Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 25
][ Undanfarin ár hefur rithöfundurinn Guðlaugur Arason leitt fróðleiksfúsa Íslendinga á slóðir forfeðranna í Kaupmannahöfn. Blaðamaður brá sér í eina slíka skoðunarferð, fræddist um fortíðina, heimsótti Fjölnismenn og sá sængina hans Jóns Sigurðssonar. Það er glampandi sól í Kaupmannahöfn þegar blaða- maður bregður sér í gönguferð með Guðlaugi og hópi íslenskra ferðalanga um borgina. Ferðirnar hafa fyrir löngu fest sig í sessi og tvisvar í viku mætir Guðlaugur á Ráðhústorgið til þess að taka á móti Íslendingum sem hafa lagt leið sína til þessarar gömlu höfuðborgar Íslands. Það þarf ekki að skrá sig í ferðirnar, nóg er að mæta á Ráðhúströppurnar klukkan eitt á miðvikudögum eða sunnudögum og svipast um eftir Guðlaugi. „Ég hef verið með þessar ferðir samfleytt frá árinu 2000,“ segir Guðlaugur en hann hefur búið í Danmörku í rúm tíu ár og þekkir Kaupmannahöfn vel. „Ég kom fyrst til Kaupmannahafnar árið 1974 og lærði bókmenntafræði í háskólanum. Það var á þeim tíma sem ég hélt að maður þyrfti að læra bókmennta- fræði til þess að geta skrifað bækur. Ég var fljótur að komast að því að það var ekki rétt,“ segir Guðlaugur sem fljótlega fékk áhuga á sögu Íslendinga í Kaup- mannahöfn. „Það má eiginlega segja að ég hafi grúsk- að í þessu í svona 20 ár og bækurnar Gamla góða Kaupmannahöfn og Kaupmannahöfn – ekki bara Strikið, eru afrakstur þeirrar vinnu. Ég hef oft verið spurður að því hvert sé hægt að fara og hvað sé vert að skoða í Kaupmannahöfn annað en Strikið og Tívolí og það var þess vegna sem ég byrjaði að skrifa þess- ar bækur. Ég vildi bara óska þess að þær hefðu verið til þegar ég kom hingað í fyrsta skiptið.“ Gönguferðirnar byggja á þessari rannsóknar- vinnu Guðlaugs og ferðalöngunum verður fljótlega ljóst að Guðlaugur er afar fróður um sögu staðarins. Líkt og í leiðslu leggur hópurinn af stað inn í fortíðina – inn í hina gömlu Kaupmannahöfn sem eitt sinn var umgirt háum múrum og rúmaðist á svæði sem sam- svarar Viðey að flatarmáli. Guðlaugur lýsir því sem fyrir augu ber og segir skemmtilegar sögur frá lið- inni tíð. „Hér bjó Jónas Hallgrímsson og það var í þessu húsi sem hann datt niður stiga.“ Það fer kliður um hópinn. Bruninn í Kaupmannahöfn er líka í brennidepli og ferðalangarnir fylgja honum um borg- ina. Sjá fyrir sér hvernig eldtungurnar læsa sig í Frú- arkirkjuna og hugsa um handritin hans Árna Magn- ússonar. „Það var niður þessa götu sem Jón Grunnvíkingur og hjálparmenn hans hlupu með handritin,“ segir Guðlaugur og hópurinn horfir hug- fanginn niður eftir Store Kannikestræde þar sem allt er með kyrrum kjörum þennan sunnudagseftirmið- dag. Svo er rölt niður götuna og gægst inn í bakgarðinn á Garði – stúdentaheimilinu sem allir íslenskir stúd- entagarðar eru nefndir eftir og þar sem Íslendingar eins og Jón Sigurðsson og Fjölnismenn bjuggu. „Þarna er glugginn á herberginu hans Jóns Sigurðs- sonar,“ segir Guðlaugur og bendir á opinn glugga á annarri hæð. Íslendingarnir reka upp stór augu og stara inn um herbergisgluggann hjá undrandi íbúa sem líkast til veit ekkert um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en hefur notað blíðuna til þess að viðra sængina sína. Sængin lafir hálf út um gluggann og blaktir í blíðunni – þetta er sængin hans Jóns, hugsa Íslendingarnir og glotta út í annað. Áfram er gengið um borgina og fræðst um það sem fyrir augu ber. Ferðinni lýkur svo á Kóngsins Nýjatorgi þar sem Magasin Du Nord blasir við og minnir á umsvif nútíma Íslendinga í Kaupmanna- höfn. „Og þarna er svo Nonnabúð,“ segir Guðlaugur hlæjandi og bætir því við að oft sé hann spurður hvort ekki sé komið efni í nýjan túr þar sem farið er yfir nútíma umsvif Íslendinga í Kaupmannahöfn. Það er farið að hausta í Kaupmannahöfn og fastar ferðir verða ekki á dagskrá hjá Guðlaugi í vetur. Þeir sem leggja leið sína til borgarinnar geta samt sem áður sett sig í samband við Guðlaug og pantað ferð. „Það hefur mikið verið um það að hópar panti leið- sögn á haustin og yfir vetrartímann. Hingað koma til dæmis margir fyrirtækjahópar á haustin og vorin sem skreppa í stuttar ferðir til Kaupmannahafnar. Þá er vinsælt að koma í gönguferð, enda vill fólk gjarn- an gera eitthvað sem er dálítið menningarlegt,“ segir Guðlaugur og bætir því við að þótt ferðirnar séu orðnar margar hafi hann alltaf jafn gaman af þessu. „Þetta er mjög þakklátt starf og undantekningalaust held ég að fólk hafi eitthvert gagn af þessu.“ Nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á heimasíðunni www.islandscenter.dk. Hópar sem vilja panta sérferðir á haustmánuðum ættu að gera það sem fyrst. thorgunnur@frettabladid.is Á slóðum Íslendinga Í bakgarðinum á Garði. Hér bjuggu fjölmargir íslenskir stúdent- ar sem fóru til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Sívaliturn- inn í baksýn. MYND/BIRKIR BALDVINSSON Horft eftir Store Kannikestræde. Við þessa götu stóð heimili Árna Magnússonar sem brann í stórbrunanum árið 1728. MYND/BIRKIR BALDVINSSON Guðlaugur hefur staðið fyrir vinsælum gönguferðum um hina gömlu Kaupmannahöfn frá árinu 2000. MYND/BIRKIR BALDVINSSON Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 11.100 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A frá 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðast við meginland Spánar og gengi 1. mars 2006. * KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Yfirlit yfir alla göngu- og hjólreiðastíga á höfuðborgar- svæðinu má nálgast á www.rvk.is. Einnig er hægt að sjá gönguleiðir á afmörkuðum svæðum eins og í Elliðaárdalnum og nágrenni Korpúlfsstaða svo eitthvað sé nefnt. Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjör- þekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Frábær tími í Prag Beint fl ug Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 12. okt. í 4 nætur á Hotel Ilf *** með morgunmat. * Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 9.-12. okt.. Netverð á mann. Frá kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 12. okt. í 4 nætur á Hotel Park **** með morgunmat. Einstök helgarferð frá kr. 39.990 12. okt. - Nokkur sæti laus 16. okt. 6. nóv. 9. nóv. - örfá sæti laus 13. nóv. 16. nóv. - örfá sæti laus 20. nóv. 23. nóv. - Nokkur sæti laus 27. sept. - UPPSELT 2. okt. 5. okt. - UPPSELT 9. okt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.