Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 69
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 33
Kvikmyndagerðamaðurinn
Ari Alexander Ergis sýnir
stuttmyndina sína Arab-
ískar nætur á undan mynd
Michaels Winterbottom,
The Road to Guantanmo,
laugardaginn 7. október
klukkan tíu á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík.
Mynd Ara er nokkuð sláandi en í
forgrunni er aflífun Jacks Kensl-
ey, bandarísks hermanns sem tek-
inn var til fanga og afhausaður í
beinni útsendingu á veraldarvefn-
um. Íraksstríðið hefur verið gagn-
rýnt töluvert að undanförnu en
Ari segist ekki vera að taka
afstöðu til þess með myndinni.
„Ég finn jafnmikið til með Banda-
ríkjamönnum, Írökum og svo
þeim sem telja á sig ráðist. Arab-
ískar nætur er kannski ekki beint
gagnrýni á Íraksstríðið sem slíkt
heldur á stríðsrekstur í heild
sinni, samanber stríðið í Tsje-
tsjeníu þar sem Rússar fara
offari. Sagan endurtekur sig ein-
faldlega aftur og aftur,“ segir
Ari.
„Ég notast við klippur af net-
inu, svokallað snuff dót og blanda
því saman við fréttamyndir,“
útskýrir Ari sem segist vera undir
miklum áhrifum frá Tag der Frei-
heit, mynd eftir Leni Riefenstahl
sem gerð var eftir hina umdeildu
kvikmynd, Sigur viljans. „Nasist-
um fannst þýska vélin ekki vera
sýnd nægilega mikið í Sigri vilj-
ans og fannst því tilvalið að sýna
styrk þýska stálsins enn frekar,“
segir Ari og bætir því jafnframt
við að áhrifa Chaplins gæti einnig
enda hafi hann gert The Great
Dictator þar sem óspart hafi verið
gert grín að áróðursaðferðum
þriðja ríkisins. „Við sjáum þessa
sömu hluti gerast hjá Bandaríkj-
unum þar sem stórar og flottar
þyrlur og flugvélar eru sýndar í
fullri „action“.“
Ari segist hafa fylgst vel með
gangi mála í Írak. „Myndin var
frumsýnd á sunnudaginn og við
vorum tilbúnir með hana á laugar-
deginum.
Þetta er afrakstur margra mán-
aða vinnu og á Arnar Ívarsson
sem sér um tölvugrafíkina alveg
sérstakt hrós skilið sem og Þór
Eldon en hann semur tónlistina,“
útskýrir Ari sem fannst tímasetn-
ingin á sýningu myndarinnar eiga
sérstaklega við nú þegar kvik-
myndin um fangabúðirnar á Kúbu
rataði á Alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðina í Reykjavík. „Kvikmynda-
hátíðin á mikið hrós skilið fyrir að
sýna þær myndir sem eflaust
aldrei hefðu komið í bíó og gest-
irnir tveir á mánudagskvöldið,
þeir Rhuhel Ahmed og Asif Iqbal,
höfðu mikil áhrif á mig sem og
aðra sem þarna voru staddir,“
segir Ari. freyrgigja@frettabladid.is
Afhausun í beinni í stuttmynd Ara
EKKI BEINT GEGN ÍRAK Mynd Ara Alexanders, Arabískar nætur, er nokkuð sláandi en
leikstjórinn segir hana ekki beint gegn Íraksstríðinu sem slíku heldur stríðsrekstri í
heild sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
OFBELDI OG DAUÐI Íraksstríðið hefur verið blóðugt og sársaukafullt en þegar hafa
fimmtíu þúsund manns látist af völdum þess síðan innrásin hófst í mars 2003.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Leikkonan ást-
sæla Kate Wins-
let hefur ákveðið
að taka sér hlé
frá kvikmyndum
í bili til að sinna
móðurhlutverk-
inu. Winslet er
gift leikstjóran-
um Sam Mendes
og eiga þau
saman einn son
en Winslet á
einnig eina dótt-
ur úr fyrra
hjónabandi.
