Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 44
2 „Ég bjó um tíma úti í Noregi og stundaði dálítið göngur þar. Þegar ég flutti heim til Íslands fann ég mjög sterkt að staðir sem tengjast mér persónulega toguðu í mig,“ segir Tómas, sem er sérkennslufull- trúi í Kópavogi en rekur uppruna sinn til Siglufjarðar. Því segir hann umhverfi Siglufjarðar hafa mikið gildi fyrir sig og kveðst sækjast eftir að fara um þær gönguleiðir sem hafa verið merktar þar í kring. „Þó að ég telji mig engan sérstak- an göngugarp hef ég farið nokkuð víða um landið en finn að það hefur langmest áhrif á mig að ganga um mínar gömlu heimaslóðir.“ Beðinn að nefna einhverja gönguleið hér í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins sem upp úr stendur kemur fossinn Glymur í Hvalfirði strax upp í hugann. Þangað kveðst hann skreppa oft ásamt konu sinni, jafnvel tvisvar á ári, enda sé leiðin skemmtileg og mátulega löng til að leggja í hana eftir vinnu. „Ferðin tekur í mesta lagi þrjá til fjóra tíma frá því að lagt er af stað að heiman þar til komið er til baka,“ segir hann til skýringar og lýsir leið- inni nánar. „Við keyrum inn úr Botnsdal eins langt og komist verður á bílnum, förum yfir ána skammt þar fyrir innan og höldum inn með gljúfrinu. Það er hægt að komast fyrir erfið höft með því að ganga upp fyrir gilin og þaðan er gott útsýni niður í gljúfrið og yfir dalinn. Fossinn blasir líka fallega við þegar komið er að honum frá þessari hlið og síðan förum við upp fyrir brúnina og yfir ána aftur til að ganga niður hinum megin því það er mun þægilegri leið.“ gun@frettabladid.is Gengur oft upp að Glymi Ræturnar toga Tómas Jónsson sérkennslufulltrúa til Siglufjarðar í gönguferðir. Fossinn Glymur í Hvalfirði og umhverfi hans eru líka í uppáhaldi Tómas sækist eftir að ganga um sínar gömlu heimaslóðir fyrir norðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Fólkið sem hefur gengið saman á miðvikudögum í sumar ætlar að mæta hingað á skrifstofu Útivistar við Laugaveg 178 klukkan 20.30 og undirbúa sig fyrir gönguna,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir, starfsmað- ur Útivistar, glöð í bragði, enda um töluvert frábrugðið ferðalag að ræða. „Fólkið mun hafa með sér nesti og undirbúa sig undir gönguna hér á skrifstofunni, en undirbúningi á að ljúka um 22.30 og þá verður haldið meðfram Heklu og Öskju (fyrirtæk- in við Laugaveg) sem leið liggur niður Laugaveginn. Ferðina ætlum við svo að enda á veitingastaðn- um Angelo við Laugaveg þar sem skífuþeytir spilar fyrir okkur dans- væna músik, enda er reiknað með nokkru stoppi þarna,“ segir Bjarney og bætir því við að leiðsögumaður ferðarinnar, Pétur J. Jónasson muni aðeins ábyrgjast ferðalangana þar til komið er að veitingastaðnum. Útivistarræktin þykir nokk- uð sérstakt fyrirbæri en hún var stofnuð haustið 1995 sem viðbót við aðrar ferðir Útivistar. Það þótti nokkuð djarft á þeim tíma að bjóða upp á ferðir þar sem ekki var inn- heimt þátttökugjald en reynslan hefur sýnt að þessar ferðir hafa styrkt aðrar ferðir félagsins og félagsstarfið, því þátttakendur í ferðum Útivistarræktarinnar nálg- ast nú tuttugu þúsund. Margir líta á gönguferðir útivistarræktarinn- ar sem viðhald eða upphitun fyrir sumargöngurnar auk þess sem þetta er fínasta leið til að halda líkaman- um í formi. Gengið er tvisvar í viku allt árið og þrisvar í viku frá vori og fram á haust. Á mánudögum í vetur hittist hópurinn klukkan 18.00 við Topp- stöðina við Elliðaár og svo er farinn hringur í Elliðaárdalnum. Gengið er upp í gegnum hólmann í ánni og vestan megin við ána upp að Vatns- veitubrú, þar sem farið er austur yfir ána. Hlé er gert í nágrenni Árbæj- arlaugar og svo er haldið niður með Elliðaánum að austan. Gönguferð- inni lýkur á sama stað og hún hófst rúmri klukkustund fyrr. Á fimmtudögum er farið kl. 18.00 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýr- arbraut í Fossvogi og gengið vest- ur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Farið er sömu leið til baka og gönguferðin tekur rúma klukkustund eins og á mánu- dögum. Þátttaka í ferðir Útivistarræktar- innar er öllum heimil og þátttöku- gjald er ekkert. FERÐIR Á VEGUM ÚTIVISTAR Í OKTÓBER