Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 18

Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 18
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR18 Húsnæðisverð á Vestfjörðum er það lægsta sem þekkist á landinu. Meðalverð á fermetra í landshlut- anum er rúmlega þrefalt lægra en meðaltal á landsvísu og í því sveit- arfélagi þar sem fermetraverðið er lægst, í Vesturbyggð, kostar fermetrinn um 22 þúsund krónur. Það er tífalt lægra en fermetra- verð á Seltjarnarnesi. Ættu að vera fjórtán þúsund Þriðji hver Vestfirðingur hefur flust á brott á síðasta aldarfjórð- ungi og hefur hvergi á landinu fækkað jafnmikið í neinum lands- hluta. Ef Vestfirðingum hefði fjölgað í samræmi við landsmeð- altal væru þeir tvöfalt fleiri nú en þeir eru í raun. Þeir væru um fjór- tán þúsund í stað sjö þúsund og fleiri en á öllu Vesturlandi. Allt að 70 prósent farin Á árunum 1980 til 2005 fækkaði Vestfirðingum um 28 prósent en um sextán prósent á síðasta ára- tug. Til samanburðar hefur Íslend- ingum fjölgað um 31 prósent á síð- asta aldarfjórðungi. Mest hefur fækkunin orðið í Árneshreppi, þar sem sjö af hverjum tíu íbúum hafa flust í burtu á síðasta aldarfjórð- ungi. Minnst hefur fækkað á Tálknafirði, en á móti kemur, að þar er hlutfall útlendinga hæst í landshlutanum, eða einn á móti tíu. Fjöldi útlendinga í landshlut- anum er rétt yfir meðaltali, eða sex prósent. Íbúðaverð rúmur þriðjungur af meðalverði Meðalverð í landshlutanum öllum er rúmar 51 þúsund krónur á fer- metrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrir- vara á að tölurnar eru einfalt með- altal kaupverðs. Eignir eru mis- munandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra. Munur á hæsta og lægsta fer- metraverði í landshlutanum er þrefaldur en hæsta verð er í Ísa- fjarðarbæ, þar sem fermetrinn er á 61 þúsund krónur. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu rúmar þrjár milljónir í Vest- urbyggð en rúmar níu milljónir í Ísafjarðarbæ. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuð- borgarsvæðinu kostar um 29 millj- ónir. Íbúi í Vesturbyggð sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því í mesta lagi keypt bíl- skúr fyrir andvirðið. Fjöldi kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa segir til um hreyfingu á eignum en hæfi- leg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteigna- markað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samningum á hverja þúsund íbúa. Í öllum sveit- arfélögum á Vestfjörðum, að und- anskildum Súðavíkurhreppi, var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu. Tekjur undir landsmeðaltali Meðaltekjur á Vestfjörðum voru fjórtán prósentum undir lands- meðaltali á síðasta ári. Lægstar voru þær í Bæjarhreppi, eða um 183 þúsund á mánuði, sem er næst- um helmingur af meðaltekjum á landinu öllu. Hæstu mánaðartekj- urnar voru í Kaldrananeshreppi, tæp 450 þúsund, sem samsvarar því einum og hálfum mánaðartekj- um í Bæjarhreppi. Atvinnuleysi var yfir meðaltali í sex sveitarfélögum af tíu á Vest- fjörðum, mest í Árneshreppi, þar sem það var rúm átta prósent á síðasta ári. Hvergi lægra húsnæðisverð Flóttinn af landsbyggðinni SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is Þetta er fimmta greinin af átta í greinaflokki Fréttablaðsins um byggðaþróun. Á morgun verður fjallað um Norðurland vestra. MEÐALMÁNAÐARTEKJUR ÁRIÐ 2005 Vestfirðir 281.626 kr. Bolungarvíkurkaupst. 343.005 kr. Ísafjarðarbær 286.819 kr. Reykhólahreppur 225.100 kr. Tálknafjarðarhreppur 243.738 kr. Vesturbyggð 235.976 kr. Súðavíkurhreppur 259.291 kr. Árneshreppur 198.499 kr. Kaldrananeshreppur 447.096 kr. Bæjarhreppur 182.820 kr. Strandabyggð 264.477 kr. Höfuðborgarsvæðið 353.724 kr. Landið allt 326.782 kr. Meðaltekjur á Vesturlandi árið 2005 voru 86% af landsmeðaltali 14% vantar upp á að meðaltekjur á Vesturlandi nái landsmeðaltali eða 45.156 kr. á mánuði Fermetraverð á hús- næði á Vestfjörðum er það lægsta á landinu. Þriðji hver Vestfirðing- ur hefur flutt í burtu á síðasta aldarfjórðungi og hefur hvergi á land- inu orðið meiri fólks- fækkun. KORT BIRT MEÐ LEYFI LANDMÆLINGA ÍSLANDS Bolungarvík VESTFIRÐIR Vestfirðir markast af Gilsfirði til vesturs og Hrútafjarðarbotni til austurs og er um 9.400 ferkílómetrar að stærð, um níu prósent lands- ins. Íbúafjöldi er um 7.500, sem samsvarar tæpum þremur prósentum allra íbúa í landinu. ÍsafjörðurFlateyri Suðureyri Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður KróksfjarðarnesReykhólar Hólmavík Reykjanes Hnífsdalur Drangsnes Brjánslækur Flatey Súðavík Ísafjarðarbær Íbúar: 4.109. Fjöldi á km2: 1,71. Meðal- tekjur: 286.819 kr. Atvinnuleysi: 1,2% Reykhólahreppur Íbúar: 255. Fjöldi á km2: 0,23. Meðal- tekjur: 225.100 kr. Atvinnuleysi: 0,4% Tálknafjarðarhreppur Íbúar: 297. Fjöldi á km2: 1,65. Meðal- tekjur: 243.738 kr. Atvinnuleysi: 1,5% Vesturbyggð Íbúar: 965. Fjöldi á km2: 0,72. Meðal- tekjur: 235.976 kr. Atvinnuleysi: 3,3% Súðavíkurhreppur Íbúar: 235. Fjöldi á km2: 0,31. Meðal- tekjur: 259.291 kr. Atvinnuleysi: 4,3% Árneshreppur Íbúar: 50. Fjöldi á km2: 0,07. Meðal- tekjur: 198.499 kr. Atvinnuleysi: 8,1% Kaldrananeshreppur Íbúar: 112. Fjöldi á km2: 0,24. Meðal- tekjur: 447.096 kr. Atvinnuleysi: 4,3% Bæjarhreppur Íbúar: 105. Fjöldi á km2: 0,21. Meðal- tekjur: 182.820 kr. Atvinnuleysi: 4,7% Strandabyggð Íbúar: 500. Fjöldi á km2: 0,27. Meðal- tekjur: 264.477 kr. Atvinnuleysi: 2,9% Bolungarvíkurkaupstaður Íbúar: 918. Fjöldi á km2: 8,27. Meðal- tekjur: 343.005 kr. Atvinnuleysi: 2% KAUPVERÐ ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS Á VESTFJÖRÐUM ÁRIÐ 2005* 200 175 150 125 100 75 50 25 0 *Meðalverð á fermetra eftir sveitarfélögum þar sem kaup- samningar eru 30 eða fleiri. Bolungarvík Ísafjarðarbær Vesturbyggð Höfuð- borgarsv. Landið allt 161.000 192.671 Vestfirðir 51.411 21.821 41.354 61.206 86% 14% MANNFJÖLDAÞRÓUN Á VESTFJÖRÐUM 1988–2005 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% -25% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 20051988 +32,1% +19,1% -25,3% ■ Höfuðborgarsvæðið ■ Landið allt ■ Vestfirðir Öll nema eitt á úreldingarlista Ef kenningar tveggja bandarískra landfræðinga um framtíðarhorfur sveitarfélaga eru heimfærðar á Vestfirði má setja öll sveitarfélög landshlutans á úreldingarlista, nema eitt*. Viðmiðunarmörk: 1 2 3 4 5 6 Sveitarfélag: Íbúar eru helmingi færri nú en fyrir aldarfjórðungi Íbúum hefur fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug Þéttleiki byggðar er innan við tvo íbúa á km2 Meðalaldur er 38 ár eða hærri Meðalmánaðar- tekjur eru 10% undir lands- meðaltali Fjöldi kaupsamn. vegna íb.húsn. 2005 er undir landsmeðaltali** Bolungarvíkurkaupstaður nei -27% já -15% nei 8,27 nei 35,2 nei +5% nei 46,9 Ísafjarðarbær nei -19% já -11% já 1,71 nei 35,2 já -12% já 31,6 Reykhólahreppur nei -39% já -27% já 0,23 já 40,6 já -31% já - Tálknafjarðarhreppur nei -13% nei -9% já 1,72 nei 33,0 já -25% já 40,4 Vesturbyggð nei -43% já -28% já 0,72 nei 36,8 já -28% já 35,2 Súðavíkurhreppur nei -41% já -17% já 0,31 nei 34,7 já -21% nei 76,6 Árneshreppur já -72% já -43% já 0,07 já 41,6 já -39% já - Kaldrananeshreppur nei -42% já -23% já 0,24 já 38,3 nei +37% já 8,9 Bæjarhreppur nei -43% nei -2% já 0,21 já 40,7 já -44% já 9,5 Strandabyggð nei -29% já -27% já 0,27 nei 35,3 já -19% já 10,0 **Fjöldi kaupsamninga á hverja 1.000 íbúa. Landsmeðaltal er 44,8. Viðmiðunarmörkin sex má sjá í töflunni og hafa þau verið heimfærð upp á íslenskar aðstæður. Samkvæmt þessu eru átta af níu sveitarfélögum Vestfjarða í útrýmingarhættu: Ísafjarðarbær, Reykhólahreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Bæjarhreppur og Strandabyggð. Einungis Bolungarvíkurkaupstaður getur horft til framtíðar með nokkurri bjartsýni. *Kenningar hjónanna Deborah og Frank Popper voru settar fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur til- tekinna sveitarfélaga á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum. Þær fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélag ætti sér ekki viðreisnar von. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.