Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 92

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 92
 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR24 SOPHIA LOREN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1934. „Kjóll konu ætti að vera eins og gaddavírsgirðing og þjóna tilgangi sínum án þess að skyggja á útsýnið.“ Ítalska leikkonan og þokkagyðjan taldi sig vita sitthvað um fatatísku kvenna þegar hún var upp á sitt besta. MERKISATBURÐIR 451 Rómverjar sigra Atla Húnakonung í orrustunni við Chalon. 622 Spámaðurinn Múhameð kemur til Medínu. 1932 Mahatma Gandhi fer í hungurverkfall til stuðnings hinum stéttlausu. 1946 Fyrsta kvikmyndahátíðin í Cannes hefst. 1951 Svissneskir karlar fella tillögu um kosningarétt kvenna í atkvæðagreiðslu. 1975 David Bowie kemur laginu „Fame“ á topp bandaríska vinsældalistans. Þetta var fyrsta lag hans sem komst á topp listans. 1995 Ný brú yfir Jökulsá á Dal er formlega tekin í notkun. „Elskan mín góða, við ætlum sko að halda veislu í Ráðhúsinu,“ segir Elísa Wium, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku - foreldrasamtaka, sem fagna tuttugu ára afmæli í dag. Aðsetur Vímulausrar æsku er í For- eldrahúsi við Vonarstræti en þar fer fram margvísleg starfsemi á sviði vímu- og forvarna. „Í Foreldrahúsi bjóðum við upp á aðstoð við foreldra, unglinga og börn,“ segir Elísa, sem hefur unnið fyrir samtökin frá stofnun þeirra. „Við erum líka með fjölskylduráðgjöf og foreldra- síma, sem er opinn allan sólarhringinn. Þá bjóðum við upp á meðferð fyrir ungt fólk sem er nýkomið úr afvötnun og er að fóta sig upp á nýtt edrú. Það getur tekið frá sex mánuðum upp í tvö ár. Svo koma til okkar foreldrar sem eiga börn á götunni eða í meðferð.“ Elísa bætir við að samtökin einblíni ekki á þá sem lent hafi í ógöngum, því rík áhersla sé líka lögð á forvarnarstarf. „Við gefum mikið út og höldum nám- skeið þar sem við reynum að upplýsa ungt fólk.“ Upphaf Vímulausrar æsku má rekja til þess að hópur foreldra ákvað að setja á laggirnar einhvers konar vímuvarnar- samtök fyrir ungt fólk. „Þetta var fólk úr SÁÁ og Lions og fleiri hreyfingum. Til að byrja með fóru fjórir til Banda- ríkjanna til að kynna sér farið var að þar í landi, þetta var þegar Nancy Reag- an var upp á sitt besta og að stússast í þessu, og upp úr því voru þessi samtök stofnuð.“ Elísa segir gífurlegan mun á ástand- inu núna og fyrir tveimur áratugum. „Þá sá maður krakkana með vodkaflöskur og landa niður í bæ, sem sést kannski ekki mikið lengur. En neyslan er orðin meiri; eiturlyf voru vissulega komin til sögunn- ar þá en framboðið af eiturlyfjum hefur aldrei verið meira en í dag. Það er því ekki vanþörf á sem mestu forvarnar- starfi.“ Í tilefni afmælisins ætla þau hjá Vímulausri æsku að gleyma sorg og sút og efna til veglegrar veislu í ráðhúsi Reykjavíkur. „Við ætlum að syngja og hafa gaman,“ segir Elísa. „Ungliðahreyf- ing Landsbjargar ætlar að kveikja á blysum við Tjörnina og þetta verður ábyggilega frábær stund.