Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 70
5. október 2006 FIMMTUDAGUR34
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
VACLAV HAVEL ER SJÖTUGUR Í DAG
„Von er ekki sama og
bjartsýni, sú sannfæring að
allt fari á endanum vel,
heldur sú vissa að burtséð
frá útkomunni sé alltaf
regla á hlutunum.“
Tékkneski rithöfundurinn Vaclav Havel
var einnig forseti Tékkóslóvakíu og
Tékklands.
Á þessum degi fyrir tveimur áratugum
handsömuðu hermenn sandínista
í Nikaragúa Bandaríkjamann, sem
komst einn lífs af þegar flugvél hans
var skotin niður. Við yfirheyrslur við-
urkenndi hann að hann væri að flytja
vopn til Kontra skæruliða, samtök sem
Bandaríkjamenn höfðu stofnað og
fjármagnað. Hann játaði enn fremur
að bandaríska leyniþjónustan stæði á
bak við aðgerðirnar.
Tíðindin ollu fjaðrafoki í Bandaríkj-
unum. Ronald Reagan leit á sandínista
sem lepp Sovétríkjanna og tryggði
Kontra-skæruliðum fjárstyrk árið 1981.
Árið 1984 samþykkti Bandaríkjaþing
hins vegar lög sem tóku fyrir alla
fjárhagsaðstoð til Kontra-skæruliða af
hálfu leyniþjónustunnar eða annarra
ríkisstofnana. Ef játning Bandaríkja-
mannsins var rétt þýddi það að banda-
rísk stjórnvöld höfðu gerst brotleg við
lög.
Reagan þvertók fyrir að hann eða
leyniþjónustan ættu hlut að máli.
Þingið og blaðamenn fóru hins vegar
á stúfana og smám saman komst upp
um það sem kallað var Íran-Kontra
hneykslið. Í ljós kom að Bandaríkja-
menn höfðu selt Írönum vopn, að
hluta til í skiptum fyrir frelsi banda-
rískra gísla í Miðausturlöndum. Hluti
af ágóða vopnasölunnar var hins vegar
notaður til að styrkja Kontra-skæruliða
í Nikaragúa.
Hneykslið kom sér illa fyrir Reagan-
stjórnina og rýrði traust almennings til
stjórnvalda. Alls voru ellefu stjórnar-
liðar kærðir og dæmdir fyrir hin ýmsu
afbrot sem lutu að málinu.
ÞETTA GERÐIST: 5. OKTÓBER 1986
Íran-Kontra hneykslið afhjúpað
„Já, ég er mikið afmælis-
barn,“ segir Þór Jakobsson
veðurfræðingur, sem er sjö-
tugur í dag. Í tilefni dagsins
býður hann til stórrar veislu
þar sem efsta hæð Perlunnar
verður lögð undir.
„Ég er búinn að smala
saman samstarfsmönnum og
samherjum af ýmsum svið-
um og ættmennum. Við verð-
um undir glerhjálminum í
Perlunni. Ég hef alltaf haldið
mikið upp á Öskjuhlíðina frá
því ég var strákur í Hlíðun-
um og lá þarna á björtum
vetrarkvöldum og glápti á
stjörnurnar.“ Spurður hvort
hann reyni að nýta sér
aðstöðu sína á Veðurstofunni
til að tryggja sér heiðan
himin, hlær Þór við og segist
ekkert geta gert nema vonað
það besta. „Mér sýnist alla-
vega að það verði bjartara
yfir en þegar borgin var
myrkvuð um daginn, þannig
að við fáum vonandi smá
stjörnublik.“
Þór finnst að fólk eigi
almennt að halda upp á
afmælisdaginn sinn, sjálfur
reyni hann alltaf að gera það.
„Í minningunni standa sjálf-
sagt stórafmælin upp úr og
ætli þetta í kvöld verði ekki
það allra stærsta. Ég býst
allavega ekki við að það
verði jafn stórt þegar ég
verð áttræður. En þetta snýst
auðvitað ekki endilega um
fjölmennið. Ég minnist þess
þegar ég var lítill og átti von
á félögunum í afmæliskaffi,
þá fylltist ég alltaf tilhlökk-
unar.“
Hann hefur reyndar
dálitlar áhyggjur af að hafa
mögulega gleymt að bjóða
gömlum samstarfsmönnum
og félögum í veisluna og
biður blaðamann kurteislega
um að árétta að þeir séu auð-
vitað guðvelkomnir í Perl-
una í kvöld.
