Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 36
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Stjórnvöld víða um heim, þó helst í Afríku,
Miðausturlöndum og í S-Ameríku, verða að auka
fjárframlag til fyrstu skólastiga. Gerist það ekki
eru horfurnar dökkar. Þetta kemur í fram í nýrri
skýrslu Alþjóðabankans, sem kom út í síðustu
viku.
Í skýrslunni segir enn fremur að fólk á aldrinum
12 til 24 ára sé 1,3 milljarðar talsins en af þeim er
talið að 130 milljónir séu hvorki læs né skrifandi.
Francois Bourguignon, aðalhagfræðingur
Alþjóðabankans, sagði á sameiginlegum ársfundi
bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í
Singapúr á dögunum, að ríkisstjórnir flestra landa
verði að sjá tækifærin sem felist yngstu kynslóð-
inni og bætti við að auðvelt væri að kenna börnum
fremur en þeim sem eldri væru. „Ef okkur mis-
tekst [að mennnta börnin] þá missum við tækifærið
úr höndunum og fáum það ekki aftur,“ sagði hann.
Menntun barna er eins og gefur að skilja mis-
munandi eftir löndum. Í skýrslunni kemur fram
að barnavinna er algeng á Indlandi og að fá þeirra
barna ljúka grunnskóla. Í Indónesíu ljúka 80 pró-
sent barna grunnskólanámi en mun færri fara í
framhaldsskóla. Þá er menntun stúlkna í mörgum
tilfellum ábótavant og er nauðsynlegt að bæta úr
því, að mati Alþjóðabankans.
VIÐ SENDIRÁÐ SINGAPÚR Íbúar í Indónesíu efndu til mótmæla
gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir framan sendiráð Singapúr í
Jakarta í Indónesíu í síðustu viku. MARKAÐURINN/AP
Alþjóðabankinn
horfir til barnanna
Í nýrri skýrslu á vegum Alþjóðabankans segir að auka verði
menntun barna víða um heim.
Rauður Ferrari Enzo sportbíll er
við það að slá verðmet í útibúi
uppboðsvefsins eBay í Bretlandi
Hæsta boð í bílinn nú stendur í
rúmum 300.000 pundum eða um
40 milljónum íslenskra króna.
Dýrasti hluturinn sem fram til
þessa hefur selst á uppboðsvefn-
um er handtaska sem eitt sinn
var í eigu Margaret Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands. Hún fór á 103.000
pund eða tæpar 13,6 milljónir
króna fyrir sex árum. Þetta er
engu að síður nokkuð lægra verð
en fékkst fyrir bíl sömu tegundar
hjá uppboðsvefnum í Sviss fyrir
tveimur árum en sá fór á 540.000
pund eða rúmlega 71 milljón
króna á núvirði.
Ástæðan fyrir svo háu verði
fyrir bílinn er sú að einungis voru
framleiddir 400 bílar af þessari
gerð. Á meðal þeirra sem eiga
bíla sem þessa eru leikarinn
Nicolas Cage, tónlistarmennirn-
ir Eric Clapton og Rod Stewart
og formúlukappinn Michael
Schumacher.
Bíllinn, sem er tveggja ára
gamall, hefur nær einungis verið
notaður í auglýsingaskyni og því
fremur lítið ekinn eða um 800
kílómetra.
Tilboðsfrestur rennur út á
morgun. Núverandi eigandi tekur
það hins vegar skýrt fram að
verði bíllinn ekki í Bretlandi
verði sá sem kaupir hann að sjá
sjálfur um flutning á bílnum og
greiða flutningskostnaðinn. - jab
FERRARI ENZO Ein af ástæðum þess að
bílar af gerðinni Ferrari Enzo eru dýrir er
sú að einungis 400 slíkir bílar voru fram-
leiddir. MARKAÐURINN/NJÁLL
Bílaverð í hæstu hæðum á eBay
Verð á banönum hefur hækk-
að um tíu prósent milli ára í
Bandaríkjunum sökum slakrar
afkomu framleiðandans Chiquita
í Evrópu. Bananaverð í Evrópu
hefur aftur á móti lækkað um
17 prósent innan aðildarríkja
Evrópusambandsins, í Sviss,
Noregi og hér á landi, að sögn
fyrirtækisins.
Helsta ástæða lækkunarinnar
er gott veður og styrking gjald-
miðla í Evrópu gagnvart banda-
ríkjadal. Þá segir Chiquita að
samkeppni á bananamarkaði hafi
harðnað talsvert í Evrópu vegna
aðgerða framkvæmdastjórnar
ESB til að auka samkeppni á evr-
ópskum bananamarkaði auk þess
sem tollar á innflutta banana frá
Suður-Ameríku til aðildarríkja
sambandsins voru hækkaðir tals-
vert.
Aðgerðirnar koma sérstaklega
illa niður á Chiquita en fyrir-
tækið flytur flesta banana sína
til annarra landa frá S-Ameríku.
Álögur ESB fólu meðal annars í
sér að verð á banönum fór úr 76
evrum eða um 6.700 krónum á
tonnið í rúmar 15.700 krónur. Við
þetta hækkaði kílóverðið og sala
á banönum frá Chiquita hefur
dregist saman í Evrópu það sem
af er árs.