“ Veislan stendur yfir í Ráðhúsinu frá klukkan 18.30 til 20.30 og eru allir vel- komnir. bergsteinn@frettabladid.is ELÍSA WIUM: FAGNAR TUTTUGU ÁRA AFMÆLI VÍMULAUSRAR ÆSKU Vímulaus gleði við Tjörnina Elísa Wium, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku, og Jórunn Magnúsdóttir. „Fermingarsumarið byrjaði ég að bera út póst í sumarafleysingum og bar út í hverfi 104 í Reykjavík,“ segir Ármann Reynisson rithöfundur. „Með þessu starfi öðlaðist ég skipu- lagshæfileika sem hafa gagnast mér alla ævi. Það var auðvitað lykilatrði að fara skipulega um hverfið til þess að ljúka vinnunni tímanlega en ég fór eina ferð fyrir hádegi og aðra eftir,“ segir Ármann og bætir því við að þarna hafi hann í raun lært að skipuleggja sig. „Annað sem nýttist mér vel er að ég skoðaði vel myndirnar á póstkort- unum sem fólki bárust og þannig kynntist ég ótrúlegustu stöðum úti um allan heim þannig að póstkortin styrktu þekktingu mína í landafræði. Þá hitti ég mikið af elskulegu og áhugaverðu fólki í gegnum starfið og þeirra þekktastur var Gunnar Gunnarsson skáld. Maður fór nú með heilu kílóin til hans nánast á hverjum degi og ég byrjaði yfirleitt hjá honum enda bjó hann nálægt pósthúsinu.“ Ármann var bréfberi í fimm sumur og síðari hluta tímabilsins bar hann út í Vesturbænum, miðbænum og Hlíðunum. „Þetta var hollt og gott og ég kynntist Reykjavík vel og í dag er ég ákaflega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að vera bréfberi og ber mikla virðingu fyrir því fólki sem sinnir þessu starfi samviskusam- lega. Ég hvet ungt fólk til að fá sér svona störf á sumrin og þá er blað- burður af sama meiði. Þetta er góður skóli fyrir framtíðina.“ ÁRMANN REYNISSON Byrjaði ungur að vinna sem bréfberi og segir starfið hafa gagnast sér vel á lífsleiðinni. Á þessum degi árið 1519 lagði portúgalski siglingafræðingurinn Ferdinand Magellan úr höfn á Spáni í leit að nýrri siglingaleið til Indónes- íu. Fimm skip voru í föruneytinu og töldu áhafnirnar alls um 270 manns. Magellan sigldi til Vestur-Afríku og þaðan til Brasilíu þar sem hann leit- aði árangurslaust meðfram strand- lengju Suður-Ameríku að sundi sem leiddi til Kyrrahafsins. Hann fann loksins sundið 21. okt- óber 1520 og hefur það verið kennt við Magellan síðan. Það tók 38 daga að sigla um það og Magellan grét gleðitárum þegar sást til úthafs- ins aftur. Hann var fyrsti evrópski landkönnuðurinn til að sigla til Kyrrahafsins beint frá Atlantshafinu. Skipin sigldu áfram en vistir voru litlar og skipverjar illa haldnir þegar þeir náðu til eyjarinnar Guam í marsbyrjun 1521. Stuttu síðar áðu þeir á eyjunni Cebu, en þar lét Magellan lífið í orrustu við innfædda. Eftir dauða hans héldu leiðangursmenn áfram á tveimur skipum og fylltu þau af kryddi. Annað skipið reyndi að sigla aftur yfir Kyrrahafið en mistókst. Hitt skipið, Vittoria, sigldi yfir Indlandshaf og fyrir Góðrarvonarhöfða áður en það komst í spænska höfn hinn 6. september 1522 og varð þar með fyrsta skipið til að sigla hringinn í kringum hnöttinn. ÞETTA GERÐIST: 20. SEPTEMBER 1519 Magellan leggur úr höfn FERDINAND MAGELLAN Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gyða Einarsdóttir Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 15. sept. Ólafur Guðbjörnsson Guðbjörn Ólafsson Ásta María Janthanam Anna Elísabet Ólafsdóttir Kristján Sigurmundsson Ólafur Rúnar Ólafsson Oddný Kristinsdóttir Helgi Þór Ólafsson Ingibjörg Jóhannesdóttir Einar Örn Kristinson Áslaug Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Vilmundardóttir Álfaskeiði 86, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landakotsspítala 14. sept. sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 21. september kl. 13.00. Vilmundur Guðmundsson Steinar Ingvi Guðmundsson Bergþóra Helgadóttir Ingigerður G. Guðmundsdóttir Ingvar Snæbjörnsson Hafdís Gerður Guðmundsdóttir Einar Óli Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson FYRSTA STARFIÐ: ÁRMANN REYNISSON RITHÖFUNDUR Lærdómsríkur bréfburður timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.