Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 12
12 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR FO R V A RN AR D A G UR IN N 2 0 0 6 TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLI www.forvarnardagur. is Verkefnið er styrkt af Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist fíkniefnum. Hvert ár skiptir máli. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 4 9 2 Eldri borgarar 60+ Byrjendur 30 kennslustunda byrjenda- námskei›. Engin undirsta›a nau›synleg, hæg yfirfer› me› reglulegum endurtekningum í umsjá flolinmó›ra kennara. A›almarkmi› námskei›sins er a› gera flátttakendur færa a› nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til a› skrifa texta og prenta, nota Interneti› sér til gagns og gamans, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 4. október á Akureyri og í Reykjavík. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16. Ver› kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustundir. Hentar fleim sem loki› hafa byrjendanámskei›inu e›a hafa sambærilega undirstö›u. Byrja› er á upprifjun á›ur en haldi› er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri me›fer› tölvupósts. Kennsla hefst 5. október á Akureyri og í Reykjavík. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16. Ver› kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 JAPAN, AP Leiðtogaskipti urðu í Japan í gær þegar þjóðþing Jap- ans kaus nýjan forsætisráðherra, Shinzo Abe, í stað Junichiro Koiz- umi. Í síðustu viku tók Abe við af Koizumi sem leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins. Eitt af mikilvægustu verkun- um sem bíða hans er að bæta sam- skiptin við nágrannaríki Japans í Asíu, ekki síst Kína og Suður- Kóreu, sem hafa tekið óstinnt upp heimsóknir Koizumis, fráfarandi forsætisráðherra, til Yasukuni- helgidómsins í Tókýó, þar sem fallinna japanskra hermanna er minnst, þar á meðal dæmdra stríðsglæpamanna. Heimsóknir hans í þennan helgidóm hafa verið afar umdeild- ar, en á mánudag svaraði Koizumi þessari gagnrýni fullum hálsi og gagnrýndi sjálfur stjórnvöld í Kína og Suður-Kóreu fyrir láta þessar heimsóknir hans til Yasu- kuni eyðileggja samskipti ríkj- anna. Abe er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka í utanríkis- málum, en hann hefur lagt mikla áherslu á að efna til leiðtogafunda með bæði Kína og Suður-Kóreu hið fyrsta. Talið er að hann ætli að koma á breytingu á stjórnarskrá ríkisins þannig að Japanar geti gert árás á önnur ríki. - gb NÝIR FLOKKSLEIÐTOGAR Shinzo Abe, fremst á myndinni, ásamt Hidenao Nakagawa, nýkjörnum framkvæmda- stjóra Frjálslynda demókrataflokksins, og Yuya Niwa, formanni allsherjarráðs flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Þjóðþing Japana kaus nýjan forsætisráðherra í gær: Abe tekur við af Koizumi STJÓRNMÁL Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykja- vík. Bryndís Ísfold hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Samfylkinguna og situr í framkvæmda- stjórn flokksins. Hún var formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 2003. Bryndís Ísfold nemur nú viðskipta- og stjórn- málafræði við Háskóla Íslands en var áður kaupmaður á Laugavegi. - bþs Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir: Í prófkjör Sam- fylkingarinnar BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ÍBÚÐALÁN Ríkisstjórnin hefur falið Magnúsi Stefánssyni félagsmála- ráðherra umboð til að vinna að útfærslu breytinga sem gera Íbúðalánasjóði kleift að setja á fót fjármögnunarkerfi, sérvarin skuldabréf, á heildsölustigi. Þau lán, sem Íbúðalánasjóður hefur þegar veitt, mynda þá afmarkað safn til að fjármagna frekari skuldabréfaútgáfu. Sigurjón Örn Þórsson, formað- ur stýrihóps um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalána- markaði, sagði að með þessu væri stefnt að því að afnema ríkis- ábyrgð íbúðalána og því væri verið að stíga stórt og mikilvægt skref í þá átt að styðja við sam- keppni og auka jafnræði sam- keppnisaðila á húsnæðismarkaði. Íbúðalánasjóður verði áfram til, en fjármögnuninni verði breytt. Vextir íbúðalána hækki ekki mikið. Íbúðalánasjóður fái sömu kjör og ríkissjóður á lánamarkaði þar sem nýja leiðin sé ígildi ríkis- ábyrgðar. Stýrihópnum hafði verið falið að skipuleggja og sinna formlegu samráði við hagsmunaaðila, meðal annars bankana, um kosti og galla óbreytts fyrirkomulags Íbúða- lánasjóðs og hugsanlega nýjar leiðir í aðkomu ríkisins að hús- næðismarkaðnum. Gert var ráð fyrir að starfshópurinn myndi fjalla um uppbyggingu nýs íbúða- banka, rekstrarform, fjármögnun og hvernig samskiptum hans og samstarfsaðila á markaðnum yrði hagað. Starfshópurinn átti samráð við bankana en ekki náðist samkomu- lag þar sem það var ófrávíkjanleg krafa stjórnvalda að eignarhaldið yrði í eigu ríkisins, félagslegu hlutverki yrði haldið áfram og jafnrétti í búsetumálum tryggt auk gagnsæi í verðlagningu og samningssambandi heildsölu- banka og lántakenda. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, segir að SBV fagni lögum um varin skuldabréf eins og tíðkist erlendis og segir mikilvægt að íslenskur fjármálamarkaður sé ekki eftir- bátur hvað það varðar. SBV sé hins vegar ósammála stefnu stýri- hópsins. Tillögur hópsins hindri eðlilega samkeppni á íbúðalána- markaði og beinist að frekari ríki- svæðingu á húsnæðislánamark- aði. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um Íbúðalánasjóð nú á haustþingi. Þá verður hafin smíði löggjafar um sérvarin skulda- bréf. ghs@frettabladid.is MAGNÚS STEF- ÁNSSON Félags- málaráðherra. GUÐJÓN RÚN- ARSSON Fram- kvæmdastjóri SBV. Ríkisábyrgð verður hætt Nýtt fjármögnunarkerfi íbúðalána verður sett á fót og ríkisábyrgð íbúðalána hætt til að auka jafnræði milli samkeppnisaðila á húsnæðislánamarkaði. Heildsölubanki verður ekki settur á fót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.