Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 80
32 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Chelsea vann Werder Bremen fyrir hálfum mánuði en að þessu sinni fer Chelsea til Sofiu í Búlgaríu og mætir heimamönn- um í Levski. Andrei Shevchenko hefur verið töluvert gagnrýndur vegna markaleysis að undanförnu en Jose Mourinho segir að Shev- chenko eigi öruggt sæti í liðinu. „Mörkin munu koma og Shev- chenko veit að ég treysti honum. Hann er einn besti sóknarmaður- inn í heiminum í dag og hann þarf ekki að sanna neitt. Þó að hann skori ekki mark næstu þrjá mán- uðina þá verður hann samt einn besti sóknarmaðurinn í heimin- um,“ sagði Mourinho, stjóri Chel- sea. Fyrirliði Chelsea, John Terry, missti af leik liðsins um síðustu helgi vegna meiðsla en hann verð- ur að öllum líkindum klár fyrir leikinn í kvöld. Í hinum leik A-riðilsins mætast Werder Bremen og Barcelona í Þýskalandi. Eiður Smári og félag- ar hans í Barcelona fóru létt með Levski Sofia í síðustu umferð en Werder Bremen vonast eftir sínum fyrsta sigri í kvöld. Eiður hefur lítið fengið að spila á þessari leiktíð fyrir Barcelona og fróðlegt verður að sjá hvort hann fær að spreyta sig í kvöld Hitt enska liðið sem spilar í kvöld, Liverpool, fær Galatasaray frá Tyrklandi í heim- sókn, en þessi lið eru í C-riðli. Bæði lið gerðu 0-0 jafntefli í fyrstu umferð en Liverpool verður að teljast sigurstranglegra fyrir leik- inn í kvöld. „Jafntefli gegn PSV á útivelli voru góð úrslit fyrir okkur, svo lengi sem við vinnum heima- leikina. Ef við vinnum alla heima- leiki okkar þá held ég að við munum komast áfram,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Í Mílanó mætast Inter og Bay- ern München í B-riðli. Byrjun þessara liða í Meistaradeildinni var ólík þar sem Inter tapaði á úti- velli gegn Sporting en Bayern rúllaði yfir Spartak Moskva á heimavelli. Inter hefur legið undir töluverðri gagnrýni að undan- förnu og þá ekki síst Roberto Mancini, þjálfari liðsins. „Bayern er mjög fast fyrir, líkamlega sterkt og með mikið sjálfstraust. Við verðum að fara mjög varlega í þennan leik og við megum ekki hleypa Bayern of nálægt markinu okkar,“ sagði Mancini, þjálfari Inter, um leikinn í kvöld. Í D-riðli mætast Valencia og Roma en bæði þessi lið skoruðu fjögur mörk í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, Roma vann Shakhtar Donetsk á heimavelli 4-0 og Valencia vann Olympiakos á útivelli 4-2 þar sem Morientes skoraði þrennu. - dsd Nokkrir stórleikir eru í Meistaradeildinni í kvöld og spila meðal annarra tvö ensk lið: Fær Eiður Smári að spreyta sig í Þýskalandi? ANDREI SHEVCHENKO Hefur gengið illa að skora fyrir Chelsea það sem af er leiktíð- inni en nýtur mikils stuðnings frá Jose Mourinho, framkvæmdarstjóra félagsins. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES LEIKIR KVÖLDSINS A-RIÐILL: LEVSKI SOFIA-CHELSEA 18.45 WERDER BREMEN-BARCELONA 18.45 B-RIÐILL: SPARTAK MOSKVA-SPORTING 16.30 INTER MILAN-BAYERN MUNCHEN 18.45 C-RIÐILL: LIVERPOOL-GALATASARAY 18.45 BORDEAUX-PSV 18.45 D-RIÐILL: SHAKHTAR DONETSK-OLYMPIAKOS 18.45 VALENCIA-ROMA 18.45 FÓTBOLTI Enska knattspyrnuliðið Newcastle United rak í gær aðstoðarmann Glenns Roeder, Kevin Bond, úr starfi. Ástæðan er sú að í þætti sjónvarpsstöðvar- innar BBC um mútugreiðslur umboðsmanna til þjálfara sagði Kevin Bond að hann myndi vel geta hugsað sér að þiggja greiðslu frá umboðsmanni. Bond var þá þjálfari hjá Portsmouth en hann hefur ávallt neitað sök. „Ég er mjög óánægður með að Newcastle skuli segja upp samningi mínum án þess að kynna sér málið frekar. Ég mun fara með málið fyrir dómstóla og reyna að hreinsa mannorð mitt og endurheimta feril minn í fót- bolta,“ sagði Kevin Bond. - dsd Newcastle United: Aðstoðarþjálf- arinn rekinn KEVIN BOND Rekinn úr starfi aðstoðar- þjálfara hjá Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY Blikar fengu í gær þau slæmu tíðindi að tveir af lykilmönnum liðsins eru meiddir og verður annar þeirra að minnsta kosti frá í viðureignum liðsins gegn Arsenal í fjórð- ungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fyrirliði er með brotið bein í rist og verður frá næstu 4-6 vikurnar. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir kennir sér meins í baki og er tvísýnt með að hún verði klár í slaginn en það á að láta reyna á það. Báðar missa þær af þeim verkefnum sem eru framundan með íslenska landsliðinu en á morgun spilar liðið við Portúgal í undankeppni HM 2007 og í næsta mánuði í vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum ytra. „Ég er með sprungu í ysta ristarbeininu og verð frá í 4-6 vikur,“ sagði Ólína við Frétta- blaðið í gær. „Ég ligg núna uppi í rúmi og má ekkert stíga í löppina. Þetta er auðvitað afar slæm tímasetning á meiðslunum og það er alveg hræðilegt að missa af Evrópu- og landsleikjunum.“ Hún segir að um álagsmeiðsli hafi verið að ræða en beinið brákaðist á landsliðsæfingu nú fyrir skömmu. „Ég er búin að vera á stanslausri keyrslu í ellefu mánuði og hef áður fengið álags- brot í ristinni. Það var enginn fyrirvari, allt í einu gerðist þetta bara.“ Hún segist þó ætla að fara með stöllum sínum út til Englands og styðja þær á hliðarlínunni. Guðrún Sóley er stíf í baki og segir hún að hún hafi verið að glíma við þessi meiðsli meira og minna í eitt og hálft ár. „Við spiluð- um bikarúrslitaleikinn og svo þrjá leiki í Evrópukeppninni og má skrifa þetta bara á álagið. Ég stefni á að vera orðin betri í næstu viku og næ vonandi að bíða með meðferð þar til tímabilinu lýkur.“ Hún segir að um sé að ræða fyrstu einkenni brjóskloss í baki. „Þegar álagið er mikið verkjar mig í bakið en ég hef reynt að spila þrátt fyrir meiðslin og hvíla mig á milli.“ Guðmundur Magnússon þjálfari Breiðabliks segist ætla að reyna halda öllu opnu fyrir Guðrúnu. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil þannig að þetta tekur á hjá okkur.“ ÓLÍNA GUÐBJÖRG VIÐARSDÓTTIR: RISTARBROTNAÐI OG MISSIR AF EVRÓPUÆVINTÝRI BLIKA Afar slæm tímasetning á meiðslunum FÓTBOLTI Sænski knattspyrnu- þjálfarinn Sven-Göran Eriksson er ekkert á því að setjast í helgan stein og segist vera til í að starfa í hvaða landi sem er, svo lengi sem starfið henti honum. „Einn daginn mun ég hætta, en ekki alveg strax. Mitt næsta starf verður að vera gott starf og það skiptir ekki máli í hvaða landi það verður,“ sagði Eriksson og sagði jafnframt að félög á Spáni og í Portúgal hefðu sett sig í samband við hann. - dsd Sven-Göran Eriksson: Er ekki hættur að þjálfa FÓTBOLTI Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið hópinn sem mætir Spánverjum 7. október og Íslendingum á Laugardalsvelli 11. október. Mesta athygli vekur að Zlatan Ibrahimovic er ekki í hópnum en hann fór fram á það sjálfur að vera ekki valinn og hefur ekki ákveðið hvort hann muni nokkurn tímann spila aftur fyrir sænska landsliðið. „Hvort Zlatan sé hættur að eilífu eða bara að taka sér hlé þessa tvo leiki veit ég ekki. Ég mun ræða við hann eftir þessa leiki,“ sagði Lars Lagerback, þjálfari Svía. - dsd Zlatan ekki í hópnum: Hættur fyrir fullt og allt? ZLATAN IBRAHIMOVIC Á æfingu með landsliðinu. Hver veit nema hann sé hættur að spila fyrir hönd Svía. