Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 26
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna Í Markinu, Ármúla er enn hægt að fá hjól á niðursettu verði þó að langt sé liðið á september. Rúnar Theodórsson, verslunarstjóri Marksins, segir hægt að fá þokkaleg hjól undir 30 þúsund krónum. „Annars er fólk í auknum mæli farið að kaupa dýrari og vandaðri hjól.“ Rúnar segist ekki kunna skýringuna á þeirri þróun en að hún geti verið tilkomin vegna þess að fólk hafi meira á milli handanna eða því að fólk sé farið að nota reiðhjól meira sem sam- göngutæki. „Algengasta reiðhjólið sem við erum að selja er þriggja gíra kvenreiðhjól með fótbremsu en verð þeirra á tilboði er 23.920 krónur. Þá erum við með vönduð comfort hjól á 39.600 krónur. Hefðbundin fjallahjól kosta 34.700 með afslætti en kostuðu áður 46 þúsund krónur. Þá er hægt að fá nagladekk undir reiðhjól af ýmsum gerðum og kosta þau um 4.600 krónur.“ Rúnar segir það færast í aukana að fólk hjóli allan ársins hring enda sé það vel hægt. ■ Inga Jóna Þórðardóttir, formaður stjórnar LR, er hætt að nota hreinslög á gler og spegla og segir heitt vatn gera meira gagn. Mér finnst langbest að nota heitt vatn til að hreinsa gler og spegla. Mér fannst glerhreinsivökvinn alltaf skilja eftir sig ský svo ég hætti að nota hann.“ Inga Jóna segir hreinsiefni ofnotuð og stillir þeim í hóf hvort sem um er að ræða gólfsápu eða annað sem hún notar við almenn heimilisþrif. „Þegar ég þurrka af nota ég gömul handklæði og annað sem til fellur. Ég er alin upp við nýtni og gömul handklæði virka alveg jafn vel til afþurrkunar og aðrar tuskur.“ GÓÐ HÚSRÁÐ VATN Á GLER OG SPEGLA „Verstu kaup sem maður gerir eru iðulega bíla- kaup, vegna þess hve fljótt þeir falla í verði. Ég hef átt þá nokkra um ævina en kaupi iðulega nýlega bíla til að sleppa við viðgerðarkostnað.“ Hildur segir önnur slæm kaup sem hún hafi gert hafi verið á meðan hún starfaði sem flugfreyja. „Það var alltaf mjög freistandi að kaupa fatnað erlendis og stundum keypti ég flíkur án þess að máta þær. „Þegar upp var staðið átti ég föt sem ég notaði ekki vegna þess að þau pössuðu ekki eða liturinn fór mér ekki. Þá eru ótalin dressin sem hentuðu ekki íslenskri veðráttu eins og suttbuxnadress sem ég keypti mér.“ Hildur segir að með árunum hafi hún lært að vera skyn- söm í fatavali og tekur gæðin fram yfir magnið í þeim efnum. „Ég horfi sérstaklega í gæðin við kaup á yfirhöfnum og skóm. Ég eltist ekki mikið við tískustrauma en reyni að kaupa föt sem nýt- ast til lengri tíma. Þegar talið berst að bestu kaupunum segir Hildur þau líklega felast í góðum fríum með fjölskyldunni. „Um síðustu jól fórum við fjölskyldan saman til Flór- ída og þetta var frábær afslöppun fyrir okkur öll. Í fríinu spöruðum við líka innkaup í mat og öðru sem tilheyrir þessum árstíma.“ Hildur segir litla skynsemi felast í því að gera jólagjafainnkaup snemma því það endi með því að hún bæti í jólapakkana á síðustu stundu með tilheyrandi tilkostn- aði. NEYTANDINN: HILDUR DUNGAL FORSTJÓRI ÚTLENDINGASTOFNUNAR Tekur gæði fram yfir magn Sodastream tækin eru alltaf jafn vinsæl, en á síðustu árum hefur orðið sú breyting á að fólk vill ekki sjá dísætu bragðefnin heldur notar tækin eingöngu til að búa til kolsýrt ropvatn. Nú er svo komið að söluaðili tækjanna, Vífilfell, er hættur að selja bragðefni. „Því var hætt fyrir sirka ári. Það var bara enginn að kaupa þetta lengur,“ segir Dísa Ólafsdóttir hjá Vífilfelli. Hún segir fyrirtækið þó vera að skoða hvort hefja eigi sölu bragðefna á ný. „Ég veit af fólki sem hefur sett ótrúlegustu bragðefni út í þetta sjálft, en helst er Sodastream þó notað í hollustuskyni. Ég hef líka heyrt af fólki sem vökvar blómin sín með kolsýrðu vatni. Það á að vera ægilega gott,“ segir Dísa. ■ KOLSÝRÐ HOLLUSTA: Sodastream-bragðefni hætt að fást ■ Hjól á góðu verði Hægt að hjóla allan ársins hring Húsaskiptasamtökunum Intervac hefur vaxið mjög ásmegin eftir að Internetið kom til sögunnar. Þetta er alþjóðlegur félagsskapur fólks sem vill skipta á íbúð- inni eða húsinu sínu fyrir íbúð eða hús í öðru landi. Á netsíðunni (www.intervac. com) má sjá hvaða mögu- leikar eru í boði og kennir þar ýmissa grasa. Elisa M. Kwaszenko hefur verið umsjónarmaður Intervac á Íslandi síðan 1982. Hún er pólsk að upp- runa og býr á Kópaskeri. „Félags- skapurinn byrjaði með kennurum í Hollandi og Sviss árið 1953 og fyrst í stað voru eingöngu kennarar í þessu,“ segir Elisa. „Síðar var ákveðið að allir sem eiga húsnæði mættu vera með og í dag eru um 12.000-13.000 fjölskyldur í þessu um allan heim. Þar af eru um 90 fjölskyldur á Íslandi.