Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 78
Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Nýjasta plata snillingsins skeggjaða, Bonnie ,Prince‘ Billy, hefur verið beðið með mikilli eft- irvæntingu enda hefur rúmlega tíu ára ferill Wills Oldham, sem er rétta nafn Bonnies, verið einstak- lega farsæll. Platan er einnig merkileg fyrir þær sakir að hún var að öllu leyti tekin upp hér á landi, nánar tiltekið í Gróðurhús- inu, undir stjórn Valgeirs Sigurðs- sonar. Engum blöðum er um það að fletta að hvorki Bonnie né Val- geir stíga feilspor á The Letting Go, ekki svo teljandi sé. Platan er einstaklega heilsteypt og verður að teljast með bestu verkum Old- hams en þar kemur hann svo sann- arlega ekki að tómum kofanum. Hin föðurlega og ljúfa rödd Bonnies heldur áfram að vera hans helsta einkenni en einfaldar og undurfagrar laglínur hans eru það sem gera gæfumuninn og skipa Bonnie í flokki með merk- ustu tónlistarmönnum samtímans. En þrátt fyrir þessa föðurlega hlýju sem fylgt hefur Bonnie hafa textar hans oft verið dimmir og jafnvel þunglyndislegir en sem dæmi fjallaði platan Master and Everyone nær eingöngu um brotna ást. Nú kveður hins vegar við annan tón og hefur Bonnie sjaldan verið eins bjartur og hreinn, nafn upphafslagsins, Loves Comes to Me, segir allt sem segja þarf. Hið dulræna og ljóðræna er þó sjaldan langt undan sem ýtir enn frekar undir tilfinningastreymið, eins og lagið No Bad News er glöggt dæmi um. Útsetningarnar á plötunni er fjölbreyttar, allt frá hinu rafræna Lay and Love til hins krúttlega God‘s Small Song, en Bonnie held- ur samt alltaf í hið einfalda sem gerir tónlist hans jafnframt svo stórbrotna. Will Oldham er snillingur á sínu sviði og með þessu nýjasta fram- taki sínu ættu allar efaraddir um snilli hans að vera á bak og burt. Þrátt fyrir að vera afar afkasta- mikill hefur Bonnie í enn eitt skiptið náð að senda frá sér meist- arasmíð þar sem þessi litlu smáat- riði skipta máli og við þau hefur svo sannarlega verið gælt. Steinþór Helgi Arnsteinsson Notalegheit í hæsta gæðaflokki BONNIE ,PRINCE´ BILLY THE LETTING GO Niðurstaða: Oldham (Bonnie) hefur sjaldan verið eins bjartur og notalegur þar sem hann leikur sér við að framkalla hinar ýmsu tilfinn- ingar. Án efa ein af plötum ársins. Plötusnúðurinn Anthony Pappa þeytir skífum á Nasa föstudaginn 6. október á stærsta klúbbakvöldi ársins á vegum techno.is. Hugarástandsbræðurnir Dj Frí- mann og Dj Arnar munu einnig koma fram eftir margra ára hlé. Bíða margir spenntir eftir því að heyra í þessum tveimur af eftir- minnilegustu klúbbaplötusnúðum Íslands í gegnum tíðina. Er mörg- um minnisstætt er þeir fóru á kost- um kvöld eftir kvöld á skemmti- staðnum Thomsen. Addi Exos lýkur síðan kvöldinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Pappa kemur til landsins en hann er um þessar mundir á tónleikaferð um Suður- og Mið-Ameríku. Er hann einn sá fremsti í sínu fagi og hefur spilað mikið með mönnum á borð við Sasha, John Digweed og Steve Lawler. „Það er feitt kvöld í vænd- um,“ segir Addi Exos. „Flestir Íslendingar eru búnir að vera að bíða lengi eftir honum,“ segir hann um Anthony Pappa. Miðasala á tónleikana er hafin í 12 Tónum. Miðaverð í forsölu er 1500 krónur. Hugarástand og Pappa þeyta skífum ANTHONY PAPPA Plötusnúðurinn Anthony Pappa þeytir skífum á Nasa föstudaginn 6. október. Móðir söngvarans heitins Jeff Buckley, Mary Guibert, neitar öllum orðrómi um að Brad Pitt muni leika son hennar í mynd byggðri á ævi ástsæla söngvarans. Guibert er sjálf að vinna að myndinni sem ber nafnið „Mystery White Boy“ og segir að Hollywood sé ekki rétti vettvangur- inn fyrir mynd af þessu tagi. Þó að hún neiti