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Farsímanotendur Og Vodafone, sem mega ekki missa af neinu í boltanum, geta ekki bara fengið mörkin í Meistara- deildinni og enska boltanum beint í símann sinn því núna geta þeir farið á netið í símanum sínum og séð öll mörk tímabilsins. Hægt er að velja milli umferða, liða og leikmanna. Farsímanotendur geta því hæglega farið á netið í símanum og skoðað öll mörk Waynes Rooney þegar þeir vilja eða öll mörk Arsenal. „Mörkin í símann eru í raun hluti af netupplýsinga- veitu hjá Og Vodafone sem nefnist Vodafone live! Það er að hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og mikið magn íþrótta- frétta,“ sagði Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone. Flottasti fótboltinn: Skoðaðu mörk- in í símanum > Bryndís og Embla í landsliðið Eins og kemur fram hér til hliðar geta þær Ólína Guð- björg Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir ekki farið með landsliði Íslands til Portúgals en liðin leika þar á morgun í síðasta leiknum í undankeppni HM 2007. Jörundur Áki Sveinsson lands- liðsþjálfari hefur í þeirra stað valið þær Emblu Grétarsdótt- ur, KR, og Bryndísi Bjarna- dóttur, leikmann Breiðabliks. Verður þetta fyrsti landsleikur Bryndísar. HANDBOLTI DHL-deild karla í hand- bolta fer af stað í kvöld með tveim- ur leikjum. ÍR fær Hauka í heim- sókn og í Garðabæ mætast Stjarnan og Fram. Samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða félaganna í deildinni er ÍR spáð neðsta sætinu en hinum þremur liðunum, Hauk- um, Stjörnunni og Fram, er öllum spáð góðu gengi. Fram og Stjarn- an mættust á dögunum í Meistara- keppni HSÍ þar sem Stjarnan hafði betur 29-25. Fréttablaðið ræddi við Guð- mund Guðmundsson, þjálfara Framara, sem var fullur tilhlökk- unar fyrir leikinn í kvöld. „Ég hlakka bara til og við fáum hörku verkefni til að glíma við,“ sagði Guðmundur sem var ekki sáttur við leik sinna manna gegn Stjörn- unni á dögunum. „Við þurfum að spila miklu miklu betur ef við eigum að eiga möguleika í þennan leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Stjörnumenn spiluðu mjög vel og við gerðum þeim líka lífið létt. Við vorum bara ekki að spila nægi- lega vel,“ sagði Guðmundur. „Við erum líka með mikilvæga menn meidda og frá því í fyrra hafa orðið umtalsverðar breytingar á liðinu og í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að það taki tíma að slípa þetta saman hjá okkur. Fyrir önnur félög væri eflaust töluvert vandamál að vera með sambæri- lega menn eins og Jón Björgvin Pétursson og Einar Inga Hrafns- son meidda. Við verðum bara að þola það og leggja okkur fram við að bæta okkar leik frá því síð- ast.“ Guðmundur sagði að lítið væri að marka spá þjálfara og fyrirliða liðanna sem birt var um daginn og býst við mjög jafnri deild í vetur. „Ég held að þetta verði þannig að í rauninni geti allir unnið alla, alveg óháð því hvernig gengi liðunum er spáð,“ sagði Guðmundur sem sagðist fylgjandi því að hafa tvær átta liða deildir í stað einnar. Fyrirkomulag DHL-deildarinnar er þannig í ár að spiluð er þreföld umferð, heima og að heiman í tveim- ur fyrstu umferðunum en svo er dregið um leikina í síðustu umferð- inni og það er Guðmundur ekki sátt- ur við. „Að draga um hvort liðið fær heimaleik í síðustu umferðinni finnst mér ekki nógu gott. Við getum verið með eitthvað svoleiðis í bikar- keppninni en ekki þegar verið að keppa um Íslandsmeistaratitil. Þá hefði alveg eins mátt hafa fjórfalda umferð og byrja mótið fyrr,“ sagði Guðmundur en Fram á að spila við Gummersbach í Meistaradeild Evr- ópu á sunnudaginn næstkomandi en Gummersbach er búið að leika sjö leiki í þýsku deildinni þegar þetta er skrifað. dagur@frettabladid.is Deildin verður mjög jöfn DHL-deild karla byrjar í kvöld með tveimur leikjum. Annars vegar mætast Stjarnan og Fram í Garðabæ og hins vegar ÍR og Haukar í Breiðholtinu. STJARNAN-FRAM Það má búast við hörkuleik á milli þessara liða í kvöld í fyrsta leik DHL-deildar karla. Hér er Stefán Baldvin Stefánsson, leikmaður Fram, kominn í gott færi í leik liðanna á dögunum í Meistarakeppni HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.