Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 86
50 5. október 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Árbæingurinn Gylfi Einarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undan- farið en hann hefur ekkert getað leikið á yfirstandandi leiktíð í Englandi vegna meiðsla. Hann er á mála hjá 1. deildarliðinu Leeds. Gylfi gekkst nýverið undir aðgerð á mjöðm og er þessa dagana að hefja endurhæfingu sína. „Þetta er allt á byrjunarstigi eins og er en ég er byrjaður að framkvæma léttar æfingar, hjóla og fleira í þeim dúr. Það var gott að komast í þessa aðgerð en mjöðmin hefur verið að angra mig lengi. Meiðslin gerðu það að verkum að þau heftu hreyfingar á hægri fætinum og undir rest var það komið á það stig að ég gat ekki hlaupið. En þetta var lagað í aðgerðinni og horfir nú til betri vegar.“ Gylfi sló í gegn hjá Lilleström í Noregi áður en hann fór til Leeds þar sem hann hefur átt erfitt með að vinna sér sæti í liðinu. Ekki bættu meiðslin úr skák en þegar hann var upp á sitt besta vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu og skoraði annað mark Íslands í frægum 2-0 sigri á núverandi heimsmeisturum Ítala. Hann er þó samningsbundinn Leeds til ársins 2007 og getur því einbeitt sér að því að ná sér góðum. „Það liggur fyrst og fremst á að ná mér eftir þessa aðgerð og fara að spila fótbolta á nýjan leik. Ég er ekki búinn að hugsa dæmið lengra enda einbeiti ég mér að því að bæta mig á hverjum deginum sem líður.“ Hann er sem stendur eini Íslending- urinn sem leikur í ensku 1. deildinni en þeir voru mun fleiri í fyrra. Voru aðrir Íslendingar annað hvort seldir eða í liðum sem leika nú í úrvals- deildinni. „Já, það virðist hafa átt sér stað Íslendingaflótti úr deildinni,“ segir Gylfi og hlær. „En það eiga eflaust einhverjir eftir að bætast við enda hafa þeir Íslendingar sem eru að spila í úrvalsdeildinni verið að standa sig mjög vel. Það er góð auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu- menn.“ GYLFI EINARSSON: BYRJAÐUR AÐ ÆFA Á NÝJAN LEIK EFTIR ERFIÐ MEIÐSLI Gætu orðið þrír mánuðir í viðbót FÓTBOLTI Reynir Leósson er á leið- inni heim til Íslands eftir tæplega ársdvöl í Svíþjóð. Hann lék alla sína tíð með ÍA þar til hann hélt utan eftir síðasta sumar og samdi við sænska 1. deildarliðið Trelle- borg. Þar lenti hann í meiðslum í upphafi tímabils og náði þess vegna ekki að festa sig í sessi í byrjunarliði félagsins. Af þeim sökum ákvað hann að koma heim og herma heimildir Fréttablaðsins að líklegast sé að hann fari í ÍA á nýjan leik. KR hefur reyndar einnig sett sig í samband við leikmanninn en þar leikur hans gamli félagi úr ÍA, Gunnlaugur Jónsson. „Við komust að þeirri niður- stöðu að það væri við hæfi nú að rifta samningi okkar,“ sagði Reyn- ir um samkomulag sitt við forráða- menn Trelleborg. „Við fjölskyldan höfum ákveðið að flytja heim strax í næstu viku og get ég staðfest það að ég hef nánast gengið frá öllum samningsatriðum við félag í efstu deild á Íslandi. Ég vil hins vegar ekki segja hvaða félag um ræðir þar til ég er búinn að skrifa undir samninginn.“ ÍA var lengi vel í harðri fallbar- áttu í sumar en tókst með góðum árangri í síðari hluta mótsins að afstýra falli úr efstu deild. Varnar- leikurinn var veiki hlekkur liðsins en liðið átti erfitt með að fylla þau skörð sem Gunnlaugur og Reynir skildu eftir sig. Nú hefur Guðjón Þórðarson tekið við liðinu og ný rekstrarstjórn knattspyrnudeildar verið skipuð. ÍA ætlar sér því að gera betur á næstu árum. Trelleborg hefur vegnað afar vel í sænsku 1. deildinni og er löngu búið að tryggja sér úrvals- deildarsætið. Reynir segir það svekkjandi hvernig fyrir honum fór en smávægileg meiðsli skömmu áður en leiktíðin hófst gerðu það að verkum að hann fékk lítið að spreyta sig. „Ég spilaði hverja einustu mín- útu á undirbúningstímabilinu en tognaði svo lítillega aftan í læri viku fyrir mót. Það var mikil pressa á mér að jafna mig áður en mótið hófst og því ákveðið að sprauta mig sem gerði bara illt verra. Í stað þess að leyfa þessu bara að jafna sig í einhverjar tvær vikur var ég frá í nokkra mánuði,“ sagði Reynir. Liðinu gekk svo afar vel og er nú með vænt forskot á toppi deild- arinnar. „Liðið sló mörg met, fékk ekki á sig mark í sex leikjum í röð og aðeins fimm mörk í 24 leikjum. Það er erfitt að breyta slíku liði sem tryggði sig upp í úrvalsdeild- ina á mettíma. En ég átti gott sam- tal við þjálfarann og stóð mér til boða að vera hér áfram og taka slaginn í úrvalsdeildinni. En við ákváðum frekar að halda heim á leið.