Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 48

Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 48
MARKAÐURINN 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R S T O G S Í Ð A S T � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Háskólinn í Reykjavík hefur geng- ið til samstarfs við fyrirtækið FranklinCovey NordicApproach og fengið einkaleyfi á að bjóða þjálfun byggða á bókinni „Sjö venjur til árangurs“. Þjálfunin er ætluð einstaklingum, liðsheildum eða fyrirtækjum sem vilja „efla færni í að takast á við verkefni, auka frumkvæði, vinna að per- sónulegri stefnumótun eða hvað annað til að auka árangur sinn“. Hún byggir á hugmyndafræði Stephens Covey sem gaf út bók- ina “7 Habits of Highly Effective People“ árið 1989. Hefur hún síðan verið gefin út í meira en sautján milljónum eintaka á 38 tungumál- um og er af mörgum talin meðal áhrifamestu stjórnunarbóka sam- tímans. FranklinCovey, sem hefur einkaleyfi á þjálfun á aðferðun- um sjö, er skráð í kauphöllinni í New York. Fyrirtækið vinnur meðal annars með níutíu af þeim hundrað fyrirtækjum sem eru á skrá Fortune yfir stærstu fyrir- tæki heims. Það var stofnað árið 1997 eftir samruna ráðgjafafyrir- tækis höfundar bókarinnar, Stephen Covey, og FranklinQuest. Félagið starfar í fimm löndum, í Englandi, Japan, Brasilíu, Kanada og Mexíkó, auk þess sem 39 sér- leyfishafar starfa vítt og breitt um heiminn. Hugmyndafræðin er einföld og byggir á því að með því að til- einka sér sjö venjur í daglegu lífi megi ná hámarksárangri, hvort sem er í vinnunni eða einkalífinu. Guðrún Högnadóttir, þróunar- stjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, og Lilja Dóra Halldórsdóttir, aðjúnkt í viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík, munu leiða þjálfunina en þær hafa báðar kennsluréttindi hjá FranklinCovey NordicApproach. Þær hafa íslenskað aðferðirnar og gefið þeim sjö íslensk orðatiltæki sem eru mest lýsandi fyrir venj- urnar góðu: 1) Taktu af skarið. 2) Í upphafi skal endirinn skoða. 3) Kapp er best með forsjá. 4) Vinnum saman. 5) ... eyrum hlýð- ir, en augum skoðar. Svo nýsist fróðra hver fyrir. 6) Samvirkni til árangurs. 7) Brýndu kutann. HARKAN GENGUR TIL SKAMMS TÍMA Jannick B. Pedersen, forstjóri og stofnandi FranklinCovey NordicApproach sem hefur sérleyfi á aðferðinni fyrir 7 venjur til árangurs í HR Níu af hverjum tíu fyr- irtækjum á Fortune 100 listanum nýta sér hug- myndafræði bókarinnar „7 Habits of Highly Effective People“. Stjórn- endaskóli Háskólans í Reykjavík hefur fengið einkaleyfi á þjálfun sem byggð er á bókinni í sam- starfi við FranklinCovey NordicApproach. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.