Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Líkur á samstarfi bandaríska bíla- framleiðandans General Motors (GM), hins franska Renault og japanska samkeppnisaðila þeirra, Nissan, eru sagðar hafa minnkað til muna eftir að lítill árangur náð- ist í viðræðum forstjóra félaganna á dögunum. Viðræðurnar hófust í júlí eftir að bandaríski auðjöfurinn Kirk Kerkorian, einn stærsti hluthafinn í GM, léð máls á því að forstjórar bílaframleiðendanna Renault og Nissan hefðu hug á samstarfi með GM. Þeim lauk í enda ágúst án viðunandi niðurstöðu en forstjór- arnir munu hittast á ný í vikunni. Ekki er búist við niðurstöðu úr viðræðunum fyrr en um miðjan næsta mánuð. Að sögn bandaríska dagblaðs- ins Wall Street Journal strönduðu viðræðurnar á því að forstjórar Renault og Nissan sáu fyrir sér víðtækt samstarf á sviði bílafram- leiðslu til að auka hagræði í rekstri fyrirtækjanna. Því var forstjóri GM mótfallinn en stjórn fyrirtæk- isins vill einskorða samstarfið við nokkrar sameiginlegar verksmiðj- ur og framleiðslu á fáeinum bíla- tegundum. Alþjóðlega matsfyr- irtækið Standard & Poor´s hefur kannað stöðuna og mat það svo í síðustu viku að hagræðið verði minna en vonir stóðu til í upp- hafi. Hagræði yrði minnst hjá GM og telur matsfyrirtækið því litlar líkur á samstarfi bílaframleiðend- anna þriggja. 27. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D KIRK KERKORIAN Bandaríski auðkýfing- urinn Kirk Kerkorian átti frumkvæði að samstarfi bílaframleiðandanna GM, Nissan og Renault fyrr í sumar. Viðræður hafa engum árangri skilað og þykir samstarfið ólíklegt. MYND/AFP Bílaforstjórar ræða samstarf í vikunni Viðræður General Motors, Renault og Nissan um samstarf hafa ekki skilað árangri og þykir ólíklegt að af því verði. Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vís- uðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmings- hlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það. Jachnow sagði í samtali við danska dagblaðið Börsen þetta vera vangaveltur hjá blaða- manni norska viðskiptablað- inu Finansavisen. Blaðið sagði í síðustu viku að Wolfgang Mayrhuber, forstjóri Lufthansa, hefði staðfest í samtali við blað- ið að félagið hefði hug á að kaupa allt að helming hlutafjár í SAS. Varð þetta til þess að gengi hluta- bréfa í SAS hækkaði nokkuð á mörkuðum á Norðurlöndunum. Jachnow sagði hins vegar blaðamann Finansavisen fara villu vegar því hann hefði spurt Mayrhuber hvort Lufthansa hefði í hyggju að gera yfir- tökutilboð í SASA en Mayrhuber hefði neitað að tjá sig um málið. Jachnow vildi þrátt fyrir þetta ekki segja til um það við Börsen hvort einhver sann- leikskorn lægju til grundvallar orðróminum eður ei. - jab Lufthansa kaupir ekki í SAS Sænski vöruflutningabílafram- leiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. Kaupvirðið nemur 500 milljónum sænskra króna eða rúmum 4,8 milljörðum íslenskra króna. Volvo á fyrir 13 prósent hluta- fjár í Nissan Diesel Motor en hefur hug á að verja sem nemur 4 milljörðum sænskra króna eða ríflega 38 milljörðum íslenskra króna til að auka hlutinn í 46,5 prósent á næstu átta árum. Volvo er næststærsti framleið- andi á vöruflutningabílum í heim- inum á eftir DaimlerChrysler og var haft eftir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan, að fyrirtækinu hefði litist best á Volvo sem kaup- anda. Með þessu hefur Nissan losað um öll fjárhagstengsl við trukkaframleiðandann. Volvo hefur verið undir þrýst- ingi