Winslet tók þessa ákvörðun eftir
að hafa verið við tökur á kvik-
myndinni Little Children þar sem
hún var í hlutverki móður sem
á í erfiðleikum með börn sín. „Ég
áttaði mig á því við tökurnar
hversu mikilvægt það er að sam-
band foreldra og barna sé í lagi og
nú ætla ég að einbeita mér að því
með börnunum mínum,“ segir hin
breska leikkona Kate Winslet.
Tekur sér frí
KATE WINSLET
Ætlar að taka sér
hlé frá kvikmynd-
um til að einbeita
sér að barnaupp-
eldinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
Leikarinn George
Clooney vill gera
slúðurblaðamenn
og ljósmyndara
ringlaða. Hann
segist vilja fara á
stefnumót með
karlmanni, helst
leikaranum Leon-
ardo DiCaprio til
að koma í veg
fyrir að slúðurblöðin fái að vita
hvern hann sé í raun og veru að
hitta. Þetta segir hann í viðtali við
bandaríska tímaritið Vanity Fair.
George Clooney er mjög þekkt-
ur hjartaknúsari og verið kenndur
við margar frægar leikkonur í
gegnum tíðina en er á lausu þessa
stundina.
Gabbar blöðin
GEORGE CLOONEY
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Regina Spektor er fædd í Moskvu
en flutti til Bronx-hverfisins í New
York með fjölskyldu sinni þegar
hún var átta ára. Hún hefur verið
áberandi í jaðarþjóðlagasenu New
York-borgar undanfarin ár. Begin
to Hope er hennar fjórða plata, en
sú fyrsta sem hún gerir fyrir stórt
plötufyrirtæki. Hinar þrjár fyrstu
11-11 (2001), Songs (2002) og Sovi-
et Kitch (2004) gaf hún út sjálf.
Hún vakti nokkra athygli þegar
hún söng lagið Modern Girls and
Old-Fashioned Men með The
Strokes, en hún hefur spilað mikið
með þeim á tónleikum.
Regina er klassískt menntaður
píanóleikari. Tónlistin hennar er í
grunninn sérviskulegt píanópopp
með persónulegum og skrautleg-
um textum og minnir oft svolítið á
Tori Amos eða Fionu Apple. Það
má segja að henni hafi vaxið
ásmegin með hverri plötu. Í byrj-
un var hún fyrst og fremst efni-
leg, en með Begin to Hope hefur
hún náð að gera plötu sem er létt-
leikandi og auðmelt, en líka áhuga-
verð. Útsetningarnar eru oft
skemmtilegar og lagasmíðarnar
eru flottar. Það eru nokkur lög á
plötunni sem gætu vel náð vin-
sældum, þ.á m. Fidelity, Samson,
Hotel Song og On the Radio sem
hefur heyrst töluvert á íslenskum
útvarpsstöðvum að undanförnu.
Regina hefur flotta rödd sem
minnir mann stundum á Emilíönu
Torrini, en hún beitir henni oft
grallaralega. Textarnir eru
skemmtilegir og eiga stóran þátt í
því að skapa Reginu þá sérstöðu
sem hún hefur.
Á heildina litið er hér á ferðinni
litrík og skemmtileg plata frá tón-
listarkonu sem maður verður að
reikna með í framtíðinni.
Trausti Júlíusson
Litrík og skemmtileg
REGINA SPEKTOR
BEGIN TO HOPE
Niðurstaða: Með Begin to Hope hefur
Reginu Spektor tekist að búa til plötu sem er
poppuð og léttleikandi, en líka sérviskuleg og
áhugaverð.
Lindsay Lohan skellti sér á stefnu-
mót með Keanu Reeves í vikunni.
Leikkonan unga og hjartaknúsar-
inn Keanu sáust yfirgefa Teddy‘s
Lounge í Los Angeles um helgina
og þótti viðstöddum sem afar vel
færi á með þeim. Lindsay er
nýhætt með kærastanum Harry
Morton og segja illa tungur að
stefnumótið með Keanu hafi bara
verið til að gera hann afbrýðis-
saman.
Á deit með Keanu
LINDSAY Hefnir sín á kærastanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES