Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 38
MARKAÐURINN 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8
F R É T T A S K Ý R I N G
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri nor-
rænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, er
ekki dæmigerður forstjóri stórfyrirtækis.
Þegar blaðamaður hitti hann á Kastrup-
flugvelli mætti hann til leiks í gallabuxum,
bol og strigaskóm og með bakpoka. Þá
var hann nýkominn af átján klukkustunda
kjarafundi með flugfreyjum félagsins.
Undanfarið ár hefur Almar unnið
myrkranna á milli með sínu fólki við að
ganga frá samruna Sterling og Maersk Air,
sem var langt í frá létt verk og tók gríðar-
lega á. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir en
Almar bjó á hóteli fyrstu fimm mánuðina
og þekkti lítið til Danmerkur. Hann segist
varla hafa vitað hvað hann var að taka að
sér þegar hann tók það verkefni að sér
vorið 2005 að gerast forstjóri Sterling.
„Ég hafði heyrt þetta nafn og vissi hvað
Maersk Air var úr lögfræðinni þar sem
okkur var kennt í samkeppnisrétti að
gera ekki eins og Maersk og SAS,“ segir
Almar hlæjandi. Hann segist hafa ákaf-
lega gaman af þessu starfi, þetta sé eins
og að vera atvinnumaður í fótbolta.
SAMÞÆTTINGIN GEKK HRATT FYRIR SIG
Pálmi Haraldsson í Fons fékk Almar, mág
sinn, til sín skömmu eftir að hann keypti
Sterling vorið 2005. Skömmu síðar gengu
þeir á fund A.P. Møller og keyptu svarta
sauðinn í fjölskyldunni − Maersk Air.
Sterling og Maersk Air var steypt saman,
sem var svo sem ekki ný hugmynd, enda
höfðu margir fjárfestar velt því fyrir sér.
Maersk var yfirtekið 13. september 2005
með öllu því sem fylgdi og fagnar því nú í
raun og veru ársafmæli eftir samrunann.
Áætlun stjórnenda var sú að átján mán-
uðum yrði varið í að samþætta reksturinn
en verkefninu lauk að mestu leyti á aðeins
hálfu ári. Fyrirtækjamenning félaganna
var auðvitað ólík og það mun taka lengri
tíma að samþætta hana. „Þetta gekk alveg
ótrúlega vel. Við höfðum að vísu ekki her
manns til þess að sameina félögin held-
ur keyrðum á starfsfólkinu sem vann að
þessu samhliða öðrum störfum.“
MAERSK UNDIR VÆNTINGUM
Hvorki Sterling né Maersk Air voru í
raun lággjaldaflugfélög. Þau voru miklu
frekar rekin sem leiguflugfélög og stjórn
Sterling horfði til dæmis einkum til suð-
lægari slóða en ekki styttri ferðalaga.
Drjúgur tími hefur farið í að endurstað-
setja vörumerkið Sterling þannig að það
höfði til breiðari hóps flugfarþega en
jafnframt að gömlu viðskiptavinirnir
haldi tryggð við það.
Almar dregur ekki dul á að kaupin á
Maersk Air hafi verið erfið og við bættist
að nýja félagið gat ekki notað Maersk-
nafnið. Hjá Maersk var stuðst við sölu-
kerfi sem hefðbundin flugfélög nota og
því fylgdi mikill kostnaður.
Tækifærin lágu í því að sameina félög-
in, fækka flugleiðum og sameina sölu-
og markaðskerfi. „Aðalvandamálið hjá
þessum félögum, þegar maður ber þau
saman, var hin mikla samkeppni sem
var á milli þeirra. Þau voru að dæla of
mörgum sætum inn á markaðinn. Nú er
samkeppnin minni en aftur á móti erum
við að keppa við ríkisflugfélagið SAS.
Þar virðast engin takmörk vera fyrir því
hversu miklum peningum má tapa.“
Mikill tími fór í það fyrstu mánuðina að
laga leiðakerfi félaganna hvort að öðru
en hvort um sig hafði selt ferðir langt
fram í tímann. Almar segir að það hafi
ekki gengið að fljúga tveimur hálftóm-
um vélum sama dag á sama áfangastað.
