Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Áform stjórnenda Avion Group
um sölu á meirihluta hlutafjár
í dótturfélaginu Avion Aircraft
Trading (AAT) gengu ekki eftir á
þriðja ársfjórðungi en félagið átti
í viðræðum við erlendan fjárfesti
um kaup á hlutnum. Hefði salan
gengið eftir hefði Avion hagn-
ast verulega enda er dótturfé-
lagið bókfært á fimm milljónir
Bandaríkjadala en metið á tut-
tugufalda hærri upphæð.
AAT er félag sem fjárfestir í
flugvélum með það að markmiði
að selja þær síðar með hagn-
aði. Avion Group vill ekki síður
selja hlutinn til að minnka bólg-
inn efnahagsreikning vegna flug-
vélakaupanna.
Spáði Landsbankinn því í
afkomuspá sinni að söluhagnað-
urinn af hlutnum í AAT gæti
numið tæpum 3,4 milljörðum
króna og reiknaði KB banki einn-
ig með því að salan myndi falla
til á síðasta ársfjórðungi. Þar
sem viðskiptin gengu ekki í gegn
var afkoma Avion langt undir
afkomuspám.
Hafþór Hafsteinsson, stjórn-
arformaður AAT, segir að eitt og
annað hafi síðar komið upp sem
mönnum hafi þótt óásættanlegt
og því hafi verið ákveðið að leit-
að til fleiri aðila. Ástæðan fyrir
því að félagið hefði greint frá
viðræðunum á kynningarfundi í
lok júní var sú að samkomulag
hafði verið handsalað. „Þegar við
vorum að ganga frá skjölum eftir
fundinn þá voru sett fram ákveð-
in skilyrði sem þurfti að fara
með til stjórnar. Á sama tíma
sýndu fleiri þessum hluta áhuga
þannig að stjórnin mat það svo að
við ættum ekki að ganga frá sölu
við þennan aðila heldur ræða við
fleiri.“
Ekki var ágreiningur um verð
að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn
Avion Group töldu að skilyrði um
arðgreiðslur og lánafyrirkomu-
lag hefðu verið óásættanleg.
Hafþór segir að viðræðuslitin
séu nýtilkomin og því hafi ekki
þótt ástæða til að greina frá þeim
fyrr en við birtingu níu mánaða
uppgjörs nú í vikunni.
Hann getur ekki greint frá
því hvort niðurstaða fáist á yfir-
standandi ársfjórðungi. Gangi
salan ekki eftir á núverandi
reikningsári, sem lýkur í októb-
er, reiknar Greining Glitnis með
talsverðu tapi af rekstri Avion
fyrir árið í heild.
27. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Eimskip skilaði rekstrarhagnaði
fyrir afskriftir (EBITDA) upp á
1,4 milljarða króna á þriðja árs-
fjórðungi og 3,3 milljörðum króna
fyrir fyrstu níu mánuði reikn-
ingsársins. Hlutfall EBITDA af
veltu nam fjórtán prósentum.
Tekjur Eimskipa á fjórðungn-
um námu tíu milljörðum króna.
Áætlanir félagsins, sem er
dótturfélag Avion Group, ganga
vel og er stefnt að fjögurra millj-
arða EBITDA-hagnaði á árinu og
að framlegðarhlutfallið verði um
13,3 prósent. Allt bendir til þess
að þau markmið náist á fjórða
ársfjórðungi og gott betur en
það. - eþa
Eimskip á áætlun
Mælt er með kaupum í Atorku
Group í nýlegri greiningu Glitnis.
Verðmatsgengi á Atorku er 7,3
krónur á hlut samanborið við
markaðsgengið 6,35 en mark-
gengi, þar sem Glitnir sér gengi
Atorku standa í eftir sex mánuði,
er sjö krónur á hlut. Glitnir verð-
metur rekstrarfélög samstæðunn-
ar eftir sjóðstreymisgreiningu út
frá rekstrarspá en fjármálahluti
samstæðunnar er metinn sérstak-
lega samkvæmt upplausnarvirði.
Stuðst er við 12,8 prósenta
ávöxtunarkröfu við gerð verð-
matsins.- - eþa
Glitnir mælir
með Atorku
HAFÞÓR HAFSTEINSSON Sala Avion á
meirihluta hlutafjár í Avion Aircraft
Trading hefur ekki enn gengið eftir.
Vænt sala gekk ekki eftir
Stjórnendur Avion höfðu handsalað samkomulag við kaup-
anda á hlut í dótturfélaginu AAT, sem hefði skilað miklum
söluhagnaði. Óásættanleg skilyrði ollu því að upp úr við-
ræðum slitnaði. Avion ræðir nú við aðra fjárfesta.
�������������������������������������������������������������
������������������������������������������������������
����������������������������������������������������������
�������������������������������������������������������
������������������������������
��������������������������������������
������������������������������������
������������������������
����������������������������������������������������������
����������������������������������������
�������������������������������������������������������������������������
��������������������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������������������
����������������������������
����������������������������������������������������
�����
�������������������������������������������������
����������
�������������
��������������������
�����������������
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
2
0
8
Fjárfestingafélagið Straumborg,
sem er að níu tíundu hluta í eigu
Jóns Helga Guðmundssonar
í BYKO, skilaði 4.968 millj-
arða króna hagnaði árið 2005.
