Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 88
52 5. október 2006 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson er fyrir margt löngu búinn að rita nafn sitt í knattspyrnusögu Íslands. Þessi magnaði miðjumað- ur nálgast nú endalok ferils síns en hann hefur leikið erlendis sem atvinnumaður í tólf ár en hann lék með KR þar til hann fór utan. Rúnar varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands er hann kom af bekknum í landsleik gegn Sovétríkjunum í Simferopol og hann lauk gifturíkum landsliðs- ferli með fleiri A-landsleiki á bak- inu en nokkur annar Íslendingur. „Ég er í fínu standi þessa dag- ana og passa vel upp á mig. Ef ég skammta æfingaálaginu rétt þá held ég mér góðum,“ sagði Rúnar í gær en hann hefur verið í byrjun- arliði Lokeren í síðustu tveim leikjum eftir að hafa byrjað tíma- bilið á bekknum. Lokeren hefur tapað síðustu þrem leikjum eftir góða byrjun en Rúnar segist bjart- sýnn á að liðið rífi sig upp fljót- lega. Rúnar hefur verið að leika sem framliggjandi miðjumaður í síðustu leikjum en hann hefur verið notaður víða á síðustu árum. „Í fyrra var ég oft á kantinum og á öllum stöðum á miðjunni. Nýi þjálfarinn vill hafa mig fyrir aftan senterana og þar kann ég líka best við mig. Ég hef ekki enn verið færður aftur í vörnina eins og ger- ist gjarna með leikmenn sem eld- ast enda er það ekkert fyrir mig. Ég er sóknarþenkjandi leikmaður og eftirlæt öðrum um varnarleik- inn,“ sagði Rúnar sem hefur feng- ið ágæta dóma fyrir frammistöðu sína í síðustu leikjum. Lokeren hefur verið mikið Íslendingalið á síðustu árum en nú er staðan sú að Rúnar er einn eftir en hann lék með Marel Baldvins- syni, Arnari Viðarssyni og Arnari Grétarssyni hjá félaginu. „Ég get ekki neitað því að það er svolítið sérstakt og neita því ekki heldur að ég sakna strákanna frekar mikið. Við héldum hópinn, spiluðum golf saman og annað skemmtilegt. Það eru nokkur við- brigði að vera eini Íslendingurinn eftir að hafa haft strákana hérna hjá mér,“ sagði Rúnar sem fer nú oftast einn á golfvöllinn í dag en þar finnur hann venjulega ein- hverja til að spila með. Rúnar og fjölskylda eru ákveð- in í að flytja heim næsta sumar en samningur Rúnars við Lokeren rennur út í júní á næsta ári. „Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég ætli að spila fótbolta þegar ég kem heim en ég geri ekki ráð fyrir því. Það væri ágætt að stoppa þegar maður kemur heim og fara að huga að einhverju nýju. ég held það væri ekki vitlaust að þakka fyrir sig og setja skóna á hilluna. Ég hef ekki enn ákveðið hvað mig langar að gera en þjálf- un er eitt af því sem ég hef áhuga á. Ég ætla að skrá mig á þjálfara- námskeið hér úti og ég finn von- andi fljótlega hvort það eigi við mig. Svo er ég opinn fyrir að prófa eitthvað nýtt og gera eitthvað sem tengist ekki fótbolta,“ sagði Rúnar en hann segist bæði hlakka til og kvíða fyrir því að koma heim. „Það er mikil tilhlökkun að koma heim og takast á við eitt- hvað nýtt í lífinu. Maður þarf að koma sér þaki yfir höfuðið og svo eru það krakkarnir okkar en þau hafa aldrei búið á Íslandi og það verður væntanlega erfitt fyrir þau að kveðja vini sína,“ sagði Rúnar en hann á 12 ára son og tvær dætur, fimm og tveggja ára. „Það er mest tilhlökkun en líka smá kvíði líka en það er bara gaman.