Sjötugsafmælið er ekki
einu tímamótin sem Þór
stendur á því hann er að
vinna síðasta mánuð sinn á
Veðurstofu Íslands og í Sjón-
varpinu, þar sem hann hefur
kynnt landsmönnum veður-
spána um árabil. Hann hlakk-
ar mikið til að fá meiri ró og
næði en hefur þó margt á
prjónunum og óttast ekki að
eiga eftir að leiðast. „Ég
hverf ekki alveg sjónum. Ég
hef mikinn áhuga á að skrifa
bók um hafís. Við hjónin
eigum líka lítinn skika aust-
ur í Landsveit, skammt frá
Heklu, og ætlum að einbeita
okkur að skógrækt og öðrum
skemmtilegheitum. Svo væri
gaman að geta rifjað upp
stærðfræðina sem ég hafði
alltaf svo gaman af en hélt
ekki við sem skyldi,“ segir
Þór og bætir við að lokum að
auðvitað ætli hann líka að
huga að börnum og barna-
börnum og „þessu klass-
íska“. bergsteinn@frettabladid.is
ÞÓR JAKOBSSON: FAGNAR SJÖTUGSAFMÆLI OG SEST Í HELGAN STEIN
Fær vonandi smá stjörnublik
Eyjólfur Jósep Jónsson
frá Sámsstöðum,
verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju í Dölum
laugardaginn 7. október kl. 14.
Sveinbjörg Ólöf Sigurðardóttir
börn og fjölskyldur þeirra.
Móðir okkar,
Hanna Jónsdóttir
í Stekkjardal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. september.
Hún verður jarðsungin frá Blönduóskirkju
laugardaginn 7. október klukkan 13.00. Jarðsett verður
á Svínavatni.
Synir hinnar látnu.
�����������������������������������������
����������������������� �������������
����
�� �����
���������
�����
����������
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI
60 ára afmæli
Hrafn B. Hauksson
Lönguhlíð 9, 105 Reykjavík,
verður 60 ára 9. október.
Af því tilefni býður hann
ætting jum, vinum og vandamönnum
í hús Hestamannafélagsins Harðar í
Mosfellsbæ laugardaginn 7. október
kl. 19.00.
Okkar elskulegi
Haukur D. Þórðarson
fyrrverandi yfirlæknir Reykjalundar
lést á heimili sínu 4. október.
María Guðmundsdóttir
Pétur Hauksson Anne Grethe Hansen
Þórður Hauksson Kristjana Fenger
Magnús Hauksson Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Gerður Sif Hauksdóttir Karl Benediktsson
Dóra Guðrún Wild Árni Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, unnusti, sonur, bróðir
og mágur,
Bragi Rúnar Hilmarsson
Hlíðarvegi 74, Njarðvík,
lést miðvikudaginn 27. september. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. október kl. 14.00.
Andrea Lísa Bragadóttir
Elísabet Kristín Bragadóttir
Kristbjörg Lind Bragadóttir
Birna Ýr Bragadóttir
Thelma Sif Björnsdóttir
Ólöf Sigfúsdóttir
Hilmar Arason
Brynja Hilmarsdóttir Anthony D’Onofrio
Karen Hilmarsdóttir Einar Árnason
og aðrir vandamenn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ingibjörg Guðmundsdóttir
f. 19. desember 1926,
andaðist á heimili sínu Skjóli, Kleppsvegi 64,
laugardaginn 30. september.
Sveinn Rúnar Hauksson Björk Vilhelmsdóttir
Óttar Felix Hauksson Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir
Sigríður G. Hauksdóttir Evald Sæmundsen
Sigfús Guðfinnsson Andrea Henk
Guðmundur Guðfinnsson Lena María Gústafsdóttir
María Þ. Guðfinnsdóttir Hörður Hauksson
barnabörn og barnabarnabarn.
ÞÓR JAKOBSSON Fagnar sjötugsafmælinu á efstu hæð Perlunnar, enda finnst honum að fólk eigi að fagna afmælum sínum vel.
timamot@frettabladid.is