Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 110

Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 110
 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR42 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 mál skips 6 sem 8 samkynhneigður 9 form 11 peninga 12 aumingi 14 ein- kennis 16 rás 17 að 18 óðagot 20 sjó 21 auma. LÓÐRÉTT 1 tilraunaupptaka 3 eftir hádegi 4 sárasótt 5 viður 7 lofaður 10 skítur 13 hola 15 vond 16 þjálfa 19 sælgæti. LAUSN LÁRÉTT: 2 lest, 6 er, 8 hýr, 9 mót, 11 fé, 12 ómagi, 14 aðals, 16 æð, 17 til, 18 fum, 20 sæ, 21 arma. LÓÐRÉTT: 1 demó, 3 eh, 4 sýfilis, 5 tré, 7 rómaður, 10 tað, 13 gat, 15 slæm, 16 æfa, 19 mm. Svör við spurningum á bls. 8 1. Hilmar Örn Agnarsson. 2. 20 ára afmæli lagsins Ammæli. 3. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. [ VEISTU SVARIÐ ] Ein ástsælasta sjónvarpskona landsins, Val- gerður Matthíasdóttir, hefur ákveðið að hætta með sjónvarpsþátt sinn Veggfóð- ur sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 undanfarið. Vala hefur um árabil frætt Íslendinga um það nýjasta í hönnun og innanhúsarkitektúr og því augljóst að það verður sjónarsviptir af henni á þeim vettvangi. „Ég er eiginlega búin að ákveða að það sé komið nóg af svona þáttum,“ svarar Vala. „Ég er búin að vera með svona þátt í sjö ár, fyrst á Skjá einum en nú á Stöð 2,“ en Veggfóður verður áfram á skjánum fram í nóvember. Valgerður hefur verið að í sjónvarpi ansi lengi og segir að rauði þráðurinn hjá sér hafi verið að hún sé alltaf reiðubúin að breyta til. „Mér hefur alltaf þótt það spennandi að kljást við ný verkefni og nýjar sjónvarpsstöðvar,“ útskýrir Vala. „Nú er bara kominn tími á nýja hluti.“ - fgg Vala Matt hætt í Veggfóðri VALA MATT Hefur ákveðið að segja skilið við sjónvarpið og reyna fyrir sér á nýjum vett- vangi. „Við erum bakhjarlar þessara tón- leika og keyptum eina upp sem verða á laugardaginn klukkan fimm, þeir fyrstu í röð þriggja,“ útskýrir Hrannar Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Alcan-álversins í Straumsvík. „Björgvin er náttúr- lega einn af helstu sonum Hafnar- fjarðar og svo skemmtilega vill til að þegar álverið hóf framleiðslu á áli árið 1969 var Björgvin kjörinn Poppstjarna Íslands,“ segir Hrannar. Öllum starfsmönnum álversins er boðið ásamt mökum auk fyrrverandi starfsmönnum og mökum þeirra á tónleika Björg- vins og Sinfóníunnar en mikil eftir- spurn hefur verið eftir miðum á herlegheitin og þegar verið bætt við þriðju tónleikunum sem verða á sunnudeginum. Þá var helstu viðskiptavinum Alcan einnig boðið auk helstu birgja, bæði hér heima og erlend- is. Aðspurður hvort stór hópur af útlendum gestum væri væntanlegur til landsins til að berja goðið augum sagði Hrannar svo ekki vera, „Kannski tuttugu manns,“ sagði hann. Hafnfirðingar verða fjöl- mennir í Laugardalshöllinni á laugardaginn því þeim gafst tæki- færi á að vinna sér inn miða á heimasíðu fyrirtækisins og reyndi fjöldi bæjarbúa fyrir sér og voru hinir heppnu dregnir út á föstudaginn. Hrannar sagði mætinguna hjá starfsmönnum fyrir- tækisins aldrei hafa verið meiri á neinn viðburð og því greini- legt að Björgvin nýtur mikilla vin- sælda meðal sveit- unga sinna í álverinu. „Við höfum verið að gera ýmislegt í tilefni af fjörutíu ára afmæli okkar og það er mikill spenningur og stemning hjá starfsfólkinu,“ sagði Hrannar, sem hafði þó ekki tekið frá sæti á fremsta bekk fyrir sjálfan sig. „Ég verð þarna í góðu stuði um miðj- an sal.“ - fgg Alcan keypti upp eina tónleika hjá Bó HRANNAR PÉTURSSON Álverið keypti upp eina tónleika hjá Björgvini Halldórssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Laugardalshöll. BJÖRGVIN HALL- DÓRSSON Var kosinn Poppstjarna Íslands árið 1969, sama ár og álframleiðsla hófst í Straumsvík. RANNVEIG RIST Forstjór- inn verður örugglega í góðu stuði meðal starfsmannanna á laugardaginn. ...Freyja Haraldsdóttir, sem lætur fötlun sína ekki aftra sér frá því að flytja fyrirlestra í öllum framhaldsskólum landsins undir yfirskriftinni „Það eru forrétindi að lifa með fötlun“. „Bókin er helguð minningu þeirra sem fórust,“ segir rithöfundurinn og blaðamaðurinn Óttar Sveinsson sem er þessa dagana að skrifa þrettándu Útkalls-bók sína. Við- fangsefni Óttars að þessu sinni er flugslysið á Srí Lanka árið 1978. Þá fórst Flugleiðavél sem