Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 78
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR42 Eftirlætis kvikmynd: Ég á erfitt með að gera upp á milli Magnoliu og Big Lebowski og læt því báðar fljóta með. Eftirminnilegasta atriðið: Úff – þegar Murtaugh festist á klósettinu í Lethal Weapon 2? Uppáhaldsleikstjóri: Þeir eru margir ansi góðir, Coen-bræður og P.T. Anderson vitaskuld, en einnig Bahman Ghobadi, Dagur Kári, David Lynch, o.fl. Daft Punk bræður eru einnig að klífa listann. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Fjalla-Eyvindur, þið getið fylgst með þessari hvunndagshetju í Tjarnar- bíói í kvöld. Mesti skúrkurinn: Joker í fyrstu Batman-mynd Tims Burton. Hvaða persóna fer mest í taug- arnar á þér? Natalie Portman pirraði mig fremur mikið í Garden State. Ef þú fengir að velja þér kvikmynd til að leika í, hvernig væri söguþráðurinn, hver væri leik- stjóri og hver myndi leika á móti þér? Þetta væri einhver súrrealísk veisla þar sem ég og Monica Bellucci festumst í ljósaskilunum og myndum þurfa að ráða fram úr þeim á djassklúbbi eilífðarinnar. Ætli Lynch væri ekki á bak við kameruna. KVIKMYNDANJÖRÐURINN: ATLI BOLLASON HJÁ ALÞJÓÐLEGU KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í REYKJAVÍK Í súrrealískri veislu hjá David Lynch bio@frettabladid.is GOTT GLÁP The Road to Guantanamo: Mögnuð frásögn tveggja manna sem haldið var föngnum í Guantanamo án dóms og laga. I‘m Your Man: Skemmtileg heimildarmynd um hinn djúp- raddaða og ljóðelska Leonard Cohen. The Queen: Skemmtileg mynd um það sem fór fram innan veggja Buckingham-hallarinnar þegar Díana dó. Volver: Góð mynd frá meistara Almodóvar með Penelope Cruz í aðalhlutverki. Zidane: Verður sýnd aftur á föstudaginn á RIFF. Ekki leiðinlegt að vera Zidane í níutíu mínútur. Þeir sem kunna að meta jaðar- myndir og kynlega kvisti í kvik- myndagerð ættu ekki að láta sig vanta í B-mynda veislu Páls Óskars í Tjarnarbíói í kvöld. Páll Óskar ætlar að sýna samtín- ing úr 8mm filmusafni sínu og þar ægir saman hryllingi, „splatter“, skrímslum, kung-fu, vísindaskáld- skap og „blaxplotation“. Fyrir daga myndbandsins mátti fólk láta sér nægja að horfa á klipptar eða styttar útgáfur kvikmynda af súper 8mm kvikmyndaspólum þannig að filmurnar eru í sjálfu sér forn- leifar. Páll Óskar ætlar að sýna safarík atriði úr Destroy All Monsters, Fists of the Double K, Squirm, The Incredible Melting Man, Coffy og fleiri slíkum myndum. Veislunni lýkur hann svo með Barbarellu sem hann mun sýna í fullri lengd. Myndin er frá árinu 1968, eftir leikstjórann Roger Vadim og er Jane Fonda í hlutverki Barbarellu sem þvælist um geim- inn með það fyrir augum að hand- taka hinn illa Durand Durand. 8mm veisla Páls Óskars PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Blæs til B-myndaveislu í Tjarnarbíói í kvöld þar sem ægir saman hryllingi, vísindaskáld- skap, „splatter“ og öllu þar á milli. Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2006 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2006 er til 12. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@simnet.is ————————————— ————————————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmennta verðlauna nna 2006 er til 13. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Ofurhetjur myndasagnanna hafa hópast á hvíta tjaldið á liðnum árum og ekkert lát virðist vera á straumnum. Spider-Man mun væntan- lega verða plássfrekur á næsta ári og nýjar og gaml- ar hetjur munu svo fylgja í kjölfar hans. Þrátt fyrir að ofurhetjum hafi gengið misvel að fóta sig á hvíta tjaldinu sér ekki fyrir endann á ásókn þeirra í kvikmyndahúsin. X-Men og Superman skiptu sumr- inu á milli sín en í fyrra var það Batman sem kom, sá og sigraði. Batman Begins þótti heppnast ákaflega vel og Christian Bale, í leðurblökubúningnum, tókst að reisa hetjuna úr öskustó Batman & Robin sem gerði nánast út af við myndaflokkinn á sínum tíma. Marvel-gengið enn á ferð Hetjur Marvel-útgáfunnar; Spid- er-Man, Daredevil, Elektra, The Punisher og Hulk hafa allar fengið að spreyta sig í bíói á undanförn- um árum með misjöfnum árangri. Fáum blandast hugur um að Spid- er-Man myndirnar tvær sem Sam Raimi hefur gert séu með bestu aðlögunum myndasögu um ofur- hetju að hvíta tjaldinu og að sama skapi er það talið bókað að Spider- Man 3 muni drottna yfir næsta kvikmyndaári. Köngulóarmaðurinn þarf að kljást við nokkur illmenni að þessu sinni og þar er Venom einna skæð- astur. Sandman lætur einnig til sín taka og Green Goblin rekur upp sinn ljóta haus á ný. Hver þorir í Lóa? Joss Whedon, höfundur sjón- varpsþáttanna um blóðsuguban- ann Buffy, stefnir að því að koma Wonder Woman í bíó árið 2007 en hann er þó kominn skammt á veg. Að öðru leyti munu sennilega engar almennilegar ofurhetjur reyna að skáka Köngulóarmann- inum árið 2007. Þær bíða þó átekta handan við hornið og þannig hefur til dæmis Batman boðað endur- komu sína árið 2008. Christian Bale leikur Batman aftur en Heath Ledger mun spreyta sig á erkifjandanum The Joker. Hugh Jackman hyggst einnig mæta til leiks 2008 með Wolverine, óbeinni og sjálfstæðri framhaldsmynd X-Men flokks- ins. Spennandi frumraun Járnkarlinn Iron Man er nýliði ársins 2008 en leikarinn og leik- stjórinn Jon Favreau (Swingers) hefur tekið að sér að gera mynd um þessa gömlu Marvel-hetju. Maðurinn á bak við járnbrynjuna í Iron Man-sögunum er drykkju- sjúki milljónamæringurinn Tony Stark. Þegar hann slasast lífs- hættulega lætur hann hanna á sig búning sem gerir honum kleift að anda og hreyfa sig. Það kemur svo á daginn að búningurinn gerir hann nánast ósigrandi og hann snýr sér að mestu að því að herja á glæpahyski. Favreau hefur nýlega ráðið Robert Downey jr. til þess að leika Járnkarlinn. Hann hefur einnig lýst því yfir að hann muni byrja á því að kynna persónuna rækilega til leiks. Gangi vel og verði farið út í framhald muni hann líklega kafa dýpra í persón- una og taka á alkóhólisma hetj- unnar. Þá er enn einn Marvel-gaur- inn, Captain America, væntanleg- ur í bíó árið 2009, byrjað er að leggja drögin að nýrri mynd um Hulk, auk þess sem Superman mun áreiðanlega snúa aftur, aftur. Ofurhetjur gömlu hasarblaðanna eru því síður en svo á undanhaldi og það eru bjartir tímar fram undan hjá þeim sem setja allt sitt traust á hetjur með ofurmannlega krafta og hæfileika. Ofurhetjurnar gefa ekkert eftir MARVEL-GENGIÐ Hetjur Marvel-útgáfunnar hafa verið aðsópsmiklar í bíói síðustu ár og allar eru þær væntanlegar á næstu árum – Spider-Man, Wolverine, Hulk og Captan America. PETER PARKER Það syrtir í álinn hjá Peter Parker þegar hinn eitraði Venom nær heljartökum á honum í Spider-Man 3. ROBERT DOWNEY JR. Það fer vel á því að þessi veðraði en geðþekki sukkari taki að sér að leika drykkjumanninn Tony Stark sem berst gegn glæpum sem Járnkarlinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.