Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { sjávarútvegur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hörður Arnarson, fjármálastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir félag- inu hafa gengið ágætlega það sem af er ári, þrátt fyrir að loðnuvertíð hafi verið rýr. „Hagstæðari króna og góðar markaðsaðstæður hafa hjálp- að mikið til. Verð, bæði á sjó- og landfrystum afurðum, hefur verið mjög gott, auk þess sem verð á lýsi hefur sjaldan eða aldrei verið hærra.“ Meðan gengi krónunnar var hvað hæst í upphafi árs áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki í erfiðleikum. Hörður segir ekki hægt að neita því að gengi krónunnar hafi mikil áhrif á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. „Nánast allar okkar tekjur eru í erlendum gjaldmiðlum svo það kom aðeins við budduna. Krónan hefur mikið að segja, það er alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki verða jafn var við hávaxtastefnu Seðlabank- ans. „Ekki nema kannski tíu prósent af okkar skuldasafni eru í íslensk- um krónum og þau lán eru á verð- tryggðum vöxtum. Síðan þurfum við ekki á yfirdrætti að halda, svo það má kannski frekar segja að við höfum náð að nýta okkur þessa háu vexti til að ávaxta laust fé.“ Hörður segir stefna í ásættanlegt ár hjá Ísfélaginu; framleiðnin verði hugsanlega sú allra besta frá upp- hafi í krónum talið og gengistapið sem varð á fyrstu mánuðum árs hafi gengið talsvert til baka síðsumars. „Ef krónan veikist ekkert sem heitið getur er vel hugsanlegt að við skríð- um í hagnað eftir allt saman. Ann- ars er það framleiðnin sem skiptir mestu máli.“ Um tvö hundruð manns starfa nú árið um kring hjá Ísfélaginu. Hörður segir reksturinn mjög árs- tíðabundinn enda misjöfn nýting á flotanum árið um kring. „Við eigum sjö skip og gerum þau stundum öll út, en stundum ekki nema þrjú. Nú erum við til að mynda einungis með þrjú skip úti. Að meðaltali eru þetta svona tvö hundruð ársstörf.“ Hörður hefur verið hjá Ísfélag- inu í rúm tuttugu ár og hefur séð ýmislegt breytast á þeim tíma. Hann nefnir sérstaklega fjármálaumhverf- ið sem hafi tekið stakkaskiptum í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar. „Fram til ´92, ´93 var þetta bara leiðinlegt. Þvílíkt basl og leið- indi. Síðan hefur þetta orðið mun léttara; afurðaverð verið tiltölulega hátt og fjármálaumhverfið allt létt- ara og þægilegra.“ Hörður játar því að regluverk kringum sjávarútveg- inn sé mun minna en áður og segir nokkra sátt ríkja um þá skipan sem nú er. Kvótakerfið sé hætt að plaga menn. „Við hjá Ísfélaginu erum í það minnsta brattir enda fögnum við hundrað og fimm ára afmæli þann fyrsta desember og erum elsta hlutafélag á landinu.“ Gengi krónu hefur mikil áhrif Ísfélag Vestmannaeyja er elsta hlutafélag landsins og fagnar 105 ára afmæli þann 1. desember. Hörður Arnar- son fjármálastjóri segir nokkuð bjart framundan í sjávar- útvegi. Gengi krónunnar sé hagstæðara en fyrr á árinu og markaðsaðstæður með ágætum. Heimaklettur í Vestmannaeyjum. Hörður Arnarson, fjármálastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir stefna í ágætt ár hjá félaginu. „Ef krónan veikist ekkert sem heitið getur er vel hugs- anlegt að við skríðum í hagnað eftir allt saman.“ Antares VE 18, eitt af skipum Ísfélagsins, kemur af loðnuveiðum. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam fjörutíu milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2006, sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni. Verðmætið hefur aukist um 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Í júnímánuði veiddist fyrir 5,4 milljarða króna. Aflaverðmæti botnfisks var rúmir þrjátíu milljarðar og jókst um átján prósent miðað við sama tímabil í fyrra; þar af var þorskur fyrir rúma fjórtán milljarða. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 16,1 milljarður króna en verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands var 6,4 milljarðar og jókst um tæpan fjórðung milli ára. Aflaverðmæti: Mikil verðmætaaukning Verðmæti þroskaflans var rúmir fjórtán milljarðar króna á fyrri helmingi árs. Stjórn og sigling skipa er sjálfsögð handbók sjómanna og nauðsynleg um borð í hverju íslensku skipi. Bókin er tileinkuð íslenskum sjómönnum og veitir greinargóðar upplýsingar í máli og myndum um alþjóðlegar siglingareglur, vaktreglur og sjómerkjakerfi . Forlagsverð er kr. 4.500 með vsk. Útgáfa og dreifi ng: Siglingastofnun Íslands. Vesturvör 2, 200 Kópavogi Sími: 560 0000 - netfang: sigling@sigling.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.