Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 20
20 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ������ ������� � ���������� www.minnsirkus.is/sirkustv ��� �� Í síðustu viku kynnti þingflokkur Samfylkingarinnar tímamótatil- lögur um að styrkja stöðu umhverfis- og náttúruverndar á Íslandi. Meginatriði tillagnanna er að unnin verði „Rammaáætlun um náttúruvernd“ sem nái til allra náttúrusvæða landsins. Þar komi fram tillögur um skipan verndar- svæða og áætlun um það hvernig verndun þeirra skuli háttað. Tryggðar verði fjárveitingar til helstu grunnrannsókna á náttúru- fari landsins á næstu misserum þannig að áætlunin geti legið fyrir á komandi kjörtímabili. Rammaáætlunin tryggir að verðmætum náttúrusvæðum verði ekki spillt með óafturkræf- um ákvörðunum um framkvæmd- ir sem teknar eru í fljótræði og að órannsökuðu máli. Má þá einu gilda hvort þar er um að ræða virkjanir, hálendisvegi, línulagnir eða önnur mannvirki. Með Rammaáætlun um náttúruvernd er í fyrsta skipti komin fram raunhæf leið til að leiða málefni náttúruverndar til lykta. Það er mikilvægt að við stígum það skref sem fyrst og nú er rétti tíminn. Fyrstur kemur, fyrstur fær Einhver brögð hafa verið að því að fjölmiðlamenn hafi misskilið tillögurnar og þannig voru þær kallaðar „stefnumótun í stóriðju- málum“ í frétt á NFS á þriðjudag- inn. Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt sú að Samfylkingin leggur til að ákvörðunum um stóriðju, og virkjanir henni tengdar, verði frestað meðan heildarsýn skortir í náttúruvernd- armálum. Sú tillaga ein og sér getur ekki talist stefnumótun í stóriðjumálum. Þar þarf talsvert meira til. Þessi viðbrögð endur- spegla engu að síður þá staðreynd að okkur Íslendingum er ekki tamt að tala um náttúruvernd nema sem hliðarbúgrein við stóriðju. Hún á m.ö.o. ekki sjálfstæðan tilverurétt. Stefna íslenskra stjórnvalda í stóriðju- og auðlindamálum er sú að fyrstur kemur, fyrstur fær. Með breytingunum sem gerðar voru á raforkulögunum árið 2003 var blásið til samkeppni á raforkumarkaði og öllum er nú frjálst að framleiða og selja raforku til þeirra sem hana vilja kaupa. Af því leiðir auðvitað að álfyrirtæki reyna að tryggja sér ódýra raforku meðan enn er svigrúm til þess, orkufyrirtækin reyna fyrir sitt leyti að tryggja sér hagkvæmustu virkjanakostina og sveitarfélög reyna að ná til sín stórfyrirtækjum sem skapa atvinnu og tekjur á svæðinu. Þetta er ekkert óeðlilegt í því kapphlaupi sem nú stendur yfir um auðlindirnar. Fyrirtæki og sveitarfélög reyna auðvitað að sjá til þess að þau heltist ekki úr leik í hlaupinu. Afleiðingin er sú að nú eru í undirbúningi þrjú álver, í þremur sveitarfélögum með tilstuðlan a.m.k. þriggja orku- fyrirtækja. Verði þau öll að veruleika á næstu árum getur það haft veruleg óafturkræf áhrif á vistkerfi og hagkerfi landsins. Ábyrgð í stjórnmálum Það á auðvitað ekki að vera í höndum stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja eða sveitarfélaga að móta auðlinda-, efnahags- eða náttúruverndarstefnu fyrir landið allt. Það eiga stjórnvöld að gera en þau hafa vanrækt þá skyldu sína. Þess vegna vísar iðnaðarráð- herra nú ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin og markaðinn. Samfylkingin vill axla þá ábyrgð sem fylgir starfi í stjórnmálum og bendir á þær leiðir sem þarf að fara til að ná skynsamlegum tökum á auðlindakapphlaupinu. Samfylkingin kynnti tillögur sínar í náttúruverndarmálum á blaðamannafundinum í síðustu viku. Þær eru liður í því að ná tökum á auðlindakapphlaupinu. En það þarf fleira að koma til. Meðal þess sem Samfylkingin hefur áður bent á er nauðsyn þess að skilgreina í stjórnarskrá nýja tegund eignarréttar, þjóðareign, sem