Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 78
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR42 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 93 ökumenn. 2 Lilleström. 3 Hjálmur. LÁRÉTT 2 skvetta 6 holskrúfa 8 neðan 9 veitt eftir- för 11 guð 12 fugl 14 góð lykt 16 karlkyn 17 arinn 18 for 20 frá 21 fimur. LÓÐRÉTT 1 á kökur 3 tveir eins 4 úða 5 herma 7 hrekkur 10 að 13 skilaboð 15 skott 16 kóf 19 slá. LAUSN LÁRÉTT: 2 gusa, 6 ró, 8 upp, 9 elt, 11 ra, 12 meisa, 14 ilmur, 16 kk, 17 stó, 18 aur, 20 af, 21 frár. LÓÐRÉTT: 1 krem, 3 uu, 4 sprauta, 5 apa, 7 óleikur, 10 til, 13 sms, 15 rófa, 16 kaf, 19 rá. Gerður Kristný rithöfundur stóð í stórræðum í sumar og skóp hvorki meira né minna en nýtt löggjafarþing. „Alþingi hafði samband við mig og bað mig um að skrifa handrit að skólaþingi fyrir nemendur í 9. og 10. bekk, sem fer vonandi í gang næsta haust,“ segir Gerður. Þingið er að norrænni fyrir- mynd og er skipulagt þannig að unglingarnir mæta í húsnæði sem er eftirlíking af Alþingi og bregða sér í hlutverk þingmanna. „Ég hafði þann starfa að semja drög að fjórum uppistöðuflokk- um, 56 þingmönnum og frum- vörpum sem þeir bítast um. Ég vann með nefnd á vegum Alþing- is og við gættum þess að frum- vörpin væru tímalaus en jafn- framt áhugaverð og hefðu erindi, ekki mál sem verða útjöskuð strax.“ Skemmtilegast fannst Gerði hins vegar að semja bréf, blogg- síður, tölvupósta og símtöl þing- manna sem og lobbíastanna og almennings sem vill hafa áhrif á störf þingsins. „Það var sér í lagi skemmtilegt að bregða sér í hlut- verk kverúlanta sem vilja her- skyldu á Íslandi svo að þjóðin geti gengið í takt á 17. júní.“ Hún segir þessa reynslu hafa verið alla hina lærdómsríkasta og rökrétt að nýta hana enn betur. „Nú langar mig að stofna minn eigin stjórnmálaflokk og hafa í kringum mig her kverúl- anta,“ segir Gerður Kristný, sem sendir brátt frá sér barnabókina Land hinna týndu sokka. Vill stofna eigin stjórnmálaflokk GERÐUR KRISTNÝ Samdi skólaþing fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR BOGI Inga Lind Karlsdóttir, sem verið hefur ein aðalsprautan í dægur- málaþættinum Ísland í dag, hefur ákveðið að segja skilið við þáttinn og Stöð 2. Inga sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri ekki að fara í neinu fússi en viðurkenndi að breytingar innan fyrirtækisins hefðu sitthvað með það að segja en eins og kunnugt er var fréttastöðinni NFS lokað fyrir skemmstu með miklum breytingum. „Eitt og annað hefur breyst að undan- förnu sem hefur orðið til þess að ég hef ákveðið að segja mig frá þessu verkefni,“ sagði sjón- varpskonan. Inga Lind sagðist ekki vera á förum samstundis, hún væri enn með nokkur mál ókláruð. „Ég læt mig ekki bara hverfa á stund- inni,“ sagði Inga en vildi ógjarn- an gefa upp hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur. „Það eru nokkur mál sem ég ætla að skoða í rólegheitunum,“ útskýrði Inga og sagðist ekki vera komin með nóg af sjónvarpsmennsku. „Það eru hins vegar ákveðin tímamót í mínu lífi. Ég hef verið að taka viðtöl í sjónvarpi og stýra sjón- varpsþáttum í fjögur ár og fannst bara tímabært að breyta um umhverfi.“ - fgg Hef ekki sagt mitt síðasta í sjónvarpi INGA LIND Stendur á tímamótum og er hætt á Stöð 2 eftir fjögurra ára starf. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ALÞINGISMENNIRNIR: TAKA Á ÞVÍ Í RÆKTINNI Fjölmargir í kosningaátaki ... fær Unnur Linda Konráðs- dóttir fyrir að taka slaginn, í bókstaflegum skilningi, og fara til Taílands til að nema bardagaíþróttina Muay thai. Fréttamaðurinn Páll Benediktsson gekk í hjónaband um síðustu helgi. Páll gekk að eiga unnustu sína, Birnu Björg Berndsen, við látlausa athöfn í heimahúsi. Til að fagna þessum stóráfanga í lífi sínu dveljast hjónakornin nú á sólarströnd en Páll er væntanlegur á skjáinn aftur innan tíðar. Leikkonurnar í kvenfélaginu Garpi eru með eindæmum frjósamar um þessar mundir. Þær María Heba Þorkelsdóttir og Esther Talía Casey eiga báðar von á stúlkum, Esther síðar í mánuðinum en