Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 34

Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 34
MARKAÐURINN Efnahagsmál Viðskiptahallinn mun fara í 18,7 prósent í ár og dragast svo hratt saman á næsta ári. Þá mun hann mælast 11 pró- sent af landsframleiðslu en fjög- ur prósent árið 2008. Lækkun á gengi krónunnar á þessu ári mun hjálpa til við þessa þróun. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins. Merki eru um að tekið sé að draga úr umsvifum á fasteigna- markaði og í vexti einkaneyslu. Því er gert ráð fyrir að hægi á hagvexti og hann verði um 4,2 prósent í lok árs. Á næsta ári er spáð samdrætti í fjárfestingu en minni samdrætti í einkaneyslu. Hagvöxtur á næsta ári mun mæl- ast eitt prósent en 2,6 prósent árið 2008. Gert er ráð fyrir að verðbólgan nú í ár verði 7,3 prósent í lok árs. Mun hún svo svo síga hratt á næsta ári og mælast 4,5 prósent og svo 2,5 prósent árið 2008. Í langtímaspá til ársins 2012 er gert ráð fyrir að hagkerfið leiti jafnvægis og hagvöxtur í lok tímabilsins nemi um þremur pró- sentum, verðbólga rúmum tveim- ur prósentum og viðskiptahalli um tveimur prósentum af lands- framleiðslu. Í spánni er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi stóriðju- framkvæmdum heldur einungis tekið tillit til þess sem búið er að taka ákvörðun um. Aðrir óvissu- þættir í þjóðhagsspánni varða gengi krónunnar og aðstæður í alþjóðlegu efnahagslífi. - hhs 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðurinn seldi hollenska drykkjaframleiðandann Refres- co til FL Group, Vífilfells og stjórnenda fyrr á árinu fyrir fjörutíu milljarða króna. Hlutabréf í 3i hafa hækkað um tæp tíu prósent á árinu og er félagið metið á um 600 millj- arða króna. Fjárfestingasjóðir sem 3i nýta eigin sjóði og lán til að fjármagna yfirtökur í því augnamiði að bæta rekstur hinna yfirteknu félaga. Venjulega líta sjóðir á verkefni sem þessi til fimm ára. - eþa Samdráttur hjá 3i Group Adolf Lundin, einn kunnasti athafnamaður Svíþjóðar, lést um helgina á 74. aldursári. Banamein hans var lungna- bólga. Hann byrjaði með tvær hendur tómar en lætur eftir sig viðskiptaveldi sem metið er á 800 milljarða króna. Adolf hóf störf hjá Royal Dutch Shell eftir verkfræðinám en síðar stofnaði hann fyrirtæki sem hófu að leita að olíu, gasi og jarðmálmum. Talið er að auður hans hafi tífaldast á síðasta ára- tug vegna mikilla hækkana á olíuverði. Meðal helstu eigna Lundin- fjölskyldunnar er stór hlutur í olíuleitarfélaginu Tanganyika þar sem Straumur-Burðarás er einnig meðal stærstu hluthafa. - eþa ADOLF LUNDIN LÁTINN Olía og jarð- málmar lögðu hornstein að við- skiptaveldi Lundin-fjölskyldunnar. Adolf Lundin allur ÞORSTEINN ÞORGEIRS- SON Skrifstofu- stjóri efna- hagsskrifstofu kynnti nýja þjóðhagsspá í gær. Hallinn dregst hratt saman Danski Seðla- bankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hag- kerfinu. „Eftir nokkur sam- dráttarár sýnir færeyska hag- kerfið framfarir. Þetta sést sér- staklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði.“ Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjár- festingu í fasteignum. Þrátt fyrir aukinn innflutn- ing skipa og hækkandi olíuverð var viðskiptajöfnuður jákvæður á síðasta ári. Á síðasta ári nam halli á fjárlögum tveimur pró- sentum af landsframleiðslu en spár Danska Seðlabankans gera ráð fyrir því að ríkisfjármálin verði í jafnvægi árið 2006. - eþa Hagkerfið í Færeyjum vex FRÁ ÞÓRSHÖFN Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Lending hagkerfisins eftir hagvaxtarskeið síðustu þriggja ára verður nokkuð mjúk. Íbúar höfuðborg- arsvæðisins munu þó finna meira fyrir áhrifum samdráttar í landsframleiðslunni en aðrir lands- búar sökum þess að þjónustugeirinn mun finna töluvert fyrir minni neyslu. Því má búast við því að framboð á störfum á höfuðborgarsvæðinu minnki töluvert. Þetta er meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi Greiningardeildar KB banka í gærmorgun þar sem hagspá og sýn deildarinnar á þróun efnahagsmála á næstu misserum voru kynntar. Í spánni er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast verulega saman á næstu tveimur árum. 0,2 prósenta samdráttur verði á landsframleiðslu á næsta ári en hagvöxtur upp á 3,1 prósent árið 2008. Í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar KB banka, kom fram að það sýni sveigjanleika íslenska hagkerfisins, sem hefur vaxið um tuttugu prósent á síðustu þremur árum, að áhrifin verði ekki meiri eftir svo mikinn vöxt. Greiningardeildin spáir því að verðbólga muni verða í kringum átta prósent í ár og ganga svo hratt niður á næsta ári. Lækkandi olíuverð, kólnun á fasteignamarkaði og samdráttur í þjóðarútgjöld- um munu stuðli að þessu, auk þess sem innflutn- ingur á erlendu vinnuafli heldur launaskriði í skefjum. Viðskiptahallinn, sem spáð er að verði um átján prósent af landsframleiðslunni í ár, mun minnka hratt og mælast 8,5 prósent á næsta ári og í kring- um þrjú prósent árið 2008. Mesti óvissuþátturinn í spánni er þróun gengis íslensku krónunnar. Er gert ráð fyrir að hún muni haldast nokkuð sterk næstu mánuði en allar líkur séu á að hún muni taka dýfu innan tólf mánaða. Dýpt hagsveiflunnar muni að verulegu leyti ráðast af gengisþróun krónunnar sem hefur úrslitaáhrif á væntingar, verðbólgu og vaxtaaðhald. RÝNT Í EFNAHAGSHORFURNAR Greiningardeild KB banka kynnti í gær sýn sína á þróun efnahagsmála á næstu misserum. Lendingin verður mismjúk Íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu finna mest fyrir áhrifum samdráttar í hagkerfinu. Í nýrri efnahagsspá KB banka er gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á næsta ári. Verð á eldislaxi hefur lækkað talsvert á Evrópumarkaði frá því í sumar. Síðustu vikurnar hefur verðið lækkað um 26-27 prósent. Fiskifréttir hafa eftir norsku vefsíðunni Kynt.no að verð á eld- islaxi hafi í síðustu viku verið að jafnaði 27,43 norskar krónur á kíló eða um 293,50 íslenskar krónur. Það er 25,5 króna lækkun á milli vikna. Verð á eldislaxinum fór hæst í 44,50 krónur á kíló að meðal- tali um hvítasunnuna síðustu en síðan þá hefur verðið lækkað um 38 prósent. - jab Laxaverðið lækkar Hlutfall útlendinga af heildar- vinnuafli er nú 5,5 prósent og hefur það nær þrefaldast frá árinu 1998. Á morgunverðarfundi KB banka í gær, þar sem sýn bankans á þróun efnahagsmála á næstu misserum var kynnt, kom fram að innflutningur fólks hafi orðið til þess að breyta gríðarlegri aukningu í heildar- eftirspurn í hagkerfinu í hagvöxt sem líklega hefði ella sprungið út mun fyrr með verðbólgu. Þeir stuðli þar að auki að því að verð- bólga muni ganga hratt niður á árinu 2007. Í spá KB banka kemur fram að hætta er nú á að atvinnuleysi aukist töluvert á næstu tveimur árum. Ýmislegt hafi breyst frá síðustu niðursveiflu. Ísland sé nú til að mynda hluti af samevr- ópskum vinnumarkaði og margir erlendir starfsmenn hafi verið hér nógu lengi til að öðlast ýmis félagsleg réttindi. Stöðvun á aðflutningi eða jafnvel fráflutn- ingur fólks muni nú hugsanlega ekki duga til þess að halda aftur af atvinnuleysi líkt og þá. - hhs Halda aftur af verðbólgu � �� �� �� � � �� �� �� �� �� Hlutabréfasjóðir 50% Skuldabréfasjóðir 50% Sparnaður eftir þínum nótum Hefðbundna safnið –19,14% ávöxtun Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.01. 2006 til 01.10. 2006.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.