Fréttablaðið - 20.09.2006, Page 112
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �
����������
�����������������
Hér þrífst tiltölulega friðsælt þjóðfélag en stundum verða
hér atburðir sem hleypa ugg í fólk.
Fyrir skömmu safnaðist mikil ung-
mennafjöld saman í Skeifunni og
nokkrir pissuðu víst inn í hrað-
banka. Ég geri því skóna, án þess
að hafa þó kynnt mér það, að þar
hafi strákar verið að verki.
LÖGREGLAN var kölluð til og
virðist sem nokkuð æði hafi runnið
á hana því nokkru síðar birtust við-
töl við fólk sem var síður en svo
ánægt með framgöngu hennar.
Maður brákaðist á handlegg eftir
barsmíðar laganna varða og þegar
móðir annars hringdi í lögregluna
til að grennslast fyrir um son sinn
var henni sagt að hún vissi ekkert
um hann þótt hann hefði þá þegar
verið handtekinn. Svo var þarna líka
strákur sem varð fyrir því að vera
handtekinn einmitt þegar hann var í
spreng – greinilega ekki einn þeirra
sem sprændu í hraðbankann – og
þegar hann hafði orð á þessu vanda-
máli við lögregluþjónana sögðu þeir
honum að míga bara á sig.
FRÁ þessu skýrðu blöðin skil-
merkilega og einmitt þegar þjóðin
hafði áttað sig á því að lögreglan
hafði farið offari birtust nýjar
fréttir í Morgunblaðinu af útistöð-
um lögreglunnar við ungmenni.
Að þessu sinni voru fréttirnar
fengnar af vef lögreglunnar sjálfr-
ar. Nú hafði hún verið beðin um að
koma í fjölbýlishús þar sem íbú-
arnir höfðu fengið sig fullsadda af
tveimur 12 og 13 ára stelpum sem
létu þar öllum illum látum. Hafði
Morgunblaðið eftir vef lögregl-
unnar að þær hefðu brugðist
ókvæða við og hafi þær hótað „lög-
reglumönnum öllu illu og viðhöfðu
svívirðingar sem ekki er hægt að
hafa eftir. Lögreglumenn eru ýmsu
vanir en þarna keyrði um þverbak
enda var munnsöfnuður stúlknanna
óhugnanlegur.“
MORGUNBLAÐIÐ kaus að
sleppa síðustu setningunni í frétt
vefjar lögreglunnar, sem skýrir af
hverju fært er svona í stílinn með
því að bregða upp mynd af fílefld-
um lögreglumönnum skjálfandi á
beinum yfir kraftmiklum orða-
forða smástelpna. Setningin er á
þessa leið: „Þetta mál minnir að
því leyti á uppákomuna í Skeifunni
um helgina að víða skortir á aga og
virðingu. Eins er það áhyggjuefni
þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum
lögreglunnar.“
Á SVONA kjánalegan hátt reynir
lögreglan að réttlæta ofbeldið og
orðbragðið sem hún viðhafði í
Skeifunni. Ætli stelpurnar orðljótu
hafi boðið lögreglumönnunum
óttaslegnu að míga á sig?
Pissað upp í
vindinn