að Brad Pitt muni leika sjálft aðalhlut- verkið lýsir hún yfir áhuga þess efnis að leikarinn góðkunni ljái verkefninu krafta sína. Myndin verð- ur frumsýnd árið 2008 og er leikaraval ennþá ekki komið á hreint. Leikur ekki Buckley JEFF BUCKLEY Mynd um hann er í bígerð og móðir hans Mary Guibert er á bak við verkefnið. Myndin á að verða frumsýnd árið 2008. Fyrsta plata rokksveitarinnar Shima, ...and for a moment all fell silent, er að koma út. Liðsmenn Shima eru fjórir og koma frá höf- uðborgarsvæðinu, en eiga rætur í Hafnarfirði. Sveitin var stofnuð fyrir einu og hálfu til tveimur árum og hóf fljótlega undirbúning að plötunni. „Við erum búnir að fara nokkrum sinnum í gegnum lögin og vildum taka okkur góðan tíma,“ segja þeir félagar. „Við vildum gera heilsteypta plötu.“ Fyrirtækið Silver Sony, sem hefur m.a. unnið með Fugazi, sá síðan um að leggja lokahönd á plötuna eftir að upptökum var lokið. Shima fór í úrslit í hljómsveita- keppninni Battle of the Bands hér á landi á síðasta ári en náði ekki að bera sigur úr býtum. Tónlist sveitarinnar hefur verið skilgreind sem framsækið „prog- ressive“ rokk. Nefna þeir helsta áhrifavald sinn hljómsveitina Porkupine Tree, sem þeir sáu ein- mitt á tónleikum í Toronto fyrir nokkru síðan og skemmtu sér kon- unglega. -fb Fyrsta plata Shima SHIMA Rokksveitin Shima er að gefa út sína fyrstu plötu. MYND/BALDUR MÁR Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur skrifað undir samning við versl- anakeðjuna Topshop um að hanna heila fatalínu undir eigin nafni fyrir næsta vor og sumar. Tísku- spekingar hafa beðið eftir þessum tíðindum með óþreyju, því fyrir- sætan er þekkt fyrir góðan fata- smekk og ávallt með puttana á púlsinum hvað varðar tísku. Hún hefur oftar en einu sinni verið valin best klædda kona Bretlands- eyja og ætti því að vita sínu viti þegar kemur að hönnun. „Ég er mjög ánægð með þenn- an samning og ber mikla virðingu fyrir Topshop fyrirtækinu og versla mikið þar sjálf. Þetta verð- ur spennandi ævintýri,“ segir Moss um verkefnið en fatalínan mun verða fáanleg í öllum 308 búðum Topshop úti um allan heim. Kate Moss fetar hér með í fót- spor Madonnu en fatnaður eftir söngkonuna heimsfrægu fæst í flestum Hennes & Mauritz versl- unum núna. Hannar fyrir Topshop KATE MOSS Hefur ákveðið að leyfa tískuvitinu sínu að njóta sín hjá Top- shop, þar sem hún mun hanna fatalínu fyrir næstkomandi vor og sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES !óíbí.rk005 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 CRANK kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 10.15 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA VOLVER kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA FACTOTUM kl. 6 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 og 10 CLERKS 2 kl. 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 MY SUPER EX-GIRLFRIEND kl. 6 "BIÐIN VAR VEL ÞESS VIRÐI, OG SMITH KLIKKAR EKKI Í EINA MÍNÚTU. FYNDNASTA GAMANMYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU!" KVIKMYNDIR.IS EMPIRE V.J.V. Topp5.is Heiðarleg, fróðleg og bráðskemmtileg mynd DV L.I.B. Topp5.is MEÐ HINNI SJÓÐHEITU SOPHIA BUSH ÚR ONE TREE HILL. EKKI HATA LEIKMANNINN, TAKTU HELDUR Á HONUM! FRÁBÆR GAMANMYND UM ÞRJÁR VINKONUR SEM STANDA SAMAN OG HEFNA SÍN Á FYRRVERANDI KÆRASTA SEM DÖMPAÐI ÞEIM! JOHN TUCKER MUST DIE kl. 4, 6, 8 og 10 CLERKS 2 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15 MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 8 og 10.10 LITTLE MAN kl. 3.50 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50 og 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 3.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.