Þetta hafi auðvitað kostað tíma, orku og
peninga auk óþæginda fyrir farþega. „Nú
erum við í fyrsta skipti með vetraráætlun,
sem hefst í byrjun nóvember, og vinnum
eftir okkar flugáætlun. Flugáætlun skipt-
ir gríðarlegu miklu máli þar sem fastur
kostnaður hjá flugfélögum er um 85-90
prósent af öllum kostnaði.“
VITA BETUR EN FORSTJÓRINN
Við sameiningu félaganna fylgdu uppsagn-
ir og mannabreytingar en störfum hefur
fækkað um alls sex hundruð. Mannlegi
þátturinn reyndist einna erfiðastur að
sögn Almars. Þegar tilkynnt var um sam-
runann taldi hann sjálfsagt að allir yrðu
þakklátir – eins og hafði gerst þegar hann
kom til starfa hjá Iceland Express fyrir
nokkrum árum við erfiðar aðstæður. Það
var hins vegar minni skilningur á þessu
í Danmörku. „Í stað þess að tvö þúsund
störf væru í hættu myndum við að ná að
tryggja 1.300-1.500 störf. Maður bjóst við
að starfsmenn myndu sameinast og berj-
ast fyrir tilvist fyrirtækisins. En raunin
varð kannski önnur.“
Þá bendir Almar á að starfsmenn vildu
einnig vera með puttana í öllu. „Á kaffi-
stofunni tala menn þannig að vitlausasti
maður í fyrirtækinu er framkvæmda-
stjórinn. Það vita allir allt betur en hann.
En þegar maður spyr svo hvað eigi að
gera verður oft fátt um svör.“
STERLING SÝNIR HAGNAÐ Í ÁR
Aðalmarkmiðið hefur verið að ná utan
um reksturinn og koma honum úr tapi í
hagnað. Þó að Sterling hafi tapað 1,8 millj-
örðum á fyrri hluta ársins, sem skýrist að
stórum hluta af samrunakostnaði, varð
hagnaður af rekstri félagsins á öðrum
ársfjórðungi. Afkoman á fyrri hluta árs
var í takt við væntingar stjórnenda, en
Almar segir að félagið hafi sýnt töluvert
betri árangur á öðrum ársfjórðungi en
mörg evrópsk lággjaldaflugfélög. Í fyrra
töpuðu Sterling og Maersk Air samanlagt
800 milljónum danskra króna (9,5 millj-
örðum íslenskra), eða einni milljón króna
á klukkutíma, en nú hefur dæmið alveg
snúist við.
„Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd
er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta er
margfalt betra en þessi félög hafa gert
nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi
verið búnir að gleyma því hjá Maersk að
það hafi verið til plús í tölvunum,“ segir
Almar en bætir við að á sama tíma hafi
fátt unnist með stjórnendum. „Við höfum
verið að reka fyrirtæki og sameina á sama
tíma og höfum því miður lent í deilum við
stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er
70-80 prósentum hærra en á síðasta ári.“
Almar bætir við að veðrið í sumar sé það
besta í Skandinavíu frá 1975, sem dró
stórlega úr ferðalögum Dana, órói fyrir
botni Miðjarðarhafs í Miðausturlöndum
kom hart niður á félaginu á fyrsta árs-
fjórðungi og þá höfðu skopmyndamálið og
fuglaflensan einnig áhrif. „Ég er í sjálfu
sér ekki ósáttur við þennan árangur þótt
ég hefði alveg viljað gera miklu betur.“
Almar er þeirrar skoðunar að félagið eigi
eftir að ná enn betri árangri nú þegar
unnið er eftir flugáætlun sem hámarki
nýtingu á vélum og öðrum þáttum starf-
seminnar.
NÁTTÚRULEGUR VÖXTUR
Forstjórinn er sérstaklega ánægður með
árangurinn í Noregi og Svíþjóð, þar sem
félagið hefur aukið hratt við markaðs-
hlutdeild sína. Hluti af samrunanum fólst
í því að færa vélar frá Danmörku norð-
ur eftir. Mikil tækifæri liggja í Noregi
og Svíþjóð á styttri flugleiðum, að sögn
Almars, til dæmis frá Ósló og Stokkhólmi
til stórborga annars staðar í Norður- og
Mið-Evrópu. „Markmiðið er auðvitað að
vaxa þótt við höfum frekar verið að skera
niður. Náttúrulegur vöxtur er innbyggður
í starfsemi lággjaldaflugfélaga og því
má ekki gleyma að ef við værum ekki á
markaðnum og tryggðum samkeppni þá
myndu hin flugfélögin ekki selja miðana
sína á þessu verði. Kakan er að stækka og
ferðalögum fjölgar.“
Til viðbótar leitar Sterling nýrra tæki-
færa á mörkuðum þar sem aðrir eru ekki
að fljúga eða þar sem einfaldlega vantar
samkeppni. „En ég sé svo sem ekki fyrir
mér að við getum vaxið gríðarlega mikið
héðan frá Kastrup. Samkeppnin er mikil
og völlurinn ber ekki meiri umferð.“
Sterling hóf í vikunni innanlandsflug frá
Álaborg í Danmörku. Þetta er í fyrsta
skipti sem samkeppni er á þeirri flugleið
og er um stóran markað að ræða.