“ Gísli Gíslason, formaður rekstr- arstjórnar knattspyrnudeildar ÍA, vildi hvorki játa því né neita hvort félagið hefði rætt við Reyni um að ganga aftur til liðs við félagið. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Reynir Leósson aftur á Skipaskaga? Skagamaðurinn Reynir Leósson rifti í gær samningi sínum við sænska 1. deildarliðið Trelleborg og flytur heim á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa ÍA og KR haft samband við Reyni. REYNIR LEÓSSON Aftur á leið í Skagabúninginn? FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Chris Coleman, knatt- spyrnustjóri Fulham, lofar Heiðar Helguson í hástert í viðtali í bresk- um fjölmiðlum í gær. Segir hann að Heiðar sé afar mikilvægur félaginu en í vikunni var greint frá því að Fulham hefði hafnað tilboði sem barst í Heiðar. Í leik gegn sínu gamla félagi, Watford, á mánudag skoraði Heið- ar eitt mark í 3-3 jafnteflisleik og átti ríkan þátt í öðru marki sem fór langt með að tryggja Fulham sig- urinn í leiknum. Var það fyrsti leikur Heiðars gegn Watford síðan hann fór þaðan í júní á síðasta ári. Það tók Heiðar nokkurn tíma að vinna sér sæti í byrjunarliði Ful- ham en þegar hann fékk tækifærið loksins nýtti hann það vel. Og í dag lítur Coleman á Heiðar sem lykil- mann í þeirri atlögu félagsins að tryggja sig í sessi meðal bestu tíu liða úrvalsdeildarinnar. „Hann er afar harður af sér og mjög góður leikmaður,“ sagði Col- eman. Hann hefur bætt sig frá því að hann kom hingað fyrst. Í hvert skipti sem hann spilar gefur hann sig allan í leikinn.“ Um tilboðið sem Fulham fékk segir Coleman að það hafi verið mjög stórt. „Ég hafnaði því hins vegar umsvifalaust því hann er félaginu afar mikilvægur. Hann er á góðum aldri, meiriháttar í bún- ingsklefanum með hinum strákan- um og mikilvægur hlekkur í því sem við ætlum okkur í þessari deild.“ Heiðar hefur flakkað mikið á milli byrjunarliðsins og vara- mannabekkjarins enda er hart bar- ist um hverja stöðu í liðinu. Hann var þó fyrirliði þegar Fulham mætti Wycombe í bikarnum og tap- aði. „Heiðar veit að hann mun allt- af fá leiki til að spreyta sig í þannig að hann pirrast ekki mikið yfir því að þurfa að sitja á bekknum. Og það er annar kostur sem hann býr yfir - hann skilur þarfir liðsins og er þolinmóður.“ - esá Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, lofar Heiðar Helguson: Heiðar er mikilvægur félaginu MARKI FAGNAÐ Heiðar fagnar marki sínu sem hann skoraði gegn Watford á mánu- dag. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Gísli Hjartarson, ritari stjórnar knattspyrnudeildar ÍBV, sagði í samtali við vefmiðilinn fótbolti.net í gær að Víkingur og KR hefðu brotið reglur KSÍ. Hann sakar fulltrúa félagsins um að hafa rætt við samningsbundna leikmenn liðsins en samkvæmt reglum KSÍ er það bannað. Leikmönnum er reyndar frjálst að ræða við önnur félög eftir 15. október ef núverandi samningur þeirra rennur út um áramótin. Gísli segir að bæði Víkingur og KR hafi haft samband við stjórnarmeðlimi með það fyrir augum að fá að ræða við leik- menn liðsins. Því hafi hins vegar verið hafnað þar sem þeir eru ekki sagðir falir. Atli Jóhannsson og Andri Ólafsson verða báðir samnings- lausir um áramótin og eru eftirsóttir hjá liðum í Lands- bankadeildinni. - esá Stjórnarmaður ÍBV: KR og Víkingur brutu reglur Á LEIÐ FRÁ ÍBV? Atli Jóhannsson og Bo Henriksen í baráttu við Bjarna Guðjóns- son Skagamann. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR SENDU SMS BTC VFF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR: PS2 TÖLVA + FIFA´07 AUKA VINNINGAR ERU: FIFA´07 LEIKIR, PS2 STÝRIPINNAR, PS2 MINNISKORT, DVD MYNDIR, FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . LENTUR Í BT! > Kvennalandsliðið heldur til Bandaríkjanna í dag Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu heldur í dag til Bandaríkj- anna þar sem þær mæta heima- mönnum í æfingaleik á Richmond Stadium í Virginíufylki á sunnudag- inn. Bandaríska liðið er eitt besta landsliðið í heimi og er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA yfir kvenna- landslið. Það verður því við ramman reip að draga fyrir Ísland í leiknum en jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir kvennalandslið- ið. Í hópnum að þessu sinni er einn nýliði en það er Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, leikmaður Stjörnunnar. Valur á flesta leikmenn í hópnum eða sjö en þeim næst kemur Breiðablik sem á sex fulltrúa í hópnum. Það er þó skarð fyrir skildi í íslenska liðinu að þær Ólína G. Viðarsdóttir og Guðrún S. Gunnarsdóttir eru meiddar og eru því ekki með að þessu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.