að hækka arðgreiðslur til hluthafa en stjórn félagsins vill fremur ljúka við yfirtökum sem eru á áætlunum félagsins áður en arðgreiðslur verða hækkaðar. Volvo hóf kaup á bréfum í Nissan Diesel Motor í mars á þessu ári og er stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Með kaupunum er horft til þess að auka markaðs- hlutdeild fyrirtækisins í Asíu. - jab VÖRUFLUTNINGABÍLL FRÁ VOLVO Volvo ætlar að auka við hlut sinn í vöru- flutningabílaframleiðandanum Nissan Diesel Motors og stækka markað sinn í Asíu á næstu árum. Volvo í útrás í Austurlöndum Breski auðkýfingur- inn og orkuboltinn Richard Branson greindi frá því á samráðsfundi Bills Clinton um aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum, sem hald- inn var í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku, að hann ætli að verja jafnvirði 400 millj- arða íslenskra króna á næstu tíu árum í baráttuna við gróð- urhúsaáhrifin. Hugmynd Bransons er að veita öllum hagnaði af ferðaskrifstofu- rekstri sínum, svo sem Virgin Atlantic og lestarfélaginu Virgin Trains, til sjóða sem muni þróa umhverfisvænan vél- og tækjabún- að sem gengur fyrir endurnýtanlegri orku. Branson er þriðji auðkýfingingurinn til að greina frá því að hann ætli að fjármagna „góð“ málefni á borð við þetta en ekki hans fyrsta því hann hefur gefið peninga til menntamála í Afríku. Í júní greindi bandaríski fjármálamógúllinn Warren Buffett frá því að hann ætli að setja jafnvirði 2.600 milljarða íslenskra króna í góðgerðasjóð Bills Gates, stofnanda Microsoft, og eiginkonu hans sem meðal annars fjármagnar þróun bóluefnis gegn alnæmi. Gates greindi svo frá því skömmu síðar að hann hygðist draga sig út úr afskiptum af Microsoft og einbeita sér í framtíðinni að rekstri góð- gerðasjóðsins. - jab RICHARD BRANSON Breski auðkýfingurinn Richard Branson greindi frá því á ráðstefnu Bills Clinton í síðustu viku að hann ætlaði að verja hagnaði af rekstri nokkurra fyr- irtækja í baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum. MARKAÐURINN/AP Branson berst gegn gróðurhúsaáhrifum Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. „Við verðum að ráða að minnsta kosti 10.000 manns til að fylla í stöður,“ sagði hann í sam- tali við sænska viðskiptablaðið Dagens Industri á mánudag. Ikea starfrækir rúmlega 230 verslanir í 33 löndum, þar á meðal eina á Íslandi. Fyrirhugað er að opna 24 nýjar verslanir á næstu 12 mánuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá mun Ikea sömuleiðis vera að horfa til Indlands en ekkert liggur fyrir hvort nokkur verslun verði opnuð þar á næst- unni, að sögn Dahlvigs. Velta Ikea nam 17,3 millj- örðum evra eða jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna á síð- asta rekstrarári sem lauk í enda ágúst en það er þrefalt meiri velta en á síðasta ári. Ikea er 63 ára gamalt fyr- irtæki og enn í einkaeigu. Stofnandi þess, Ingvar Kamprad, er á 81. aldursári og hefur verið á meðal ríkustu manna í heimi um árabil. - jab VIÐ EINA VERSLUN IKEA Í BANDARÍKJUNUM Ikea ætlar að ráða þúsundir starfsmanna vegna opnunar margra verslana um allan heim á næstu árum. MARKAÐURINN/AP Ikea ræður þús- undir starfsmanna Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga. Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. – kraftur til flín! * 13,6% * Nafnávöxtun sl. 6 mánu›i m.v. 31.08.2006 E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 2 9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.