Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 100

Fréttablaðið - 20.09.2006, Side 100
 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR32 Oprah Winfrey sem forseti? Kannski fjarlægur möguleiki en þó ekki. Reynsla af afþreyingar- iðnaðinum er ekki talin vera löst- ur á þeim sem vilja bjóða sig fram til forsetaembættis í Bandaríkjun- um. Ronald Reagan var jú sem kunnugt er leikari í Hollywood áður en hann sneri sér að stjórn- málunum og Arnold Schwarzen- egger var vanari því að sprengja upp vélmenni úr framtíðinni en að stjórna Kaliforníu. Nú er á kreiki orðrómur umað sjónvarpskonan Oprah Winfrey ætli að blanda sér í slaginn þar vestra þegar þjóðin kýs sér næsta forseta. George W. Bush er á sínu síðasta kjörtímabili og ef marka má skoðanakannanir má telja lík- legt að demókrati verði í Hvíta húsinu næst. Þeldökkir kjósendur eru ennfremur orðnir langþreytt- ir á því að sjá hvíta miðaldra karl- menn stjórna landinu og vilja fá svartan forseta næst sem standi vörð um réttindi þeirra. Fjaðrafokið hófst þegar við- skiptamaðurinn Patrick Crowe til- kynnti um bók sína, Oprah for President: Run Oprah Run. Sjón- varpskonan og talsmenn hennar hafa vísað þessu öllu á bug og krafist þess að hætt verði við bók- ina og vefsíðu tengda henni með þeim formerkjum að þessi mála- tilbúnaður gæti verið meiðandi fyrir orðspor Opruh og frama hennar. Fjölmiðlar í Bandaríkjun- um velta hins vegar vöngum yfir þessum viðbrögðum sjónvarps- konunnar og telja þau vera hálf fáranleg. „Ef Oprah myndi lýsa því yfir að ég ætti að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna ætti ég þá að hóta henni lögsókn?“ spyr höfundur bókarinnar í viðtali við New York Post. - fgg Oprah Winfrey í Hvíta húsið OPRAH WINFREY Hefur verið orðuð við forsetaframboð í Bandaríkjunum. Hún vísar orðróminum á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Sýning hönnunarteymisins Three as Four vekur ávallt mikla athygli á tískuvikunni í New York og var sýningin nú engin undantekning á því. Eins og nafnið gefur til kynna er hönnuðirnir þrír einstaklingar en þau Abi og Ange eru af ísra- elsku bergi brotin og Gabi er frá Palestínu og sem teymi koma þau sterk inn með ferskan blæ inn í bandaríska tísku. Merkið hefur verið til síðan árið 2000 en gekk þá undir nafninu As Four. Fyrir rúm- lega ári gekk einn liðsmaður úr teyminu og til varð merkið Three as Four. Sýning Three as Four fyrir sumarið 2007 var listfengin, litrík og skemmtileg. Munsturgleðin var allsráðandi með fallegum geómetrískum formum og sögðu hönnuðirnir að þau hefðu verið heilt ár að undirbúa munstrin og koma þeim yfir á efnin. Stuttir kjólar úr silkiefnum, niðurmjóar munstraðar buxur með háu mitti og víðir jakkar voru lykilflíkurnar í sýningunni ásamt leggings- buxum með ísaumaðri blúndu sem vöktu mikla athygli. Það er einnig greinilegt að hönnuðirnir voru með innblástur frá sjónvarpsþátt- unum á borð við „Battlestar Gal- actica“ því sumar flíkurnar vori eins og hálfgerðir geimfarabún- ingar. alfrun@frettabladid.is Ferskur blær í tískuvikuna HÖNNUNARTEYMIÐ Abi, Ange og Gabi uppskáru mikið lófatak í enda sýningarinnar. STUTTUR Kjóll með frábæru munstri í víðu sniði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES BLÁR Mismunandi tónar af bláum er hér blandað saman með glæsilegum árangri. BLÖÐRUSNIÐ Fjólublár kjóll með léttu sniði. „Ég get ekki ímyndað mér hvað þessi maður taldi sig eiga sökótt við mig. Hann á að hafa sagt að ég hafi gert grín