Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 67
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 31
LEIKLIST
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
SITJI GUÐS ENGLAR
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Guðrún Helgadóttir
Leikgerð: Illugi Jökulsson
Söngtextar: Þórarinn Eldjárn
Leikarar Brynhildur Guðjónsdóttir/
Þórunn Erna Clausen/Baldur Trausti
Hreinsson/Ragnheiður Steindórsdóttir/
Sigurður Skúlason/Darri Ingólfsson/
Hjálmar Hjálmarsson/Kjartan Guð-
jónsson/Kristján Franklín Magnús/Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir/Nanna Kristín
Magnúsdóttir. Tónlist Jóhann G. Jó-
hannsson/Lýsing Hörður Ágústsson/
Búningar Þórunn Elísabet Sveins-
dóttir/ Leikmynd Frosti Friðriksson/
Leikstjóri Sigurður Sigurjónsson.
Barnasýning Þjóðleikhússins að þessu
sinni er unnin upp úr hinum ástsælu
bókum Guðrúnar Helgadóttur um stóru
sjómannsfjölskylduna í Hafnarfirði – sem
er nokkuð víst að flestir þekkja. Þær fjalla
um hvunndaginn í hverfi fjölskyldunnar
sem fer stöðugt vaxandi. En það er ein-
mitt í hvunndeginum sem börnin mæta
stórum örlögum, sjá líf kvikna, standa
andspænis dauðanum, finna til samúðar
með öðrum, sjá ástina blómstra á röng-
um stöðum - en samt heldur lífið áfram;
alltaf dagur eftir þennan dag.
Það er nokkuð djarft að vinna leikgerð
upp úr svo elskuðum bókum. Það hafa
nánast allir lesið þær og þessir nánast
allir eiga sér uppáhaldshluta og -atriði.
Það er því hætt við að menn verði ósáttir
við leikgerðina, finnist vanta hitt og þetta
og öðru ofaukið. Auðvitað vantar sum
af mínum uppáhaldsatriðum, en málið
snýst ekki um það. Það er ekki verið að
endursegja bækurnar þrjár. Aðalatriðið
er að stærstu örlögin eru í leikgerðinni,
karakterar sögunnar ljóslifandi og þráður-
inn heillegur. Hún er því alveg prýðilega
unnin.
Það sem mestu skiptir er hversu vel
hefur tekist með karaktersköpunina – og
þar vega kannski afi og Abba þyngst. Sig-
urður Skúlason var yndislegur í hlutverki
hins orðljóta en kærleiksríka afa sem
segist vera orðinn alger aumingi og ekki
skemmdi Ragnheiður Steindórsdóttir fyrir
í hlutverki ömmunnar sem er alger and-
stæða hans. Ekki kom fram hvor lék Öbbu
á frumsýningu, Tanja Líf Traustadóttir eða
Þorbjörg Erna Mímisdóttir – en þessi litla
títla var alger senuþjófur, svo dásamlega
eðlileg. Heiða, stóra systir, var leikin af
Brynhildi Guðjónsdóttur og þar var helsta
brotalömin. Brynhildur er einfaldlega of
gömul í hlutverkið. Það sést og hún átti
greinilega í basli með að finna karakterinn
sem hæfir aldri Heiðu. Látbragð var eins
og hún væri átta ára og mann eiginlega
sundlaði þegar hún átti orðið kærasta
sem var að fara á sjóinn. Í hlutverkum
ástföngnu foreldranna á heimilinu eru
Þórunn Erna Clausen og Baldur Trausta-
son og skiluðu sínu ágætlega, einkum
því hvað þau eru sterkur grunnur að lífi
þeirra barna sem allt verkið snýst um og
veita þeim mikið öryggi. Önnur hlutverk í
sýningunni eru minni – en unnin af sömu
alúðinni. Það var að mestu leyti gaman
að horfa á leikhópinn vinna.
Leikmyndin er unnin inn í hringsviðið og
snýst fram og til baka. Yfirleitt hefur mér
fundist slíkt klúðurslegt – en í þessari
sýningu gengur það upp. Leikmyndin er
ekki of fyrirferðarmikil; í henni eru margar
ágætar lausnir og vinnur með leikurunum
í stað þess að þvælast fyrir þeim. Búning-
ar eru fallegir og ekki laust við að maður
fylltist fortíðarþrá. Svona voru fötin þegar
ég var lítil þótt það væri áratug og hálfum
betur frá tíma sögunnar. Allir strákar áttu
peysur eins og þær sem Heiða prjónar
á bræður sína. Þá breyttist ekki tískan á
hálfs mánaðar fresti.