María í desember. Af þessum sökum verður leikritið Gunnlaðarsaga einungis sýnt út október í Hafnarfjarðarleikhúsinu og því fækkar tækifærum fyrir áhugasama til að sjá þessa áhugaverðu sýningu. Frjósemin kemur þó ekki í veg fyrir að kvenfélagskonurnar kynnu að vera á leið með verkið út fyrir landsteinana. Að minnsta kosti heyrist því hvíslað að breskur leikhússtjóri sé á leið hingað til landsins til að sjá sýninguna og kvenfélagskonur neita því ekki að þær hafi verið í sambandi við erlend leikhús um möguleika á utanför á næsta ári. Einhverjum matargestum á Thorvaldsen Bar svelgdist á um helgina þegar vægast sagt opinská kynlífsatriði bar fyrir augu þeirra á sjónvarpsskjám staðarins. Ekki var þó um það að ræða að klámmynd hefði fyrir mistök verið sett af stað í sjónvarpskerfi veitingastaðarins heldur var um innslag um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík að ræða en meistaranemar í blaða- og fréttamennsku við HÍ og kvikmyndanemar í Borgarholtsskóla útbúa í sameiningu dagleg innslög frá hátíðinni. Innslögin eru svo sýnd á vef hátíðarinnar www.riff.is og í upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Thorvaldsen. Innslagið sem sjokkeraði siðprúða gesti staðarins fjallaði um hina mjög svo opinskáu kynlífsmynd Shortbus og var því eðli málsins samkvæmt í grófari kantinum. Sýning innslagsins var stöðvuð snarlega á Thorvaldsen en forvitnir geta enn skoðað það á vefnum. Þá má geta þess að myndin Shortbus verður sýnd í Tjarnarbíó á föstudaginn. - hdm/þþ FRÉTTIR AF FÓLKI Í hönd fer kosningavetur hjá alþingismönnum, þingkosningar verða í maí og má reikna með hat- rammri baráttu milli flokka sem og flokksmanna enda prófkjör á næsta leiti. Þingmenn mega ekki vera gráir og guggnir í augum kjósenda og samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins eru þingmenn- irnir því margir hverjir orðnir fastagestir á líkamsræktar- stöðvunum. Að sögn Björn Leifssonar, eiganda Lauga, hafa þing- menn lengi verið fastagest- ir hjá honum en Björn gladdist yfir þeim fregn- um ef þingmenn ætluðu að taka líkamsræktina enn fastari tökum. Hann sagði enda líkamsræktina prýð- isgóðan stað fyrir þing- menn. „Hérna geta þeir jú lyft lóðum, hlaupið og rætt málin við kjósendur sína,“ sagði Björn sem taldi það mjög gott fyrir þingmenn að slíta daginn í sundur með hvers kyns hreyfingu. „Þeir geta þá afstress- ast á miðjum degi,“ útskýrir hann en sagði að sömu æfingar giltu um þá og aðra. „Þeir eru jú gerðir úr sama efnivið.“ Að sögn Gunnars Steins Páls- sonar almannatengils er ekki nauðsynlegt fyrir þingmenn að fara í líkamsrækt upp á atkvæða- fjöldann. „En það skemmir ábyggilega ekki fyrir,“ segir hann. „Stundum getur það eflaust hjálpað til en þetta gildir auðvitað ekki bara fyrir þingmenn heldur alla,“ segir Gunnar Steinn. Hvort líkams- ræktarstöðvarnar væru góður fundarstaður við kjósendur sagði Gunnar Steinn að þetta væri ábyggilega ekki fljótlegasta leið- in til að nálgast þá. „Og örugglega ekki sú auðveldasta,“ sagði hann og hló. Bætti því síðan við að hann hefði aldrei í sínu starfi sem ráðgjafi prófkjörsskjól- stæðinga sinna mælt sérstak- lega með lík- amsrækt eða gert hana að einhverju úrslitaatkvæði. „Auðvitað skipt- ir útlitið í heild sinni miklu máli og líkamsræktin er hverjum manni holl í þeim efnum.“ freyrgigja@fretta- bladid.is ÞORGERÐUR KATRÍN Stundar líkamsrækt af miklum þrótti og mætir snemma á morgnana. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Tekur vel á því í Laugum. GEIR HAARDE Þykir taka sig vel út í líkamsræktinni. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hefur verið fastagestur í Laugum um nokkurt skeið og herma heimildir blaðsins að kappinn sé jafnframt farinn að hljóla. BJÖRN LEIFSSON Ánægður að sjá þingmennina púla í líkamsræktinni. GUNNAR STEINN Sagði hverjum manni hollt að hreyfa sig, ekki bara þingmönnum. Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku *G al lu p O kt ó b er 2 00 5 Mest lesna tímaritið *

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.