Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 22

Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 22
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR22 Meðaltekjur á Norðurlandi vestra eru lægri en nokkurs staðar ann- ars staðar á landinu. Meðaltekjur í landshlutanum eru 250 þúsund krónur á mánuði, en það er fjórð- ungi undir landsmeðaltali. Lægstu tekjur landshlutans og jafnframt landsins alls eru í Skagabyggð. Meðaltekjur í sveit- arfélaginu eru vel ríflega helm- ingi lægri en meðaltekjur á land- inu, eða 133 þúsund krónur á mánuði, miðað við 327 þúsund á landinu öllu. Meðaltekjur í Skaga- byggð eru jafnframt lægstu með- altekjur af öllum sveitarfélögum í landinu. Fjögurra mánuða með- altekjur í Skagabyggð samsvara einum mánaðartekjum á Seltjarn- arnesi, þar sem meðaltekjur eru hæstar á landinu, 535 þúsund krónur. Hæstu meðaltekjur á Norður- landi vestra eru í Höfðahreppi, en þær eru samt sem áður tíu pró- sentum undir landsmeðaltali. Fermetraverð eingöngu lægra á Vestfjörðum Íbúðaverð á Norðurlandi vestra er næstlægst af öllum landshlutum, eða 69 þúsund krónur fermetrinn að meðaltali, ef miðað er við kaup- verð íbúðahúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjá- tíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra. Einungis á Vestfjörðum var húsnæðisverð lægra. 150 fermetra íbúðarhúsnæði á Norðurlandi vestra kostar sam- kvæmt þessu rúmar tíu milljónir. Fermetraverð í Sveitarfélaginu Skagafirði er eilítið hærra; rúmar 80 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúð þar kostar því um tólf milljónir. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuð- borgarsvæðinu kostar um 29 millj- ónir. Íbúi á Norðurlandi vestra, utan Skagafjarðar, sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt 54 fermetra íbúð fyrir andvirðið. Fjöldi kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa segir til um hreyfingu á eignum en hæfi- leg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteigna- markað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samningum á hverja þúsund íbúa. Í öllum sveit- arfélögum á Norðurlandi vestra var óeðlilega lítil hreyfing á eign- um og lítið um kaup og sölu. Í helmingi sveitarfélaganna voru tveir eða færri kaupsamningar gerðir á síðasta ári. Allt að tveir fimmtu farnir Íbúum á Norðurlandi vestra hefur fækkað um 13 prósent á síðasta aldarfjórðungi. Í einungis einum öðrum landshluta hefur fólks- fækkunin verið meiri, það er á Vestfjörðum. Mest hefur fækkað í Skaga- byggð, þar sem tveir af hverjum fimm hafa flust á brott á tímabil- inu, og litlu færri í Húnavatns- hreppi og Akrahreppi. Fjórði hver íbúi hefur flutt úr Húnaþingi vestra á sama tímabili. Raunfækkunin á Norðurlandi vestra er þó mun meiri ef miðað er við meðalfjölgun á landsvísu, sem er 31 prósent. Ef íbúum í landshlutanum hefði fjölgað í sam- ræmi við landsmeðaltal ættu þeir að vera þriðjungi fleiri en þeir eru nú, tæplega tíu þúsund í stað um 7.500. Ef eingöngu er horft til síðasta áratugar kemur í ljós að einn af hverjum tíu íbúum á Norðurlandi vestra hefur flust á brott að með- altali. Í Blönduósbæ og Höfða- hreppi er hlutfallið hæst, þar sem fimmti hver íbúi er farinn. MEÐALMÁNAÐARTEKJUR ÁRIÐ 2005 Norðurland vestra 250.393 kr. Sveitarf. Skagafjörður 255.655 kr. Húnaþing vestra 223.394 kr. Blönduósbær 256.157 kr. Höfðahreppur 294.403 kr. Skagabyggð 133.236 kr. Húnavatnshreppur 194.187 kr. Akrahreppur 188.818 kr. Höfuðborgarsvæðið 353.724 kr. Landið allt 326.782 kr. Meðaltekjur á Norðurlandi vestra eru fjórðungi undir landsmeðaltali. Hvergi á landinu eru lægri tekjur að meðaltali. Íbúðaverð er lægra í aðeins einum landshluta. Öll sveitarfélögin á úreldingarlista Ef kenningar tveggja bandarískra landfræðinga um framtíðarhorfur sveitarfélaga eru heimfærðar á Norðurland vestra má setja öll sveitarfélög landshlutans á úreldingarlista.