Leikstjórinn hefur farið þá leið að laða
fram karakter hvers og eins, hvort sem
er í litlum eða stórum hlutverkum. Það
er enginn í sýningunni bara að fara með
textann sinn og fyrir bragðið er sýningin
bæði lifandi og skemmtileg.
Englar hvunndagsins
Bjarni Bernharður, ljóðskáld og
myndlistarmaður, hefur sent frá
sér ljóðabókina Vélgöltinn þar
sem hann gerir upp við örlagaríka
atburði úr fortíð sinni. Þetta er
tólfta ljóðabók Bjarna sem hefur
verið afkastamikill á síðustu árum.
„Ég hef gefið út eina bók á ári frá
árinu 2002,“ segir Bjarni. „Ég hef
verið að gera líf mitt upp í ljóðum
og sé fram á að sá hringur fari að
lokast,“ segir Bjarni sem telur sig
þó örugglega þurfa tvær bækur til
viðbótar áður en hann lýkur þessu
uppgjöri.
Bjarni hyggst einnig gera lífi
sínu betri skil í skáldævisögu sem
hann segist vera kominn vel á veg
með. „Þetta er skáldsaga sem
byggir á sjálfsævisögulegum
grunni,“ segir Bjarni sem eyðir
drjúgum tíma í skriftir á milli þess
sem hann sinnir myndlistinni.
„Ég er nú svo lánsamur að þetta
hefur ekkert þvælst hvort fyrir
öðru og á meðan ég sinni ritstörf-
um læt ég málverkin eiga sig og
öfugt.“ Bjarni er með málverka-
sýningu í gangi í 12 Tónum þessa
dagana en annars eiga ljóðin hug
hans allan um þessar mundir.
„Ég er alltaf að semja ljóð en
svo er ég líka að ganga frá ljóða-
safni með úrvali úr síðustu tíu
bókum mínum. Elstu ljóðin mín
hafa mörg hver verið illfáanleg
lengi og ég held að helst megi
finna þau í fornbókabúðinni hans
Braga Kristjónssonar.“
Bjarni er vanur því að selja ljóð
sín í Austurstræti og það verður
engin breyting þar á þannig að
fólk getur nálgast Vélgöltinn þar,
auk þess sem bókin verður seld í
bókaverslunum. - þþ
Fortíðin gerð upp í ljóðum
BJARNI BERNHARÐUR Yrkir og málar
á víxl. Hann var að senda frá sér sína
tólftu ljóðabók og vinnur jafnframt að
skáldævisögu sinni.
Fagnefnd Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar hefur
úthlutað styrkjum í síðari styrkja-
lotu ársins. CIA.IS styrkir íslenska
myndlistarmenn til starfa og sýn-
ingarhalds erlendis en á árinu
hafa slíkir styrkir hlotnast fjöru-
tíu listamönnum.
Í fagnefnd Kynningarmiðstöðv-
arinnar sitja Dr. Christian Schoen,
forstöðumaður Kynningarmið-
stöðvarinnar og formaður nefnd-
arinnar, Helgi Þorgils Friðjóns-
son, myndlistarmaður og fulltrúi
SÍM, og Hafþór Yngvason, for-
stöðumaður Listasafns Reykjavík-
ur. Gestir nefndarinnar að þessu
sinni voru listfræðingarnir Lauf-
ey Helgadóttir og Jón Proppé.
Miðstöðinni bárust 24 umsóknir
að þessu sinni og voru 7 styrkir
veittir í 3 flokkum.
Ferða- og dvalarstyrk að upp-
hæð 200.000 hlaut Ólafur Árni
Ólafsson vegna dvalar í vinnustof-
unum Kuenstlerhaus Bethanien, í
Berlín í Þýskalandi. Ólafi Árna
hefur verið boðin dvöl í Kuenst-
lerhaus Bethanien, einni af
stærstu og virtustu alþjóðlegu
vinnustofum sinnar tegundar í
Evrópu. Ólafur Árni er búsettur í
Amsterdam ásamt konu sinni
Libiu Peres de Siles de Castro, en
þau hafa starfað saman í myndlist
síðastliðin tíu ár.
Útgáfustyrk að upphæð 200.000
kr. hlutu annars vegar ljósmynd-
arinn Spessi vegna útgáfu ljós-
myndabókarinnar „Locations“,
Spessi hefur tekið myndirnar í
bókina víða á Íslandi þar sem
manngert umhverfi blandast nátt-
úrunni. Spessi starfar sem ljós-
myndari og myndlistarmaður hér
á landi og erlendis. Hins vegar
Sequences-hátíðin vegna útgáfu
DVD með skrásetningum frá við-
burðum hátíðarinnar. Sequences-
hátíðin er alþjóðleg myndlistarhá-
tíð með áherslu á tímatengda
miðla sem haldin verður í Reykja-
vík 13.-28. október næstkomandi.
Eftir hátíðina er ætlunin að gefa
út DVD disk með upplýsingum um
hátíðina til dreifingar erlendis.
Verkefnastyrki að upphæð
200.000 hlutu Finnbogi Pétursson
og Rúrí. Finnbogi hlaut þau vegna
hljóðinnsetningar í Land Founda-
tion í Chiang Mai í Taílandi. Finn-
bogi mun gera hljóð-innsetningu,
taka þátt í verkefnavinnu og halda
fyrirlestra í listaháskólanum í
Chiang Mai í Taílandi og Rúrí
vegna þátttöku í Paris Photo 2006
þar sem hún verður í nóvember-
mánuði.
Verkefnastyrki að upphæð
100.000 hlutu Steingrímur Eyfjörð
vegna þátttöku sinnar í „Dream-
lands Burn“, norrænni nútíma-
listasýningu í Kunsthalle Buda-
pest í Ungverjalandi og Kling &
bang gallerí sem fær styrk vegna
þátttöku í Art Brussels Contemp-
orary listamessunni, þar sem
kynntir verða ungir upprennandi
listamenn.
Önnur úthlutun CIA
ÓLAFUR ÁRNI ÓLAFSSON MYNDLISTAR-
MAÐUR Fær styrk til vinnustofudvalar í
Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FINNBOGI PÉTURSSON Hlýtur verkefna-
styrk vegna sýningar í Thaílandi.
Sýningin „Ef þú giftist“, um brúð-
kaup og brúðkaupssiði, sem nú
stendur yfir í Minjasafni Akureyr-
ar, hefur verið framlengd til 19.
nóvember vegna góðrar aðsóknar.
Efni sýningarinnar byggir á
brúðkaupssýningunni „Í eina
sæng, íslenskir brúðkaupssiðir“,
sem sett var upp í Bogasal Þjóð-
minjasafns Íslands árið 2004. Fjall-
að er um trúlofunar- og brúðkaups-
siði fyrr og nú, veislur, gjafir og
klæðnað, og ungbarnaumönnun.
Auk þess spannar hún þróun
klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá
því á seinni hluta 19. aldar fram til
dagsins í dag. Sýningin er sam-
vinnuverkefni Minjasafnsins á
Akureyri og Þjóðminjasafns
Íslands. Önnur söfn, fjölmargir
einstaklingar og starfandi ljós-
myndarar á Akureyri hafa einnig
lagt hönd á plóginn til að skapa
þessa skemmtilegu og fræðandi
sýningu, til dæmis með því að lána
þangað muni og myndir.
Safnið verður opið allar helgar
frá 14-16 fram til 19. nóvember og
eftir samkomulagi. Við sýningar-
lok verður dregið úr veglegum
vinningum sem fjöldamörg fyrir-
tæki hafa látið safninu í té vegna
lukkupottsins „Heppin/n í ástum“.
Í honum eru nöfn þeirra sem leigt
hafa Minjasafnskirkjuna og Lauf-
áskirkju til athafna árið 2006.
Minjasafn Akureyrar er stað-
sett við Aðalstræti 58 en nánari
upplýsingar um sýninguna má
finna á www.akmus.is.
Ævarandi rómantík
BRÚÐHJÓNIN GUÐRÚN RAGNARS OG
GEIR BORG GANGA Í ÞAÐ HEILAGA
Í Minjasafni Akureyrar má kynnast brúð-
arsiðum fyrr og nú en sýningin „Ef þú
giftist“ hefur nú verið framlengd.
MYND/HALLGRÍMUR EINARSSON