Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 12
12 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
FO
R
V
A
RN
AR
D A G UR IN
N
2
0
0
6
TAKTU ÞÁTT!
HVERT ÁR SKIPTIR MÁLI
www.forvarnardagur. is
Verkefnið er styrkt af
Því lengur sem unglingar
sniðganga áfengi því ólíklegra er
að þeir ánetjist fíkniefnum.
Hvert ár skiptir máli.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
5
4
9
2
Eldri borgarar 60+
Byrjendur
30 kennslustunda byrjenda-
námskei›. Engin undirsta›a
nau›synleg, hæg yfirfer› me›
reglulegum endurtekningum í
umsjá flolinmó›ra kennara.
A›almarkmi› námskei›sins er
a› gera flátttakendur færa a›
nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til
a› skrifa texta og prenta, nota
Interneti› sér til gagns og
gamans, taka á móti og senda
tölvupóst.
Kennsla hefst 4. október á Akureyri og í Reykjavík.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16.
Ver› kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
Framhald I
30 kennslustundir. Hentar fleim sem loki› hafa byrjendanámskei›inu
e›a hafa sambærilega undirstö›u.
Byrja› er á upprifjun á›ur en haldi› er lengra í ritvinnslu í Word.
Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri me›fer› tölvupósts.
Kennsla hefst 5. október á Akureyri og í Reykjavík.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16.
Ver› kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
JAPAN, AP Leiðtogaskipti urðu í
Japan í gær þegar þjóðþing Jap-
ans kaus nýjan forsætisráðherra,
Shinzo Abe, í stað Junichiro Koiz-
umi. Í síðustu viku tók Abe við af
Koizumi sem leiðtogi Frjálslynda
demókrataflokksins.
Eitt af mikilvægustu verkun-
um sem bíða hans er að bæta sam-
skiptin við nágrannaríki Japans í
Asíu, ekki síst Kína og Suður-
Kóreu, sem hafa tekið óstinnt upp
heimsóknir Koizumis, fráfarandi
forsætisráðherra, til Yasukuni-
helgidómsins í Tókýó, þar sem
fallinna japanskra hermanna er
minnst, þar á meðal dæmdra
stríðsglæpamanna.
Heimsóknir hans í þennan
helgidóm hafa verið afar umdeild-
ar, en á mánudag svaraði Koizumi
þessari gagnrýni fullum hálsi og
gagnrýndi sjálfur stjórnvöld í
Kína og Suður-Kóreu fyrir láta
þessar heimsóknir hans til Yasu-
kuni eyðileggja samskipti ríkj-
anna.
Abe er þekktur fyrir að vera
harður í horn að taka í utanríkis-
málum, en hann hefur lagt mikla
áherslu á að efna til leiðtogafunda
með bæði Kína og Suður-Kóreu
hið fyrsta. Talið er að hann ætli að
koma á breytingu á stjórnarskrá
ríkisins þannig að Japanar geti
gert árás á önnur ríki. - gb
NÝIR FLOKKSLEIÐTOGAR Shinzo Abe,
fremst á myndinni, ásamt Hidenao
Nakagawa, nýkjörnum framkvæmda-
stjóra Frjálslynda demókrataflokksins,
og Yuya Niwa, formanni allsherjarráðs
flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Þjóðþing Japana kaus nýjan forsætisráðherra í gær:
Abe tekur við af Koizumi
STJÓRNMÁL Bryndís Ísfold
Hlöðversdóttir sækist eftir 6.
sæti í prófkjöri Samfylkingar-
innar í Reykja-
vík. Bryndís
Ísfold hefur
gegnt ýmsum
trúnaðarstörf-
um fyrir
Samfylkinguna
og situr í
framkvæmda-
stjórn flokksins.
Hún var
formaður Ungra
jafnaðarmanna
í Reykjavík 2003. Bryndís Ísfold
nemur nú viðskipta- og stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands
en var áður kaupmaður á
Laugavegi. - bþs
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir:
Í prófkjör Sam-
fylkingarinnar
BRYNDÍS ÍSFOLD
HLÖÐVERSDÓTTIR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ÍBÚÐALÁN Ríkisstjórnin hefur falið
Magnúsi Stefánssyni félagsmála-
ráðherra umboð til að vinna að
útfærslu breytinga sem gera
Íbúðalánasjóði kleift að setja á fót
fjármögnunarkerfi, sérvarin
skuldabréf, á heildsölustigi. Þau
lán, sem Íbúðalánasjóður hefur
þegar veitt, mynda þá afmarkað
safn til að fjármagna frekari
skuldabréfaútgáfu.
Sigurjón Örn Þórsson, formað-
ur stýrihóps um hlutverk og
aðkomu stjórnvalda að íbúðalána-
markaði, sagði að með þessu væri
stefnt að því að afnema ríkis-
ábyrgð íbúðalána og því væri
verið að stíga stórt og mikilvægt
skref í þá átt að styðja við sam-
keppni og auka jafnræði sam-
keppnisaðila á húsnæðismarkaði.
Íbúðalánasjóður verði áfram til,
en fjármögnuninni verði breytt.
Vextir íbúðalána hækki ekki
mikið. Íbúðalánasjóður fái sömu
kjör og ríkissjóður á lánamarkaði
þar sem nýja leiðin sé ígildi ríkis-
ábyrgðar.
Stýrihópnum hafði verið falið
að skipuleggja og sinna formlegu
samráði við hagsmunaaðila, meðal
annars bankana, um kosti og galla
óbreytts fyrirkomulags Íbúða-
lánasjóðs og hugsanlega nýjar
leiðir í aðkomu ríkisins að hús-
næðismarkaðnum. Gert var ráð
fyrir að starfshópurinn myndi
fjalla um uppbyggingu nýs íbúða-
banka, rekstrarform, fjármögnun
og hvernig samskiptum hans og
samstarfsaðila á markaðnum yrði
hagað.
Starfshópurinn átti samráð við
bankana en ekki náðist samkomu-
lag þar sem það var ófrávíkjanleg
krafa stjórnvalda að eignarhaldið
yrði í eigu ríkisins, félagslegu
hlutverki yrði haldið áfram og
jafnrétti í búsetumálum tryggt
auk gagnsæi í verðlagningu og
samningssambandi heildsölu-
banka og lántakenda.
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, SBV, segir
að SBV fagni lögum um varin
skuldabréf eins og tíðkist erlendis
og segir mikilvægt að íslenskur
fjármálamarkaður sé ekki eftir-
bátur hvað það varðar. SBV sé
hins vegar ósammála stefnu stýri-
hópsins. Tillögur hópsins hindri
eðlilega samkeppni á íbúðalána-
markaði og beinist að frekari ríki-
svæðingu á húsnæðislánamark-
aði.
Stefnt er að því að leggja fram
frumvarp um Íbúðalánasjóð nú á
haustþingi. Þá verður hafin smíði
löggjafar um sérvarin skulda-
bréf. ghs@frettabladid.is
MAGNÚS STEF-
ÁNSSON Félags-
málaráðherra.
GUÐJÓN RÚN-
ARSSON Fram-
kvæmdastjóri
SBV.
Ríkisábyrgð
verður hætt
Nýtt fjármögnunarkerfi íbúðalána verður sett á fót
og ríkisábyrgð íbúðalána hætt til að auka jafnræði
milli samkeppnisaðila á húsnæðislánamarkaði.
Heildsölubanki verður ekki settur á fót.