Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 26
[ ] Sumarferðir bjóða nú þriðja árið í röð upp á skemmtileg lífsstílsnámskeið undir leiðsögn Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur. Þetta árið fara námskeiðin fram í sólinni á Kanaríeyjum. Nú fá Íslendingar tækifæri til að flétta saman uppbyggilegum nám- skeiðum og afslöppun á suðlægum slóðum en Sumarferðir bjóða upp á þrenns konar námskeið á Kanarí- eyjum í vetur. „Þessi námskeið hafa notið mikilla vinsælda enda hefur orðið mikil vakning í þjóð- félaginu að hugsa um líkama og sál,“ segir Bjargey Aðalsteinsdótt- ir íþróttafræðingur, einn af leið- beinendum námskeiðanna. „Þetta eru alls þrjú námskeið; Nýr og betri lífsstíll sem er haldið 17. til 24. október, Nýr og betri dans sem er haldið 24. til 31. október og síðan Ný og betri kona sem fer fram dagana 15. til 21. febrúar.“ Allar ferðirnar miða að því að blanda saman leik og vinnu. „Nýr og betri lífsstíll er námskeið kennt af mér og Sóley Jóhannsdóttur danskennara og er námskeið fyrir konur á aldrinum 25 til 65 ára,“ segir Bjargey. „Námskeiðið er hald- ið á eyjunni Lanzarote og er aðal- markmiðið að hafa fræðandi fyrir- lestra, um streitu, hjartað, næringu og annað, í bland við skemmtilega leikfimi. Námskeiðið hentar öllum og er kjörið fyrir þá sem vilja taka nýja og heilbrigðari stefnu í lífinu. Námskeiðið Nýr og betri dans er fyrir pör og hjón sem vilja styrkja sambandið enn frekar. Á námskeið- inu kenna Jói og Thea úr Dans- smiðjunni dans, ég kenni jóga og slökun og saman vinna pörin að verkefni til að styrkja sambandið og auka rómantíkina. Pörin eru ekki látin standa upp og tala um sín einkamál heldur eru verkefnin unnin í einrúmi.“ Bjargey segir þriðja námskeið- ið, Ný og betri kona, hafa átt hvað mestum vinsældum að gegna. „Þessi námskeið hafa alveg slegið í gegn. Við dveljum á Tenerife í eina viku og tökum Dale Carnegie námskeiðið á þeim tíma. Eftir hádegi er frjáls tími. Konurnar hafa komið heim úr þessari ferð bæði afslappaðar, sjálfsöruggar og auðvitað sólbrúnar,“ segir Bjargey og hlær. Enn eru laus sæti á námskeiðið Nýr og betri lífsstíll, biðlisti er á paranámskeiðið og bókanir eru hafnar á Dale Carnegie námskeið- ið. Þær sem vilja freista gæfunnar geta fylgst með Bjargeyju og Sóleyju í Íslandi í bítið í næstu viku þar sem tvær heppnar konur fá gefins ferð til Kanaríeyja á þetta vinsæla námskeið. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má finna á sumarferdir.is. johannas@frettabladid.is Fræðsla, afslöppun og sólríkar strendur Ætli fólk sér á annað borð að taka þátt í námskeiði þá er ekki úr vegi að gera það með stæl og halda á suðlægar slóðir með glósubók og sólarolíu. Sóley Jóhannsdóttir danskennari og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur leiðbeina á lífstílssnámskeiðum sem haldin verða á Kanaríeyjum á vegum Sumarferða. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Fjölbreyttar gönguferðir í fjalllendi á Spáni eru í boði með íslenskri leiðsögn. Hjónin Ingibjörg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur og Rúnar Karlsson tölvunarfræðingur bjóða upp á leiðsögn í fjallgöngum um fagurt landsvæði fyrir ofan Costa Blanca á Spáni. Þau eru í góðu sambandi við eigendur lítilla fjallahótela og veitingastaða sem þekkt eru fyrir gæði og í litlum þorpum á svæðinu er ýmis þjónusta í boði svo sem pínulítið bankaútibú, matvöruverslun í minni kantinum, barir og veitinga- hús, án þess þó að fórnað sé þeirri fegurð og friðsæld sem einkennir þorpin. Hitastigið að hausti og vetri er svipað og á góðum sumardögum á Íslandi, meðalhiti í febrúar er um 14 gráður og í fjallshlíðunum vex fjölbreyttur gróður. Fólk getur sérpantað gönguferðir fyrir hópa en einn- ig eru þau hjón með ferðir ákveðna daga. Til dæmis eru laus pláss í þriggja skóa ferð dagana 12.-19. október. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á stað- inn en beint flug til Alicante er á vegum margra ferðaskrifstofa. Þau Ingibjörg og Rúnar hafa tekið þátt í rekstri hótels á þessu svæði síðustu ár en hafa nú snúið sér alfarið að gönguferð- unum sem nánari upplýsingar eru um á www.gongufri. com og ganga@gongufri.com Göngur í hálendi Spánar Sumir stígarnir eru sex hundruð ára gamlar þjóðleiðir frá tímum Mára. GB ferðir bjóða gott úrval af skíðaferðum í vetur og glæsi- lega ferð til Aspen um jólin. Þeir sem hafa hug á að komast úr jólastressinu og njóta sín á skíðum á einu besta skíðasvæði veraldar ættu að kynna sér jólaferð GB ferða til Aspen í Colorado. Gist verður í tíu nætur frá 19. til 29. desember á fimm stjörnu hótelinu Aspen Meadows og fá gestir aðgang að heilsulind hótelsins og að sjálfsögðu fylgja skíðapassar með verðinu. Í Aspen er gott snjó- brettasvæði, brekkur sem henta öllum getustigum, sérlega gott færi og auk þess er Aspen ákaf- lega fjölskyldu- og jólavænn stað- ur. Takmarkað sætaframboð er í þessa ferð. Einnig bjóða GB ferðir skíða- mönnum ferðir til St. Moritz í Sviss í febrúar og mars. Upplýs- ingar um báða þessa áfangastaði má finna á gbferdir.is. - jóa Skíðað um jólin St. Moritz í Sviss er glæsilegt skíðasvæði í suðurhluta Alpanna. Árstíðin er runnin upp þegar allra veðra er von. Því er gott að pakka niður húfu, trefli og auka sokkum hvort sem er í langar eða stuttar ferðir. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 MasterCard Mundu ferðaávísunina! ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � ���� ���������� Kúba ������� ���������� ����������� ����������� ����������� ���� ������������������������� ������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� �������������������������������� ���������������������������� ������������� ����������� ������������������������������� ������������������������������������ ������������������������������ ��������� ����������� ��������������������� ����������������� � ��������������� ���� � ����������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.