Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 106
38 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
– Mest lesið
Sirkus kemur á föstudögum!
Nú færðu nýtt og litríkara Sirkus tímarit með Fréttablaðinu á
föstudögum. Sirkus er blaðið sem flytur þér skemmtilegar
fréttir af áhugaverðu fólki og sér til þess að þú vitir allt sem er
að gerast um helgina. Auk þess fjallar blaðið á ferskan hátt um
tísku, kvikmyndir, tónlist, lífsstíl og alls kyns fleira skemmtilegt.
Föstudagar eru
sirkusdagar
Helgin í hnotskurn – ferskustu fréttirnar
Hollywoodslúðrið og persónuleg viðtöl
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
HANDBOLTI Fram tekur á móti
Stjörnunni í Safamýri í kvöld
klukkan 19 í leik meistara meist-
aranna, en Fram er núverandi
Íslandsmeistari og Stjarnan
núverandi bikarmeistari. Þessi
leikur markar upphaf handbolta-
vertíðarinnar hjá körlunum en
fyrstu leikirnir í DHL-deild karla
eru 27. september.
Guðmundur Guðmundsson,
þjálfari Framara, var fullur til-
hlökkunar fyrir leikinn í kvöld og
sagði að leikurinn legðist vel í sig.
„Við hlökkum bara til að byrja
nýtt tímabil. Þetta er búinn að
vera langur undirbúningur og
þegar svo er vilja menn auðvitað
fara að hefja leik. Það er komið
hungur í leikmenn og alla sem að
liðinu standa og þess vegna er
bara tilhlökkunarefni að byrja
þetta á þessum leik, meistarar
meistaranna,“ sagði Guðmundur
og bætti við að það kæmi í ljós í
kvöld hvernig menn kæmu undan
undirbúningstímabilinu.
„Það eru ákveðnir leikmenn
sem hafa átt við meiðsli að stríða
og það hefur vissulega áhrif á
undirbúninginn. Þetta er ákveðin
eftirvænting, t.d. hjá þjálfurun-
um, að sjá hvernig liðið er raun-
verulega. Maður veit það ekki
algjörlega fyrr en liðið spilar
alvöru leiki,“ sagði Guðmundur en
tveir leikmenn eru meiddir hjá
Fram fyrir leikinn í kvöld, þeir
Einar Ingi Hrafnsson og Jón
Björgvin Pétursson.
„Einar Ingi er búinn að vera
meiddur í sjö vikur og það er auð-
vitað ekki gott því við þurfum á
öllum okkar mönnum að halda,“
sagði Guðmundur en Jón Björgvin
meiddist illa á öxl síðasta vetur og
hefur verið meiddur allt frá ára-
mótum.
Það var frekar þungt hljóðið í
Sigurði Bjarnasyni, þjálfara
Stjörnunnar, í gær þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum.
„Ég er nú ekki sáttur við
hvernig undirbúningurinn hefur
gengið. Leikmenn eru mikið búnir
að vera meiddir og það hefur sett
strik í reikninginn hjá okkur,“
sagði Sigurður. Gunnar Ingi
Jóhannsson og Tite Kalandadze
verða ekki með Stjörnunni í kvöld
og þá er enn óvíst hvort Roland
Valur Eradze getur verið með
vegna meiðsla.
- dsd
Karlalið Fram og Stjörnunnar keppa í kvöld um titilinn meistarar meistaranna:
Mikið tilhlökkunarefni að hefja
leik eftir langan undirbúning
FRAM - STJARNAN Sigfús Sigfússon, leikstjórnandi Framara, reynir hér að brjótast í
gegnum vörn Stjörnunnar í leik liðanna á síðustu leiktíð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Mikil upplausn virðist
ríkja í herbúðum þýska úrvals-
deildarliðsins Schalke vegna
deilu þýska landsliðsmannsins
Gerald Asamoah við þjálfara liðs-
ins, Mirko Slomka. Skiptast leik-
menn liðsins í tvær fylkingar
vegna ákvörðun Slomka að setja
Asamoah úr leikmannahópi liðs-
ins fyrir leik gegn Herthu Berlín
um síðustu helgi.
Þýska blaðið Bild greinir frá
því að Asamoah hafi hnakkrifist
við Slomko. „Ef ég spila ekki mun
það hafa sínar afleiðingar,“ á
Asamoah að hafa sagt við þjálfar-
ann. Schalke tapaði leiknum, 2-0,
en framkvæmdastjóri félagsins,
Andres Müller, sagðist styðja
ákvörðun þjálfarans. Sagði hann
að hegðun Asamoah væri mjög
skaðleg fyrir liðsanda félagsins.
