Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 76

Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 76
MARKAÐURINN Fjárfestingarstofa Íslands hefur það hlutverk að kynna land- ið og atvinnulífið fyrir erlendum fjárfestum og fyrirtækjum. Hún gegn- ir ráðgjafar- og leiðbein- ingarhlutverki jafnt fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á að kynna sér fjár- festingarkosti hér á landi sem og fyrirtæki og stofnanir sem vinna að því að laða hingað fjár- festingu í ný verkefni. Þá heldur stofan utan um verkefnið Film in Iceland, þar sem framleiðendum kvikmynda hefur boðist endur- greiðsla á hluta kostnaðar sem til fellur hér á landi. „Beinar erlendar fjárfesting- ar hafa verið hlutfallslega litlar hér á landi fram til þessa þó svo verulegur vöxtur sé reyndar þessi árin, ekki síst vegna stór- iðjufjárfestinga,“ segir Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofunnar. „En fjár- festingar Íslendinga í útlöndum voru reyndar líka mjög takmark- aðar þar til fyrir tveimur til þremur árum,“ bætir hann við og bendir á að útrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkað hafi vakið verulega athygli á landinu og því hafi Fjárfestingarstofan fundið fyrir. HLJÓÐ OG MYNDIR ÚR GEIMNUM „Fjárfestingarstofa Íslands var stofnuð árið 1995, að frumkvæði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis- ins. Hún er rekin í samstarfi við Útflutningsráð og strax í upp- hafi markaður tekjustofn í hluta af markaðsgjaldinu sem veitt er til Útflutningsráðs til að mark- aðssetja og aðstoða fyrirtæki í útflutningi. Hluti af gjaldinu fer því í að kynna Ísland fyrir erlendum fjárfestum,“ segir Þórður og bætir við að á þessum tíma, þegar stofan var að taka sín fyrstu skref, hafi verið til í heiminum um það bil tuttugu sambærilegar stofnanir. „Í dag eru þær 160 og með 250 útibú um heim allan. Þetta umhverfi hefur því breyst gífurlega.“ Þórður segir að með aukinni alþjóðavæðingu hafi einnig auk- ist til muna samkeppni milli landa í að laða til sín fjárfesta. „Fjárfestingar hafa vaxið veru- lega milli landa sem afleiðing af alþjóðavæðingunni og við höfum auðvitað áttað okkur á auknum tækifærum þar. En þau tækifæri hafa verið að koma á síðustu nokkr- um árum í kjölfar opnunar á þjóðfélaginu, með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, lækkun skatta og einkavæðingu bankanna svo eitthvað sé nefnt. Umhverfið hefur því gjörbreyst á örstuttum tíma. Því má segja að einmitt núna séu talsvert mikil sóknarfæri og við verðum enda vör við aukinn áhuga á Íslandi á fjölmörgum sviðum, meðal ann- ars og ekki kannski síst fyrir þá athygli sem Ísland hefur fengið í kjölfar útrásarinnar. Æ fleiri muna eftir Íslandi og vita að landið er meðal framsæknustu þjóðfélaga í heiminum. Þess vegna fáum við einmitt miklu fleiri fyrirspurnir,“ segir Þórður og bendir á að fjölbreytnin sé talsverð meðal þeirra fyrirtækja sem sýna landinu áhuga. „Sem dæmi má nefna að fyrirtækið Yuzoz Ltd. hefur ákveðið að setja upp miðstöð fyrir mynda- og hljóðupptöku utan úr geimnum á Reykjanesskaga. Fyrirtækið hefur starfsemi nú í haust og verður staðsett við hlið nýrra orkuveitumannvirkja Hitaveitu Suðurnesja. Þá hafa fyrirtæki í líftækniiðnaði sýnt vaxandi áhuga á staðsetningu hér á landi og hafa þau sem fyrir eru, dregið að sér ný hingað til lands. Ágætt dæmi um þetta er líftæknifyrir- tækið Nimblegen Ltd. sem hefur verið starfandi hér í nokkur ár, en hefur dregið til sín útibú frá öðrum bandarískum líftækni- fyrirtækjum sem jafnframt eru viðskiptavinir þess.