Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. september 2006 3 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Þessir bílar rata ekki í fram- leiðslu en tæta upp götur framtíðarinnar í japanskri lögregluteiknimynd. Ef þú ert bílaframleiðandi og þarft að kynna nýja og flotta hugmynda- bílinn þinn eru faldar auglýsingar ein besta leiðin til að fá umtal. Ef Tom Cruise keyrir bílinn þinn í næstu mynd ertu í góðum málum. Hann gerði það fyrir Lexus í Min- ority Report, rétt eins og Will Smith gerði fyrir Audi í I Robot og Angel- ina Jolie fyrir Land Rover í Tomb Raider. Og nú fer Nissan skrefinu lengra því tveir hugmyndabílar frá framleiðandanum munu leika stór hlutverk í nýrri japanskri teikni- mynd í fullri lengd. Titillinn er næstum jafn langur og myndin en hún mun heita Ghost in the Shell: Stand Alone Complex – Solid State Society og kemur út á næsta ári. Myndin gerist árið 2043 og er lögreglumynd sem skartar hetjunni Togusa ásamt hugmynda- bílunum Nissan Sport og Infinity Kuraza, sem báðir voru frumsýnd- ir á bílasýningum á síðasta ári. Þó að teiknimyndir veiti óneit- anlega meira frelsi til að sýna bíl- ana gera yfirnáttúrulega hluti kann sumum að virðast undarlegt að þessir bílar hafi orðið fyrir val- inu, þar sem síður er búist við því að bílarnir rati nokkurn tíma í framleiðslu. Nissan hugmynda-bílar í teiknimynd Smáatriðum hefur verið gefinn mikill gaumur í myndinni. Úr teiknimyndinni sem gerist árið 2043. Bluetec tækni Mercedes Benz dísilvélanna dugði ekki til að tryggja þeim aðgang að öllum ríkjum Bandaríkjanna. Nýjasta mengunarvarnarútspil Mercedes Benz, Bluetec, virðist ekki ætla að standast kröfur. Upphaflega hafði Daimler- Chrysler tilkynnt að tæknin myndi gera dísilbílum sínum kleift að standast mengunarkröfur í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í ljós hefur komið að í Kaliforníu, Maine, Massachusetts, New York og Vermont stóðust Bluetec-vélarnar ekki prófið. Strangar mengunarkröfur í þessum ríkjum eru reyndar stór hindrun fyrir alla framleiðendur sem hyggja á framleiðslu lítilla dísilbíla. Áhugavert er að hugsa til þess að mælikvarðinn á mengun er ekki sá sami vestanhafs og hér í Evrópu, þar sem koltvísýringur er álitinn skaðlegastur og því er magn hans í útblæstri mælt. Í Bandaríkjunum er það hins vegar nituroxíð sem er álitið hættuleg- ast. Búist er við því að eitt eða tvö ár geti liðið þar til dísilvél kemur á markaðinn sem getur uppfyllt mengunarkröfur ríkjanna fimm. - elí Úthýst í fimm ríkjum Bluetec dísilvélarnar stóðust prófið í 45 fylkjum Bandaríkjanna. SÉRHÆFIR SIG Í SÖLU NÝRRA OG NOTAÐRA JEPPABIFREIÐA. Arctic Trucks opnaði nýlega bíla- sölu sem sérhæfir sig í sölu nýrra og notaðra jeppa. Sem kunnugt er hefur fyrirtækið um árabil látið mikið að sér kveða í þjónustu og breytingu jeppa og hefur meðal annars haslað sér völl í Noregi. Nýja jeppasalan mun kappkosta að bjóða viðskiptavinum sínum fjölbreytt úrval jeppabifreiða en leggur þó meira upp úr gæðum en magni. Þannig munu allir bílar þurfa að standast sérstaka yfirferð áður en þeir fara í umboðssölu. Jeppasalan mun líka bjóða nýja breytta jeppa til sölu í samvinnu við Ingvar Helgason og B&L. AT opnar jeppasölu Jeppasala Arctic Trucks verður í sam- vinnu við Ingvar Helgason og B&L. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nissan Sport hugmynda- bíllinn. Ekki svo fjarstæðu- kenndur, að minnsta kosti nógu flottur fyrir teikni- mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.