Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 56

Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 56
12 Ragnar, sem lenti reyndar í því óhappi að fótbrotna illa í leik með liði sínu Vængjum Júpiters í undan- úrslitaleik utandeildarinnar um síð- astliðna helgi, ber deildinni að öðru leyti góða sögu. „Þetta snýst náttúr- lega rosalega mikið um félagsskap- inn, þarna eru komnir saman vinir og kunningjar sem hafa áhuga á fótbolta. Álagið er ekki eins mikið og í deildakeppnum og menn þurfa ekki að vera í eins góðu formi. Þetta snýst meira um skemmtun,“ segir Ragnar, sem lék áður með 1. deildar liði Fjölnis. „Auk þess að spila leiki æfum við reglulega og maður reynir að vera duglegur að fara út að hlaupa og mæta í ræktina þess á milli. Þetta er ágæt leið til þess að halda sér í formi, en staðreyndin er hins vegar sú að mikill getumunur er á liðun- um. Það eru bæði menn þarna sem hafa spilað í deildakeppnunum og svo hálfgerðar fitubollur sem geta lítið spilað fótbolta.“ Ragnar segir þó að margir góðir leikmenn séu að spila í deildinni. „Ef maður er með metnað til þess að vinna þetta mót er nauðsynlegt að vera í þokkalega góðu líkamlegu ástandi en fyrst og fremst snýst þetta þó um góðan félagsskap.“ -vör Spriklar í utandeild Ragnar Sverrisson er einn fjölmargra knattspyrnum- áhugamann sem lagt hafa keppnisskóna formlega á hilluna en leika þess í stað í utandeildinni í knattspyrnu. Ragnar segir utandeildina ágætan vettvang til þess að halda sér í formi í góðum félagsskap. Ragnar Sverrisson í leik með sínu gamla liði Fjölni. Í dag spilar hann í góðra vina hópi í utandeildinni í fótbolta. MYND/RAGNAR „Ég hugsa oft um heilsuna þegar ég er að elda og það er gaman að elda léttan mat við og við,“ segir Valdi- mar. Hann segist verða var við að fólk hugsi meira um heilsuna nú en áður þegar það fari út að borða. „Fólk er að borða léttari mat, sér- staklega á sumrin, en maður verður ekki eins var við það á veturna,” segir Valdimar Pálsson, kokkur á Strikinu á Akureyri. SESARSALAT DRESSING Eggjarauður 1 stk. Ólífuolía 250 g Kjúklingasoð (vatn+ kraftur) 50 ml Balsamedik 50 ml Parmesan ostur 50 g Ansjósur 2 flök Salt og pipar Eggjarauðurnar eru þeyttar og olíunni er hellt mjög rólega út í, ansjósur og rifinn parmesan ostur er bætt út í og hrært vel saman við, að lokum er balsamediki og kjúkl- ingasoði bætt út í. Má nota majónes í stað eggja- rauðu og olíu, einnig má nota tofu. Romain-salat er sett á disk ásamt eldaðri kjúklingabringunni, brauð- teningum og rifnum parmesanosti er stráð yfir diskinn. Að lokum er dressingunni hellt yfir salatið. WOK-STEIKTAR RÆKJUNÚÐLUR Traditional núðlur 200 g Tígrisrækjur 150 g Egg 2 Grænmeti eftir smekk Sweet chili sósa Mjög einfaldur réttur. Settu núð- lurnar í heitt vatn og láttu standa í 5 mínútur, á meðan skerðu niður þitt uppáhaldsgrænmeti, hitaðu stóra pönnu og steiktu grænmet- ið og rækjurnar, kryddað salti og pipar. Helltu vatninu af núðlunum og bættu þeim á pönnuna ásamt eggjunum, steikt í 2 mínútur og að lokum er sósunni bætt út á. Fólk hugar frekar að heilsunni á sumrin Valdimar Pálsson, kokkur á Strikinu á Akureyri, segir að fólk hugi að heilsunni þegar það fari út að borða. Hann ætlar að deila með okkur uppskriftum að tveimur réttum sem auðvelt er að gera. Valdimar segir fólk frekar hugsa um heils- una á sumrin. Wok-steiktar rækjunúðlur og sesarsalat. ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Kvef Upp á síðkastið hefur verið deilt um gagnsemi C-vítamína við kvefi. Menn eru hins vegar sam- mála um að inntaka á C-vítam- ínum getur dregið úr slæmum áhrifum kvefpesta og stytt tímann sem kvefið situr í okkur. C-vít- amín hjálpar einnig líkamanum að vinna sig betur út úr langtíma nikótínneyslu. Fyrirtíðarspenna Fyrirtíðaspenna er ekki vinsælasta ástandið á meðal kvenna. Magn- esíum er það vítamín sem hjálpar hvað best við að koma jafnvægi á skapið og draga úr höfuðverkjum. Kalsíum og sink hjálpa einnig til við að koma jafnvægi á hormóna- kerfið. Húðin A-vítamín gerir kraftaverk fyrir húðina en hafa ber í huga að A- vítamín getur haft skaðleg áhrif sé það tekið í stórum skömmtum. Reyndu að fá A-vítamínin úr nátt- úrulegri fæðu eins og gulrótum, fiski, gulum ávöxtum og græn- meti. B-vítamín og kalsíumríkt grænmeti geta hjálpað til við að draga úr bólum og fílapenslum. Streita Til að hjálpa líkamanum að ná tökum á streitu er gott að taka B-vítamín. B1- og B5-vítamínin hjálpa til við að draga úr stressi og B6 er gott við mildum kvíða og depurð. Ef þú veist að fljótlega komi upp aðstæður sem reyna á þig andlega er gott að byrja strax að fá B-vítamín úr fæðunni. Vítamín til bættrar heilsu Öll þurfum við á vítamínum að halda en í sumum tilfellum henta ein- staka vítamín betur en önnur. Best er að borða fjölbreytta fæðu til að fá sem mest af vítamínum. Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herð anudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7:30 Konur kl. 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Nýtt námskeið hefst 16. október nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu. Næstu námskeið 13. nóvember (6 vikur). Nýtt námskeið kl.11.00 í 6 vikur – 2 hóptímar í viku hjá Goran og 2 tímar í Rope Yoga með Katrínu Sigurðardóttur Ávextir og grænmeti 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.