Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 76
 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR28 Það var mikil stemning síðastliðið föstudagskvöld á hinum forn- fræga tónleikastað Loppen í Kaup- mannhöfn þegar um þrjú hundruð gestir voru mættir til að fylgjast með tveimur íslenskum sveitum, Stafrænum Hákoni og Singapore Sling. Tónleikarnir þóttu takast einstaklega vel upp, draumkenndar melódíur Stafræns Hákonar hituðu lýðinn vel upp áður en rokk- ararnir í Singapore Sling trylltu gesti með miklum látum. Að tón- leikum loknum þeytti hin íslenska DJ Muzika skífum fram eftir nóttu. Fyrr um daginn hélt Singa- pore Sling litla tónleika í verslun 12 Tóna í borginni og voru þeir sömuleiðis vel sóttir. Íslenska tón- listarfélagið Beatless Propaganda stóð fyrir tónleikunum og segir Hjalti Már Einarsson, talsmaður þess, að stefnt sé að öðrum sams konar tónleikum fyrir jól. Beatless Propaganda sé þegar farið að svip- ast um eftir forvitnilegum íslensk- um böndum. Íslenskt rokk í Köben STAFRÆNN HÁKON Ólafur Örn Josephsson, sem hér er í forgrunni, er aðalmaðurinn á bakvið Stafrænan Hákon sem gefið hefur út nokkrar breið- skífur og vakið athygli víða. HENRIK BJÖRNSSON Söngvari Singapore Sling er bæði með lúkkið og sviðsfram- komuna á hreinu. SVEITT ROKK Liðsmenn Singapore Sling voru vel stemmdir á Loppen og áhorfendur voru sömuleiðis vel með á nótunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLUR KARLSSON Bandaríska tímaritið People stóð fyrir kosn- ingu á dögunum meðal lesenda sinna á best klæddu pörum meðal hinna frægu. Þá var tekið mið af hversu vel pörin taka sig út saman á rauða dreglinum jafnt og í hinu hverdagslega lífi. Rapparinn Jay Z og unnusta hans Beyoncé sigruðu í kosningunni og segir í blaðinu að þau flaggi fötunum sínum betur en sam- bandinu sjálfu og það sé góð blanda af síðkjólum söngkon- unnar og stóru skart- gripasafni rappar- ans. Í öðru sæti voru nýbökuðu foreldranir Gavin Ross- dale, söngvari hljóm- sveitarinnar Bush, og Gwen Stefani en fata- stíll hennar hefur verið upphafinn í mörgum blöðum og er hún með sína eigin fatalínu sem er að slá í gegn í Banda- ríkjunum. Í þriðja sæti voru svo Jennifer Lopez og eiginmað- ur hennar Marc Anthony en þau þykja vera klassísk og falleg í klæðaburði og reyna þau yfirleitt að samhæfa klæðnað sinn á rauða dreglinum. Jay Z og Beyoncé best klædd ÞRIÐJA SÆTIÐ Marc Anthony og Jennifer Lopez eru samhæfð í klæðaburði og þykir lesendum People þau hafa klass- ískan og fallegan fatasmekk. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES ANNAÐ SÆTIÐ Gavin Rossdale og Gwen Stef- ani hafa skemmtilegan stíl og kunna að klæða sig í hversdagsleikan- um sem og á rauða dreglinum. FYRSTA SÆTIÐ Jay Z og Beyoncé þykja bera af í klæðaburði af frægu pörunum, að mati People magazine. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Auðunn Blöndal að byrja með nýjan sjónvarpsþátt í byrjun október sem heitir Tekinn og er í ætt við hinn geysivinsæla Punk‘d sem Ashton Kutcher stjórnar. Þar hrekkir Auð- unn fína og fræga fólkið á Íslandi með dyggri aðstoð vina, ættingja og maka ásamt nokkrum vel völdum leikurum. Stutt myndbrot hafa nú „lekið“ á netið og má sjá þau á heimasíð- unni youtube.com en þar gefur meðal annars að líta sjálfan Bubba Morthens taka hálfgert bræðiskast yfir ungum dreng sem ætlar að fjar- lægja bílinn hans. „Ég meina, þetta er bara peningur fyrir mig, ég held að Bubbi eigi meiri pening heldur en ég,“ segir strák- urinn og fær yfir sig heilmikla ræðu frá kónginum sem er að reyna að ná í lögregluna. „Þú ert bara lítill tappi, krumpaður að innan og ert í vandræð- um og þú ert dónalegur,“ segir Bubbi við strákinn sem ber af sér allar sakir og segist ekkert hafa verið dónalegur við Bubba. Stutt brot með Höllu Vilhjálms- dóttur, kynni X- Factor, er einnig að finna á sömu síðu en þar er söng- og leik- konan grunuð um að ræna úr fatabúð með til- heyrandi vandræðum og afskipt- um afgreiðslufólks. -fgg Myndbrot úr Tekinn á netið HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR Er tekin, grunuð um búðarþjófnað og fær algjört sjokk en reynir hvað hún getur til að sannfæra starfsfólkið um eigið sakleysi. BUBBI OG BÍLLINN Tónlistarmaðurinn hefur ekki átt von á því að bíllinn hans yrði dreginn í burtu og þaðan af síður að allt væri tekið upp. AUÐUNN BLÖNDAL Ef marka má myndbrotin sem lekið hafa á netið er ljóst að hann svífur einskis í að narra fína og fræga fólkið. HITAÐ UPP Fjölmargir Íslendingar mættu á upphitunartónleika Singapore Sling í verslun 12 Tóna. 25 ára afmælisvika 23. - 30. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.