Hagnaður fyrirtækisins af
öllum vörum á Evrópumarkaði
fór sömu leið. Hann nam 45 millj-
ónum dala, jafnvirði tæpra 3,2
milljarða króna, á öðrum árs-
fjórðungi og er það 39 prósenta
samdráttur á milli ára. - jab
AF BANANAMARKAÐI Hagnaður Chiquita
hefur dregist mikið saman í Evrópu vegna
hærri tolla á banana frá S-Ameríku. MYND/AP
Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu
Windows Vista, nýjasta stýri-
kerfi bandaríska hugbúnaðarris-
ans Microsoft, kemur á markað
í Danmörku í lok janúar á næsta
ári. Danska dagblaðið Börsen
segir útgáfuna kalla á aukin
störf og verði til 27.000 ný störf
vegna þessa.
Blaðið hefur eftir könnun,
sem markaðsrannsóknafyrir-
tækið IDC gerði fyrir Microsoft,
að 150.000 manns vinni í upplýs-
ingatæknigeiranum í Danmörku
nú um stundir og séu líkur á
að þegar fyrirtæki, stofnanir og
einstaklingar í Danmörku upp-
færi stýrikerfi sín frá Microsoft
þá muni þrýstingur aukast svo
mikið á fyrirtæki í upplýsinga-
tækni að þau verði að fjölga
starfsfólki um um átján pró-
sent. - jab
BILL GATES, STOFNANDI MICROSOFT
Líkur eru á að starfsfólki í upplýsingatækni
fjölgi um átján prósent í Danmörku þegar
Windows Vista, nýtt stýrikerfi Microsoft,
kemur út í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Windows Vista skapar ný störf
Ryoji Miyauchi, fyrrverandi fjár-
málastjóri japanska netfyrirtæk-
isins Livedoor, fór í vitnastúkuna
í bókhaldssvikamáli gegn fyrr-
verandi forstjóra fyrirtækisins
í héraðsdómi í Tókýó í Japan á
föstudag í síðustu viku. Miyauchi
sagði Takefumi Horie, stofnanda
og fyrrverandi forstjóra fyrir-
tækisins, hafa vísvitandi falsað
afkomutölur fyrirtækisins á síð-
asta ári og látið sem fyrirtækið
hefði skilað hagnaði þegar afkom-
an var í raun á hinn veginn.
Þegar upp komst að fjármála-
yfirvöld í Japan væru að rann-
saka bókhaldssvik fyrirtækisins
í janúar síðastliðnum reyndu
fjölmargir fjárfestar að losa sig
við bréf í fyrirtækinu með þeim
afleiðingum að tölvukerfi kaup-
hallarinnar í Tókýó hrundi og
varð að loka fyrir viðskipti í henni
tuttugu mínútum fyrir venjuleg-
an lokunartíma. Fyrirtækið, sem
enn er starfandi, var afskráð úr
kauphöllinni vegna svikanna í
apríl síðastliðnum.
Yfirlýsing fjármálastjórans
fyrrverandi þykir áfangasig-
ur fyrir saksóknaraembætt-
ið í Japan og auka líkurnar á
að Horie, sem lýst hefur yfir
sakleysi sínu, verði sakfelldur
fyrir brot sín. Verði hann fundinn
sekur getur hann átt yfir höfði
sér allt að fimm ára fangelsi. - jab
FALLNI FORSTJÓRINN Takefumi Horie,
fyrrverandi forstjóri netfyrirtækisins
Livedoor, ásamt bílstjóra er hann kom til
réttarhaldanna í Tókýó í Japan á föstudag.
MARKAÐURINN/AP
Segir forstjórann sekan
Fyrrverandi fjármálastjóri Livedoor vitnar gegn
Takefumi Horie, fyrverandi forstjóra fyrirtækisins.
Breska lággjaldaflugfélagið
Virgin Atlantic hefur skikkað far-
þega í millilandaflugi til að taka
rafhlöður úr fartölvum sínum
ef þær eru frá Dell og Apple.
Ástæðan er eldhætta af völdum
rafhlaðanna, en Dell innkallaði
í ágúst fjórar milljónir af raf-
hlöðum í tölvum sem Sony fram-
leiddi fyrir fyrirtækið og Apple
innkallaði tæplega tvær milljón-
ir rafhlaða frá fyrirtækinu fyrir
skömmu.
Samkvæmt reglum flugfélags-
ins mega farþegarnir einungis
taka tvær rafhlöður með sér í
millilandaflug en þeir verða að
pakka þeim inn og setja í hand-
farangurinn. Búist er við að þetta
komi mörgum farþegum illa sem
þurfa að nota fartölvur sínar þegar
þeir fljúga á milli landa því raf-
magnsinnstungur er ekki að finna
við öll sæti í vélum flugfélags-
ins. Ef innstungur er að finna við
sætin er notkun fartölva leyfileg
um borð í vélum Virgin en að öðru
leyti er notkun þeirra bönnuð.
Tvö önnur flugfélög, í Katar og
Suður-Kóreu, hafa gripið til sömu
aðferða til að draga úr áhættu í
millilandaflugi. - jab
ÞOTA FRÁ VIRGIN Richard Branson,
stofnandi Virgin-samstæðunnar, með líkan
af einni vél Virgin Atlantic. MYND/AFP
Banna rafhlöður í flugi
Klæðskerasniðnar lausnir
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 1500 Fax 540 1505
www.lysing.is
H
in
ri
k
Pé
tu
rs
so
n
l
w
w
w
.m
m
ed
ia
.is
/h
ip
“fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt
klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi›
persónulega fljónustu sem byggir á
sérflekkingu okkar í fjármögnun
atvinnutækja. Vi› sní›um fjármögnun í
takt vi› flarfir hvers og eins, enda vitum
vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er
einstakur.“
Arnar Snær Kárason
Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja