Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 8
8 4. október 2006 MIÐVIKUDAGURVEISTU SVARIÐ?VEISTU SVARIÐ? 1. Hversu marga stöðvaði lögreglan í Reykjavík fyrir of hraðan akstur um síðastliðna helgi? 2. Með hvaða norska knatt- spyrnufélagi hefur Viktor Bjarki Arnarsson æft síðustu daga? 3. Hvað heitir félagið sem á rúmlega 70 prósent í útgáfu- félagi sem stendur að baki blaðinu Ísafold? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV R V 62 17 Höldum óhreinindum á mottunni Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður Á til boð i í ok tóbe r 20 06 Úti- og in nimo ttur af ým sum ger ðum og s tærð um …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 40 42 08 /2 00 6 Verið velkomin á Nesjavelli Orkuveita Reykjavíkur býður gestum og gangandi að heimsækja Nesjavelli, kynna sér orkuverið ásamt því hvernig staðið hefur verið að umhverfismálum og aðgengi fyrir ferðamenn og gesti á Nesjavöllum. Opið á Nesjavöllum í september og október: Mánudaga til laugardaga er opið frá kl. 9:00–17:00. LOKAÐ á sunnudögum. Hvað veistu um jarðvarmavirkjanir? STJÓRNMÁL „Frumvarpið endurspeglar þann mikla óstöðugleika og óöryggi sem er í efnahagslífi þjóðar- innar,“ segir Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, um fjárlagafrumvarpið sem kynnt var á mánudag. Sem dæmi nefnir hann viðskipta- hallann sem hann segir verða 80 milljörðum króna hærri á þessu ári heldur en ráð var fyrir gert. „Þetta sýnir ójafnvægið og 14 prósenta stýrivextir undirstrika það enn frekar. Þetta er stórhættulegt ástand.“ Jón segir ríkissjóð njóta gríðarlegra tekna sökum þessa mikla viðskiptahalla sem fáist með innflutnings- og vörugjöldum, tollum og virðisauka- skatti. „Þetta er eins og heróínhagkerfið sem Andri Snær talar um í Draumalandinu. Aðaltekjulindin er sú sem þú vilt ekki hafa.“ Hann segist jafnframt hafa vonast eftir ríkulegri framlögum til velferðar- mála en ekki orðið að þeirri ósk sinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, horfir líka til teknanna af innflutningnum og segir ekki hægt að treysta á þær sem varanlegar tekjur til að bera uppi rekstur ríkissjóðs. Ekki síst þess vegna gagnrýnir hann skattalækkanir um áramót. „Við viljum efla menntun og fá góða heilbrigðisþjónustu og í það þurfum við fjármuni. Ef menn ætla að halda áfram að lækka skatta þá ætti að gera það til að auka jöfnuð en ekki auka tekjur þeirra sem mest hafa.“ Katrín Júlíusdóttir Samfylkingunni segir ekki komið til móts við þá sem lægri hafi tekjurnar. „Það er í raun ekkert gert til að leiðrétta þá misskiptingu sem orðið hefur í samfélaginu af völdum þessarar ríkisstjórnar.“ Hún gagnrýnir að vaxtabótakerfið sé ekki lagað að þörfum fólks líkt og lofað hafði verið og eins sé ekki tekið á rekstrarvanda ýmissa stofnana - ekki síst framhaldsskólanna. Katrín og Jón kalla aukin framlög til samgöngu- mála ýmist blekkingarleik eða tilbúning. „Þetta er minna en sem nemur niðurskurði í vegamálum á undanförnum árum og því forkastanlegur blekking- arleikur á kosningaári,“ segir Jón. Katrín segir þetta tilbúning, aukningin nú sé vegna svikinna loforða. Raunar nefnir hún frumvarpið í heild „frumvarp svikinna loforða“. bjorn@frettabladid.is Fjárlagafrumvarp svikinna loforða Stjórnarandstaðan segir hagsmuni hinna tekjulægri fyrir borð borna í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Vaxtabótakerfið sé ekki leiðrétt, skattalækkun gagnist tekju- háum mest og aukin framlög til samgöngumála vegi ekki upp fyrri skerðingar. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR JÓN BJARNASON LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítug barnshafandi kona var stöðvuð við reglubundið eftirlit tollvarða aðfaranótt síðastliðins sunnudags með 122 karton af sígarettum í fórum sínum. Sígaretturnar voru faldar í tveimur troðfullum ferðatöskum en mjög óvenjulegt er að gerðar séu tilraunir til að smygla viðlíka magni af þess konar varningi með flugi hingað til lands. Konan, sem var komin sex mánuði á leið, var að koma með flugvél Iceland Express frá Alicante á Spáni þegar hún var stöðvuð. Hún var handtekin eftir að tollverðir fundu sígaretturnar og yfirheyrð morguninn eftir. Henni var sleppt að þeim loknum en málið er áfram í rannsókn hjá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli. Sígaretturnar voru af ýmsum velþekktum tegundum sem allar bjóðast til sölu á Íslandi. Verð á pakka af þannig sígarettum er vanalega í kringum 580 krónur og því ljóst að varningurinn er nokkuð verðmætur, eða rúmlega 700.000 króna virði. Viðurlög við því að flytja vörur til landsins frá útlöndum og tollfrjálsum svæðum með ólöglegum hætti eða án þess að gera tollayfirvöldum grein fyrir þeim eru fjársektir eða fangelsi í allt að tvö ár. - þsj Kona á þrítugsaldri var stöðvuð af tollvörðum með umtalsvert magn af tóbaki: Barnshafandi með 122 karton FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Konan var með mikið magn af sígarettum í tveim troðfullum ferðatöskum. BYGGÐAÞRÓUN Sigríður Finsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og forseti bæjar- stjórnar í Grundarfirði, segir að sú mynd sem dregin hafi verið upp af Vesturlandi í grein Frétta- blaðsins í gær lýsi því ekki sem raunverulega sé að gerast í lands- hlutanum. „Mikill viðsnúningur varð fyrir tíu árum og hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt upp frá því eftir nokkra fækkun,“ segir hún. „Atvinnulíf stendur í miklum blóma eins og sést meðal annars á því að nýverið var tekin í notkun stækkun á álverinu við Grundar- tanga,“ segir hún. „Gífurlegur viðsnúningur hefur orðið eftir að Hvalfjarðar- göngin komu og uppbygging hefur verið í kringum vaxandi sumarbústaðabyggð á svæðinu,“ segir Sigríður. Þá hafi uppgangur Viðskipta- háskólans á Bifröst átt þátt í að breyta ímynd Vesturlands í heild og sveitarfélög á Snæfellsnesi hafi haldið sínu striki án þess að stóla að miklu leyti á sjávarút- veginn. „Kenningarnar sem notaðar eru henta ef til vill ekki nógu vel til þess að varpa ljósi á það sem átt hefur sér stað á Vesturlandi undanfarinn áratug. Til að mynda segir þéttleiki byggðar í Borgar- byggð ekki til um það að þar er að myndast öflugur og vaxandi byggðarkjarni sem er að festa sig í sessi. Þá eru meðalmánaðartekj- ur ekki nógu marktækar fyrir ráðstöfunarfé því á mörgum stöð- um er mikið um einkahlutafélög þar sem fólk greiðir sér laun eftir forskrift skattstjóra og tekur laun út sem fjármagnstekjur,“ bendir hún á. - sda Byggðaþróun á Vesturlandi: Kenningar sem not- aðar eru eiga ekki við SLYS Fernt var flutt á slysadeild á mánudaginn. Fjögurra ára stúlka brenndist á hálsi og herðum á meðan hún var í baði. Hún hafði átt við blöndunartækin án þess að faðir hennar yrði þess var með þessum afleiðingum. Brunasár hennar voru þó minniháttar. Þá féll maður úr bifreið og hlaut skurð á höfuðið við það. Annar datt fram fyrir sig þegar hann var á göngu og meiddist sömuleiðis á höfði. Að endingu datt kona á níræðisaldri fram fyrir sig. Hún kvartaði undan eymslum í öxl og var að sögn lögreglu komið undir læknishendur. - þsj Fjögurra ára stúlka á slysadeild: Brenndist á hálsi og baki SIGRÍÐUR FINSEN Segir að mikil upp- bygging hafi átt sér stað á Vesturlandi undanfarinn áratug. BYGGÐAÞRÓUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.