* Viðmiðunarmörk: 1 2 3 4 5 6 Sveitarfélag: Íbúar eru helmingi færri nú en fyrir aldarfjórðungi Íbúum hefur fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug Þéttleiki byggðar er innan við tvo íbúa á km2 Meðalaldur er 38 ár eða hærri Meðalmánaðar- tekjur eru 10% undir lands- meðaltali Fjöldi kaupsamn. vegna íb.húsn. 2005 er undir landsmeðaltali** Sveitarfélagið Skagafjörður nei -1% nei -8% já 0,99 nei 36,5 já -22% já 27,0 Húnaþing vestra nei -25% já -16% já 0,47 nei 37,5 já -32% já 16,6 Blönduósbær nei -14% já -18% nei 4,99 já 39,3 já -22% já 23,3 Höfðahreppur nei -16% já -18% nei 11,0 nei 33,2 já -10% já 33,0 Skagabyggð nei -39% nei +3% já 0,20 já 39,2 já -59% já - Húnavatnshreppur nei -34% já -10% já 0,12 nei 35,8 já -41% já 4,25 Akrahreppur nei -30% nei -7% já 0,17 nei 37,4 já -42% já - **Fjöldi kaupsamninga á hverja 1.000 íbúa. Landsmeðaltal er 44,8. Viðmiðunarmörkin sex má sjá í töflunni og hafa verið heimfærð upp á íslenskar aðstæður. Samkvæmt þessu eru öll sjö sveitarfélög Norðurlands vestra í útrýmingarhættu: Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnaþing vestra, Blönduósbær, Höfðahreppur, Skagabyggð, Húnavatnshreppur og Akrahreppur. *Kenningar hjónanna Deborah og Frank Popper voru settar fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur til- tekinna sveitarfélaga á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum. Þær fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélag ætti sér ekki viðreisnar von. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. Þetta er sjötta greinin af átta í greinaflokki Fréttablaðsins um byggðaþróun. Á morgun verður fjallað um Norðurland eystra. Flóttinn af landsbyggðinni SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is Hvergi lægri tekjur KAUPVERÐ ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS Á NORÐURLANDI VESTRA ÁRIÐ 2005* 200 175 150 125 100 75 50 25 0 *Meðalverð á fermetra í sveitarfélögum þar sem kaup- samningar eru 30 eða fleiri. Norðurland vestra Landið allt Höfuðborgar- svæðið 192.671 69.014 161.000 KO R T B IR T M EÐ L EY FI L A N D M Æ LI N G A ÍS LA N D S Hvammstangi NORÐURLAND VESTRA Norðurland vestra nær frá Hrútafjarðarbotni til vesturs, að miðjum Tröllaskaga til austurs og er um 12.600 ferkílómetrar að stærð, um 12 prósent lands- ins. Íbúafjöldi er um 7.500 sem samsvarar tæpum þremur prósentum allra íbúa í landinu. Meðaltekjur á Norðurlandi vestra árið 2005 voru 77% af landsmeðaltali. 23% vantar upp á að meðaltekjur á Norðurlandi vestra nái landsmeðaltali eða 76.389 kr. á mánuði. 77% 23% Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Varmahlíð Hofsós MANNFJÖLDAÞRÓUN Á NORÐURLANDI VESTRA 1988–2005 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 20051988 +32,1% +19,1% -14,3% ■ Höfuðborgarsvæðið ■ Landið allt ■ Norðurland vestra MANNFJÖLDAÞRÓUN OG MEÐALTEKJUR Á NORÐURLANDI VESTRA +20% +10% 0% -10% -20% -30% -40% -50% -60% ■ Mannfjöldaþróun á Norðurlandi vestra miðað við landsmeðaltal 1988-2005 ■ Meðaltekjur á Norðurlandi vestra árið 2005 miðað við landsmeðaltal Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Höfðahreppur Skagabyggð Húnavatns- hreppur Akrahreppur Höfuðborgar- svæðið Mannfjöldaþróun Norðurlandi vestra -24% -43% -34% -36% -54% -49% -47% +18% -22% -32% -22% -10% -59% -41% -42% +8% Meðaltekjur Norðurlandi vestra Sveitarfélagið Skagafjörður Íbúar: 4.110. Fjöldi á km2: 0,99. Meðal- tekjur: 255.655 kr. Atvinnuleysi: 1% Blönduósbær Íbúar: 903. Fjöldi á km2: 4,99. Meðal- tekjur: 256.157 kr. Atvinnuleysi: 1,7% Höfðahreppur Íbúar: 545. Fjöldi á km2: 11,04. Meðal- tekjur: 294.403 kr. Atvinnuleysi: 2,9% Húnaþing vestra Íbúar: 1173. Fjöldi á km2 : 0,47. Meðal- tekjur: 223.394 kr. Atvinnuleysi: 1,5% Skagabyggð Íbúar: 99. Fjöldi á km2: 0,2. Meðal- tekjur: 133.236 kr. Atvinnuleysi: 1,5% Húnavatnshreppur Íbúar: 471. Fjöldi á km2: 0,12. Meðal- tekjur: 194.187 kr. Atvinnuleysi: 0,8% Akrahreppur Íbúar: 225. Fjöldi á km2: 0,17. Meðal- tekjur: 188.818 kr. Atvinnuleysi: 0,1%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.