taki m.a. til auðlinda í þjóðlendum. Þá þarf jafnframt að setja skýrar reglur um úthlutun rannsóknar- og nýtingarleyfa á þessum auðlindum þar sem tryggt verði jafnræði fyrirtækja og að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Samfylkingin hefur unnið heimavinnuna sína. Hún er tilbúin til að takast á við það vandasama verkefni að stýra stefnumótun þjóðarinnar í auðlinda- og náttúruverndarmálum. Höfundur er formaður Sam- fylkingarinnar. Auðlindakapphlaupið Umræðan Réttindi fatlaðra barna Deila ríkis og sveitarfélaga um það hver á að borga lengda viðveru fatl- aðra barna 10-16 ára lítur þannig fyrir mér og minni fjölskyldu. Staðreyndir: Dóttir mín er í fimmta bekk, með hreyfi-og þroskahömlun og hún þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hún stundar nám í sínum heimaskóla og gengur mjög vel náms- og félagslega enda er námið sniðið að hennar hæfileikum og þörfum. Skólafélagar hennar eru vinir hennar og félagar og hún er fullgildur meðlimur í öllu skólasamfé- laginu. En þegar skóladegi lýkur á hún ekki val um tómstundir í félagsskap jafnaldra sinna sem hefur í för með sér félagslega einangrun. Undanfarna daga hefur hrúast inn alskonar tilboð frá íþrótta- félögum, kirkjunni og tónlistarskólum svo eitt- hvað sé nefnt en svo virðist að ekki sé gert ráð fyrir því að sá sem velur sér eitthvað af þessum kostaboðum þurfi aðstoð við þátttöku í tilboðinu. Margbreytileiki mannlífsins gleymist og allir eiga að vera steyptir í sama mót virðist vera. Ég er eina fyrirvinnan í minni fjöl- skyldu sem samanstendur af mér og börnunum mínum þremur. Það getur hver sem er lagt saman það reiknis- dæmi og séð kostnaðinn við að reka fjöl- skyldu af þessari stærð og séð að það dugar ekki að vinna 80% vinnu en það er nefnilega raunin hjá mér. En verst þykir mér að dóttir mín nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn við tómstundaiðkun vegna þess að hún þarf aðstoð vegna fötlunar. Mismunun vegna fötlunar er íslensku þjóðfélagi til háborinnar skammar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, láttu það nú verða þitt síðasta verk sem formaður íslenskra sveitar- félaga að taka af skarið og láta fjármagn í þjón- ustu við þessi börn. Það væri í samræmi við stefnu borgarinnar um skóla án aðgreiningar að gera fötluðum börnum í almennum grunnskólum kleift að taka þátt í tómstundatilboðum í sínum hverfum með jafnöldrum sínum. Höfundur er skattgreiðandi á Íslandi. Áskorun til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga INGIBJÖRG G. GUÐRÚNARDÓTTIR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Í DAG |Náttúruvernd Fyrirtæki og sveitarfélög reyna að sjá til þess að þau heltist ekki úr leik í auðlindakapp- hlaupinu. Góð endurnýjun Vinstri grænir í Reykjavík héldu aðal- fund í fyrrakvöld. Á fundinum var Her- mann Valsson, kennari og varaborgar- fulltrúi, kjörinn nýr formaður félagsins og tók hann við af Þorleifi Gunn- laugssyni, dúklagningarmeistara og varaborgarfulltrúa. Ásamt formanni var kjörin ný stjórn. Athygli vekur að Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal nýrra stjórnarmanna. Það er jákvætt þegar menn, sem láta sig samfélagsmál varða, taka þá ákvörðun að blanda sér í pólitík. Aðrir í stjórn eru Elín Sigurðardóttir, Fida Abu Libdeh, Heim- ir Janusarson, Jóhann Björns- son og Sigríður Kristinsdóttir. Grenndarkynning Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, upplýsti í Kastljósi á mánudagskvöld að lækkun virðis- aukaskatts á matvæli ætti að koma í staðinn fyrir tekjuskattslækkun launa- fólks. Árni Mathiesen var ánægður að fá það á hreint að Samfylkingin vildi fórna tekjuskattslækkun fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Og