“ Að mati Þórðar eru því tölu- verð tækifæri og möguleikar til að auka erlenda fjárfestingu. Hann segir þau meðal annars vera í þekkingariðnaði, en undir hann fellur hugbúnaður, líftækni og hátækniiðnaður af ýmsum toga; í orkufrekum iðnaði sem býður upp á hlutfallslega litla mengun og hefur ekki áhrif á skuldbindingar þjóðarinnar gagnvart Kyoto-samningnum; í sérhæfðri fjármálastarfsemi sem nýtt geti sér hér þróað tæknistig, hátt menntunarstig, alþjóðlega bankaþjónustu, samkeppnishæfa sérfræðingataxta og hagstætt skattaumhverfi; og svo að lokum tækifæri í flugvallartengdri starfsemi af ýmsum toga í og við Keflavíkurflugvöll. AKKUR Í GRÆNNI ORKU Á næstunni er að vænta niður- staðna í úttekt á möguleik- um flugstöðvarsvæðisins, en það er eitt af þeim verkefn- um sem einna hæst ber hjá Fjárfestingarstofunni um þessar mundir. „Keflavíkurflugvöllur er sem stendur einn af örfáum flug- völlum í Evrópu sem ekki býr við hömlur í vaxtarskilyrðum, auknar hávaðatakmarkanir og skort á landrými,“ segir Þórður, en úttektin er unnin í samstarfi við þau sveitarfélög á Reykjanesi sem mestra hagsmuna hafa að gæta af atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samkeppni milli landa um fjárfestingu er þó töluverð, segir Þórður og þá ekki síst á sviði orkufreks iðnaðar sem ekki telst loftmengandi. Þar keppum við oft á tíðum við allan hnöttinn. Þessi fyrirtæki leita á kannski 15 til 20 stöðum í heimunum að því hvar best er að setja sig niður og þegar upp er staðið geta svo sem ýmsir aðrir þættir en orkuverð skipt máli.“ Hann telur okkur þó standa nokkuð vel í þessari sam- keppni. „Að vísu, líkt og margoft hefur komið fram, er orkuverð bara samningsatriði milli þessara fyrirtækja og orkufyrirtækjanna og þar komum við ekki að, en 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R I R T Æ K I ÞÓRÐUR H. HILMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRFESTINGARSTOFU ÍSLANDS Fjárfestingarstofan heitir upp á enska tungu Invest in Iceland Agency og á vef hennar www.invest.is er að finna margvíslegan fróðleik fyrir erlenda fjárfesta. Þá vinnur Fjárfestingarstofan með fyrirtækjum og opinberum aðilum hérlendis í að laða erlenda fjárfesta að nýjum verkefnum. MARKAÐURINN/GVA Útrásin eykur áhuga erlendra fjárfesta Góður gangur hefur verið í starfsemi Fjárfestingarstofu Íslands síðustu ár og umtalsverð eftirspurn erlendra aðila á þjónustu hennar. Opnun hagkerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja hefur stóraukið áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Óli Kristján Ármannsson hitti Þórð H. Hilmarsson, forstöðumann Fjárfestingarstofunnar, og fór yfir stöðu mála. Fjárfestingarstofa Íslands Stofnár: 1995 Fjöldi starfsmanna: 3 Aðsetur: Borgartún 35, 105 Reykjavík Sími: 561-5200 Fax: 511-4040 Tölvupóstur: info@invest.is Vefslóð: www.invest.is „Almennt má segja að fjárfestingarumhverfið hér á landi sé orðið tiltölulega hagstætt fyrir erlenda fjárfesta bæði lagalega og viðskiptalega. Ef horft er á sóknarfærin sem ég hef nefnt er t.d. ljóst að litlar sem engar takmarkanir eru á erlendri fjárfestingu á þeim sviðum.“ Háskólabíó er í nokkurra mínutna göngufæri frá miðborginni. Á Háskólasvæðinu er ÞJóðminjasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Norræna húsið og í borgarkjarnanum Ráðhúsið, Alþingishúsið, Dómkirkjan, fj öldi veitingastaða, lista- safna, hátískuverslana og fyrsta fl okks hótela. Reykjavík er jafnoki stærstu borga Evrópu hvað menningu og tísku varðar. Fyrir maka ráðstefnugesta eru áhugaverðir skoðunarstaðir og óviðjafnanleg náttúrufyrirbæri ekki langt undan. Verið velkomin, við tökum vel á móti ykkur Háskólabíó • Hagatorg Sími 525 5400 • Fax 525 5401 • Netfang info@haskolabio.is • Skrifstofutími kl. 9:00 - 13:00 Háskólabíó ráðstefnu- og menningarmiðstöð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.