“ henry@frettabladid.is Geri ráð fyrir að hætta í fótbolta er ég kem heim Landsleikjahæsti leikmaður Íslands, Rúnar Kristinsson, er að spila sitt síðasta tímabil sem atvinnumaður. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila fótbolta á Íslandi næsta sumar. Fer hugsanlega í þjálfun. RÚNAR KRISTINSSON Ætlar ekki að taka fram knattspyrnuskóna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR ÞÓR FÓTBOLTI Hafþór Ægir Vilhjálms- son, leikmaður ÍA, hélt um helgina til Svíþjóðar þar sem hann æfði með sænska 1. deildarliðinu Norrköping. Ekki fór eins og ætl- ast var til því hann meiddist þegar hálftími var liðinn af fyrstu æfing- unni. En forráðamenn liðsins hafa greinilega hrifist af því litla sem þeir sáu til hans því þeir hafa óskað eftir því að hann komi aftur til Svíþjóðar þegar hann hefur jafnað sig af meiðslunum. Með Norrköping leika tveir aðrir Skagamenn, þeir Stefán Þórðarson og Garðar Gunnlaugs- son. Liðið er í fjórða sæti deildar- innar eins og er og eygir litla von um að vinna sér inn úrvalsdeildar- sæti. En jafnvel þó að Hafþór gangi ekki til liðs við Norrköping á nýju ári herma heimildir blaðsins að hann muni ekki spila með ÍA á næsta tímabili. Þó nokkur lið hafa mikinn hug á að klófesta leik- manninn, svo sem KR, FH, Valur og Grindavík. - esá HAFÞÓR ÆGIR Stóð sig vel með liði ÍA í sumar en hér á hann í höggi við Árna Kristin Gunnarsson, leikmann Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hafþór Ægir Vilhjálmsson fór til Svíþjóðar og æfði með Norrköping: Meiddist á fyrstu æfingunni FÓTBOLTI Stan Collymore stefnir á endurkomu í ensku úrvalsdeildina en hann hefur ekki leikið knatt- spyrnu í fimm ár. Collymore er 35 ára gamall og hefur ekkert spilað frá því að hann yfirgaf spænska félagið Real Oviedo í mars árið 2001. Collymore er þessa dagana í æfingabúðum í Tenerife og verður þar næstu þrjár vikurnar. „Ég er búinn að fara í nokkur lík- amspróf og er sannfærður um að ég mun koma aftur fljótari, sterk- ari og í betra formi en ég hef nokk- urn tímann verið í,“ sagði Collym- ore í samtali við breska blaðið Daily Mirror á dögunum. Persónuleg vandamál hafa oftar en ekki komið Collymore í koll á hans ferli og í einkalífinu en Collymore er sannfærður um að hann sé laus við öll vandamál. „Þið munuð ekki sjá fréttir af mér hent út af einhverjum bar og dauðadrukknum einhvers staðar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að ég geti tekið fram skóna aftur. Sem fótboltamaður á ég ekki mik- inn tíma eftir en þegar ég hætti á sínum tíma var það ekki vegna þess að ég var í lélegu líkamlegu ástandi.“ Það vantar greinilega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Collym- ore. „Ég fór á HM í sumar sem sérfræðingur fyrir sjónvarpstöð og ég sá ekki marga leikmenn þar sem fengu mig til að hugsa ¿ég get þetta ekki‘. Það hljómar kannski hrokafullt en ég trúi því enn að ég sé bestur,“ sagði hinn hógværi Stan Collymore. - dsd Stan Collymore er ekki af baki dottinn og stefnir á endurkomu í enska boltann: Stenst samanburð við alla sóknarmenn STAN COLLYMORE Er hér í baráttu við Roy Keane í leik Liverpool og Man. United fyrir níu árum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Lögreglan í Liverpool á Englandi mun ekki leggja fram kæru á hendur Joey Barton, leikmanni Manchester City, sem beraði á sér afturendann í leik liðsins gegn Everton á