Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 102
Bandaríska leikkonan Scarlett
Johansson hefur nú gagnrýnt
Hollywood fyrir að setja of mikla
pressu á leikkonur að vera of
mjóar. Scarlett segir að kynþokki
kvenna felist ekki í holdafari og
að henni sjálfri finnist ekki
fallegt að stelpur líti út eins og
strákar, en svo virðist þegar
stúlkur eru grindhoraðar.
Scarlett segir jafnframt að
tískubransinn og kvikmynda-
heimurinn séu, með því að leggja
áherslu á grannar leikkonur og
fyrirsætur, að stuðla að átröskun
meðal stúlkna. „Mér finnst
Bandaríkjamenn búnir að tapa
sér yfir í megrunaráætlanir í
stað þess að hugsa frekar um
heilbrigt líferni,“ segir Scarlett
og bætir því við að hún muni
aldrei fara í megrun sjálf enda
ánægð með kvenlegan vöxt sinn
og ávalar línur.
Gagnrýnir Hollywood
SCARLETT JOHANSSON Gagnrýnir útlits-
dýrkun skemmtanabransans.
Noel Gallagher, gítarleikari og
aðallagasmiður Oasis, er orðinn
hundleiður á að fara í blaðaviðtöl.
Segir hann að litli bróðirinn Liam
sleppi við allar slíkar skyldur.
Jafnframt segist hann myndu
hætta í sveitinni ef hann fengi
ekki svona vel borgað.
„Vegna þess hve ég er vingjarn-
legur og Liam er algjör andstæða
mín er ég alltaf látinn fara í viðtöl-
in. Ég þarf að vinna frá ellefu á
morgnana til fjögur á nóttunni og
mér finnst það ömurlegt. Hann
fær að labba um í sínum asnalegu
fötum, rífa kjaft og detta í það,“
sagði Noel. „Ef ég fengi ekki svona
mikið borgað myndi ég líklega
ekki nenna þessu. Mér finnst það
sjúklega skemmtilegt að koma
fram á tónleikum en að fara í tón-
leikaferð með krakkann okkar er
enginn hægðarleikur.“
Oasis gefur út safnplötuna Stop
the Clocks í nóvember næstkom-
andi. Á plötunni eru lög á borð við
Wonderwall og Live Forever.
Leiður á viðtölum
LIAM OG NOEL Noel Gallagher er orðinn
þreyttur á því að Liam sleppi við öll
blaðaviðtöl.
Tónlistarmenn eru ósáttir við notk-
un Morgunblaðsins á erlendu lagi í
sjónvarpsauglýsingu. Forsvarsmenn
Morgunblaðsins eru sáttir við útkom-
una.
„Já, síðasta vígið fallið. Ég held að þeir hjá
Morgunblaðinu ættu að velta því fyrir sér
hvort ekki sé rétt að skrifa bara blaðið á ensku,”
segir Magnús Kjartansson, framkvæmdastjóri
FTT – Félags tónskálda og textahöfunda.
Urgur er í íslenskum tónlistarmönnum
vegna þeirrar tilhneigingar íslenskra stór-
fyrirtækja, sem hefur verið áberandi að undan-
förnu, að nota engilsaxnesk lög til að auglýsa
íslenskan varning sinn á íslenskum markaði.
„Það er eins og ákveðin öfl í þjóðfélaginu
geti ekki beðið eftir því að enska
verði gerð að móðurmáli,“
segir Magnús. Hann segir
steininn hafa tekið úr með
Morgunblaðsauglýsing-
unni sem hefur verið
leikin í sjónvarpi að und-
anförnu. Lag Davids
Bowie er notað í auglýs-
ingunni, en eins og
Fréttablaðið greindi frá
í gær spilar Todmobile
lagið þó erfitt sé að
greina á milli frum-
útgáfunnar og útgáfu
Todmobile. Er ályktunar
að vænta frá FTT á næst-
unni en Magnús talar
um málið sem hið
mesta hneyksli.
Magnús bendir á að svo virðist sem skyn-
villa sé í gangi hjá markaðsmönnum, ráðgjöf-
um, auglýsingastofum og þá ekki síður stjórn-
endum fyrirtækja sem þiggja þessi ráð. Þarna
séu menn á mjög hálum ís. Hann nefnir til sög-
unnar fleiri dæmi.
Magnús vísar til þess að kominn virðist
upp iðnaður á Íslandi þar sem tónlistarmenn
hermi eftir erlendum lögum og breyti þá
kannski takti til að komast upp með að nota
þau í auglýsingum og þannig megi komast hjá
því að greiða flutningsréttinn. En erfitt sé að
heyra mun. Þá sé auðveldara að eiga við fyrir-
tæki sem hafi með höfundarréttinn að gera.
Þau vilji gera sem mest úr því og veiti leyfi til
að nota lög fyrir ekki svo mikinn pening. En
erfiðara sé að eiga við hljómplötufyrirtæki ef
nota eigi lag í upprunalegri útgáfu. Því sé sá
leikur leikinn að herma bara eftir lögunum
þannig að lítill munur heyrist. „Við ræddum
þetta hér en á endanum fannst okkur lagið
svo flott og passa það vel við slagorð
herferðarinnar að við ákváðum að
nota það,“ segir Unnur Ingibjörg
Jónsdóttir, markaðsstjóri Morg-
unblaðsins. „Við prófuðum að
þýða texta lagsins en það kom
afleitlega út. Í staðinn ákváðum
við að láta þrjár íslenskar hljóm-
sveitir flytja lagið og finnst það
koma vel út. Meistari Bowie
stendur einfaldlega alltaf fyrir
sínu og við höfum fengið mjög
jákvæð viðbrögð við auglýsingunni.
Það má hins vegar vissulega skoða
það í víðara samhengi hvort það sé
orðið of mikið um þetta á Íslandi,“ segir
Unnur. - jbg/hdm
FTT fordæmir auglýsingu Moggans
MAGNÚS KJARTANSSON Framkvæmdastjóri FTT segir
að síðasta vígið sé fallið eftir að Morgun-
blaðið notaði lag með erlendum texta
í auglýsingu. Ályktunar er að
vænta frá FTT um málið.
UNNUR INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Markaðsstjóri Morgun-
blaðsins er sáttur við notkun á Bowie-laginu Changes í
auglýsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
IM
G
ES
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nú er komið á hreint hver mun
kynna Evrópsku MTV-verðlauna-
hátíðna sem fer fram hjá nágrönn-
um okkar í Kaupmannahöfn 2.
nóvember. Það er popparinn Justin
Timberlake en hann er einnig til-
nefndur sem besti karkynsflytjand-
inn og besti popparinn. „Ég er ótrú-
lega spenntur og upp
með mér yfir þessu vali.
Mér finnst frábært að
hátíðin skuli fara fram
í Kaupmannhöfn, sem
mér finnst vera æðisleg
borg,“ segir Justin en
hann er nýbúinn að
gefa út plötu sem hefur
fallið vel í kramið hjá
gagnrýnendum.
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
CLERKS 2 kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
MY SUPER EX-GIRLFRIEND kl. 10
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8
YOU, ME & DUPREE kl. 6
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6
TAKK FYRIR AÐ REYKJA
THANK YOU FOR SMOKING
CLERKS 2 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45, 8 og 10.15
SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15
MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50, 8 og 10.10
LITTLE MAN kl. 3.50, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50 og 6
GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 4
ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 og 10.15
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
VOLVER kl. 5.50 og 8
THREE BURIALS OF MELEQUIADES ESTRADA kl. 5.50
ENRON: THE SMARTEST GUYS IN THE ROOM kl. 8
LEONARD COHEN: Í M YOUR MAN kl. 6 og 10
FACTOTUM kl. 6 og 10.10
EMPIRE
DV
Heiðarleg, fróðleg
og bráðskemmtileg mynd
"BIÐIN VAR VEL ÞESS VIRÐI, OG SMITH KLIKKAR
EKKI Í EINA MÍNÚTU. FYNDNASTA
GAMANMYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU!"
KVIKMYNDIR.IS
sími 581 1281 •
gitarskoli@gitarskoli.is
Gítarnámskeið
Einkatímar
Heildarlausn fyrir
snyrtinguna
Lotus Professional
Rekstrarvörur Sími 520 6666
sala@rv.is www.rv.is
3.9
82
kr.
R
V
62
15
E
kuskápur Blár enMotion snertifrír skammtari Bl