. Breska lággjaldaflugfélagið Virgin Atlantic hefur skikkað far- þega í millilandaflugi til að taka rafhlöður úr fartölvum sínum ef þær eru frá Dell og Apple. Ástæðan er eldhætta af völdum rafhlaðanna, en Dell innkallaði í ágúst fjórar milljónir af raf- hlöðum í tölvum sem Sony fram- leiddi fyrir fyrirtækið og Apple innkallaði tæplega tvær milljón- ir rafhlaða frá fyrirtækinu fyrir skömmu. Samkvæmt reglum flugfélags- ins mega farþegarnir einungis taka tvær rafhlöður með sér í millilandaflug en þeir verða að pakka þeim inn og setja í hand- farangurinn. Búist er við að þetta komi mörgum farþegum illa sem þurfa að nota fartölvur sínar þegar þeir fljúga á milli landa því raf- magnsinnstungur er ekki að finna við öll sæti í vélum flugfélags- ins. Ef innstungur er að finna við sætin er notkun fartölva leyfileg um borð í vélum Virgin en að öðru leyti er notkun þeirra bönnuð. Tvö önnur flugfélög, í Katar og Suður-Kóreu, hafa gripið til sömu aðferða til að draga úr áhættu í millilandaflugi. - jab ÞOTA FRÁ VIRGIN Richard Branson, stofnandi Virgin-samstæðunnar, með líkan af einni vél Virgin Atlantic. MYND/AFP Banna rafhlöður í flugi Klæðskerasniðnar lausnir Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in ri k Pé tu rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip “fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja. Vi› sní›um fjármögnun í takt vi› flarfir hvers og eins, enda vitum vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er einstakur.“ Arnar Snær Kárason Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.