SEGIST VERA NORÐMAÐUR
Almar viðurkennir vissulega að samband-
ið við danska fjölmiðla hafi verið snúið
og erfitt á köflum. Þeir vinni öðruvísi en
íslensku miðlarnir og séu mun gagnrýnni,
en ekki endilega nákvæmari. Hann segist
hafa lært að passa sig mjög á sumum
þeirra og tali helst ekki við þá: „Það er
bara út af því að allt sem ég segi verð-
ur að einhverju allt öðru en ég sagði.“
Danskir fjölmiðlar hafi velt sér mikið upp
úr fjárfestingum Íslendinga í Magasin,
fasteignaviðskiptum og Sterling og finnst
Almari einkennilegt hvað umræðan hefur
verið neikvæð í þessum efnum; allt eru
þetta verkefni sem hafa snúist um það
að bjarga verðmætum og snúa rekstri
við. Dönsku miðlarnir horfðu algjörlega
framhjá því að Sterling skilaði hagnaði á
öðrum ársfjórðungi og hver afkoman var
í sögulegu samhengi.
„Ef ég horfi til baka til þess tíma er
ég kom að þessu þá passaði maður sig
kannski ekki á því að þetta er annað
umhverfi og önnur sjónarmið gilda hér í
Danmörku. Þegar ég kom þá hegðaði ég
mér eins og ég er vanur og sagði það sem
mér fannst. Það féll ekki í góðan jarðveg.“
Almar veltir því fyrir sér að kannski séu
danskir fjölmiðlar að refsa mönnum fyrir
það. „Ég segi mörgum að ég sé frá Noregi.
Það er í sumum tilvikum skárra en að
vera Íslendingur,“ segir Almar íbygginn
á svip.
Vandamálið við dönsku viðskiptablöðin
er einfaldlega það að þau eru með allt of
margar síður. „Þau tóku hálfa síðu undir
það í Börsen, sem er vandaður miðill,
að segja frá því að við hefðum verið að
skipta um samlokubirgja. Hverjum er
ekki sama? Þá tók ég mig til og hringdi
í þá og sagði: „Nú þurfið þið að fækka
blaðsíðunum.““
EKKI UNNIÐ AÐ SAMRUNA VIÐ ÖNNUR
FÉLÖG
Sögusagnir hafa verið uppi um að Sterling
muni sameinast öðrum norrænum lág-
gjaldaflugfélögum, til dæmis FlyMe og
FlyNordic, og jafnvel verða skráð eitt og
sér á hlutabréfamarkað. Almar vill lítið
tjá sig um þessi mál, enda er það stjórn-
enda FL Group að ákvarða framtíð félags-
ins. Hann er þó ekki einn um þá skoðun að
allt stefni í að á næstu árum verði þrjú til
fimm mjög öflug lággjaldaflugfélög auk
smærri félaga eins og Iceland Express
sem njóta fjarlægðarverndar. „Við erum
ekkert að vinna í því að sameinast öðrum
félögum í dag, en maður getur aldrei kast-
að slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft
vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig
hvers vegna í ósköpunum við sameinuð-
umst Maersk. Þegar upp er staðið sé ég
að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Báðir
kostir hljóti að koma til greina, enda er
eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingar-
félag þegar allt kemur til alls.
ALMAR ÖRN HILMARSSON, FORSTJÓRI STERLINGS, FJÓRÐA STÆRSTA LÁGGJALDAFLUGFÉLAGS
EVRÓPU Fáir Íslendingar átta sig á stærðargráðu Sterling. Félagið er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu,
stærsta flugfélag Danmerkur og annar stærsti viðskiptavinur Kastrup-flugvallar á eftir erkifjendunum í SAS. Þá veltir
Sterling meiru en systurfélagið Icelandair en bæði flugfélögin eru í eigu FL Group. Markaðurinn/Stefán
Komnir úr mestu ókyrrðinni
Ár er liðið frá því að Sterling og Maersk Air runnu saman í fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.
Almari Erni Hilmarssyni og stjórnendum Sterling tókst á hálfu ári að ná settum markmiðum en það
kostaði blóð, svita og tár. Þó að fátt hafi unnið með félaginu á fyrri hluta ársins stefnir í að Sterling
verði rekið með hagnaði í ár. Eggert Þór Aðalsteinsson hitti Almar á Kastrup.