að sér í þættinum Blautt malbik á föstudagskvöldið,“ segir rapparinn og útvarpsmaður- inn Halldór Halldórsson, eða Dóri DNA eins og hann er oftast kallað- ur. Sú undarlega uppákoma átti sér stað um miðjan dag á laugardag að maður vopnaður hnífi ruddist inn í hljóðver útvarpsstöðvarinnar X- ins 977 og heimtaði að ná tali af Dóra DNA. Þegar þetta gerðist var Egill „Gillzenegger“ Einarsson í hljóðverinu með þáttinn Með‘ann harðan. „Ég var nú ekki á staðnum en mér skilst að Egill og félagar hafi náð að róa manninn niður,“ segir Frosti Logason, dagskrárstjóri X- ins 977. „Þessi maður hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk okkar og hótaði meðal annars að rústa stúdíóinu okkar. Hann fór reyndar á brott án þess að rústa neinu, hann gerði víst ekki meira en að stinga hnífnum í útsendingar- borðið okkar,“ segir Frosti enn fremur. Hvorki Frosti né Dóri DNA segjast vita hvað manninum gekk nákvæmlega til með þessu uppá- tæki. „Maður veit náttúrlega hvernig þessir rapparar eru, sífellt skjótandi og stingandi hvern annan,“ segir Frosti á léttum nótum. Hann viður- kennir þó að starfs- fólki X-ins hafi ekki staðið á sama og öryggisráðstafanir á stöðinni hafi þegar verið efldar. „Svona lagað gerist ekki aftur,“ segir Frosti.- hdm Hnífamaður ruddist inn í stúdíó X-ins DÓRI DNA Rapparinn knái hefur ekki hugmynd um af hverju maður vopnaður hnífi ruddist inn á X-ið um helgina í leit að honum. FROSTI LOGASON Segir að uppá- koma eins og varð um helgina muni ekki endur- taka sig. Leikarinn Brad Pitt er hugsanlega að fara að taka hlutverk Tom Cruise í framhaldsmyndinni Miss- ion Impossible en verið er að undir- búa tökur á fjórðu myndinni. Pitt hefur verið boðið aðalhlutverkið í myndunum og mun það vera annar karakter en Cruise lék í fyrri myndum. Ethan Hunt, karakter- inn sem Cruise lék í fyrri mynd- um, mun ekki koma við sögu í fjórðu myndinni. Paramount-kvik- myndafyrirtækið sagði nýlega upp samningi sínum við Cruise og mun nú vera búið að bjóða Brad Pitt háa peningasummu ef hann tekur að sér að leika í myndinni. Tekur við af Cruise BRAD PITT Er hugsanlega að fara að taka við af Tom Cruise í fjórðu Mission Impossi- ble-myndinni. Leikkonan Kate Hudson fór ásamt ástmanni sínum, Owen Wilson, til Hawaii á dögunum. Þetta þykir skrítið þar sem ekki er langt síðan fréttir bárust af því að Kate væri að reyna að lappa upp á hjónaband sitt og rokkarans Chris Robinson. Leikkonan unga fór frá eigin- manni sínum í sumar og gaf út yfirlýsingar þess efnis að þau væri að skilja. Strax fór orðrómur af stað um að hún og Wilson væru par en þau leika saman í myndinni „You, Me and Dupree“ sem var frumsýnd í sumar. Saman á Hawaii HUDSON OG WILSON Fóru saman til Hawaii aðeins nokkrum dögum eftir að Kate reyndi að lappa upp á hjónaband sitt og Chris Robinson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES JARÐLITIR Eins og sjá má er mikið lagt í munstrið á þessum kjól. HNÉBUXUR Buxur með klauf í ljósgráum lit við topp úr silki. HÁAR OG ÞRÖNGAR Frábærar munstraðar buxur með háu mitti eins og munu greini- lega slá í gegn næsta sumar. EIN STUTT OG EIN LÖNG Ætli við förum að klippa aðra skálmina á buxunum okkar fyrir næsta sumar en ekki báðar eins og tíðkast hefur? KÁPA Stuttar buxur í brjáluðu munstri við venjulegan hvítan bol og svarta víða kápu. MUSSA Þessi fallega flík mundi sóma sér vel bæði yfir buxur og við háa hæla. Margnota og skemmtileg flík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.