var í pílagrímaflugi á milli Mekka og Indónesíu. Vélin fórst þegar hún átti að millilenda á Srí Lanka. Alls létust 175 farþegar frá Indónesíu og átta Íslendingar sem voru í áhöfn vélarinnar. Fimm Íslending- ar komust hins vegar lífs af og 74 aðrir. „Ég byggi bókina upp á samtöl- um við þá sem komust af og sömu- leiðis þá sem voru í áhöfninni sem beið á Srí Lanka,“ segir Óttar, en önnur Flugleiðaáhöfn átti að taka við af hinni á Srí Lanka. Óttar hefur einnig rætt við fjölda ann- arra sem tengjast þessum atburði á einn eða annan hátt. Í bókinni Ísland í aldanna rás eftir Illuga Jökulsson er greint frá því að í fyrstu hafi verið talið að slysið mætti rekja veðurs. Síðar hafi orsakir slyssins verið raktar til þess að aðflugstæki hafi verið vitlaust stillt. Flugvélin var of lágt á lofti í aðflugi af þessum sökum og skall niður á kókoshnetuplant- ekru einum og hálfum kílómetra frá flugbrautinni. Vélin þeyttist um 400 metra eftir jörðinni, brotn- aði í þrennt og tveir af fjórum hreyflum rifnuðu af. Eldur kvikn- aði í nokkrum hlutum flaksins. Eftir á var flakið svo illa útleikið að með ólíkindum þótti að nokkur skyldi hafa komist lífs af. Óhætt er að fullyrða að bók Óttars eigi eftir að vekja mikla athygli þegar hún kemur út í byrj- un nóvember, enda muna margir eftir flugslysinu á Srí Lanka. „Það er auðvitað mismunandi hvernig fólk man eftir þessu. Því er hins vegar ekki að neita að margir sem ég hef rætt við af þessu til- efni muna vel hvar þeir voru staddir þegar fréttir af slysinu bárust, rétt eins og með 11. sept- ember, morðið á Kennedy og fleiri atburði,“ segir Óttar Sveins- son. hdm@frettabladid.is ÓTTAR SVEINSSON: NÝ ÚTKALLSBÓK VÆNTANLEG FYRIR JÓLIN Flugslysið á Srí Lanka efniviður nýrrar bókar ÓTTAR SVEINSSON Næsta umfjöllunarefni hans í Útkalls-bókaflokknum er flugslysið á Srí Lanka árið 1978 þegar átta Íslendingar létu lífið og fimm komust af. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓRNARLÖMBIN FLUTT HEIM Lík átta Íslendinga voru flutt heim eftir flugslysið á Srí Lanka. Í bók Óttars er rætt við þá sem komust af og ýmsa sem tengjast þessum atburði. FRÉTTIR AF FÓLKI Kristján Kristjánsson, áður kenndur við Kastljós, hefur tekið til óspilltra málanna sem fjölmiðlafulltrúi hjá FL Group, þótt blekið sé vart þornað á ráðningarsamningnum. Hans fyrsta útspil var að tilkynna endurkomu Sykurmolanna í Laugardagshöll- inni 17. nóvember, í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá útgáfu lagsins Ammæli. Aðkoma Kristjáns að tónleikunum er sú að „FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja,“ eins og segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúanum. Spurning hvort Einar Bárðar- son megi fara að passa sig? Ýmissa grasa kennir í jólabókaflóð- inu í á og meðal þess sem skolar á fjörur landsmanna er bókin Indján- inn eftir Jón Gnarr í útgáfu Eddu. Bókinni er lýst sem „skáldaðri ævisögu“, sögð vera einlægum nótum og byggir víst á æsku- minningum Jóns sjálfs, sem tekur sér líka skáldaleyfi og fléttar við frásögnina. Gamanmyndin Borat með breska háðfuglinum Sacha Baron Cohen, betur þekktum sem Ali G, sló hressilega í gegn á kvikmynda- hátíðinni í Totonto fyrir skömmu. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í byrjun nóvember en þar sem eintak af myndinni er komið til landsins tóku nokkrir helstu forkólfarnir í bíóbransanum forskot á sæluna og horfðu á myndina í Smárabíói í gær. Nokkrir gestir fengu að fljóta með og njóta herlegheitanna og bar þar nokkuð á lykilmönnum úr hnakka- landsliðinu með Sigvalda Kaldalóns í broddi fylkingar. Sveppi var einnig í salnum og hló dátt að fíflagang- inum í Borat og sjálf þjóðhetj- an Magni mætti galvaskur. Á leið sinni út úr Smáralind var hann eltur af ungum og áköfum aðdáendum sínum og eins og við var að búast gaf rokkstjarnan geðprúða sér tíma tíl að gefa himinlifandi krökkunum eiginhand- aráritun. - bs/þþ ���� ����������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� ������������� ��� ���������� ��� ��������� ���� ����������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� ������������� ��� ���������� ��� ��������� � ����������� ��������� ��� � � ���� � ��� �� ����������������� ���� ���������� ������ ������������� ��� ���������� ��� ���������
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.