laugardag- inn en Manchester City jafnaði metin í uppbótartíma í leiknum. Barton hefur áður lent upp á kant við Everton aðdáendur en í æfingaferð með liði sínu fyrir rúmu ári í Taílandi lenti Barton í áflogum við einn aðdáanda Everton og var sendur heim fyrir vikið. Að sögn manna var Barton brosandi þegar hann sýndi alheiminum afturendann á sér en með þessu jafntefli batt City enda á tíu leikja taphrinu á útivelli. - dsd Manchester City: Barton verður ekki ákærður JOEY BARTON Er hér í baráttu við Tim Cahill og er enn í buxunum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sænska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leiki sína gegn Spáni um helgina og Íslandi á miðvikudaginn kemur. Í gær gátu þeir Olof Mellberg og Freddie Ljungberg ekki æft með liðinu vegna meiðsla en landsliðsþjálfari Svía hefur ekki áhyggjur af þeim og ætlar ekki að kalla inn aðra leikmenn í hópinn. Dómaratríó leiksins kemur frá Póllandi en aðaldómarinn heitir Grzegorz Gilewski. - esá Ísland-Svíþjóð: Pólskt dómara- tríó dæmir FÓTBOLTI Það virðist margt stefna í að íranski viðskiptamaðurinn Kia Joorabchian gangi frá kaupum á enska knattspyrnulið- inu West Ham á næstu dögum. Stjórn félagsins boðaði til fundar í gær til að ræða tilboð frá Joorachian sem er sagt hljóða upp á 70 milljónir punda. Luis Felipe Scolari, landsliðs- þjálfari Portúgals, sagði frá því á dögunum að hann myndi alvar- lega íhuga tilboð frá Joorachian um að taka við West Ham ef það myndi berast. „Kia er mjög góður vinur minn og við tölum saman nánast á hverjum degi. Við ræðum oft um störf og ef eitthvað myndi bjóðast þá væri ég til í skoða það,“ sagði Scolari. - dsd Yfirtökutilboð: Kia að kaupa West Ham? LUIS FELIPE SCOLARI Er heitur fyrir því að taka við West Ham ef Kia kaupir félagið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI KR hefur gengið frá samningi við þýska bakvörðinn Thomas Heizer en hann hefur æft og spilað með liðinu upp á síðkastið. Heizer er 192 senti- metrar á hæð og kom til félagsins fyrir tilstuðlan Fannars Ólafsson- ar en þeir léku saman með þýska félaginu Ulm á sínum tíma. Heizer var með um 10 stig að meðaltali í leik hjá Ulm en hann lék síðasta vetur í Hollandi þar sem hann var með um 4 stig að meðaltali áður en félag hans lét hann fara. Heizer hefur leikið tvo leiki með KR og þótti standa sig sérstaklega vel gegn Grindavík þar sem hann skoraði 15 stig. - hbg Körfuboltalið KR: Semur við þýskan bakvörð FÓTBOLTI Felix Magath, aðalþjálf- ari Bayern München, gagnrýnir sóknarmennina Roy Makaay og Lukas Podolski harðlega fyrir leik þeirra það sem af er tímabil- inu og þá sérstaklega fyrir frammistöðununa um síðastliðna helgi þegar Bayern tapaði fyrir Wolfsburg. Magath segir að Claudio Pizarro sé miklu grimm- ari en Makaay og Podolski. „Það er greinilegt hvað vantar í leik okkar. Sóknarmennirnir eru ekki nógu grimmir. Pizarro er miklu grimmari en hinir tveir,“ sagði Magath en Bayern hefur aðeins skorað sex mörk í sjö deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Barcelona með augastað á Roy Makaay þessa dagana til að fylla skarð Samuels Eto‘o sem er meiddur. - dsd Bayern München: Stjórinn gagn- rýnir leikmenn MAKAAY OG PODOLSKI Eru harðlega gagnrýndir af þjálfara sínum fyrir frammistöðuna á leiktíðinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.