“ Fyrsta skrefið inn í félagsskap- inn er að skrá sig og kostar það 5.000 kr á ári. Við skráningu fá hús- eigendur sendan bækling um regl- ur og hvernig á að undirbúa sig fyrir skiptin. Sami bæklingur er í umferð um allan heim svo allir sitja við sama borð. Á netsíðunni er síðan hægt að fletta í gegnum skiptimöguleikana. Loks er áfanga- staðurinn valinn og samið um tíma og annað við eiganda skiptiíbúðar- innar. Elisa segir að fátítt sé að fólk verði fyrir vonbrigðum með skiptin. „Ég man eftir einu dæmi hérlendis af fólki frá Portúgal sem fékk að nota jeppa fólksins sem það var að skipta við. Þau fóru upp á öræfi og sáu rútu fara yfir straum- harða á. Þegar fólkið ætl- aði að gera eins sökk jeppinn í ána og skemmd- ist mikið. Portúgalarnir stóðu við gerða samninga og borguðu skað- ann upp í topp. Eins man ég eftir Íslendingum sem fóru til Hollands og fengu íbúð hjá læknum, nema hvað þetta var einhver íbúð sem læknarnir bjuggu ekki í. Íslending- unum fannst íbúðin tómleg og óspennandi og enduðu með því að fara á hótel sem læknarnir þurftu að borga fyrir.“ Elisa segir Íslendinga mest skipta við fólk í Evrópu, og að Frakkland og Norðurlöndin séu vinsælust. „Svo er eitthvað skipt við fólk í Bandaríkjunum og ég veit af fólki sem skipti við húseigendur í Afríku og Japan. En mest er skipt við Evrópubúa. Fólk þaðan sækir í náttúruna hér, víðátturnar og frið- inn.“ Einn þeirra sem nýtt hafa þjón- ustu Intervac er Felix Bergsson leikari. „Ég hef alveg frábæra reynslu af þessu. Þetta er mjög einfalt og gott fyrir fólk með börn því ferðirnar verða miklu ódýrari. Þetta er miklu persónulegri ferða- máti en að dvelja á hótelum. Þú upplifir aðstæður og umhverfi venjulegs fólks, lifir eins og heima- maður og kynnist jafnvel nágrönn- unum.“ Felix og fjölskylda hafa margoft haft húsaskipti, mest í Frakklandi en líka í Sevilla á Spáni og í Berlín. „Ég hef aldrei orðið óánægður. Einu sinni fengum við meira að segja villu í Suður Frakklandi með sundlaug og borðtennisborði. Við höfum aldrei lent í veseni með fólk- ið sem við skiptum við, en það er misjafnt hvort maður hittir það eða ekki. Maður lætur ætt- ingja eða vini afhenda lykl- ana og hafa svona auga með þessu. Ísland er mjög heitur staður í þessu núna. Evrópubúar eru sérstak- lega áhugasamir um að koma hingað, enda dýrt að gista á hótelum hér. Það er því ekki erfitt að finna spennandi skipti.“ Persónulegri ferðamáti FELIX BERGSSON Fékk sundlaug í kaupbæti.��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði ����������������������������� ���������� ���� �������������������� Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: � ��������������������������������� ����������������������� ���������������������������������������� ���������������������������� ����������� �������������������������������������� �������������������� ������������������������� ������������������������������������������������������� ��� �������������������� ������������������������������������������� ���������������������������������������� �������� ��������� ���������� ������������� �������������������������� AFSLÁTTUR 35% �� �� �� �� � �� � �� � � ��� AMSTERDAM Í HOLLANDI Elisa segir Íslendinga mest skipta við fólk í Evrópu, og að Frakkland og Norðurlöndin séu vinsælust. Neysla > Meðalneysla gosdrykkja á hvern íbúa á Íslandi 71 ,8 L ÍT R AR 17 3, 6 LÍ TR AR 20 ,6 L ÍT R AR 1960 2004 1984 H ei m ild : H ag st of a Ís la nd s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.