Asamoah var sjálfur fastur
fyrir. „Ég veit ekki á hverju ég
ætti að biðjast afsökunar. Ef refs-
að yrði fyrir allt sem sagt er við
þjálfarann í búningsklefanum
þyrfti að dæma menn í leikbönn í
hverri einustu viku.“
Frank Rost, markmaður liðs-
ins og einn fimm meðlima í leik-
mannaráði félagsins, sagði að
ráðið væri klofið í afstöðu sinni
til málsins og að þrír meðmilimir
væru andsnúnir ákvörðun þjálf-
arans. „Hvað mig varðar er hann
enn góður liðsfélagi,“ sagði Rost.
Schalke situr í sjötta sæti
deildarinnar eftir tapið um helg-
ina. - esá
GERALD ASAMOAH Hér í slag gegn
leikmanni Nancy í leik með Schalke í
UEFA-bikarkeppninni í síðasta mánuði.
NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Deila veldur titringi í herbúðum Schalke:
Schalke klofið vegna
deilu Asamoah
FÓTBOLTI Nilton Mendes, leikmað-
ur FC Shakhtyor Karagandy í
Kasakstan, lést á æfingu liðsins á
mánudaginn. Leikmaðurinn fékk
hjartaáfall á miðri æfingu en
hann var einungis 30 ára gamall.
Nilton var mjög vinsæll í
Kasakstan en þar hefur hann
leikið frá árinu 1999. Nilton var
kjörinn besti leikmaður deildar-
innar árið 2000. - dsd
Sorgarsaga frá Kasakstan:
Leikmaður lést
FÓTBOLTI Andreas Isaksson, aðal-
markvörður sænska landsliðsins,
verður ekki með Svíþjóð þegar
það mætir Íslandi og Spáni í undan-
keppni EM í næsta mánuði. Isaks-
son meiddist á æfingu með
Manchester City á sunnudag og
skaðaði þar krossbönd í hné og
verður hann 6-8 vikur að ná sér.
Isaksson hefur ekkert getað spilað
í haust vegna meiðsla og stóð Rami
Shaaban, markvörður Fredrikstad
í Noregi, í marki Svía gegn
Liechtenstein fyrr í mánuðinum.
Félagi Isaksson hjá City,
varnarmaðurinn Hatem Trabelsi,
verður einnig frá á næstunni
vegna meiðsla. - esá
Markvörðurinn Andreas Isaksson meiddur:
Spilar ekki gegn Íslandi
FÓTBOLTI Glenn Roeder, stjóri
Newcastle, segir að skurðlæknir-
inn sem framkvæmdi aðgerðina á
Shay Given á mánudag hafi líkt
meiðslum markvarðarins írska
við þau sem gerast helst eftir
árekstur bíla. Given lenti í
samstuði við Marlon Harewood,
leikmann West Ham, í leik
liðanna um helgina og var fluttur
á sjúkrahús með mikla verki í
kviðarholinu. Í ljós kom að
maginn hafi rifnað og gekkst
Given undir aðgerð vegna þess á
mánudagsmorgun.
„Skurðlæknirinn sagði að hann
hafi aldrei séð neitt þessu líkt í
gegnum fótboltann,“ sagði
Roeder. Fyrstu fregnir herma að
Given verði frá í sex vikur. - esá
Meiðsli Shay Given:
Eins og eftir
bílaárekstur
SHAY GIVEN Var fluttur á sjúkrahús eftir
samstuðið við Harewood.
FORMÚLA Tyrkland mun aftur
halda Formúlu 1 keppni á næsta
ári en mótshaldarar voru
sektaðir þess í stað um 350
milljónir króna fyrir að leyfa
Mehmet Ali Talat að afhenda
sigurlaunin að móti loknu. Talat
er forseti þess hluta Kýpurs
sem Tyrkir búa á en Sameinuðu
þjóðirnar viðurkenna ekki
tilvist þess lands, einungis
ríkisstjórnina í gríska hluta
Kýpurs.
Átjan keppnir verða á næsta
ári, einni meira en í ár. Belgíski
kappaksturinn verður aftur á
dagskrá en búist var við að
keppnin á Imola-brautinni í San
Marínó yrði í hættu en nú er
útlit fyrir að því móti verði
bjargað. - esá
Formúla 1:
Áfram í Tyrk-
landi
FÓTBOLTI Randy Lerner, banda-
rískur milljarðamæringur, hefur
nú keypt 89,69 prósenta hlut í
Aston Villa. Það þýðir að Doug
Ellis, stjórnarformaður Aston
Villa til margra ára, hefur nú látið
af störfum. Ljóst er að margir
stuðningsmenn Aston Villa munu
fagna þessum fregnum enda Ellis
mjög umdeildur í starfi. Það er
jafnframt búist við því að Lerner
kaupi afganginn af hlutabréfun-
um á næstu dögum.
Doug Ellis hefur tvisvar
starfað sem stjórnarformaður
Aston Villa, fyrst á árunum 1968
til 1975 og tók svo aftur við
félaginu 1982, en hefur nú verið
keyptur út af Lerner. Doug Ellis
er 82 ára gamall. - dsd
Aston Villa:
Doug Ellis læt-
ur af störfum