Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 42
■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Halldór Helgason hefur rekið rakara- stofu í kjallara Hótels Sögu síðan árið 1971 og hefur því verið lengi í faginu. „Ég fór að læra hárskurð strax á sautjánda ári hjá Hauki Óskarssyni við Kirkjutorg 6. Þeirri stofu var einmitt lokað nú á dögun- um eftir hundrað ára rekstur.“ Fljótlega eftir að Halldór hóf störf á rakarastofunni á Sögu keypti hann hlut í fyrirtækinu og eignaðist hana loks að fullu árið 1972. „Þetta hefur gengið upp og ofan gegnum tíðina. Þó oftast nokkuð vel en það kostar alltaf yfirlegu og iðni.“ Halldór segir stóran hluta við- skiptavina sinna teljast fastakúnna þótt auðvitað komi alltaf einhverjir af hótelinu. Það séu þó helst hótel- gestir í viðskiptaerindum enda hefðbundnir ferðamenn roknir í hinar ýmsu skoðunarferðir snemma á morgnana. „Ég hef verið lengi í þessu og er kannski orðinn hverfis- rakarinn. Þótt vissulega hafi gengið misjafnlega held ég að ómögulegt sé að vera annað en sáttur.“ BÍTLAÆÐIÐ ERFITT Halldór er aldrei kallaður annað en Dóri í Vesturbænum og er afar vinsæll meðal KR-inga enda hangir vegleg klukka með merki Vestur- bæjarstórveldisins á vegg á rakara- stofunni. „Ég er nú af Grímsstaða- holtinu og var upphaflega Þróttari. Þeir fluttu síðan í burtu og þá var ekki annað í stöðunni en að gerast KR-ingur.“ Halldór hefur klippt margar kynslóðir Vesturbæinga og segist stundum klippa þrjá ættliði, hvern á eftir öðrum. „Ég hef nú stundum sagt að daginn sem einhver sem ég hef klippt á bleyju kemur með afa- barnið sitt þá er ég hættur.“ Rakarar verða fremur varir við tískubreytingar en efnahagssveifl- ur að sögn Halldórs. Þannig gengu rakarar gegnum erfiða tíma þegar Halldór var að byrja, enda Bítla- æðið í hápunkti. „Menn voru með Bítla- eða hippahár lengst niður á bak og voru ekki að heimsækja okkur rakarana sérlega oft. Tísku- sveiflurnar hafa þannig stundum leikið hárskera grátt.“ Halldór minnist þess þó að rakarar hafi haft fremur lítið að gera upp úr 1990, í kjölfar þjóðar- sáttarinnar. Annars hafi efnahags- sveiflur ekki mikil áhrif á rekstur hárgreiðslustofa. Helst spari fólk dýrari meðferðir á borð við strípur, permanent eða litanir. „Unga fólkið þarf alltaf að líta vel út, sama hversu illa árar. Menn þurfa líka að vera snyrtilegir og koma vel fyrir þegar þeir leita sér að vinnu.“ Halldór segir Duran Duran- tímabilið hafa verið gósent- íð fyrir rakara. Sérstaklega hafi menntaskólaböllin gefið vel af sér. „Stundum varð allt fyrirvaralaust vitlaust á stofunni og við komumst síðan að því að það var kannski menntaskólaball í MR eða Verzló. Í þá daga þurftu menn hárgreiðslu, strípur og allan pakkann,“ segir Halldór. MANNEKLA OG MIKIL AFFÖLL Halldór starfar nú við annan mann á rakarastofunni. Hann segist hafa verið að leita manneskju til aðstoðar að undanförnu en erfitt sé að ráða í starfið enda gæti nokkurrar mann- eklu í greininni. Þá sé nokkuð erfitt að ráða útlendinga enda nauðsyn- legt að hárgreiðslufólk tali íslensku. „Ég var einu sinni með rúmenska stúlku hér í vinnu. Hún var mikill fagmaður og góð stúlka. Málakunn- áttan var hins vegar erfiður hjalli enda þarf hárgreiðslumaður bæði að geta tekið við pöntunum og spjallað við kúnna um daginn og veginn.“ Hann segir eldri kúnna helst hafa lent í tungumálavandræðum. „Tíu ára pjakkar ruddu því út úr sér á ensku hvað þeir vildu. Hins vegar kom á óvart hve margt eldra fólk lenti í vandræðum.