Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 31
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Arnheiður Rós Ásgeirsdóttir eignaðist
langþráðan kímónó í London.
„Ég fékk þennan kímónó í „vintage“-deild-
inni í Top Shop á Oxford stræti í London, en
þar er öll neðsta hæðin undirlögð í deildum
frá „second hand“-fyrirtækjum,“ segir Arn-
heiður, eða Heiða eins og hún er vanalega
kölluð, um kímónóinn sinn fína, en hún vann
í mjög stuttan tíma í þeirri verslun þegar
hún var búsett í London.
„Leiðir okkar lágu saman í fyrsta sinn
daginn sem ég vann í þessari búð. Sá starfs-
ferill var mjög stuttur enda launin ekkert til
að hrópa húrra fyrir. Ég stalst til að máta
svarta kímónóinn og féll gersamlega fyrir
honum, en málið var að hann kostaði þá 85
pund og ég var bara með „heil“ fimm pund á
tímann. Dæmið segir sig sjálft. Ég hafði ekki
efni á honum og þessvegna lá það fyrir að
hann yrði ekki minn, Ekki strax allavega. Ég
lagði hann frá mér hnuggin og var alveg
miður mín yfir þessu, en gat samt ekki hætt
að hugsa um hann.“ segir Heiða og hlær.
„Stuttu síðar komu jólin og mamma
kom út til London að hitta mig. Þegar hún
innti mig eftir því hvað ég vildi fá í jóla-
gjöf þá hrópaði ég náttúrlega „Kímónó!
Kímónó!“ og við mæðgurnar þustum af
stað niður á Oxford-stræti. En þegar
þangað kom var ekki bara kímónóinn
minn farinn, heldur öll sláin frá fyrir-
tækinu sem hafði haft þá til sölu,“ segir
Heiða.
„Tæplega hálfu ári síðar ákvað ég að
flytja aftur heim, en vildi hafa með mér
einhverja góða flík frá stórborginni. Ég
gekk inn í Top Shop til að kaupa mér kápu
og byrjaði að spjalla við afgreiðslustelpu
sem ég þekkti þarna. Ég fór vitanlega að
röfla yfir þessum kímónó og þá sagði hún
mér áköf að þeir væru komnir aftur. Ég
kastaði frá mér kápunni, hljóp upp á
fyrstu hæð og þar blasti hann við mér
þessi elska! Ekki nóg með það, heldur var
líka búið að lækka hann um tuttugu pund.
Við féllumst í faðma og höfum ekki verið
aðskilin síðan, kímónóinn minn og ég.“
margret.hugrun@frettabladid.is
Kímónó! Kímónó!
Arnheiður Rós Ásgeirsdóttir og kímónóinn langþráði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SJALDAN ER EIN
TÝPAN STÖK
Verslunarstjórar klæða
hver annan upp.
TÍSKA 4
GÓÐAN DAG!
Í dag er fimmtudagurinn
5. október, 278. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 7.47 13.16 18.43
Akureyri 7.34 13.01 18.26
Herragarðurinn stækkar
NÚ ER BÚIÐ AÐ OPNA HERRAGARÐINN Í KRINGLUNNI AFTUR
EFTIR GAGNGERAR ENDURBÆTUR OG STÆKKUN.
Breytingarnar tóku fimm vikur og var verslunin opnuð aftur í
síðustu viku. Auk þess sem innréttingum hefur verið breytt hefur
gólfplássið stækkað um 80 fermetra. Vegna stækkunarinnar
gafst kostur á að taka inn nýtt merki og fyrir valinu varð Mabrun.
Þar eru á ferð ítalskar yfirhafnir en auk þess hefur úrval annarra
merkja, og þá sérstaklega Armani og Canali, verið aukið.
Í Herragarðinum er bæði að finna föt fyrir fínni tilefni, jakka-
föt fyrir hvunndaginn sem og sportlegri klæðnað hvort sem það
eru gallabuxur eða jakkar.
Herragarðurinn stækkaði um 80 fermetra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
B-vítamín eru bráðnauðsynleg
heilsunni þegar sólin fer að
lækka á lofti. B-vítamín virka
hressandi fyrir miðtaugakerfið
og þannig reynist það okkur
auðveldara að fara fram úr rúm-
inu á morgnana ef við höfum
nægilegt magn af B-vítamíni í
blóðinu. Best er að taka blöndu
af B-vítamíni, t.d. B-stress eða
B-súper.
Glingur og glys getur
lífgað verulega upp
á einfalda flík. Nú
til dags er algengt
að hægt sé að
kaupa ódýra
skartgripi
í annarri
hverri versl-
un, hvort sem er
matvöruverslun-
um, apótekum sem
tískubúðum. Að eiga arm-
band í stíl við bol eða skó getur
gert gæfumuninn fyrir heildar-
svipinn. Láttu það eftir þér.
Skildu vetrarfatnaðinn frá sumar-
fötunum og settu sumarfötin
í geymslu yfir veturinn. Kápur,
úlpur, húfur og vettlingar fá nú
sinn stað í fatahenginu en léttir
sumarjakkar og derhúfur fá að
bíða síns tíma inni í geymslu.
ALLT HITT
[ TÍSKA HEILSA HEIMILI ]
LÍFSSTÍLL Á ÞREMUR
HÆÐUM
Ný verslun var nýlega
opnuð á Laugavegi.
HEIMILI 6