Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 78
MARKAÐURINN Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft greindi frá því í síð- ustu viku að svo gæti farið að dreifing á Windows Vista, nýj- asta stýrikerfi fyrirtækisins, drægist í Evrópu vegna tafa af hálfu samkeppnisyfirvalda Evópusambandsins (ESB), en það sakar Microsoft um að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Að sögn Microsoft sendi fyrir- tækið greinargerð um stýrikerfið til framkvæmdastjórnarinnar og er þess beðið hvaða breytingar ESB vill sjá á kerfinu. Verði farið fram á miklar breytingar eru líkur á að stýrikerfið komi síðar út í Evrópu en annars staðar í heiminum. Í svari ESB segir hins vegar að það sé ekki stjórnarinnar að gefa Microsoft grænt ljós heldur sé það fyrirtækisins að fara að reglum sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB og Microsoft hafa lengi eldað grátt silfur saman. Árið 2004 dæmdu samkeppnisyfirvöld ESB hug- búnaðarrisann til að greiða jafn- virði tæpra 46 milljarða íslenskra króna fyrir að misnota mark- aðsráðandi stöðu sína. Þegar fyrirtækið hafði ekki framfylgt dómnum í júlí í fyrra voru 26,9 milljarðar króna lagðir ofan á fyrri upphæð. 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR16 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Vantar diskapláss? Þessi er 2 Terabyte og stækkanleg í 42 ! Tölvuþjónustan SecurStore - 575 9200 Hitachi Tagmastore WMS100 iSCSI - Single Controller - 2 x 2 ISCSI interfaces með 2 GigE ports. - 2 TB SATA diskar (4 x 500 GB) stækkanleg í 42 Tb - 512 MB Cache - 12 mánaða viðhaldssamningur iSCSI sameinar tvo samkiptastaðla (SCSI og TCP/IP) sem gerir þér kleift að tengja diskastæður við netkerfi þitt á einfaldan og hagkvæman hátt og nýta þar með núverandi fjáfestingu í netkerfi fyrirtækisins betur. Hitachi Data Systems hafa undanfarin ár verið leiðandi framleiðandi á diska- stæðum fyrir stórfyrirtæki. Nú hefur fyrirtækið einbeitt sér að lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem sameina háþróaða tækni, stækkanleika, hátt þjónustustig og gott verð. Afhendingartími á lausnum frá Hitachi er mjög skammur (oftast innan við vika) og 12 mánaða viðhaldssamningur er alltaf innifalinn. HDS framleiðir diskastæður sem henta öllum stærðum fyrirtækja. Nánari upplýsingar eru á: www.hds.com eða í síma 575 9200. Verð 833.222* m.vsk * Verð sem m iðast við gengi D KK þann 24.08.06. Athugið að 19" skápur sem sýndur er á m ynd er ekki innifalinn í verði. � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � Rússneska þingið neitaði í síð- ustu viku að verða við bón banda- rísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinn- ar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér far- miða út í geim. Einn þingmaður studdi Madonnu. Sagðist hann búast við mikilli fjölmiðlaumfjöllun vegna málsins og gæti hún tryggt fram- tíðarhorfur rússnesku geimvís- indastofnunarinnar, sem meðal annars sérhæfir sig í því að bjóða auðkýfingum út í geim fyrir væna fúlgu. Igor Panarín, talsmaður geim- vísindastofnunarinnar, sagði að geimævintýri Madonnu þyrfti ekki að vera lokið. Hún væri vela á sig komin og stórefnuð í þokka- bót. Gæti hún sótt um laust sæti til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir þrjú ár. Fyrsta konan sem fer út í geim sem ferðalangur fór í loft- ið aðfaranótt mánudags en þrír aðrir auðkýfingar hafa á síð- astliðnum fimm árum farið með rússneska geimfarinu Soyuz til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og dvalið þar í tíu daga. Þá er búið að tryggja för þess fimmta í mars á næsta ári. Ferðir sem þessar eru hins vegar ekki fyrir hvern sem er því miðinn kostar um 20 milljónir dala eða rétt rúma 1,4 milljarða íslenskra króna. - jab MADONNA Poppdrottningin Madonna hefur óskað eftir því að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir tvö ár. MARKAÐURINN/AP Poppstjarna fer ekki út í geim FRÁ KYNNINGU Á STÝRIKERFINU Microsoft segir svo geta farið að Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, verði dreift síðar í Evrópu en annars staðar vegna deilna við ESB. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Microsoft og ESB í hár saman á ný Microsoft sakar framkvæmdastjórn ESB um að vilja koma í veg fyrir útgáfu nýs stýrikerfis. Þriðja inn- köllun á Sony- rafhlöðum Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst. Rafhlöðurnar eru í fartölvum Toshiba af gerðunum Dynabook og Dynabook Satellite, sem framleiddar voru í mars og fram í maí á þessu ári. Ástæðan fyrir innkölluninni er af öðrum toga en þeim þegar fartölvuframleiðendurnir Dell og Apple ákváðu að grípa til sömu ráða og innkalla tæplega 6 milljónir rafhlaða um allan heim. Í fyrri tilfellunum var um að ræða eldhættu af völdum raf- hlaðanna, en nú er ástæðan sú að þær geta slökkt á sér fyrir- varalaust. Talsmaður Toshiba vildi í gær hvorki láta hafa eftir sér hvað innköllunin geti kostað fyrir- tækið né hvort kostnaðurinn falli á framleiðanda þeirra, Sony. Sony hefur reiknast til að fyrri innkallanir á rafhlöðum muni kosta fyrirtækið á bilinu 20 til 30 milljarða jena eða jafn- virði rúmlega 12 til 18,2 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hver kostnaður- inn við innköllunina núna verður. - jab FARTÖLVA FRÁ TOSHIBA Japanska fyrir- tækið Toshiba ætlar að innkalla 340.000 rafhlöður sem Sony framleiddi fyrr á árinu. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ��������������������������������������������������������������������������� ��������������� ����������� �� ������� �������������������������������������� ��������������������������������������������������� ��� ������������������������������ ������������������������������� ������������� ����������������������������������������� �� �������������� �������������������������������������� ����������������������������������������������� ���������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������������� �������������������������������� ����������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ��������������������������������������� ��������������������������������� ���������� ������������������������������������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.