Hagnaður ársins 2004 var 3.154
milljarðar króna til samanburð-
ar.
Hagnaðurinn er að miklu leyti
tilkominn vegna hækkana á hluta-
bréfaverði í fyrra, einkum geng-
ishækkunar í KB banka. Norvest,
dótturfélag Straumborgar, átti
um 2,5 prósenta hlut í KB banka
um síðustu áramót en bankinn
hækkaði um 68 prósent í fyrra.
Eignir Norvest-samstæðunn-
ar námu 17,6 milljörðum króna
í árslok, eigið fé var rúmir 9,7
milljarðar og eiginfjárhlutfall
því 55,4 prósent.
Straumborg á um 22 pró-
senta hlut í Norvik, eignarhalds-
félagi BYKO-samstæðunnar,
sem hagnaðist um 563 milljónir
króna á síðasta ári samanbor-
ið við 537 milljónir árið 2004.
Fjármunatekjur námu tæpum 1,1
milljarði en fjármagnsgjöld um
531 milljón. Jón Helgi var stærsti
hluthafi Norvikur í árslok með 48
prósenta hlut.
Eignir Norvikur voru 10.623
milljónir króna í árslok, þar af
voru eignarhlutir í dótturfélög-
um metnir á 7,4 milljarða. Eigið
fé var á sama tíma 3.385 milljón-
ir króna og lækkaði um 542 millj-
ónir króna vegna uppskiptingar
félagsins. - eþa
JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Straumborg
hagnaðist mikið í fyrra.
Straumborg hagnaðist um fimm milljarða
Gengishagnaður af hlut Norvestar í KB banka vó þungt.
Jarðboranir hafa gengið frá samn-
ingum um kaup á nýjum hátækni-
bor sem verður afhentur næsta
sumar. Verður hann sá öflugasti
í tækjaflota félagsins og fær um
að bora niður á allt að rúmlega
fimm kílómetra dýpi. Verður hann
jafnframt útfærður samkvæmt
óskum sérfræðinga Jarðborana
til að tryggja að hann henti sem
best íslenskum aðstæðum.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að nýi borinn muni
auka afkastagetu Jarðborana hér
heima til muna, auk þess sem
fyrirtækinu verður kleift að taka
ný skref í útrás. Þar komi bæði
til tæknileg fjölhæfni borsins
og aukin afkastageta borflota
Jarðborana í heild, ekki síst
við þær aðstæður þegar verk-
efni hér heima eru í sögulegu
hámarki, samtímis því sem sinna
þarf áhugaverðum verkefnum
erlendis. Í tilkynningunni er haft
eftir Bent S. Einarssyni, forstjóra
félagsins, að Jarðboranir og dótt-
urfyrirtækið Iceland Drilling séu
að að skoða frekari vaxtamögu-
leika erlendis og er þá litið til
fleiri tegunda verkefna en borun-
ar eftir jarðhita.
Kaupverð nýja borsins er um
1,4 milljarðar íslenskra króna.
Fyrirtækið Drillmec í borginni
Piacenza á Ítalíu mun hanna og
framleiða borinn en fyrir eiga
Jarðboranir fjóra bora frá sama
framleiðanda: Óðin, Geysi, Sleipni
og Sögu. - hhs
Jarðboranir tryggja
sér nýjan liðsauka
ÓÐINN BOR Óðinn er nýjasti borinn í flota jarðborana og heldur þeim titli þangað til
hátækniborinn kemur til landsins og eykur afkastagetu Jarðborana til muna.
Tiltrú neytenda á horfur í efna-
hagsmálum hefur vaxið snögg-
lega og stendur væntingavísi-
tala Gallup nú í 119,6 stigum.
Vísitölugildi yfir hundrað stig-
um táknar að fleiri neytendur
eru bjartsýnir en svartsýnir.
Vísitalan fór lægst í rúmlega
áttatíu og átta stig í júlímánuði.
Fram kemur að fleiri neyt-
endur telji að efnahagsástandið
verði betra eftir sex mánuði en
það er nú. Bjartsýni á atvinnu-
horfur í landinu hefur hins vegar
minnkað.
Greining Glitnis telur neyt-
endur hafa tekið gleði sína á ný
þrátt fyrir gengisfall krónunnar,
verðbólguskot í kjölfarið og útlit
fyrir að hægist á vexti á næstu
misserum. Greiningin bendir á
að fleiri hyggi nú á bifreiðakaup
en á sama tíma í fyrra, auk þess
sem áttatíu prósent neytenda ætli
að ferðast til útlanda næsta árið.
Hins vegar hafi orðið talsverð-
ur samdráttur í fyrirhuguðum
húsnæðiskaupum; aðeins 5,6 pró-
sent hyggja nú á fasteignakaup á
næstu sex mánuðum samanborið
við tíu prósent á sama tíma í
fyrra. - jsk
Aukin bjartsýni neytenda
Væntingavísitala Gallup snarhækkar. Meiri bifreiða-
kaup, fleiri utanlandsferðir en minna um íbúðakaup.