Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 68

Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 68
■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■28 Margir kvarta undan tíma- leysi og finnst klukkustund- irnar í sólar- h r i n g n u m aldrei nógu margar. Góð tímastjórnun er mikilvæg fyrir alla, þó einkum þá sem vinna sjálfsætt og þurfa að stjórna sínum tíma algerlega sjálfir. Starfsmennt Fræðslusetur bíður upp á námskeið í tímastjórnun sem hefst þann 26. október. Kennari er Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Á námskeið- inu fá þátttakendur innsýn í hvernig má verja tíma sínum dag hvern og þeim kennt að forgangsraða verk- efnum. Einnig eru kenndar aðferðir við að takast á við truflanir og áreiti af ýmsum toga. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frest- un, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn. Nánari upplýsingar má finna á www.smennt.is Stjórnaðu tíma þínum Starfsmennt fræðslusetur býður upp á námskeið í tímastjórnun. ,,Auðvitað vonar maður að slíkt sé raunin en það er ekkert sjálfgefið að fólk haldi áfram í hönnun eftir námið. Hins vegar virðist vera nóg að gera fyrir þessa hönnuði,“ svar- ar Óðinn. Hann er sammála því að landslagið hafi breyst nokkuð að undanförnu fyrir íslenska hönn- uði og þakkar það fyrst og fremst bættu námi í Listaháskóla Íslands. Aðspurður um hvort ríkið þurfi að styðja betur við bakið á upprenn- andi hönnuðum er Óðinn ekkert endilega hlyntur því. ,,Oft vill slíkt verka letjandi nema að það sé því meira aðhald og eins getur skapast mikill klíkuskapur í kringum styrktar- kerfi.“ Óðinn telur mikilvægara að hönnuðum verði gert auðveldara um vik varðandi markaðssetningu og framleiðslu. ,,Það er umtalað að þetta sé flöskuhálsinn, við þurfum að komast inn á stærri markaði.“ Óðinn segir að verið sé að leggja línurnar í rétta átt og því er mikil- vægt að uppbygging haldi áfram á sömu braut. Eitt af því sem Óðinn nefnir sem dæmi að þurfi að stór- bæta sé upplýsingaflæðið. ,,Nokkr- ar tilraunir hafa verið gerðar til þess að laga þetta en einhvern veginn hafa tilraunirnar aldrei heppnast sem skyldi. Smáatriði á borð við upplýsingaflæði er það sem þarf að laga og má auðveldlega gera með litlu fjármagni. Þannig geta hönn- uðir líka unnið sem ein heild en ekki gegn hvor öðrum. Hins vegar verður að passa upp á að skemma ekki frumkvæði einstaklingsins. Allar keppnir eru til dæmis af hinu góða. Þær ýta undir að hönnuðir hittist og er hvatning til að halda áfram að þroskast sem hönnuðir.“ Enn sem komið er hefur ekki mikið verið um útflutning á íslenskri hönnun. Óðinn telur hins vegar að möguleikarnir séu svo sannarlega fyrir hendi og bendir á nágranna- þjóðir okkar á Norðurlöndunum í því samhengi. Allir verði hins vegar að leggjast á eitt og sé hið ópinbera ekki undanskilið í því samhengi. ,,Hins vegar þarf að passa sig á því að þetta verði ekki einhvers konar bákn sem einkennist af klíkuskap og geri hlutina einsleita. En það er ekki spurn- ing að hæfi- leikarnir eru hér á landi til þess að gera hönnun að stærri iðn- aði,“ segir Óðinn að lokum. -sha Möguleikarnir fyrir hendi Íslensk hönnun hefur á undanförnum árum vaxið nokkuð ört. Listaháskólinn útskrifar á hverri önn fleiri og fleiri nemendur og því gera menn sér vonir um að hönnun geti orðið að stórum iðnaði hér á landi. En er möguleikarnir fyrir hendi? Fréttablaðið leit- aði svara hjá Óðni Björgvinssyni vöruhönnuði. Einfalt dæmi um söluvæna hönnun en frekari upplýsing- ar um hönnun Óðins má nálgast á odinn. com. Óðinn Bolli Björgvinsson iðnhönnuður í einu verka sinna. Dagana 27. og 28. september verða haldin tvö námskeið í skartgripa- gerð í versluninni Föndru á Dal- vegi í Kópavogi. Á fyrra námskeið- inu verður þátttakendum kennt að gera hálsmen úr grófum glerperlum og málmi og á seinna námskeið- inu verður unnið með Swarovski- kristalsperlur. Námskeiðin hefjast klukkan 19.00 en allar frekari upp- lýsingar um þau má fá á heimasíðu Föndru, http://www.fondra.is eða í síma 568-6500. Sérstakir skartgripir Auðvelt er að búa til mjög fallega skartgripi úr Swarovski-kristöllum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.