“ Tilfinnanlegur skortur er á fólki í greininni og mikið um svarta vinnu, auk þess sem talsvert er um afföll. Halldór segir að þessi miklu afföll skýrist líklega af því hversu ungt fólk sé þegar það tekur þá ákvörð- un að nema hárgreiðslu. „Fólk getur farið að læra strax eftir grunnskóla. Sextán, sautján ára unglinga skort- ir einfaldlega þroska til að velja sér framtíðarstarf. Þótt ég hafi byrjað að læra sautján ára var ég einfald- lega svo heppinn að finna strax eitthvað sem mér líkaði.“ Tískan erfiðari en efnahagsþrengingar Halldór Helgason rakari hefur verið í faginu i tæpa fjóra áratugi. Hann er hverfisrakarinn í Vesturbænum og segir rakara finna meira fyrir tískusveiflum en efnahagsþrengingum. Halldór er hverfisrakarinn í Vesturbænum og klippir stundum marga ættliði í sömu fjölskyldu. „Ég hef nú stundum sagt að daginn sem einhver sem ég hef klippt á bleyju kemur með afabarnið sitt þá er ég hættur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Á Sprotaþingi 2006 sem fyrirhugað er að halda í lok næsta mánaðar verða kynntar niðurstöður úttektar á þróun og stöðu sprotafyrirtækja. Úttektina unnu tveir námsmenn úr Háskólan- um í Reykjavík, Hilmar Björn Harðar- son og Pálmi Blængsson, sem sum- arverkefni, en báðir stunda nám í iðnrekstrarfræði, en úttektin er unnin með tilstyrk Nýsköpunarsjóðs náms- manna. Í ágústhefti Íslensks iðnaðar, riti Samtaka iðnaðarins, er fjallað stutt- lega um verkefnið, en það er sagt tvíþætt. Annars vegar er ætlunin að kortleggja og flokka sprotafyrir- tæki eftir stöðu þeirra og þörf fyrir stuðning og hins vegar kanna óskir og þarfir fjárfesta varðandi aðkomu þeirra að fjárfestingum í sprotafyrir- tækjum með það fyrir augum að finna markvissari leiðir fyrir þessi fyrirtæki til að vekja áhuga fjárfestanna. Rætt hefur verið við valinn hóp forsvarsmanna sprotafyrirtækja sem og þá sem koma að því að fjármagna slík fyrirtæki eða styðja við þau og einnig hefur verið send til fyrir- tækjanna ítarleg könnun á rafrænu formi sem unnin er í samstarfi við Outcome-hugbúnað ehf. Á þinginu í haust á svo sem fyrr segir að kynna niðurstöðurnar, en að því er fram kemur í Íslenskum iðnaði er stefnt að því að efna til samstarfs við þingflokka stjórnmálaflokkanna um framkvæmd þess. Í aðdraganda Sprotaþingsins á að kynna þeim niðurstöður úttektarinnar auk fleiri gagna sem snerta starfsskilyrði sprota- og hátæknifyrirtækja hér á landi. Úttekt kynnt á Sprotaþingi Frá fyrirlestri sem haldinn var um sprotafyrirtæki í fyrrasumar. REACH stendur fyrir Registration, Evaluation and Authorisation of CHemicals, en svo nefnist ný efnalög- gjöf sem í undirbúningi er í Evrópu. Að því er fram kemur í grein Bryndísar Skúladóttur um umhverfismál í nýjasta hefti fréttablaðs Samtaka iðnaðarins er stefnt að því að samþykkja á næsta ári svokallaða REACH-tilskipun í Evrópu. „Markmiðið með henni er liprari innri markaður, vernd umhverfis og heilsu borgaranna, auk þess að stuðla að samkeppnis- hæfni og nýsköpun,“ skrifar Bryndís. Hún segir að núverandi staða efnalöggjafar í Evr- ópu sé ekki talin nógu góð vegna misræmis í kröfum sem gerðar eru til nýrri og eldri efna, auk þess sem Evrópulöggjöfin sé á þessu sviði bæði flókin og þvæld í mörgum misgömlum tilskipunum. „REACH kemur í stað 40 núgildandi tilskipana,“ bendir hún á og kveður almennan vilja til að taka til í þessum ranni, en með nýrri tilskipun yrði sönnunarbyrði um öryggi á mark- aði snúið við, frá yfirvöldum til framleiðenda. REACH nær yfir efnin Slökkviliðsmaður í eiturefnabúningi, albúinn að takast á við leka skaðlegra efna. �������������������������������� ���������������������������������� ������������� ������ ������������������� E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 12 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.