hann sagði bændur þurfa að borga fyrir þessa lækkun. Umhyggja Árna fyrir bændum kemur ekki á óvart í ljósi þess að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og hvar mun hann kynna fjárlagafrumvarpið eftir helgi? Jú, á Selfossi. Eins gott að þessi góði þing- maður bjóði sig ekki fram í Norðausturkjördæmi. Æpandi fjarvera Þótt Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra hafi verið löglega forfölluð þegar nýr varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var kynntur er fjarvera hennar óneitanlega sérstök. Eitt af hennar fyrstu verkum sem utanríkis- ráðherra var að afsala sér forræði varn- arsamningsins til forsætisráðherra en Geir H. Haarde annaðist málið meðan hann var í utanríkisráðuneytinu. For- maður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, kynnti svo samninginn ásamt Geir en það hefði að líkindum komið í hlut Valgerðar, ef hún væri ekki á þingi Sameinuðu þjóð- anna í New York. bjorn@frettabladid.is bjorgvin@frettabladid.is M ála sannast er að nú eru þáttaskil í varnar- og öryggismálum landsins. Varnarlið Bandarkjanna er farið af vettvangi. Varnarsamningurinn stend- ur þar á móti með nýjum pólitískum markmiðs- yfirlýsingum og viðfangsefnum í samræmi við breyttar aðstæður. Samhliða hefur verið gengið frá samkomulagi um viðskilnað Varnarliðsins. Í því samhengi hafa tvö atriði mikilvægi umfram önnur. Annað lýtur að því að tekið verði á hugsanlegri mengun á varnarsvæðinu samkvæmt þeim kröfum sem almennt eru gerð- ar í þeim efnum. Hitt málið snýst um að koma eignum Varnarliðsins í not. Þar þarf fyrst og fremst að því að hyggja að ákvarðanir verði tekn- ar á markaðsforsendum en ekki á grundvelli pólitískrar gæsku einnar saman. Skýr varnarstefna til að tryggja langtíma öryggishagsmuni þjóðarinnar er eftir sem áður kjarni þessa máls. Varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin gegnir enn lykilhlutverki í því efni. Það hefði verið óábyrgt æði að segja honum upp. Varðandi þessi mál öll hefur það mikið gildi að tekist hefur samkomulag um formlegan farveg til þess að þróa pólitískt og tæknilegt samráð um framkvæmd varnarsamningsins. Ríkjandi aðstæður sýnast hins vegar ekki kalla á meiri varnarviðbúnað en þær viðbragðsáætlanir sem nú er gert ráð fyrir. Atlantshafsbandalagið er að styrkleika ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. En hvað sem því líður er aðildin að því með gagnkvæmum varnarskuldbindingum einnig nauðsyn- leg og reyndar óhjákvæmilegur þáttur í heildarmyndinni. Innan vébanda Atlantshafsbandalagsins er aukheldur rétt að þróa, eftir því sem föng eru á, samvinnu einkum með þeim þjóð- um sem mestra hagsmuna eiga að gæta á Norður-Atlantshafinu. Í meira en hálfa öld höfum við borið gæfu til að fylgja yfir- vegaðri og raunsærri stefnu í varnar- og öryggismálum. Þar hafa ríkjandi aðstæður og langtímahagsmunir ráðið skynsam- legri vegferð. Segja má að aðeins tvisvar á öllum þessum tíma hafi vinstri ríkisstjórnir farið með varnarmálin í hreinar vegvillur. En ákvarðanir þeirra um uppsögn varnarsamningsins fóru út um þúfur. Og loks fór næstliðin borgaraleg ríkisstjórn út á hjáleið í þessu viðliti með hótun um uppsögn ef ekki yrði orðið við full- komlega óraunhæfum og órökstuddum kröfum. Þessar tvær vegvillur og eina hjáleiðartilraun rýrðu vissu- lega trúverðugleika okkar á þessu sviði, en aðeins um skamman tíma. Við erum nú aftur á þjóðvegi eitt í varnarmálum. Samkomulagið sem gert hefur verið við Bandaríkin bend- ir ótvírætt til að raunsæ og trúverðug langtímasjónarmið hafi ráðið för. Stutt hjáleið í varnarmálum á enda: Aftur á þjóðvegi eitt ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.