Sunnudagur 8. október. Laugarvatnsfjall, 680 m Brottför frá BSÍ kl. 09.00 Laugarvatnsfjall er eins og nafnið gefur til kynna bæjarfjall Laug- vetninga með frábæru útsýni yfir Laugarvatn, Apavatn, Grímsnes og nærsveitir. Gangan hefst við Réttar- tungur. Haldið er upp Laugarvatns- rana, meðfram brúnum fjallsins í átt að Klukkutindum og komið niður í Skillandsdal við sumarhúsabyggð- ina í Miðfellslandi. Vegalengd 14 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst. SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER. Hestfjall, 322 m Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Gangan hefst skammt frá Kiðja- bergi en haldið verður meðfram bökkum Hvítár umhverfis Hestfjall uns komið er að eyðibýlinu Gísla- stöðum. Þá verður farið upp á fjall- ið. Gott útsýni er af toppi fjallsins en sagt er að unnt sé að greina 20 til 30 kirkjur þaðan í góðu skyggni. Í Hestfjalli sunnanverðu má greina markaða brimhjalla frá þeim tíma er Suðurlandsundirlendið var undir sjó. Haldið verður til baka meðfram strönd Hestvatns. Vegalengd 16 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6 klst. HELGARFERÐIR 13.–15. október. Landmannalaugar Brottför frá BSÍ kl. 19.00. Ekið í Landmannalaugar og geng- ið um nágrennið. Á kvöldin gefst tækifæri til að láta þreytuna líða úr líkamanum í notalegri laug í góðum félagsskap. Gengið um gil og fjalls- rana, í Hattver og að hverasvæðinu við Brennisteinsöldu. JEPPAFERÐIR 13.–15. október. Jökulheimar ¿ Breiðbakur Brottför kl. 19.00. Ekið í Hrauneyjar þar sem tekið verður eldsneyti og síðan haldið í Jökulheima. Á laugardegi verður fundið vað á Tungná og haldið fram Breiðbak, ekið um Blautulón og Skælinga og gist í Hólaskjóli. Heim á leið verður farið um Syðra-Fjalla- bak með viðkomu í Strút. Þaðan yfir Markarfljót og til byggða. Skráning í ferðir Útivistar fara fram á vefsíðu þeirra www.utivist. is eða í síma 562-1000. Skífuþeytir í Laugavegsgöngu Á morgun mun ferðafélagið Útivist standa fyrir nokkuð sérstakri göngu í tilefni þess að nú er sumargöngum Útivistarræktarinnar að ljúka. Líkt og síðastliðin ár verður Laugavegurinn genginn, en í þessu tilfelli er átt við Laugaveg þann er liggur meðfram Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Gönguhópur Útivistarræktarinnar gengur sér til heilsubóta, alla mánu og fimmtudaga í vetur. Annað kvöld ætla þau að ganga niður Lauga- veginn og enda á veitingastað. Á haustin hýrnar yfir skotveiði- mönnum sem fá tækifæri til að komast á gæsa- og rjúpnaskitterí. Við vildum endilega taka púlsinn á skotveiðinni í ár og hringdum því í Róbert Schmidt hjá Ellingsen sem er með stærstu skotveiðideild lands- ins. “Gæsaveiðin er rétt hafin, því kornuppskera er hálfum mánuði til þremur vikum á eftir venjulegu ári,” segir Róbert og bætir við að í Land- eyjum eigi flestir kornbændur eftir að slá sína akra, en þar sé veiðin ekki hafin þó september hafi oftast verið góður mánuður til gæsaveiða. “Ég held að október verði mjög góður.” Við víkjum því talinu að rjúpna- veiðinni og segir hann tímabilið hefjast á sunnudegi í ár, en svo er bannað að veiða á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum þannig að hin hefðbundna rjúpna- opnun, þar sem menn fara saman út á land og veiða saman í nokkra daga, mun detta upp fyrir í ár, “ segir Róbert. Hann segir veiðina hafa breyst eftir að reglur voru hertar, sérstaklega þar sem menn megi ekki selja rjúp- una. “Nú eru menn frekar að njóta veiðarinnar og eru bara að veiða fyrir sig og sína fjölskyldu,” segir Róbert. Ákjósanlegast sé að hafa smá snjó við veiðarnar, því þá sé leikurinn jafnari, en rjúpan eigi auðveldara með að sleppa í snjónum en á auðri jörð. “Sumir vilja meina að rjúpnaveiðitímabilið ætti að vera frá 1.nóvember til 15.desember, því þá er meira um snjó,” segir Róbert. Annars er hann bjartsýn veiðiárið í ár og er sannfærður um að veiði verði góð. Veiði verður góð Gæsaveiðin er rétt að hefjast þar sem kornuppskera var með seinna móti og rjúpnaveiðin hefst um miðjan mán- uðinn. Róbert Schmidt forstöðumaður veiðideildar Ellingsen, telur hert lög á rjúpnaveiði hafi verið til góðs. ■■■■ { útivist & hreyfing } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.