Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 53
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006
Að þessu sinni verða rafknúnir
ruslagámar gerðir að umræðu-
efni vikunnar. Á liðnum árum
hef ég fengið upphringingar
frá fólki víðs vegar um landið
sem hefur séð börn vera að
fikta í rafknúnum ruslagámum
fyrir utan ýmis fyrirtæki.
Þess er skemmst að minn-
ast þegar tveir drengir létust í
Svíþjóð fyrir nokkrum árum í
blaðagámi, en þeir höfðu skrið-
ið inn í hann og komust ekki út.
Skömmu síðar var gámurinn
tæmdur í bíl með pressubúnaði
og þeir krömdust til dauða.
Litlu munaði að dauðaslys
yrði hér á landi þegar drengur
fór upp í rafknúinn gám. Það
var fyrir tilviljun að starfs-
maður kom að og tókst honum
að losa drenginn. Drengurinn
var hættur að anda þegar
komið var að honum og hóf
starfsmaðurinn endurlífgun
sem bjargaði lífi hans.
WStundum ofmetum við
stálpuð börn, teljum að þau eigi
að vita um allar hættur eins og
við. Staðreyndin er sú að börn
hafa ekki þroska og getu til
að forðast hættur fyrr en við
12 ára aldur. Rafknúnir rusla-
gámar virka á börn eins og
spennandi leiktæki en þau sjá
engar hættur. Ekki má gleyma
því að talsvert er um einelti
og það mætti sjá það fyrir að
einhverjum börnum gæti dott-
ið í hug að nota slíkan gám
til þeirra verka með skelfi-
legum afleiðingum. Önnur
ástæða fyrir áhuga barnanna
á gámunum er verðmætaleit.
Þegar slysið varð í Svíþjóð
höfðu tugir foreldra samband
og sögðu frá því að þeir hefðu
komist á snoður um að börnin
væru að fara í gámana því
þar væri ýmislegt áhugavert
að finna.
Herdís L. Storgaard
Forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúss
Eru rafknúnu ruslagámarnir
öruggir við þitt fyrirtæki?
����������������������������������
����������������������������������
�� ����� ���� ����� ���������� ���
��������� �� ��������� ����� ����
����������� �����������������
���� ������������� �������� �� ���
������ ��� ������ ��������������
�
�
����� ��������� ��� ����� ���� ������
������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ �����
����� �������������� ����
���������������
Ég búinn að vera í ánægjulegri
flugferð með Hannesi Smárasyni
að undanförnu. Ferðalagið með
honum er ekki fyrir flughrædda,
en við sem höfum allar taugar í
lagi sitjum bara og njótum útsýn-
isins.
Nú er hann að selja flugfélag-
ið og að innleysa fullt af pening-
um. Hannes og Jón Ásgeir eru
nú ekki vanir að hafa peninga
lengi kjurra hjá sér þannig að
það verður veruleg aksjón hjá
þeim á næstunni. Ég spái því að
FL og Baugur eigi eftir að fara í
stóra pakka á næsta ári.
Annars tók ég smá snúning á
Dagsbrún. Kæri Jón, takk fyrir
það.
Bréfið frá Marshall og óvissan
um félagið lækkuðu bréfin og
ég veðjaði á skammtímahagnað
þegar þokunni létti og seldi í
gær. Ég bætti bara við mig í FL
fyrir vikið og hugsaði til þess
með hryllingi ef ég hefði setið
eftir í Avion. Þetta var svaka-
lega vont uppgjör hjá þeim.
Vonandi að þeim takist að ná
utan um félgaið. Ég held að þeir
séu með fínt lið, en það er rosa-
lega mikið verk óunnið hjá þeim
áður en þetta félag getur farið
að blómstra á ný. Sumt virðist í
lagi hjá Eimskip, en sá bransi er
svo helvíti erfiður og leiðinleg-
ur. Endalaus kostnaðarvitund og
rúmmetranýting. Maður verður
sjóveikur af slíkum veltingi.
Þá er flugferð skemmtilegri.
Ég spái því líka að FL verði búið
að selja flugreksturinn sinn á
næstu misserum og verði þá bara
í retail og framleiðslufyrirtækj-
um með mikinn vöxt og öflugt
sjóðstreymi.
Annars er ég frekar smeyk-
ur við síðasta hluta ársins. Enda
þótt búið sé að hreinsa mikið
af skuldsettum aumingjum af
þessum markaði, þá er náttur-
lega erfitt að keppa við þessa
stýrivexti og svona óvissa og
hættulega krónu. Maður verður
því áfram með slatta í erlendum
eignum með erlendri fjármögn-
un svo maður eigi ekki allt undir
geðveikinni hér heima. Maður
hefur nú samt alltaf smá gaman
af þessari heimaklikkun, enda
römm sú taug sem rekka dreg-
ur föðurtúna til. Maður verður
samt alltaf að hafa annan fótinn
í veruleikanum, svo er gott fyrir
sálina að eiga regluleg erindi til
útlanda.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K U P M A Ð U R I N N
Allir á flugi
með Hannesi
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI