Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 05.10.2006, Qupperneq 90
54 5. október 2006 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Roman Calderon, forseti Real Madrid, sagði í samtali við BBC að hann vissi ekki betur en að David Beckham, leikmaður liðsins og fyrrum fyrirliði enska lands- liðsins, myndi leggja skóna á hill- una vorið 2008. Talsmaður Beck- hams sagði þetta ekki vera rétt en mikið hefur verið rætt og ritað um samningsmál Beckhams hjá Madr- ídarfélaginu undanfarna daga og vikur. Beckham á ekki lengur víst sæti í byrjunarliði Real Madrid eftir að Fabio Capello tók við lið- inu en hann hefur áður sagt að hann vilji ljúka ferlinum í Madríd og vill hann fá nýjan samning sem gildir næstu þrjú árin. Núverandi samningur hans rennur út í sumar. Calderon sagði í viðtalinu að samkvæmt bestu vitund hans ætl- aði Beckham að hætta árið 2008 og vonaði hann til þess að Beckham myndi vera hjá félaginu þann tíma. En talsmaður Beckhams kom af fjöllum. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu. Enginn hefur nokkurn tímann rætt það hvenær hann ætli hugsanlega að hætta.“ Forseti Real sagði að Capello væri hrifinn af Beckham og sjálf- ur hefur kappinn sagt að hann skilji það vel að það gengur eng- inn að byrjunarliðssæti í jafn stóru liði. Síðan Jose Antonio Reyes kom til félagsins í haust hefur Beckham mátt verma bekk- inn. „Við þurfum á honum að halda,“ sagði Calderon. „Hann hefur verið að spila mjög vel. Stjórinn treystir honum. Við vonumst til að gengi verði frá þessu máli á næstu 15 til 20 dögum.“ Þegar hann var nánar spurður um endalok knattspyrnuferils Beckhams sagði forsetinn yfirlýs- ingaglaði að hann hefði lesið ein- hvers staðar að Beckham hygðist enda sinn feril í Bandaríkjunum. „Ég er handviss um að leikmenn geti enn verið uppi á sitt besta við 35 ára aldur. Sérstaklega hann sem hefur verið að þjálfa sig alla sína ævi.“ - esá GAMAN Ruud van Nistelrooy og David Beckham fagna marki þess fyrrnefnda fyrr í haust. NORDIC PHOTOS/GETTY Forseti Real Madrid er yfirlýsingaglaður hvað varðar framtíð Davids Beckham í knattspyrnunni: Beckham ætlar ekki að hætta eftir tvö ár FÓTBOLTI Í síðasta mánuði tryggði ÍR sér sæti í efstu deild kvenna með sigri á sameiginlegu liði Þór/ KA. Þór/KA kærði hins vegar úrslitin þar sem Berglind Magn- úsdóttir, markvörður ÍR í leikjun- um tveimur, var að spila fyrir hönd þriðja liðsins í sumar en í reglum KSÍ segir að leikmaður megi einungis leika fyrir tvö félög á einu tímabili. Áður hafði Berg- lind leikið með KR og Fjölni um sumarið. Dómstólar dæmdu í mál- inu á þriðjudaginn og dómurinn féll Þór/KA í vil og í dómsorðum segir: „Úrslit leiks Þórs/KA og ÍR í aukakeppni Íslandsmóts mfl. kvenna sem fram fór 9. september 2006 dæmast 3-0 Þór/KA í vil. Kærði greiði kr. 5.000 í sekt til KSÍ.“ KSÍ hafði áður viðurkennt mistök sín í málinu og afturkallað keppnisleyfi Berglindar. ÍR-ingar eru vitanlega ekki sáttir við niðurstöðu málsins og halda því fram að KSÍ hafi í raun ekki gert nein mistök, ÍR voru í markmannsvandræðum og fóru fram á undanþágu þar sem tími félagaskipta var útrunninn, sem þeir og fengu frá samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ. ÍR-ingar vilja meina að nefndin hafi veitt þeim undanþágu sem nái bæði yfir þann tíma sem bann gildir við félagaskiptum og ákvæði um fjölda liða. ÍR-ingar segja jafn- framt að hafi verið um mistök að ræða hjá KSÍ, þá eigi þau ekki að bitna á ÍR. „Við lítum svo á að KSÍ hafi ekki gert mistök. Í lögum segir að KSÍ hafi leyfi til að veita undan- þágu fyrir markverði, þannig að við lítum þannig á málið að ekki sé um mistök að ræða heldur sé þetta þeirra túlkun, Við vorum ekkert að velta því fyrir okkur hvað Berg- lind hafi leikið fyrir mörg lið í sumar. Markmaðurinn okkar meiddist stuttu fyrir leikinn gegn Þór/KA og við fórum í það að fá undanþágu fyrir nýjan markmann og við fengum þá heimild. Þjálfar- inn okkar fór í málið og þá kom í ljós að Berglind væri í raun eini kosturinn. Við sendum umsóknina um félagaskiptin til KSÍ tveimur dögum fyrir fyrri leikinn gegn Þór/KA,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, í samtali við Fréttablaðið og bætti því við að honum fyndist eðlileg- ast að úrslit leiksins yrðu látin standa þar sem ÍR gerði ekkert rangt í þessu máli og heldur ekki KSÍ. Málið virðist því snúast um túlkun á upphafi 4. grein laga um félagaskipti leikmanna sem er svo- hljóðandi: „Hafi leikmaður leikið í Íslandsmóti eða Bikarkeppni KSÍ á almanaksárinu, getur hann aðeins einu sinni farið fram á félagaskipti innanlands til og með 31. júlí. Frá og með 1. ágúst til og með 15. október eru félagaskipti innanlands ekki heimil. Samninga- og félagaskiptanefnd skal þó heimilt að veita undanþágu frá því fyrir félagaskipti markvarðar ef ríkar ástæður eru til að mati nefndarinnar.“ Páll segir að ÍR hafi hringt sér- staklega í KSÍ fyrir leikinn til að ganga úr skugga um að Berglind hafi fengið keppnisleyfið. „Þegar við fórum í leikinn fyrir norðan þá var ekki komið skriflegt keppnis- leyfi fyrir Berglindi þannig að við hringjum í starfsmann KSÍ til að tryggja að þetta sé allt rétt og að hún hafi þetta leyfi. Þá er okkur tilkynnt það að búið sé að senda okkur keppnisleyfið í faxi og því spilaði hún leikinn fyrir okkur. Við ætlum að áfrýja málinu og við munum fara með það eins langt og hægt er, því okkur finnst gjörsam- lega tekið niðrum okkur í þessu máli,“ sagði Páll en stjórn ÍR er nú að skoða hvort þurfi að skipta út þjálfurunum og ráða lögfræðing til félagsins í staðinn. Páll tók það einnig fram að ekkert væri við Þór/KA að sakast í þessu máli enda gerðu þeir það sem flestir hefðu eflaust gert. Dómurinn segir því að samn- inga- og félagaskiptanefnd KSÍ sjái eingöngu um að framkvæma félagaskiptin en ekki um að rann- saka hvort leikmaðurinn sé lög- legur með því félagi sem hann/hún gengur í hverju sinni. Það sé því í höndum félagsins sem er að fá leikmanninn til sín að ganga úr skugga um að hann/hún sé lögleg- ur/lögleg. Eitt er þó ljóst að málið er hvergi nærri búið því ÍR lætur ekki hér við sitja. dagur@frettabladid.is Þór/KA heldur sæti sínu í efstu deild ÍR-ingar eru allt annað en sáttir eftir að Þór/KA var dæmdur sigur í leik liðanna í síðasta mánuði en ÍR vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í efstu deild kvenna. ÍR-ingar ætla að áfrýja málinu. ÓSÁTTUR Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Óvíst er hvort sænski landsliðsmaðurinn Tobias Linderoth getur leikið með Svíum gegn Íslendingum í næstu viku. Linderoth og kona hans eiga von á barni og af þeim sökum gæti hann misst af leiknum. „Ef barnið verður ekki komið í heiminn fyrir leikinn gegn Íslandi þá er líklegt að hann verði ekki með í þeim leik en við erum með stóran og góðan hóp og ráðum við svona áföll,“ sagði Lars Lagerback. Tobias Linderoth er miðjumað- ur sem leikur með danska liðinu FC Kaupmannahöfn og hefur verið lykilmaður í sænska landsliðinu síðustu ár. - dsd Sænska landsliðið: Óvissa með To- bias Linderoth TOBIAS LINDEROTH Er hér með fyrirliða- bandið í baráttu við Miroslav Klose á HM í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester Unit- ed, segir að hroki og völd leik- manna séu stærstu vandamálin sem framkvæmdastjórar eiga við í fótboltaheiminum. Fergu- son á að baki langan og sigursæl- an feril sem framkvæmdastjóri og hann hefur aldrei veigrað sér við að taka á málunum ef leik- menn sínir eru farnir að líta of stórt á sig. Nægir í þeim efnum að benda á Roy Keane og David Beckham sem báðir fengu að taka pokann sinn þegar Ferguson fannst þeir fara yfir strikið. Ferguson segir það klárt að með tilliti til þess álags sem fram- kvæmdastjórar eru undir að nauðsynlegt sé að halda uppi miklum aga í sínu liði. „Hroki leikmanna er stærsta vandamálið sem þjálfari þarf að eiga við. Agi er mjög mikilvægur í þjálfun. Þú mátt ekki láta leik- menn stjórna æfingum og það verður að vera mikill agi á æfing- um og í öllu sem félagið tekur sér fyrir hendur. Einfaldar reglur eins og t.d. stundvísi og einbeit- ing á æfingum verða að vera við lýði. Þjálfarar eru sífellt meira að eiga við stjórnsemi leikmanna. Ég er reyndur í þessu en ungir stjórar þurfa að vera viðbúnir þessu og þurfa að læra að taka á þessu vandamáli. Fyrir utan þetta er mikill þrýstingur á að ná góðum árangri. Það er líka nauð- synlegt fyrir framkvæmdastjóra að stjórn félagsins sé vel mönn- uð,“ sagði Ferguson. Ferguson skorar á eigendur félaga að sýna stjórum sínum þolinmæði og segir að það að reka framkvæmdastjórann sé ekki alltaf besta lausnin. - dsd Ferguson segir að hroki og völd leikmanna séu stærstu vandamálin í boltanum: Knattspyrnustjórum verður að sýna þolinmæði FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær á hvaða völlum úrslitaleikir á vegum sambandsins yrðu spilaðir, á árunum 2008 og 2009. Nefnd á vegum UEFA hafnaði Wembley en enska knattspyrnusambandið hafði sótt um að halda úrslitaleik- ina annaðhvort árið 2008 eða 2009. Úrslitaleikurinn í Meistara- deild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki-vellinum í Moskvu og á Ólympíuleikvanginum í Róm árið 2009. Úrslitaleikurinn í Evrópu- keppni félagsliða árið 2008 verður spilaður á The City of Stadium, heimavelli Manchester City, og á Sukru Saracoglu- vellinum í Istanbul árið eftir. - dsd Knattspyrnusamband Evrópu: Wembley var hafnað FÓTBOLTI Luke Moore, sóknarmað- ur Aston Villa, er ekki eins mikið meiddur og leit út fyrir í fyrstu. Búist var við að Moore yrði frá út þessa leiktíð en nú þykir ljóst að hann verði klár í slaginn í byrjun janúar. Moore meiddist á öxl í leik Aston Villa og Chelsea um síðustu helgi. „Ég var hræddur um að Moore yrði lengi frá keppni en sjúkra- þjálfarinn hefur nú fullvissað mig um að svo er ekki. Hann þarf ekki að fara í aðgerð,“ sagði Martin O‘Neill, framkvæmda- stjóri Aston Villa. Aston Villa fékk sóknarmann- inn Chris Sutton til að fylla það skarð sem Luke Moore skilur eftir sig. - dsd Meiðsli Luke Moore: Verður klár í byrjun janúar FÓTBOLTI Luis Aragones tók áhættusama ákvörðun í vali sínu á landsliðinu á dögunum þegar hann ákvað að velja ekki Raúl í hópinn. Aragones hefur nú gefið í skyn að breyttar áherslur verði í leik Spánverja gegn Svíum á laugardaginn. „Við verðum að vinna þennan leik, hvað sem það kostar. Jafntefli eru ekki endalokin en það eru ekki góð úrslit. Það er mikilvægt að við höldum markinu hreinu og við munum reyna að beita skyndisóknum,“ sagði Aragones sem er orðinn mjög valtur í sessi. - dsd Spænska landsliðið: Aragones er var um sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.