Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 2
2 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Kristján, munt þú hætta við að hætta við að hætta? Ég býst við því að mig langi til að halda áfram. Kristján Finnbogason, markvörður KR- inga til margra ára, sagði í Fréttablaðinu í gær að hann væri að hugsa um að hætta við að hætta knattspyrnuiðkun. Konan sem lést í umferðar- slysi á Miklubraut um helgina hét Ragn- heiður Björnsdótt- ir, til heimil- is á Kleppsvegi 126. Ragnheið- ur var á gangi eftir brautinni þegar hún varð fyrir bifreið á austurleið. Talið er að hún hafi látist samstundis. Ragnheiður var fædd 10. júní 1951 og því 55 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig sambýlismann og uppkominn son. Lést í slysi RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR DANMÖRK Nærri fimmtíu þúsund Danir mótmæltu niðurskurði í velferðarkerfinu víða um Dan- mörku í gær. Óánægðir foreldrar, starfsfólk opinberra stofnana og nemendur söfnuðust saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, sem og á aðaltorgum margra ann- arra borga Danmerkur, að því er fram kom á fréttavef Politiken. Fólkið var að mótmæla fyrir- huguðum niðurskurði sveitarfé- laganna, sem bitnar harðast á börnum og gamalmennum. Leikskólakennarar í Árósum hafa verið í verkfalli vegna niður- skurðarins í hátt í þrjár vikur og í dag var flestum grunnskólum Árósa lokað vegna mótmælanna. Í Kaupmannahöfn var 415 af 540 dagheimilum lokað. Niðurskurðurinn var ákveðinn eftir að ljóst varð að sveitarfélög- in mun skorta 932 milljónir danskra króna á næsta ári, sem samsvarar tæpum ellefu millj- örðum íslenskra króna. Meðal annars krefjast Danir þess að ríkisstjórnin noti eitthvað af þeim áætluðu 80 milljörðum danskra króna, sem talið er að verði afgangs í ríkiskassanum á næsta ári, til að leiðrétta stöðuna. Sveitarfélögum Danmerkur fækkar úr 273 í 98 um áramótin. - smk 50.000 Danir ganga gegn ákvörðunum stjórnarinnar: Mótmæla velferðarniðurskurði DANIR MÓTMÆLA Gríðarlegur fjöldi Dana mótmælti aðgerðum ríkisstjórnar- innar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDSPÍTALINN Rúmlega 700 millj- óna króna halli er á rekstri Land- spítala- háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt upp- gjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrar- stöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mán- uði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhag- stæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum árs- ins. Rekstrargjöld umfram rekstr- aráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostn- aður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sér- tekjur 7,5 prósent umfram áætlun. „Rekstraráætlunin hefur ein- faldlega ekki gengið upp,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upp- lýsinga á LSH. „Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtals- verða yfirvinnu af starfsfólki spít- alans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verk- takafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnað- ur á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun.“ Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölg- að, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölg- að um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskrift- arvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þess- um átta mánuðum alls um 4,1 pró- sent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækn- ingum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár. jss@frettabladid.is 707 milljóna halli á rekstri Landspítala Enn eykst rekstrarhalli Landspítala - háskólasjúkrahúss. Eftir fyrstu sex mánuði ársins var hann 4,2 milljónir en er nú 707 milljónir tveimur mánuðum síðar. Þar vega þyngst aukin starfsemi, þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun. VAXANDI REKSTRARHALLI Þrátt fyrir margs konar aðhaldsaðgerðir á Landspítala- háskólasjúkrahúsi á undanförnum árum er rekstrarkostnaðurinn hundruð milljóna umfram áætlun. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir Jesus Sainz, einum fimmmenninganna sem sakaðir eru um að hafa stolið vísindaniðurstöðum og viðskiptaupplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í farbann 29. september. Sainz er fyrrverandi starfs- maður ÍE og er sakaður um að hafa, ásamt fjórum öðrum fyrrum starfsmönnum, afritað mikilvæg gögn af tölvum ÍE fyrir Barnaspítalann í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, þar sem hinir fjórir starfa nú. - sh Mál Íslenskrar erfðagreiningar: Farbann yfir Sainz staðfest LÖGREGLUMÁL Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræð- ings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. „Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum,“ segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektar- dansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulönd- um, að Norðurlöndunum undanskildum. „Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við eiginmenn sem hafa beitt þær ofbeldi en þær höfðu kynnst mönnunum á nektar- dansstað. Fleiri stúlkur sem unnið hafa á svona stöðum hafa komið til mín. Þær hafa komið vegna atriða sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum.“ Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektar- stöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum. jss@frettabladid.is Ein eða fleiri erlendar konur leita sér aðstoðar í viku hverri: Í Alþjóðahús vegna ofbeldis LÖGREGLUMÁL Ísþjófur lét á sér kræla í austurbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Hann braust inn í flutningabíl og hafði með sér á brott nokkurt magn af hinum ýmsu ístegundum. Auk ísþjófsins bíræfna var tilkynnt um tvö önnur innbrot í borginni. Þá setti maður sig í samband við lögreglu þar sem hann fann ekki bílinn sinn. Hann taldi þó ekki að bílnum hefði verið stolið heldur væri hann einfaldlega týndur. Lögregla benti honum á að leita af sér allan grun. - þsj Þrjú innbrot tilkynnt í fyrrinótt: Ísþjófur gengur laus í Reykjavík RÉTTINDI Rhuhel Ahmed og Asif Iqbal, sem sátu í Guantanamo- fangabúðunum á Kúbu í tvö ár, fullyrða að ekki færri en þrír menn hafi verið myrtir þar, þótt bandarísk yfirvöld hafi haldið fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Nær útilokað hafi verið að fremja sjálfsvíg vegna mikillar öryggisgæslu. Þá segjast þeir vita til þess að vörður hafi gengið í skrokk á geðsjúkum manni. Ahmed og Iqbal eru hér á landi í tengslum við sýningu kvikmynd- arinnar Leiðin til Guantanamo, og kom þetta fram í pallborðsum- ræðum um fangabúðirnar í Iðnó í gær. - sh Rhuhel Ahmed og Asif Iqbal: Þremur föngum var ráðinn bani FRJÁLSIR ÚR BÚÐUNUM Ahmed og Iqbal tóku þátt í pallborðsumræðum í Iðnó í gær. SVÍÞJÓÐ Sænski herforinginn Tony Stigsson er ógn við öryggi þjóðar sinnar. Þessu hélt yfirmaður sænskra varnarmála, Håkan Syrén, fram í samtali við blaðamenn sænska blaðsins Dagens Nyheter. Stigsson, sem áður var einn æðsti maður sænska hersins, hneykslaði Svía þegar hann var dæmdur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni í fyrra. Ekki bætti úr skák þegar fram kom að hann hafði notað netið til að óska eftir félögum í hópkynlíf og að við lögreglu- rannsókn á heimili hans fundust 300 leyniskjöl hersins sem og klámmynd sem Stigsson hafði leikið í. Varnarmálaráðuneytið hefur nú hert eftirlit sitt með starfs- fólki til muna. - smk Herforingi í kynlífshneyksli: Talinn ógna öryggi Svía það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissam- böndum. MARGRÉT STEINARSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.