Fréttablaðið - 05.10.2006, Side 53

Fréttablaðið - 05.10.2006, Side 53
5311 „Veiðihundum má skipta í tvo hópa, annars vegar svokallaða sækihunda, sem er aðeins ætlað að sækja bráð- ina eftir að hún hefur verið felld, og hins vegar fuglahunda, sem þefa veiðina uppi, taka stand þegar lykt fuglsins finnst, reka hann í loft- ið þegar eigandinn kemur, fylgjast með hvar hann lendir eftir skot og sækja loks bráðina fyrir eigand- ann,“ byrjar Pétur á að útskýra. Hann bætir því við að veiðihundar finni einnig særða fugla sem þá sé hægt að aflífa. Aðspurður segir Pétur enga ákveðna hundategund henta best við veiðar heldur sé það einfald- lega smekksatriði eigendanna sem ráði för, þótt vissar tegundir hafi vissulega verið eftirsóttari í gegn- um tíðina. „Labrador og retriever-tegund- ir hafa til að mynda verið vin- sælir sækihundar, en snögghærði Vorsteh-hundurinn er eftirsóttur fuglahundur um þessar mundir, oft kallaður meginlandshundur sem bæði leitar og sækir,“ segir Pétur. „Annars eru ýmsar gerðir seta og pointerinn að sækja í sig veðrið. Sömuleiðis Breton sem er fremur lítill og sannar að stærð skiptir ekki alltaf máli.“ Að sögn Péturs skiptir ræktun og þjálfun öllu máli þegar veiði- hundar eru annars vegar. „Það er löng hefð fyrir ræktun veiðihunda,“ segir hann. „Tilgangurinn er að vekja upp veiðieðlið og viðhalda því. Öllum hundum verður síðan að kenna grunnhlýðni. Þá eru líka sér- stök veiðihundanámskeið þar sem skerpt er á eiginleikum tegunda- hópanna, fugla- eða sækihunda, en ekki hundategunda. Samspil manns og hunds skiptir því töluverðu máli í þessu samhengi.“ Pétur segir þjálfunina vera mikla vinnu. „Best er að hefja þjálfun fyrr en seinna, þar sem erfiðara er að gera gamlan hund að góðum veiðihundi þótt allt sé hægt,“ segir hann. „Þetta er spurning um hversu vel hefur tekist að kenna hundin- um grunnhlýðni. Einnig er áríðandi hvort veiðieðlið hafi verið vakið í upphafi.“ Félagsmönnum Hundaræktar- félags Íslands er síðan boðið upp á tveggja til þriggja daga veiðipróf sniðið eftir ólíkum flokkum, ýmist unghunda-, opnum eða keppnis- flokkum, en það síðastnefnda er ætlað hundum sem náð hafa fyrstu einkunn í opnum flokki. Er ströng- um stöðlum fylgt í hvívetna. Sjálfur segist Pétur fá miklu meira út úr veiðinni eftir að hann fékk sér veiðihund, hundinn Ber- etta sem er af tegundinni Vorsteh. „Maður veiddi kannski meira áður fyrr en leggur nú meiri vinnu í samstarfið sem veitir mikla ánægju. Segja má að fuglahundaveiði sé fyrir okkur veiðimennina eins og flugu- veiðin er fyrir stangveiðimennna,“ segir hann hress í bragði og mælir með að sem flestir veiðimenn fái sér hund. Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsingar geta farið http://deildir. hrfi.is/vhd/ - rve Veiðieðli vakið og viðhaldið Því er oft fleygt fram að hundurinn sé besti vinur mannsins. Samkvæmt Pétri Alan Guðmundssyni hjá fuglahundadeild Hundaræktarfélags Íslands geta það reynst orð að sönnu þegar veiði er annars vegar. Hundurinn er gjarnan kallaður besti vinur mannsins og Pétur segir það orð að sönnu hvað veiðinni víðvíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hundarnir fá það hlutverk að reka fuglinn í lotfið eftir að hann hefur verið fundinn, fylgjast með hvar hann lendir eftir skot og sækja fyrir eigandann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONPétur er hér fyrir miðju í hópi veiðimanna og -hunda. Hann segir samstarf manns og hunds mikilvægan lið í veiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Veiðihundarnir þurfa að búa yfir mikilli sjálfstjórn og aga til að ná settum markmiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hundarnir verða á köflum að vera grafkyrrir svo fuglarnir verði þeirra ekki varir, eins og hér sést þar sem hundurinn fellur nánast inn í umhverfið. MYND/PÉTUR ALAN GUÐMUNDSSON Hundarnir beita þefskyninu til að leita uppi bráðina. MYND/PÉTUR ANTON GUÐMUNDSSON ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { útivist & hreyfing } ■■■■ www.bluelagoon.is Líf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.