Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 29
Skörp hækkun | Væntingar um
skráningu Icelandair og viðskipti
stærstu hluthafa FL Group ollu
því að bréf í félaginu höfðu hækk-
að um rúm fjörutíu prósent frá
því um miðjan ágúst.
Samþjöppun skaðar | Forstjóri
Alfesca, Xavier Govare, telur að
samþjöppun laxeldisframleiðenda
hafi haft mikil áhrif til hækkunar
á laxaverði á tiltölulega skömm-
um tíma.
Boða leikfangastríð | Danski
leikfangarisinn BR hyggst opna
Toys‘R‘Us verslun hér á landi á
meðan Leikbær byggir þrjú þús-
und fermetra leikfangaverslun
við Urriðaholt.
Aldrei meiri | Fjárfesting í íbúð-
arhúsnæði nam rúmum 32 millj-
örðum króna á fyrri helmingi árs
sem er tæplega fjórtán prósenta
aukning frá sama tímabili í fyrra.
Í útrás | Nýsköpunarsjóður hefur
keypt fimmtungshlut í hátækni-
fyrirtækinu Marorku og er því
ætlað að styrkja stoðir fyrirtækis-
ins og opna nýja möguleika.
Betri horfur | Í þriðju skýrslu
Merrill Lynch um íslenska banka
og efnahagslíf kveður við heldur
jákvæðari tón en áður og segja
sérfræðingar bankans horfur
þeirra hafa batnað.
Undir áætlunum | Avion skilaði
um tvö hundruð milljóna króna
hagnaði á þriðja ársfjórðungi en
alls nam tap félagsins yfir 4,8
milljörðum á fyrstu níu mánuðum
reikningsársins.
Hætta við | Stjórnendur sænska
lággjaldaflugfélagsins FlyMe
ætla sér ekki að kaupa 51 prósent
hlutafjár í breska leiguflugfélag-
inu Astraeus eins og hafði verið
tilkynnt.
Michael Porter á Íslandi
Fjallar um sam-
keppnishæfni
Íslands 8
Avion Group
Vænt sala á AAT-hlut
gekk ekki eftir
4
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 27. september 2006 – 37. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Samruni ICEX og OMX
Aukin athygli og
fleiri tækifæri
10-11
Þrjú fyrirtæki Kauphallarinnar
rata inn á lista yfir fimm-
tíu stærstu félög innan OMX,
Kaupþing banki í 22. sæti, Glitnir
banki í 47. sæti og Landsbanki
Íslands í 48. sæti.
Svíar eiga langflest fyrirtæki
af fimmtíu
stærstu, eða
25 stykki.
Þar á eftir
koma Finnar
og Danir með
ellefu fyrir-
tæki hvort
land og svo
Íslendingar með sín þrjú.
Þá er ekki langt í að tvö næstu
íslensku fyrirtækin í stærðar-
röðinni á eftir bönkunum, Exista
og Actavis, nái inn á listann.
Markaðsvirði þeirra er nú um 255
og 226 milljarðar króna. Finnska
fyrirtækið Kesko sem er í 50.
sæti á listanum er 279 milljarða
króna virði. Efst á listanum trón-
ir hins vegar Nokia sem er ríf-
lega 5.600 milljarða króna virði.
Sjá úttekt á síðu 10 / - óká
Bankarnir á
lista 50 stærstu
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Icelandic Group hefur í hyggju að skipta félaginu
upp í þrjár einingar og skrá Icelandic USA og
Icelandic Europe sem aðskildar einingar í erlend-
um kauphöllum. Asíuhlutinn, sem áður var hluti af
einingunni í Bandaríkjunum, verður sjálfstæður og
ekki skráður á hlutabréfamarkað. Icelandic Group
er þegar skráð í Kauphöll Íslands og ekkert bendir
til þess að það verði afskráð við breytingarnar.
Íslenskir fjárfestar hafa sýnt Icelandic Group
afar lítinn áhuga og hafa viðskipti með bréf í
félaginu í Kauphöll Íslands verið sáralítil. Áhugi
erlendra fjárfesta mun hins vegar hafa aukist að
undanförnu. Það hefur þó staðið í vegi fyrir fjár-
festingum að þeir sem líta til Evrópu hafa lítinn
áhuga á að fjárfesta í Bandaríkjunum eða Asíu og
öfugt. Með breytingunum mun því meðal annars
verið að bjóða fjárfestum skýrari kost í þeirri von
að áhuginn glæðist.
Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri
Icelandic Europe, mun hafa í undirbúningi að
kaupa hlut þeirra Samherjamanna, Þorsteins Más
Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, í félag-
inu Eldar. Félagið á 84 prósenta hlut í FAB GmbH
sem aftur á 20,22 prósenta hlut í Icelandic Group.
Það kom inn í samstæðu Icelandic Group í lok
síðasta árs þegar hún keypti framleiðslufyrirtæk-
ið Pickenpack – Hussman & Hahn sem þeir voru
meirihlutaeigendur í. Eftir kaup Finnboga á hlut
þeirra Samherjamanna verður hann þriðji stærsti
hluthafinn í Icelandic Group.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í eignarhaldi
og yfirstjórn Icelandic Group að undanförnu og
samkvæmt heimildum Markaðarins sér enn ekki
fyrir endann á þeim.
FRÁ VERKSMIÐJU PICKENPACK, DÓTTURFÉLAGS ICELANDIC
GROUP Finnbogi Baldvinsson hyggst kaupa hlut Samherjamanna í
Icelandic Group og verður þriðji stærsti hluthafinn í félaginu.
Skrá á IG í Evrópu
og Bandaríkjunum
Icelandic Group verður skipt upp í þrjár einingar og tvær þeirra
skráðar í útlöndum. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri
Icelandic Europe, kaupir hlut Samherjamanna í félaginu.
FL Group hefur til skoðunar tvö
tilboð í flugfélagið Icelandair.
Annað tilboðið er frá KB banka
sem vill kaupa félagið í samvinnu
við Ker, félag Ólafs Ólafssonar,
eiganda Samskipa.
Hitt tilboðið er frá Glitni,
en félög sem stóðu saman að
Vátryggingafélagi Íslands áður en
Exista keypti félagið vinna með
Glitni að tilboðinu. Fyrir þeim
hópi fara Finnur Ingólfsson og
Þórólfur Gíslason, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Þessir tveir hópar unnu saman
á sínum tíma að kaupum á hlut
ríkisins í Búnaðarbanka Íslands,
en nú stefnir í samkeppni milli
þeirra um kaup á Icelandair.
Samkvæmt heimildum mark-
aðarins er ánægja með tilboðin
innan FL Group og ljóst að veru-
legur hagnaður mun myndast frá
bókfærðu virði við kaupin. Ekki
fengust uppgefnar fjárhæðir í því
sambandi, en tölur nálægt fjöru-
tíu milljörðum króna þykja ekki
fjarri lagi. FL myndi með sölu
innleysa hagnað upp á um þrjá-
tíu milljarða króna. Samkvæmt
heimildum hljóða tilboðin upp á
greiðslu með peningum, en ekki
með skiptum á hlutabréfum eins
og væntingar hafa verið um á
markaði.
Talið er að með þessu hafi FL
tekið stefnu á að minnka hlut sinn
í flugrekstri, en félagið á Sterling
flugfélagið, auk hlutar í Finnair.
Forsvarsmenn Sterling telja að
félagið muni skila rekstrarhagnaði
í ár, en slíkt þykir ganga krafta-
verki næst miðað við þær vænt-
ingar sem sérfræðingar gerðu sér
þegar félagið var keypt. - hh
Um 40 milljarða tilboð í Icelandair
KB banki og Glitnir vilja kaupa félagið með fjárfesta á sínum snærum. Líklegt
verð er um 40 milljarðar og innleystur hagnaður FL yfir 30 milljarðar.
„Mikilvægt er að stjórnendur FL
Group stundi virka upplýsinga-
gjöf til markaðarins enda er það
forsenda fyrir sanngjarnri verð-
myndum með hlutabréf félags-
ins,“ segir í morgunkorni grein-
ingardeildar Glitnis í gær.
FL Group hafði fyrr um morg-
uninn sent frá sér tilkynningu
til Kauphallar um áhuga fjár-
festa á því að kaupa Icelandair
Group eftir fréttaflutning þar
að lútandi. Greiningardeildin
segir miklar vangaveltur hafa að
undanförnu um söluna og mögu-
legan söluhagnað FL Group og
skýri þær að hluta 53 prósenta
hækkun félagsins á sex vikum.
Greiningardeildin hefur á orði
nýleg kaup innherja á hlutabréf-
um félagsins og segir erfitt er
að greina raunverulegt verðmæti
óskráðra félaga FL Group út frá
opinberum upplýsingum.
Sjá einnig hér til hliðar/- óká
Glitnir kallar
á upplýsingar