Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 61
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 25
MELASKÓLI: FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI SÍNU
Mikið um dýrðir á morgun
RAGNA OG SKÓLINN Melaskóli
fagnar sextíu ára afmæli á
fimmtudaginn með pomp og
prakt. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR
MERKISATBURÐIR
1908 Þórhallur Bjarnarson vígður
biskup á Íslandi. Hann
gegndi embættinu til
dauðadags 1916.
1925 Lesbók Morgunblaðsins
kemur út í fyrsta sinn. Blaðið
hafði þá verið gefið út í tólf
ár.
1931 Fyrsta myndasagan um
leynilögreglumanninn Dick
Tracy er gefin út.
1940 Adolf Hitler og Benito
Mussolini funda í Ölpunum.
Hitler biður um stuðning
Ítala í baráttunni við Breta.
1984 BSRB boðar til víðfrægs
verkfalls.
1990 Þýska þingið kemur saman í
fyrsta sinn eftir sameiningu
Austurs- og Vesturs-
Þýskalands.
1994 Nelson Mandela heimsækir
Bill Clinton Bandaríkjaforseta
í Hvíta húsið.
Sovétmenn skutu Bandaríkjamönnum ref fyrir rass og
gervitunglinu Spútník út í geim á þessum degi fyrir 49 árum.
Bandaríkjamenn áttu bágt með að trúa að Sovétmönnum
hefði tekist að skjóta gervitungli út í geim á undan sér og
óttuðust auk þess að með þessu hefðu Sovétmenn náð forystu
í vígbúnaðarkapphlaupinu. Með geimskotinu náðu Sovétmenn
einnig pólitísku forskoti í að treysta tengsl sín við þróunarlönd
í Afríku og Asíu.
Dwight Eisenhower átti í vök að verjast heima fyrir þar sem
andstæðingar hans í Demókrataflokknum tóku hann á beinið
fyrir að dragast aftur úr kommúnistum í tæknivæðingunni.
Eisenhower brást við með því að hraða geimáætlun Bandaríkj-
anna og hinn 31. janúar árið 1958 var gervitunglinu Explorer
I skotið á loft. Þar með var geimferðakapphlaup stórveldanna
hafið og stóð til ársins 1975.
Sovétmenn skákuðu Bandaríkjamönnum aftur á nýjan leik
árið 1961 þegar Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út
í geim en Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig árið 1969 með því
að lenda fyrstir á tunglinu.
ÞETTA GERÐIST: 4. OKTÓBER 1957
Spútník fer á loft
SHIVA Á FLOT Breskir hindúar ýta
líkneski af gyðjunni Shiva út á fljótið
Thames. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
AFMÆLI
Heiðar Ástvaldsson
danskennari er 70 ára.
Jóhanna Sigurðardóttir
alþingiskona er 64 ára.
Kjartan Gunnarsson,
fráfarandi framkv.stj.
Sjálfstæðisflokksins, er
55 ára.
Atli Rúnar Halldórsson almannateng-
ill er 53 ára.
Ólöf Rún Skúladóttir fréttakona er 45
ára.
Róbert Wessman, for-
stjóri Actavis, er 37 ára.